Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 293. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hart sótt að Netanyahu forsætisráðherra Israels Viðræður í biðstöðu Reuters Beðið eftir jólasteikinni AÐVENTAN er mikill annatími í fiskeldinu í Tékklandi en þar í landi er vatnakarfí jólamaturinn. Hér er fjölskylda í Prag að bíða eftir karfanum sínum en áætlað er að borgarbúar láti ofan í sig um 600 tonn af þessum gómsæta físki yfír hátíðirnar. vegna þingkosninga Jerúsalem. Reuters. ÍSRAELSKA ríkisstjórnin til- kynnti í gær, að hún væri reiðubúin að standa við Wye-samkomulagið við Palestínumenn hvað sem liði væntanlegum kosningum í Israel. Benjamin Netanyahu forsætisráð- herra setur hins vegar ný skilyrði og algerlega óaðgengileg að mati Palestínumanna fyi’ir áframhald- andi brottflutningi hersins frá Vest- urbakkanum. Mikill kosningaskjálfti hefur gripið um sig í Israel þótt enn sé ekki ljóst hvenær kosið verður. Dan Meridor, fyrrverandi fjármálaráð- herra, tilkynnti í gær, að hann ætl- aði að segja sig úr Likud-bandalag- inu, flokki Netanyahus, og stofna sinn eigin miðflokk. Gagm-ýndi hann harðlega frammistöðu forsæ.t- isráðherrans í friðarviðræðunum við Palestínumenn og dró í efa heið- arleika hans. Hafna nýjum sltilyrðum Netanyahu hefur frestað fram- kvæmd Wye-samningsins og sett fímm ný skilyrði fyrh’ því, að Israelar haldi áfram brottflutningi hersins í samræmi við hann. Hanan Ashrawi, fyrrverandi ráðherra í heimastjóm Palestínumanna, sagði, að skilyrðin væru óaðgengileg og aðeins innlegg í kosningabaráttuna í Israel. Því væri Eldur í stórverslun Stokkliólmi. Reuters. LÖGREGLAN í Stokkhólmi að- stoðaði í gær hundruð manna við að yfirgefa eina helstu verslunarmið- stöðina í borginni eftir að drukkinn maður kveikti mikinn eld á bíla- stæði undir henni. Lögreglan hefur handtekið manninn, sem kveikti í, einn af góð- kunningjum sínum, en eldurinn læsti sig upp eftir lyftuopi í bygg- ingunni sem er sjö hæðir. Sprangu nokkrar rúður af hitanum og á sum- um hæðum sá fólk ekki handa sinna skil fyrir reyk. Voru margir skelf- ingu lostnir og flytja varð tvær kon- ur á sjúkrahús. Um er að ræða PUB-verslunarmiðstöðina en fræg- asti starfsmaður hennar á árum áð- ur er Greta Garbo sem afgreiddi þar í tvö ár áður en hún var upp- götvuð og gerðist Hollywood- stjarna. Ókeypis símtöl á jólum Slósvík. Reuters. ÞÝSKA símafyrirtækið Mobil- com tilkynnti í gær, að það myndi bjóða upp á ókeypis langlínusímtöl í Þýskalandi að kveldi jóladags og á sama tíma á öðrum degi jóla. Notendur geta hringt ókeyp- is milli klukkan 19 að kveldi og miðnættis báða dagana og gild- ir einu hve lengi talað er. Önnur símafélög eru líka með ýmsan jólaglaðning fyrir sína við- skiptavini, hjá sumum er taxt- inn ekki nema fjórðungur af því, sem hann er venjulega, en Mobilcom er eitt um að slá hann alveg af. Mobilcom, sem er sex ára gamalt fyrirtæki, hefur laðað til sín viðskiptavini með lágum gjöldum og er nú annað stærst á eftir Deutsche Telekom, ríkis- fyrirtækinu fyrrverandi. Reuters SYSTIR Migdalit, nunna í Jerúsalem, með jólatré, sem borgarsijórnin gaf reglu hennar. Michel Sabbah, yfir- maður kaþólsku kirkjunnar í ísrael, gagnrýndi ísraelsku ríkisstjórnina harðlega í gær og sagði, að hún væri of þröngsýn til að geta unnað Palestínumönnum frelsis. ijóst, að ekkert myndi gerast meira í friðarviðræðunum fyrr en að kosn- ingum loknum. ísraelska þingið samþykkti með miklum mun í fyrradag að flýta kosningum en hófsamir stuðnings- menn stjórnarinnar á þingi snerust gegn henni er hún frestaði fram- kvæmd Wye-samninganna. Þarf tvær aðrar umræður um þingrofs- tillöguna til að hún verði að lögum og er búist við, að hún verði endan- lega samþykkt í næstu viku og jafn- framt kveðið á um kjördag. Netanyahu vill, að kosið verði 27. apríl, viku fyrir 4. maí, en Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hefur áskilið sér rétt til að lýsa þá yfír stofnun sjálfstæðs, palestínsks ríkis. Netanyahu hefur þó ekki úti- lokað, að kosningarnar verði um mitt næsta ár, en Verkamanna- flokkurinn, sem er í stjórnarand- stöðu, vill að þær verði um miðjan mars. Palestínskir embættismenn sögðu í gær, að Arafat áskildi sér rétt til að lýsa yfir ríkisstofnun án tillits til kosninga í Israel. Hvað gerir Shahak? Skoðanakönnun, sem blaðið Yedioth Ahronoth birti í gær, sýnir, að Ehud Barak, leiðtogi Verka- mannaflokksins og fyrrverandi for- seti ísraelska herráðsins, myndi nú sigra Netanyahu í beinni kosningu um forsætisráðherraembættið. Könnunin sýndi hins vegar líka, að Amnon-Lipkin Shahak, annar fyrr- verandi herráðsforseti, myndi sigra Netanyahu með enn meiri mun ef hann væri í kjöri. Shahak hefur enn ekki tekið ákvörðun um framboð eða hvar hann verður í flokki en Barak spáði því í fyrradag, að hann myndi fara fram með Meridor og öðrum óá- nægðum Likud-manni, Roni Milo, fyriverandi borgarstjóra í Tel Aviv. Netanyahu virðist einnig eiga undir högg að sækja í sínum eigin flokki en í gær kvaðst hann viss um stuðning flokksmanna sinna og sagði, að þeir vissu, að enginn annar gæti stýrt ríkinu. ■ Valdabarátta/24 Breska stjórnin ætlar að sýna fram á áhrif loftárásanna „Mikið tjón“ á hervél fraka London, Bonn, Washington. Reuters. GEORGE Robertson, varnai-málaráðherra Bret- lands, sagði í gær, að ríkisstjórnin myndi á næstu dögum leggja fram sannanir um hið „gífurlega tjón“, sem unnið hefði verið á hemaðarmann- virkjum í írak með loftárásunum. Utanríkisráð- heraa Þýskalands lagði í gær til, að slakað yrði smám saman á refsiaðgerðum gegn Irak en Bandaríkjastjórn er andvíg því. í fjölmiðlum á Vesturlöndum hafa birst fréttir um, að lítið tjón hafí orðið í loftárásum Bandaríkja- manna og Breta á Irak en Robertson sagði, að því væri alveg öfugt farið. Hernaðarvél Saddams Husseins Iraksforseta hefði orðið fyrir miklum hnekki og næstu daga yrði sýnt fram á það. Robertson lýsti þessu yfír milli funda með Rud- olf Scharping, vamarmálaráðherra Þýskalands, sem var í sinni fyrstu ferð til London eftir embætt- istökuna. Sagði Robertson, að þótt ýmsar bygging- ar, sem ráðist hefði verið á, stæðu enn þá sýndi það aðeins áhrifamátt stýrifiauganna, sem boruðu sér leið inn í húsin og eyðilegðu allt innanstokks. Ekki einangraðir Scharping sagði, að árásirnar hefðu verið nauðsynlegar eins og allir varnarmálaráðherrar NATÓ-ríkjanna hefðu verið sammála um í síð- ustu viku. Bandaríkjamenn og Bretar væru því ekki einangraðir í þessu málii. Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýska- lands, sagði í gær, að þótt ekki væri hægt að líða, að Saddam kæmi sér upp gjöreyðingarvopnum, þá væri nauðsynlegt að fínna leið út úr þeim víta- hring, sem Iraksdeilan væri í. Af mannúðará- stæðum yrði það best gert með því að aflétta refsiaðgerðum smám saman. Joe Lockhart, tals- maður Hvíta hússins, sagði, að Bandaríkjastjóm væri því andvíg og myndi beita neitunarvaldi gegn því ef þurfa þætti. Thomas Pickering, að- stoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði hins vegar í gær, að hugsanlega mætti leyfa írökum að selja meiri olíu vegna þess, að olíuverð hefði lækkað. Þeir fengju því ekki lengur jafn mikið af matvælum fyrir olíuna og áður. ■ Vilja upplýsingar/23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.