Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 31 ERLENT • • 9 + Ofgahópur sambandssinna á Norður-Irlandi afhendir vopn sín Belfast. Reuters. Samkomulag loksins í höfn LVF, einn af öfgahópurn sambands- sinna á Norður-Irlandi, hóf í gær að afhenda yfii-völdum vopn sín. Ríður LVF á vaðið að þessu leyti og er talið að samtökin setji með gerðum sjnum allmikinn þrýsting á leiðtoga Irska lýðveldishersins (IRA) að hefja af- vopnun fyrir sitt leyti. Lýsti LVF yfir vopnahléi í vor en hafði nokkur ár þar á undan verið þekkt íyrir ýmis hræði- leg ódæðisverk sem jafnan var beint gegn kaþólskum ríkisborgurum. Mo Mowlam, N-írlandsmálaráð- herra bresku ríkisstjómarinnar, fagn- aði þessum tíðindum í gær og hvatti aðra öfgahópa til að fylgja fordæminu. Fréttir þessai- komu á sama tíma og greint var frá því að stjómmálaleið- togar kaþólikka og mótmælenda hefðu náð langþráðu samkomulagi um fjölda ráðuneyta í væntanlegri heima- stjóm og um hversu margar samráðs- nefndir Irlands og Norður-írlands verða, og hvaða málefni þær munu fjalla um. Tilkynnti David Trimble, leiðtogi stærsta flokks sambandssinna (UUP) og verðandi forsætisráðherra, þetta í gærmorgun. í Belfast-samkomulaginu er kveð- ið á um að norður-írskri heimastjórn skuli komið á og um að írsk og norð- ur-írsk stjórnvöld auki mjög sam- vinnu sína í ýmsum málum, svo sem ferðamálum, iðnaði og viðskiptum og svo framvegis. Stjórnmálaleið- togum gekk hins vegar illa að semja um hvernig þessum málum yrði háttað, og höfðu ýmsir líst áhyggj- um sínum vegna þess. Þótt deilan um afvopnun IRA, og þá stefnu sambandsinna að hleypa Sinn Féin, stjórnmálaarmi IRA, ekki í heima- stjórnina fyrr en IRA afvopnast, varpi enn skugga á friðarferlið von- ast menn til að tíðindi gærdagsins hleypi nýju lífi í friðarumleitanir. Verða ráðuneytin tíu og samráðs- nefndirnar sex. Handsöluðu þeir David Trimble og Eddie MeGrady, þingmaður flokks hófsamra kaþólikka (SDLP), samninginn að viðstöddum blaða- mönnum og ljósmyndurum og sagði McGrady við það tækifæri að þessi samningur væri vafar góð jólagjöf til almennings á N-írlandi“. Ekki bara LACOSTE bolir! fienu GARÐURINN -klæðirþigvel Færeyjar fá nýjan samning við ESB GENGIÐ var á þriðjudag frá nýjum viðskiptasamningi Færeyja við Evrópusambandið (ESB), sem auðvelda mun til muna útflutning frá Færeyjum og viðskipti eyjanna almennt við ESB. Eftir samningaviðræður í Þórshöfn milli færeyskra emb- ættismanna og fulltrúa frá ESB hefur ESB fellt niður þær hömlur á innflutning frá Færeyjum sem ekki töldust í samræmi við ákvæði reglna Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) um viðskiptafrelsi. Þetta þýðir, að tollakvótar og aðrar hindranir, sem settu hömlur á möguleika Færeyja til að selja fiskafurðir sínar á Evr- ópumarkaðnum, eru nú að miklu leyti úr sögunni. Enn eru þó í gildi takmarkanir m.a. á sölu á rækjum og unnum afurð- um svo sem fiskflökum í raspi. Aznar bjartsýnn JOSE Maria Aznar, forsætis- ráðherra Spánar, sagðist í gær vera hóflega bjartsýnn á að takast muni að leysa deilu um aðskilnað Baskalands eftir að spænska ríkisstjórnin tilkynnti að tuttugu og einn liðsmaður skæruliðasamtaka Baska (ETA), sem nú afplána fangels- isdóma, yrðu fluttir í fangelsi nærri heimahögum sínum. Sjá menn þessa ákvörðun stjórn- valda sem framlag þeirra til sátta í deilunni en fyrir sex vik- um hófu stjómvöld viðræður við ETA og bandamenn þeirra um hvort samtökunum væri al- vara með að binda enda á þrjá- tíu ára vopnaða baráttu sína, sem kostað hefur meira en átta hundruð manns lífið. Páfi með flensu JÓHANNES Páll páfi aflýsti öU- um embættisverkum sínum í gær vegna inflúenzu sem nú plagar hans heilag- leika. Frestaði páfinn m.a. fyr- irhuguðum fundi með Es- mat Abdel- Meguid, fram- kvæmdastjóra Arababanda- lagsins, þai- sem búist hafði verið við að rætt yrði um Iraks- deiluna. Veikindi páfa munu hins vegar ekki vera alvarlegs eðlis. IMOKIA CONNECTING PEOPLE 1+ Hátækni ÁRMÚLA26 • SÍMI 588 5000 um jólin! iaL IMOKIA 5110 Nokia 5110, einn aukalitur og talkort á frábæruTai. jólatilboöi. ARGUS sia.is GÓ031
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.