Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 59 umst hvor með öðrum úr fjarlægð og sambandi okkar héldum við alla tíð þótt á stundum liði langur tími á milli vegna búsetu á sitthvorum staðnum. Húsmæðraskólinn Ósk á ísaflrði var löngum sá staður vestra sem dró að sér úrval föngulegra kvenna á giftingaraldri af öllu landinu. Pau hafa e.t.v. aldrei verið metin, áhrifln sem þessi skóli hefur haft á mannlíf- ið á Isaflrði og byggðaþróunina þar. Þær eru ekki fáar námsmeyjarnar sem eftir sátu, þegar skóla lauk og settust þar að til frambúðar. Margh- ungir Isfirðingar kynntust þar konuefnum sínum og þar kynntist Sigurður eiginkonu sinni, Signýju Rósantsdóttur frá Akm-eyri. Hún sat eftir þegar skólanum lauk að vori og gengu þau í hjónaband. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn sem öll eru uppkomin. Sigurður var mikill mannkosta- maður. Hann bar sterkt svipmót foreldra sinna, hafði létta lund, var lífsglaður og maður sem gott var að hafa í kringum sig. Hjálpsemi, vinnusemi og jákvætt hugarfar fannst mér einkenna þennan æsku- félag minn öðru fremur. Mér fannst að í honum blunduðu ýmsar gamlar dyggðir og er mér ekki örgrannt um að vera hans á Hjöllum í æsku hafi haft sterkari áhrif á hann en margt annað. Hann var farsæll í einkalífi og starfi og þau Signý voru einstaklega samhent hjón. Utan sinna daglegu starfa sýslaði Sigurð- ur við ýmsa „tómstundaiðju" svo sem grásleppuveiðar og nú síðast var hann ásamt félaga sínum að smíða sér harðfískhjall svo hann hefði eitthvað nytsamt að gera að loknum venjulegum vinnudegi. Nú, þegar komið er að kveðjustund, færi ég vini mínum þakkir íyrir samverustundir okkar á Iífsleiðinni og ævilanga vináttu. Það er erfitt að sætta sig við að engan Sigurð verði að finna næst þegar ég kem til Isa- fjarðar. Við Steinunn færum Signýju og bömunum, tengdadóttur, afabami og systrum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi Sigurð Finnbogason. Halldór. Fyrstu kynni mín af fjölskyldunni í Sunnuholtinu voru vorið 1991 þeg- ar þau tóku að sér að vera stuðn- ingsfjölskylda fyrir fatlaðan son minn, Jóhann. Þá hófust kynni af einstaklega samhentri fjölskyldu, kynni sem ég vildi ekki hafa misst af. Það komu allir að því að vera með drenginn; Siggi, Signý, börnin, tengdadóttirin og barnabamið og það er erfitt að minnast Sigga án þess að hafa þau öll með. Þó svo ég viti ekki allt sem Jóhann og Siggi gerðu saman á þessum helgum þá veit ég þó að alltaf kemur Jóhann sæll og glaður úr vistinni. Þeir fóra að veiða, farið var í heimsóknir og bíltúra og þá var fjör að fá að hringja úr bílasímanum hjá Sigga og mikið spjallað og hlegið. Þeir sem þekkja Jóhann og einstakt dá- læti hans á kóki geta ímyndað sér upplitið á honum þegar Siggi mætti með tveggja lítra kókkippu á af- mælisdaginn hans, það var sko lang flottasta afmælisgjöfin og oft segir hann: Mamma, manstu þegar Siggi gaf mér kókkippuna í afmælisgjöf? Siggi og Signý hafa frá upphafi ver- ið meira en stuðningsfjölskylda fyr- ir Jóhann, þau hafa verið stuðning- fjölskylda við alla fjölskylduna okk- ar, alltaf boðin og búin ef eitthvað kom upp á og vil ég minnast sér- staklega á þann stuðning sem þau veittu okkur í veikindum Jóhanns fyrir tæpum tveimur árum. Ef þau vissu að eitthvað bjátaði á hjá okkur var alltaf hringt og spurt hvort þau gætu gert eitthvað og oft hefur Jó- hann verið tekinn aukalega og alltaf var hliðrað til við slíkar aðstæður. Nú er Siggi dáinn og erfitt að svara öllum þeim spurningum sem koma í huga Jóhanns, ekki síst vegna þess að það er svo margt sem maður skilur ekki sjálfur. Eg bið Guð að geyma ykkur öll; Signý, Sigrúnu, Ólaf, Sigþór, Gísla og Hafránu Huld og gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina og ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast einstökum manni og ein- stakri fjölskyldu. Erna Stefánsdóttir og fjölskylda, Hnífsdal. Siggi Boga látinn. Við þessa frétt varð ég harmi sleginn og hafði ekki vitað betur en hann væri við bestu heilsu en þetta minnir okkur enn einu sinni á hversu stutt er á milli lífs og dauða. Sigurð hafði ég þekkt lengi og starfað með við beitningu á Guðnýju f S og einnig gerðum við út Einar ÍS sem við áttum saman í um 10 ár. Sigurður var einstakt ljúf- menni og heilsteyptur maður. Þann tíma sem við störfuðum saman féll aldrei blettur á samstarf okkar og aldrei illt orð á milli heldur. Langar mig því til að minnast þessa ein- staka manns og þakka honum fyrir góða vináttu og samstarf. Harmur er mikill hjá Signýju konu hans og börnum þeirra og viljum við Inger votta þeim okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að gefa þeim styrk. Guð blessi minningu Sigurðar Finnbogasonar. Ágúst Ingi Ágústsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnadar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Síðastliðinn laugardagsmorgun hringir vinur minn, hann Siggi Sveins, og færir mér þá harmafregn að vinur okkar, Siggi Boga, hafi lát- ist þá um nóttina. Mig langar til að minnast Sigga með nokkrum orð- um. Vinskapur okkar hófst fyrir rúm- um 24 árum þegar ég þyrjaði sem skipstjóri á Guðnýju ÍS, þar var Siggi landformaður við beitningu. Var hann búinn að vera það lengi og hélt áfram hjá mér, alveg þangað til Guðný ÍS var seld til Bolungarvíkur eða í nærri 16 ár. Strax myndaðist vinátta og mikill samgangur milli fjölskyldna okkar og erum við þakk- lát fyrir það. Á þeim árum áttum við heima á Isafirði, en eftir að við flutt- um til Bolungarvíkur minnkaði samgangurinn. En núna eina nótt í október var hann næturgestur hjá okkur ásamt konu sinni Signýju. Er það nú ein minningin um Sigga ásamt öllum hinum góðu minning- unum heima hjó okkur og heima hjá honum, svo og úr öllum menningar- reisum sem við kölluðum svo, þegar skipshafnir línubátanna fóru í vorferðir sínar bæði innanlands og utan. Einnig þegar við fórum til Spánar með konurnar og eldri börnin, oft var glatt á hjalla í þess- um ferðum og átti Siggi drjúgan þátt í allri þeim glaðværð og kátínu, það var mikil ánægja og gleði að vera með Sigga. Siggi gerði út á grásleppu á sumrin, og man ég hvað hann var hjálplegur við pabba þegar hann byrjaði á sama veiði- skap á Uppsalaeyri við Seyðisfjörð. Enda myndaðist vinátta þeirra á milli og Sigga þakkað það, því allt vildi hann fyrir alla gera. Síðustu árin starfaði Siggi hjá Gúmmíbáta- þjónustunni, kom ég við hjá honum annað slagið og var alltaf jafngam- an að hitta Sigga. Elsku Signý, Óli, Sigrán, Sigþór, Gísla og Hafrún litla, við Ester biðj- um algóðan Guð að styðja ykkur og styrkja í sorginni. En eitt er víst að allar góðu minningarnar eiga eftir að ylja ykkur um ókomin ár. Blessuð sé minning ljúflings- mannsins Sigurðar Finnbogasonar. Hvíl í friði. Jón Pétursson. Jólin eru að ganga í garð og Ijósin sem þeim tilheyi'a lýsa upp skamm- degið en lífsljósið hans Sigga Finn- boga er slokknað. Skuggar saknað- ar og trega setjast að í hjörtum ást- vina hans og jólalögin, sem hafa sína sérstöku stemmningu, fylla nú hugann söknuði. Það var í janúar 1996 á Kanarí sem við kynntumst. Þama vorum við samankomin fem hjón og það átti fyrir okkur að liggja að hittast í þessari ferð og þarna lögðum við gi-unninn að þessum sterku vináttu- böndum sem milli okkar era. Reyndar gat Siggi ekki leynt því hvað hann var ánægður með að einn úr þessum hóp var , jú Isfirðingur" sem honum fannst nú styrkja hóp- inn mikið. Á Kanan' áttum við yndislega daga með Sigga og Signýju. Við vorum svo lánsöm að njóta þess að gleðjast með þeim hjónum á fimm- tugsafmæli Sigga. Það var sannar- lega gaman fyrir okkur að sjá Sigga með sitt hlýja bros og gleðiglampa í augum þegar hann las fyrir okkur kveðjurnar sem hann fékk sendar frá fjölskyldu og vinum. Kveðjan frá Magna gladdi hann, en vænst þótti honum um kveðjurnar sem hann fékk frá systrum sínum „frá Læk“, því þegar hann las þær fyrir okkur læddust gleðitár niður vanga. Þarna kynntumst við alveg sér- stökum hjónum, hjá Signýju og Sigga var sambandið byggt á trausti og virðingu. Hlýjunnar og gleðinnar sem streymdi á milli þeirra fengum við öll að njóta. Og ógleymanleg var ferðin okkar vest- ur í aldarafmæli þeirrar Signýjar og Sigga. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Pér sendum bænk upp í hærri heima og hjartans þakkir öU við færum þér við sálu þína biðjum Guð að geyma þín göfga minning okkur heilög er. (GEW) Það er komið að leiðarlokum, við kveðjum kæran vin og þökkum hon- um fyrir allt og allt. Elsku Signý, við vottum þér, fjöl- skyldu þinni og öðram ástvinum okkai- dýpstu samúð. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Drottinn gefi dánum ró, hinum líkn sem lifa. Dagrán, Þorbjörn, Sigrún, Hafsteinn, Erla og Sigurbjörn (Bjössi). Sumai’bústaður utanvert við Hjalla í Skötufirði var reistur í sum- ar. Ég hef oft hugsað um þennan draum hans Sigga að eignast hús í þessu hrjóstraga snarbratta landi. En skilningurinn er að koma. Stað- urinn var hluti af lífi hans, hluti af tryggðinni við sveit afa síns og föð- ur, þar sem hann dvaldi á sumrum í uppvexti sínum hjá afa ömmu og Steingrími. Tryggðin og nálgunin við umhverfið, arfðleifðina og dag- legt líf ættmenna sinna bjó með honum og var hluti af skapgerð hans og lífsskoðun. Þó var hann í eðli sínu sjómaður. Hann unni hafinu líkt og fósturjörð- inni. Þaðan kom lífsbjörgin og það- an kom herðing huga og handai’ í baráttu við breytileika bára og brotsjóa. Hann var harðorður í garð þeirra sem vísvitandi menguðu haf- ið og fyrirleit þá sem notuðu það sem ruslakistu. Þekking hans á sjónum af margra ára starfi með flestar gerðir veiðarfæra og óvenju- leg samviskusemi gerði hann að frá- bærum skoðunarmanni gúmmí- björgunarbáta, en við þá vann hann síðustu tíu árin. Nákvæmni í starfi leyfði aldrei nein frávik frá ströng- ust öryggiskröfum og það kom alltaf við hann þegar sjómenn létu lágmarkski-öfur duga vegna nokk- urra króna. Það var gott að þekkja Sigga Finnboga og eiga hann að. Ég man fyrst eftir honum sem síhlæjandi stráki í húsinu þar sem Ina konan mín bjó þegar ég kynntist henni, en í húsinu vora búandi þrjú systkini mæður Sigga og ínu og bróðir þeirra. Þegar hann og Signý hófu búskap bjuggum við um tíma í sama húsinu í Brunngötunni og byggðum svo sama árið í Sunnuholtinu, þar sem við höfum búið síðan. í okkar bú- skap hefur því lengst af verið stutt á milli okkar og meiri samgangur en við aðrar fjölskyldur. Við höfum líka starfað saman í Lionsklúbbi Isa- fjarðar þar sem hann var mjög virk- ur. Siggi var alltaf hrókur alls fagn- aðar á mannamótum og mikill sögu- maður. Hann gat náð röddum flestra samtíðarmanna sinna og gat gert góðlátlegt grín að mönuum án þess að meiða. Nokkur undanfarin haust höfum við farið ásamt fernum öðram hjónum til helgardvalar í gamla íbúðarhúsinu í Ögri. Þessar ferðir vora stórkostlegar og átti Siggi ekki hvað minnstan þátt í því. Þarna þekkti hann svo til hven stein og hverja þúfu. Móðurafi hans var útvegsbóndi í Ögurnesinu, Stein- grímur frændi hans bjó á Garðs- stöðum í nokkurra metra fjarlægð þessi ár og þarna hafði hann komið í æsku siglandi með heimilisfólkinu á Hjöllum á báti afa síns til messu eða skemmtanahalds. Við fórum með honum um Ögurnesið, Ögurhólm- ana og fram að Ögurvatni, auk þess að renna fyrir fisk í ánni þar sem einn okkar fékk Maríulaxinn í hvln- um undir eldhúsglugganum. Við eram harmi slegin að missa þennan góða vin félaga og frænda svo skyndilega og langt um aldur fram, en minningin lifir um góðan dreng og andi hans og góðhugur í mannvænlegum afkomendum hans. Úlfar Ágústsson. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahil Gibran.) Nú þegar allir era sem óðast að undirbúa komu ljóssins og friðarins brá yfir fjölskyldu æskuvinkonu minnar dimmuin skugga. Faðir hennar, hann Siggi, lést skyndilega að morgni 12. desember sl. Minningarnar hrannast upp er ég hugsa um Sigga. Hann var einstak- ur maður. Frá 4ra ára aldri hefur heimili þeirra Sigga og Signýjar verið eins og mitt annað heimili því að við Sigrún, dóttir hans, höfum verið vinkonur frá þeim tíma. I huga mínum er samband mitt við fjölskylduna einstakt, hvort sem farið var í bátsferð, inn í Svansvík, í bíltúr, í dagsferð inn í skóg og á skíði alltaf fengum við Stella að koma með því það fannst þeim alveg sjálfsagur hlutur. Mér er mjög minnisstætt hve glaður hann var á fimmtugsafmæli þeirra hjóna er ég, Stella og Sigrún vorum að skemmta þvi við höfðum samið texta um þau hjónin og hló hann þá dátt, en Siggi hafði mjög smitandi hlátur. Siggi var alltaf jákvæður, glað- lyndur og mjög barngóður. Eftir að ég eignaðist min böm hændust þau mjög að honum og vildu helst ekki fara heim þegar ég var í heimsókn hjá Sigránu, Sigga og Signýju. Það var tveim dögum fyrir andlát hans er ég talaði við hann í síma, en Sigrán var að passa fyrir mig og hafði verið boðin í mat inn í Sunnu- holt. Þá heyrði ég á honum er hann«. sagði mér sögu af yngsta syni mín- um hvað hann var glaður að hafa þá í mat. Ég kveð Sigga með þakklæti í huga fyrir að hafa fengið að kynnast svona góðum manni. Elsku Signý, Sigrún, Óli, Sigþór, Gísla og Hafrún Huld, missir ykkar er mikill. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Guð blessi minn- ingu Sigurðar Finnbogasonar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrrir liðna tíð. - Margs er að minnast, mai-gs er að sakna. Guð þerri tregatái-in stríð. (V. Briem.) Kveðja Málfríður Hjaltadóttir. Kæri frændi. Kynni okkar á veg- ferð þessa lífs hafa því miður verið lítil en þau voru ánægjuleg. Þú munt alltaf í minningunni í mínum huga vera lífsglaður maður sem ávallt sást bjartari hlutann á hinu daglega amstri. Kynni okkar hafa í raun aðallega verið með tvennum hætti. Ég átti þess kost ungur að aldri að búa hjá foreldrum þínum á Isafirði þar sem þú varst þá ung- lingur á heimilinu. Ég var þá að fara frá foreldram mínum í fyrsta sinn og þá naut ég hlýju þinnar í hvívetna. Þú varst alltaf tilbúinn eins og reyndar faðir þinn einnig að hafa ofan af fyrir borgarbarninu sem vissi lítið um lífið í sjávarpláss- um á landsbyggðinni. Svo var það fyrir um sex árum að þú og þín elskulega kona tókum þátt í og und- irbjuggum ættarmót sem haldið var í Reykjanesi við ísafjarðardjúp þar sem ætt okkar kom saman og átti yndislegar samverastundir. Því miður er það svo að í nútímanum hefur frændræknin sem kynslóðir okkar á undan bjuggu við orðið að víkja fyrir öllu því mikla framboði á sviði upplýsinga og samskipta. Stundum spyr maður sjálfan sig að því hvort maður hafi yfirhöfuð tíma til að lifa. Á stundum sem þessum, Sigurður, skjóta svona spurningar upp kollinum. Lífið er ekki eins sjálfsagt og maður heldur. Morgun- dagurinn er ekki eins sjálfsagður og maður heldur og þannig mætti halda áfram. Ég hefði kosið, Sigurð- ur, að eiga með þér fleiri stundir. Og hver veit nema að sú stund komi á öðram vettvangi. Ég óska þér, Sigurður, velfarnaðar á þeirri veg- ferð í austrinu sem þú nú hefur haf- ið. Signý, ég votta þér og fjölskyldu þinni samúð mína á þessari stundu. Sigurþór Charles Guðmundsson. + Eiginmaöur minn og faðir okkar, FRIÐRIK FRIÐBJÖRNSSON, Gautsstöðum, Svalbarðsströnd, sem andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 17. desember, verður jarð- sunginn frá Svalbarðskirkju, þriðjudaginn 22. desember, kl. 13.30. Margrét Pétursdóttir og synir. Við þökkum af alhug öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNASAR GÍSLASONAR vígslubiskups, Lækjasmára 2, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrun- arheimiiisins Skógarbæjar. Guð blessi ykkur öll og gefi gleðiríka jólahátíð. Arnfriður Inga Arnmundsdóttir, Gísli Jónasson, Árný Albertsdóttir, Arnmundur Kr. Jónasson, Aðalheiður Sighvatsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.