Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLADIÐ Fosshótel ehf. í viðræðum við Lykilhótel hf. Rætt um að leigja sex Lykilhótel VIÐRÆÐUR standa yfír milli Fosshótela ehf. og Lykilhótela hf. um rekstur Fosshótela á sex Lykil- hótelum. Gert er ráð fyrir að átta ára leigusamningur verði undirrit- aður í vikunni. Fosshótel hafa einnig gert samning um rekstur á hóteli á Reyðarfirði og sumarhóteli á Laugum í Þingeyjarsýslu. Jafn- framt eiga Fosshótel í viðræðum við 12-15 hótel á landsbyggðinni með samstarf í huga. Lykilhótelin sex verða rekin und- ir nafni Fosshótela, en þau eru: Hótel Örk, Hótel Cabin, Hótel Val- höll, Hótel Norðurland, Hótel Mý- vatn og Hótel Garður. Hótelið á Reyðarfirði er í smíðum en þar verða 28 herbergi með baði og fund- arsölum. Gert er rað fyrir að það verði tilbúið í maí. A sumarhótelinu á Laugum eru 75 herbergi en hafist verður handa við byggingu á gisti- álmu á næsta ári. Gert er ráð fyrir að álman verði tilbúin árið 2001. Guðmundur Jónsson ehf. á nú öll gardeur® - b u x u r ferm GARÐURINN -klæðirþigvcl hlutabréf í Fosshótelum en fyrir- tækið nýtti sér forkaupsrétt á 70% hlut í Fosshótelum þegar Lykilhótel sýndu áhuga á kaupum í hótelkeðj- unni. Ólafur Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Fosshótela, segir að viðræður standi yfir við væntanlega nýja hluthafa og að eigendur Lykil- hótela séu þeirra á meðal. Hann segir að ætlunin sé að enginn fram- tíðarmeirihluthafi Fosshótela eigi meirihluta í félaginu. Guðmundur Jónsson ehf. átti fyr ir kaupin 30% í Fosshótelum en keypti þrjá meðeijgendur sína út, Úrval-Utsýn hf., Omar Benedikts- son framkvæmdastjóra Islands- flugs, og Halldór Bjarnason eig- anda Safarí-ferða. Ómar og Úrval- Útsýn áttu hvort um sig 30% en Halldór 10%. Viðræður við fleiri hótel Ólafur segir að Fosshótel eigi í viðræðum við fjögur hótel á lands- byggðinni um samstarf og ber hug- rnyndin heitið Fosshótel-Partners. Gert er ráð fyrir að hótelin fjögur verði með sameiginlegt bókunar- kerfi og markaðsstarf. Hann segir að mun fleiri Iandsbyggðarhótel hafi sýnt hugmyndinni áhuga og gera mætti ráð fyrir að 12-15 hótel tækju þátt í samstarfinu. „Þróunin hefur verið í þá átt er- lendis að hótel snúi bökum saman og myndi keðjur til hagræðingar. Þegar samstarf við Lykilhótelin sex tekur gildi 1. janúar verða Fosshót- el stærsta hótelkeðja landsins með 17 hótelum og 917 herbergjum," segir hann. Olafur segir að áætluð velta Fosshótela í ár verði einn milljarður króna. 56% eiga farsíma í Finnlandi Helsinki. Reuters. FINNAR eiga fleiri farsímatæki en venjuleg símtæki sem tengd eru við jarðstreng að sögn finnska samgönguráðuneytisins. í Finnlandi eru fleiri farsímar á mann en í nokkru öðru landi og eiga 56 af hundraði þráðlaus- an síma. Þessi tala gæti aukizt í 60 af hundraði næsta vor sam- kvæmt tilkynningu frá ráðu- neytinu. Farsímanotendur í Finnlandi eru alls 2,9 milljónir að sögn ráðuneytisins. Það segir að nýj- um áskrifendum á þessu ári hafi fjölgað um 60.000 á mánuði, GULLVERÐLAUNATÆKW NOVAFON - Besta jólagjöjin - Novafon uppáhald íþróttafólks Novafon gegn gigt og vöðvabólgu Novafon vinnur gegn hrukkum á ótrúlega skömmum tíma Novafon fyrir pabba og mömmu, afa og ömmu, fyrir alla Andlits- Jyfting með Novafon, fijótvirk og þægileg Heilsuhom Þumalínu Pósthússtræti 13, s. 551 2136. Póstsendum. MFA Byggingafélag stofnað vegna framkvæmda í Blikastaðalandi SÍMI 533 1818 • FAX 533 1819 Stutt námskeið fyrir trúnaðarmenn stéttarfélaga MENNTUN FYRIR ALLA ÍAV með þriðjungshlut ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. (ÍAV) hafa ásamt Armannsfelli hf. og Óháða fjárfestingarsjóðnum hf. stofnað Byggingafélagið Úlfarsfell. Hlutur ÍAV hf. í félaginu er um 33%. Tilgangur hins nýstofnaða félags er einkum að standa fyrir allri þróun og uppbyggingu í Blikastaðalandi á mörkum Mosfellsbæjar og Reykja- víkur að því er fram kemur í frétt frá ÍAV. Ætlunin er að Byggingafélagið Úlfarsfell hf. stýri þróunarstarfi fyr- irhugaðrar byggðar og framkvæmd- um þar á næstu árum. Stofnendurnir hyggjast á næst- unni fá fleiri innlenda og erlenda stofnana- og fagfjárfesta, sem og verktaka sem búa yfir sérþekkingu á þessu sviði, til liðs við félagið. Heildarhlutafé hins nýja félags nemur rúmum 116 milljónum króna en heimilt er að auka hlutafé í 150 milljónir. ------♦♦♦-------- Air France selt að stórum hluta París. Reuters. FRANSKA stjórnin mun selja hluta- bréf í ríkisflugfélaginu Air France fyrir líklega 3,5-4,5 milljarða frakka, eða 720 milljónir dollara, þegar út- boð hlutabréfa fer fram á næsta ári, að sögn talsmanns félagsins. Ef allt er með talið gæti hlutur franska ríkisins í Air France minnk- að í allt að 51% að sögn talsmannins. Samkeppnis- ráð um áfengisinn- kaup og -sölu SAMKEPPNISRÁÐ telur að af- greiðsla ATVR á innkaupum og sölu innlends Carlsberg bjórs sé ekki í samræmi við þær skyldur sem á ÁTVR hvíla á grundvelli yf- irburðastöðu fyrirtækisins og þeirra lagaákvæða, sem stofnun- inni ber að fara eftir. Kvartað var yfir því með hvaða hætti Carlsberg bjór var tekinn til sölu í verslunum ÁTVR, en fram kemur í áliti Samkeppnisráðs vegna kvörtunarinnar, að innkaup og sala ÁTVR á Carlsberg bjór leiði til mismununar milli innlendra framleiðenda og innflytjenda, þar sem hallað er á innflytjendur. Sé slík mismunun andstæð markmiði samkeppnislaga og laga um versl- un með áfengi og tóbak. í kvörtun- armálinu var því haldið fram, án mótmæla af hálfu ÁTVR, að nú- gildandi ákvæði um þróunarflokk í reglum nr. 117/1998 raski sam- keppni og brjóti gegn ákvæðum E E S-samningsins. Rök kvartanda voru þau að ÁTVR hafi stytt venjulegan 18 mánaða biðtíma fyrir nýja vöruteg- und þegar ÁTVR hóf sölu á inn- lendum Carlsberg bjór með ís- lensku vatni. Samkeppnisráð bend- ir á að ákvörðun um að hefja sölu á nýrri bjórtegund án undangengins biðtíma í þróunarflokki, skapi sölu- aðila þeirrar vöru forskot á keppi- nauta sína sem eftir atvikum hafa þurft að bíða mánuðum saman eftir að geta hafið sölu á sínum vöruteg- undum. Samkeppnisráð beinir þeim til- mælum til stjómar ÁTVR að fram- vegis verði gætt þeirra sjónarmiða um jafnræði birgja og felast í ákvæðum samkeppnislaga um verslun með áfengi og tóbak. -------♦-♦♦----- MGHLtd. í Bretlandi verð- ur Eimskip UK FRÁ og með 1. janúar 1999 verður nafni MGH Ltd. í Bretlandi breytt í Eimskip UK. í fréttatilkynningu frá Eim- skipafélaginu segir að MGH sé rót- gróið flutningafyrirtæki, stofnað 1865. Það hefur verið umboðsaðili fyrir Eimskip frá 1924. Eimskip hefur átt hlut í MGH frá 1981 og frá 1991 hefui' fyrirtækið verið al- farið í eigu Eimskips. Aðalstarfsemi Eimskips UK er alþjóðleg flutningaþjónusta og um- boðsmennska fyrir skipafélag og flutningaþjónusta á breskum markaði. Eimskip UK á og rekur dótturfyrirtækið East Trans, sem annast landflutninga á Bretlandi og til meginlands Evrópu með eig- in vöruflutningabifreiðum. „Starfsstöðvar fyrirtækisins á Bretlandi eru á þremur stöðum, Immingham, Felixstowe og Hull og eru vörumóttökustöðvar á sömu stöðum, auk Glasgow og London. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Immingham. Nafnabreytingin er liður í að byggja upp samræmda ásýnd á starfsstöðvum Eimskips í Evrópu," segir í tilkynningunni frá Eim- skipafélaginu. MGH hefur undanfarin ár rekið skrifstofur í Eystrasaltsríkjunum og Rússlandi, en ákveðið hefur ver- ið að sú starfsemi muni frá 1. janú- ar 1999 heyra undir Eimskip á Is- landi. Starfsmenn Eimskips UK eru rúmlega sjötíu og framkvæmda- stjóri er Jón B. Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.