Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Alþingi: ÞÚ verður að afsaka þd hún sé ekki alveg í gangfæru ástandi, Kári minn, en fjallkonan er þín að eilífu, amen. Morgunblaðið/Theodór R I M I N ( . I ( ) N BAKVÉIAB Fara vel með þig Fáanlegar beintengdar,hleðslu og með rafhlöðum Fást í raftækjaverslunum, hársnyrtistofum og stórmörkuðum um allt land —DREIFINGARAÐILI I.GUÐMUNÐSSON ehf. Sími: 533-1999, Fax: 533-1995 Jólageim- skip að setjast Borgarnesi. Morgunblaðið. KRÖKKUNUM í Borgarnesi finnst eins og geimskip með bláum ljósum sé að setjast á vatnstankinn í Bjargslandinu efst í bænum. Tankurinn var skreyttur í fyrsta sinn fyrir þessi jól og þykir bæjarbúum hann ákaf- lega tilkomumikill að sjá. Mikið er um jólaskreytingar í Borgar- nesi að þessu sinni en þó sker Kveldúlfsgatan sig úr með lang- flest jólaljósin. Jólaskreytingum hefur fjölgað ár frá ári enda þykir Borgnes- ingum eins og öðrum lands- mönnum rétt að auka birtuna nú þegar mesta skammdegið ríkir. Olíumengaður jarðvegur Nýjar verklags- reglur gefnar út Davíð Egilsson UT ERU komnar leiðbeiningar um meðferð á olíu- menguðum jarðvegi. Það er HoUustuvemd ríkisins sem gaf út leiðbeining- arnar. Davíð Egilsson er forstöðumaður mengun- arvarna sjávar. „Nýmælin við þessar leiðbeiningar em að þeir sem koma að olíumengun, eins og ríkisvaldið, sveit- arfélögin og olíufélögin, hafa komið sér saman um verklagsreglur. Þessar reglur era ekki lagalega bindandi, en í þeim felst að minnsta kosti siðferði- leg krafa um að þeim sé fylgt, enda full sátt um þær. Allir sem að leiðbein- ingunum unnu hafa „for- eldratilfinningu“ gagnvart þeim. Þá má geta þess að þeir sem komu að þessu samstarfi bera kostnaðinn við útgáfu leiðbeining- anna, en mismildnn þó.“ Davíð segir að þetta sé talsvert frá- bragðið því vinnulagi þegar rílds- valdið er að setja niður einhliða reglur með boðum og bönnum. „Hollustuvernd hafði fram- kvæðið að því að kalla sam- starfsaðila saman. I framhaldi af því var settur upp minni starfs- hópur undir stjórn Lúðvígs Gústafssonar, sem vann alla framvinnu. Hún var síðan borin undir alla samstarfsaðilana." Davíð segir að leiðbeiningarn- ar séu fyrst og fremst ætlaðar þeim sem fást við meðhöndlun, þar með talda hreinsun, meng- aðs jarðvegs af völdum olíu. Markhópurinn er heilbrigðisfull- trúar, tæknimenn sveitarfélaga, umsjónarmenn urðunarstaða, starfsmenn olíufélaga og aðrir sem málið varða. - Hver er tilgangurinn með leiðbeiningum sem þessum? „Það skiptir miklu máli þegar menn koma að mengun, hvort sem það er bráðaóhapp eða mengun sem hefur orðið á lengri tíma, að vinna skipulega við að draga úr áhrifum hennar. Mark- miðið með þessum leiðbeining- um er að auðvelda þeim sem koma að slíkum málum að tak- marka þann skaða sem getur hlotist af þegar olíuefni menga jarðveginn. Við teljum að hægt sé að ná þessu fram með því að kynna hver hættan er þegar jarðvegur mengast af olíu og skilgreina ábyrgð og skyldur þeirra sem málið snertir. Við teljum líka að takmarka megi skaðann ef settar era fram ákveðnar leikreglur eins og gert er í þessum leiðbein- ingum sem hægt er að hafa til hliðsjónar við ákvarðanatöku varð- andi tilkynningar og aðgerðir þegar olíu- mengun uppgötvast. I leiðbeiningunum era einnig sett fram við- mið um hvenær hreinsun jarðvegs telst lokið.“ - Hver er hættan þegar jarð- vegur mengast af olíu? „Það má greina hættur í bráða- hættu vegna eitrunar og sprengi- hættu og langtímaáhrif sem helst era fólgin í minnkun náttúra- gæða. Olíumengað grannvatn eða olíumengun í jarðvegi sem kemur í veg fyrir eða takmarkar eðilega landnýtingu tiltekins svæðis er dæmi um langtímaáhrif og minnkun landgæða." Davíð segir að öll þessi olíu- ► Davíð Egilsson er fæddur í Reykjavík árið 1950. Hann lauk BS-prófí í jarðfræði frá Háskóla Islands árið 1974 og MSc-gráðu í mannvirkjajarð- fræði við Durrham-háskólann í Englandi árið 1976. Davíð hefur starfað við virkjanarannsóknir hjá Orku- stofnun, unnið hjá verkfræði- stofunni Vatnaskilum, Nátt- úruverndarráði og hann var deildarstjóri mengunardeildar Siglingastofnunar um árabil. Davíð varð forstöðumaður mengunarvarna sjávar þegar mengunardeild Siglingastofn- unar fluttist á Hollustuvernd árið 1995. Eiginkona hans er Helga Einarsdóttir meinatæknir og eiga þau íjögur börn. efni séu snar þáttur í lífi nútíma- mannsins, en þau geti verið hættuleg ef fyllsta öryggis sé ekki gætt. -Hvernig berst olíumengun til manna úr umhverfinu? „Meðal annars við innöndun á rokgjörnum olíuefnum eða við inntöku á jarðvegi eða ryki menguðu af olíu. Þá getur hún borist til manna ef borðuð eru matvæli sem hafa komist í snertingu við olíumengun eða ef húð snertir olíumengaðan jarð- veg. Einnig má nefna að olíu- mengun getur borist með meng- uðu drykkjarefni." - Hafa komið upp alvarleg til- felli olíumengunar í jarðvegi hérlendis? „Nei, stærstu atburðimir tengjast óhöppum þegar olía í miklu magni berst skyndilega út í umhverfið. Þá er það nokkuð algengt að menn uppgötvi olíu- mengaðan jarðveg, einkanlega á þeim stöðum þar sem olía hefur verið meðhöndluð. í slíkum tilfellum koma oft spumingar um hvað eigi að gera við jarðveginn. Þessar leiðbeiningar benda á leiðir sem auðvelda mönnum ákvarðanir í þeim efnum.“ - Verður framhald á samstarfí sem þessu? „Þetta verkefni er fyrsti hlut- inn í stærra ferli, en það hefur lengi verið á döfinni að gera sambærilegar leiðbeiningar fyr- ir aðra jarðvegsmengun, einkum hvað varðar þungmálma og þrá- virk efni eins og PCB-efni. Það stendur til að fá ýmsa til sam- starfs í þá vinnu það er að segja sveitarfélög, ríkisvaldið og þá sem hafa staðið að meðhöndlun slíkra efna.“ Leiðbeining- arnar unnar í samvinnu þeirra sem málið varðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.