Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 21 Samrunaáætlun Jökuls hf. og SR-mjöls hf. Hluthafar Jökuls ein- huga um samrunann Á HLUTHAFAFUNDI Jökuls hf., sem haldinn var fyrr í vikunni, var sam- þykkt fyrirliggjandi samrunaáætlun SR-mjöls hf. og Jökuls hf. samkvæmt tillögu stjórnar Jökuls hf. Samkvæmt tilkynningu frá SR-mjöli verður sam- runi félaganna ræddur á hluthafafundi félagsins sem haldinn verður 30. desember nk. kl. 14 í fundarsal á efstu hæð í Húsi verslunarinnar, Kiingl- unni 7 í Reykjavík. Alþjóðleg könnun á verðbréfaeign þjóða Yfir 30 millj- arðar í vörslu innlendra aðila MARKAÐSVIRÐI erlendra verð- bréfa í umsjá innlendra fjárvörslu- aðila, banka og verðbréfafyrir- tækja nam 17 milljörðum króna í árslok 1997. Þetta kemur fram í al- þjóðlegri könnun á verðbréfaeign þjóða sem sérfræðinganefnd Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins á sviði greiðslujafnaðartölfræði gekkst fyrir í þeim tilgangi að bæta upp- lýsingar um verðbréfafjárfestingu milli landa. Hún fór fram miðað við stöðu í lok árs 1997 og var áherslan lögð á markaðsvirði hluta- og skuldabréfa og landaflokkun þeirra eftir lögheimili útgefenda. Landaskipting upplýsir um verðbréfaskuld hvers lands í mánaðarlegum hagtölum Seðlabankans fyrir desember kem- ur fram að bankastjórnin ákvað að Island tæki þátt í könnuninni þar sem landaskipting verðbréfaeignar gefur upplýsingar um verðbréfa- skuld hvers lands. Könnunin stað- festir að umtalsverð viðskipti hafa verið við verðbréfasjóði í Lúxem- borg, en um 31% af erlendri verð- bréfaeign Islendinga hefur verið gefin út af lögaðilum þar í landi. Annars var verðbréfaeign að mestu bundin við stórveldin þrjú, Bandaríkin, Bretland og Þýska- land, eða rúmlega helmingur. I könnuninni voru fagfjárfestar, s.s. lífeyrissjóðir og tryggingarfé- lög, beðnir um upplýsingar um er- lenda verðbréfaeign sína sem ekki Erlend verðbréfa- viðskipti ísiendinga 1991-1998 milljarðar kr. Skuldabréf Hlutabréf— E3 E3 '91 ’92 ’93 ’94 ’95 *janúar-október1998 var í fjárvörslu á íslandi. Þetta var gert til að koma í veg fyrir tvítaln- ingu og leiddi könnunin í ljós að um 10 milljarðar króna af 27 ma.kr. er- lendri verðbréfaeign þeirra var í fjárvörslu innlendra aðila í árslok 1997. Erlend verðbréfaeign fjárvörslu- aðila og verðbréfasjóða í þeirra umsjá var um 4 ma.kr. samkvæmt efnahag þeirra í árslok 1997, að því er fram kemur í Hagtölum mánað- arins. I heild var erlend verðbréfa- eign fjármálastofnana 31,4 ma.kr., en annarra innlendra aðila (fyrir- tækja og heimila) sem könnunin náði til 2,4 ma.kr. í árslok 1997. LANDSBANKI íslands og Sumitomo Bank Ltd. undirrituðu í gær lánasamning upp á 100 milljóna bandaríkjadala fjölmyntalán sem svarar til um 7 milljarða króna. Draga má á lánið í fjórum myntum auk myntkörfunnar ECU. Um ára- mót kemur evran í stað ECU og verður þá unnt að draga á lánið í fimm myntum. Sumitomo bankinn er í samstarfl við fímm evrópska banka um lánveitinguna. Lánið er til 5 ára og ber LIBOR vexti með 17 punkta álagi (0,17%). Hagstæð lánskjör í fréttatilkynningu frá Lands- bankanum kemur fram að lánskjör- in séu hagstæð og að þau teljist sér- staklega góð í ljósi breyttra að- stæðna á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum undanfarna mánuði. Lánskjörin endurspegla sterka stöðu Landsbankans á alþjóðlegum mörkuðum sem byggja m.a. á traustum alþjóðlegum viðskipta- í tilkynningunni frá félaginu segir að verði samruninn samþykktur á fundinum felist jafnframt í honum samþykki við hækkun á hlutafé SR- mjöls hf. úr 947 milljónum króna í kr. 1.229.870.130. Hækkuninni verður, samkvæmt tilkynningunni, varið til greiðslu á öllum hlutum hluthafa í Jökli hf. Kvótadómur hefur ekki áhrif Jóhann M. Olafsson, fram- kvæmdastjóri Jökuls hf., segh’ að- spurður að svokallaður kvótadómur Hæstaréttai’ hafi ekki haft áhrif á samrunaferlið. Einhugur var um samrunann meðal hluthafa Jökuls, að sögn Jóhanns, og samþykktu 99,7% þeirra 80% hluthafa félagsins sem mættu á fundinn, áætlunina. „Þótt þessi dómur hafí komið ein- hverjum óróa af stað í þjóðfélaginu sé ég ekki að hann eigi að hafa ein- hver áhrif á samrunann, enda fjallar dómurinn einkum um úreldingarmál frekar en kvótamálið sem slíkt,“ sagði Jóhann í samtali við Morgun- blaðið. Ef af samruna verður verða hlut- hafar hins sameinaða félags 1.150 talsins. Velta SR-mjöls hf. á síðasta ári nam ríflega 5,2 milljörðum króna en velta Jökuls hf. nam um 958 millj- ónum króna. Sameinað fyi’h’tæki stefnir að auk- inni þátttöku í útgerð en eftir sam- runann hefur félagið yfir að ráða 7.728 þorskígildistonna kvóta, auk veiðiréttinda í norsk-íslenska síldar- stofninum. Mannabreyting- ar hjá Lands- bankanum • STEFÁN H. Stefánsson, fyrrver- andi forstöðumaður fjármálasviðs í deild alþjóða- og fjármálasviðs Landsbanka Is- lands hf. hefur tekið við stöðu for- stöðumanns mark- aðsviðskipta hjá bankanum. Jón Helgi Egilsson sem áður gegndi þessari stöðu hef- ur látið af störfum að eigin ósk. Stefán er fyrrverandi starfsmaður Landsbréfa. Hann starfaði sem stundakennari við viðskiptaskor Há- skóla íslands frá 1994 til 1995 er hann hóf störf hjá Landsbréfum. Hann er cand. oecon frá Háskóla Is- lands af viðskiptaskor, fjármálasviði. Einnig hefui’ Stefán M.Sc. gráðu frá háskólanum í Reading í Englandi. • Jóhann Þór Einarsson hefur tek- ið við hlutverki Gísla Heimissonar sem látið hefur af störfum að eigin ósk. Gísli hefur verið annar for- stöðumanna upp- lýsingavinnslu bankans. Jóhann er með 1. hluta- próf í rekstar- tæknifræði frá TÍ 1984, og M.Sc.- próf í iðnverkfræði frá Álborg Uni- versitetscenter 1989. Hann hefur staifað sem verkfræðingur hjá Logimatic og hjá B&W Skibsværft og síðan 1990 hjá Einari J. Skúla- syni. Jóhann er ráðinn tímabundið í verkefnin hjá Landsbankanum með fullum stuðningi EJS. Frigg hf. í samstarf við bandarískt fyrirtæki Samningur um fram- leiðslu á hreinsiefnum til Evrópu FRIGG hf. hefur gert fímm ára samstarfssamning við bandaríska fyrirtækið Bullen um framleiðslu á hreinsiefnum fyrir Evrópumarkað. Öll framleiðsla fer fram í verk- smiðju Friggjar í Lyngási og er gert ráð fyrir að útflutningur á vör- unni, sem fer á markað undir nafn- inu Arctic Air, hefjist í febrúar á næsta ári. Um er að ræða fram- leiðslu á lyktareyðandi efnum sem eru notuð í staðinn fyi’ir klór. Bandaríska fyrirtækið sér um allt sölu- og markaðsstarf en hugmynd- ir eru um að nýta nafnið til frekari markaðssetningar á vörum frá Bul- len í Evrópu. Afgreiðslutími styttist Lúther Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Friggjar, segir að bandaríska fyrirtækið sjái marga kosti við að láta framleiða vöruna á Islandi fyrir Evrópumarkað. „Af- greiðslutími vörunnar styttist tals- vert miðað við ef varan væri flutt frá Bandaríkjunum. Þá getur fyrir- tækið komist hjá tollaálögum í álf- unni.“ Lúther segir að samningurinn verði án efa lyftistöng fyrir starf- semi Friggjar, gefi möguleika á aukinni framleiðni, auknu vöruúr- vali og fjölgun starfsfólks er fram líða stundir. Hjá Frigg starfa nú 21 starfsmaður. . ’w * " •* , Landsbankinn tekur 7 milljarða fjölmyntalán fjárstöðu og batnandi rekstraraf- komu á þessu ári. „Lántaka þessi hefur vakið at- hygli á alþjóðlegum mörkuðum og var nýlega fjallað um lántökuna og lánskjörin í International Finance Review. Mat fjármálatímaritsins var að þetta væru sérstaklega hag- stæð kjör fyrir bankann og þau bestu sem íslensk lánastofnun hefði samið um til þessa þegar tekið væri tillit til eillðra markaðs aðstæðna á þessu hausti. Ofangreind lántaka Landsbank- ans er m.a. ætluð til að fjármagna ört vaxandi umsvif bankans í lán- veitingum í erlendri mynt til inn- lendra atvinnuíyrirtækja,“ segir í fréttatilkynningunni frá bankanum. Halldór J. Kristjánsson banka- stjóri og Gunnar Þ. Andersen, framkvæmdastjóri alþjóða- og fjár- málasviðs, undirrituðu samninginn af hálfu Landsbankans og Hideo Yamashita, bankastjóri Sumitomo Bank í London, af hálfu Sumitomo - t 17 yr iimriiir v “T er. JMIll Á Þorláksmessu í hádeginu skellum við skötu á jólahlaðborðið okkar og mætum þannig óskum og gömlum hefðum. Verð 2.950 kr. Vegna feikna vinsælda og þar sem færri komust að en vildu, höfum við ákveðið að bjóða jólahlaðborðið okkar áfram til og með 30. desember. W Lokað 24. 25. og 26. desember >r Gamlárskvöld upppantað w Nýárskvöld upppantað V 2. janúar 1999 upppantað C9skum landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar Starfsfólk Perlunnar. P? itLAK ifte/u/u/'t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.