Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ást á heilhveitihornum SJðNVARP Sunnudagsleikhúsiö Ast í bakaríi Eftir Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri: Hilmar Jónsson, leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson, tónlist: Margrét Örnólfsdóttir. Leikendur: Hildigunn- ur Þráinsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Kristbjörg Kjeld. ÞRENNU Karls Ágústs Úlfsson- ar lauk á sunnudagskvöldið með hugljúfum leik um mann sem leggur ást á afgreiðslustúlku í bakaríi. Þeg- ar leikurinn hefst hefur hann tekið ákvörðun, hann ætlar að játa henni ást sína, orðinn hundleiður á „fjórum rúnstykkjum, þakka þér fyrir,“ pönt- un sem kemur ávallt fram á varimar þegar ástarjátningin festist í hálsin- um. Stíllinn á samtölunum er skrifaður af hversdagslægu raunsæi og per- sónusköpunin fylgir sömu forskrift, feiminn maður, hlédræg stúlka og frek frú sem hvert um sig komu kunnuglega fyrir sjónir en voru hér sett inn í dálítið sviðsettar, jafnvel þvingandi, aðstæður. Þau Karl Agúst, Hildigunnur og Kristbjörg fóru vel með þetta, Böðvar virtist af- skaplega hlýlegur náungi sem ætti allt gott skilið, brosmildur með af- brigðum, og Hildigunnur lék með andlitinu hverja einustu hugsun sem fyrirfannst í textanum og rúmlega það, því þessi stúlka virtist hafa al- veg nægilegt bein í nefinu og hugsun í höfðinu til að stýra Böðvari að landi í ástarvillum hans ef hún hefði haft hug á því. Það var að minnsta kosti erfitt að trúa því að hún væri eina 24 12. - adfangadagur jóla Anansougur ;i Rcvkjalund; ki. ; o oo' Dnsóngur. Bergbór PálssOR. Prc 'SU ir sr. .lön Þorsteinsson Ah, ur í LasaieliSk11K] u W. \ <s .00. Ein :>o; noyr : Bergþór Pálsson Prc 'Sil ir sr. lon Þorsteínsson Aft; iim ionc .. dísl rkiu kl. ' \ -50. Dr ;>Cí ngur . Inga Backman Prc !s:t ir sr. Sigurður Rúnar R.ign:: EfSSO 25. 2, - jóladngur Hú Eify jrguðsþjónusta i Lás i&tK :!S>k 1 r k j u kl. í *4.00 Fia Utl sleikur: Krisíjana HcS Sph dóSií Pre Stli ■ r 'C, r _ |on Þorsíetnsson 26. 1 •y annar i jóiunt Hál ■iO. irguðsþjónusía i Mosfc Ilski rkju kl. 14.00. Ein $01 igur : Inga Backntan. Pre >Ui t sr. Sigurður Rúnar Ragna irsso n. 3 1. 12. - gamlársdagur Afuinsöngur í Lágafellskitkju kl iKOO' Flautuleiícíir Kristjana Heigadöuír. Presuír s; IvV' !>or>te::r>-son. SUNNUDAGSLEIKRITIÐ Ást í bakaríi. manneskjan í víðri veröld sem ekki skildi hvað hann var að fara með ást- arjátningu sinni á heilhveitihornun- um. En setjum svo að hún hefði nú kosið að hjálpa honum með bónorðið þá hefði endirinn ekki bara orðið klisjukenndur heldur líka væminn. Það er sannarlega vandlifað. Krist- björg Kjeld átti sterkt innslag sem frúin tannhvassa, tónn og svipur lögðust á eitt um að kæla blóðið um nokkrar gráður og Böðvar sýndi af sér nokkra karlmennsku þegar hann snérist galvaskur til vamar ástinni sinni. Upphaflega mun þátturinn hafa verið nokkru styttri, nær því að vera brandari um uppburðalausan mann sem endar á því að trúa stúlkunni fyrir ást sinni á heilhveitihornum í stað þess að beina orðum sínum að henni. Fyrir þessa sjónvarpsgerð hefur höfundurinn bætt við persónu frúarinnar freku og skrifað fleiri setningar upp í manninn og stúlk- una. Ekki var annað að sjá en þess- ari viðbót hefði fylgt ákvörðun um að gera leikþáttinn dramatískari og draga úr fyndni hans. Vissulega gaf það leikurunum aukið svigrúm til að túlka persónur sínar, koma þeim til skila, en sennilega þurfti ekki tutt- ugu mínútur til og var ekki laust við að örlaði á endurtekningum, bæði í texta og ekki síður í myndrænni út- færslu. Látlaust raunsæi textans var brotið upp með leikmynd sem var Hátíðlegir jólatónleikar TONLIST Langholtskirkja JÓLATÓNLEIKAR Kór Langholtskirkju, Gradualekór- inn, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Ólaf- ur Kjartan Sigurðarson og hljóðfæra- leikarar, undir stjórn Jóns Stefáns- sonar, fluttu innlenda og erlenda jólasöngva. Föstudagurinn 18. des- ember, 1998. JÓLASÖNGVAR I Langholts- kirkju hafa verið haldnir á hverju ári í mörg ár og þá verið dregið til fagnaðarins margvíslegt efni góðra söngva. Tónleikarnir hófust sam- kvæmt hefð, með fomkirkjulegum inngöngusálmi, Bam er oss fætt, í útsetningu Róberts A. Ottóssonar og var Halldór Torfason forsöngv- ari í þessu hátíðlega upphafsatriði, er báðir kóramir gengu inn. Annað viðfangsefni tónleikanna var víxl- söngur beggja kóranna er þeir sungu gamla viðlagið Hátíð fer að höndum ein, sem Jóhannes úr Kötl- um bætti við tveimur erindum. Kór Langholtskirkju söng útsetningu undirritaðs, en sem millistef söng Gradualekórinn útsetningu Hildig- unnar Rúnarsdóttur. Þetta sér- kennilega sambýli ólíkra útsetninga féll vel saman og vom þær vel flutt- ar af báðum kómnum. Kór Langholtskirkju söng næst Komandi jól, lag eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, kórfélaga, ágætt lag og í næsta lagi átti annar kórfélagi, Helgi Þór Ingason, lagið Okkar fyrstu jól og þá kom til sögu Magn- ús Ingimarsson sem útsetjari og með tveimur lögum til viðbótar hafði hann sett saman syrpu, þar sem leikið var undir á píanó (Kjart- an Valdimarsson), kontrabassa (Jón Sigurðsson) og trommur (Gunn- laugur Briem). Til viðbótar við Okk- ar fyrstu jól var Heilög stund eftir Hugh Martin og síðasta lagið var hið hugljúfa Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu Þorbergs. Syrpan var skemmtileg áheyrnar og á eftir henni sungu allir kirkjugestir með kómum Englakór frá himnahöll. Gradualekórinn söng fimm lög, Far, seg þá frétt á fjöllum, tvö frönsk jólalög, Á jólum er gleði og gaman, er Friðrik Guðni Þórleifs- son þýddi svo skemmtilega, og Kemur hvað mælt er, en bæði frönsku lögin eru útsett af Marteini H. Friðrikssyni og í seinna laginu söng Regína Unnur Ólafsdóttir, fé- lagi úr Gradualekómum, einsöng og gerði það einkar fallega. Jólalagið Syng bai-nahjörð eftir Hándel var næst en lokalagið var lag Jórannar Viðar við kvæðið Jól eftir Stefán frá Hvitadal. Þetta fallega lag var flutt með samleik á tvær flautur (Hall- fríður Ólafsdóttir og Bemhard Wilkinson) og hörpu (Monika Abendroth). Gradualekórinn söng mjög fallega og hefur Jón þarna skapað góðan kór, sem fær er til átaka við erfið verkefni, þó söngvar- amir séu ungir að árum. Eftir að tónleikagestir höfðu sungið Bjart er^yfir Betlehem, kom upp á pallinn Olafur Kjartan Sig- urðarson, sem er einn af okkar efnilegustu söngvurum í dag og söng Panis angelicus eftir Cesar Franck. Ólöf Kolbrún Harðardóttir söng Ave Maria eftir Sigvalda Kaldalóns og þar með lauk þátt- töku Gradualekórsins en með í tveimur síðustu lögunum léku Claudio Ricci á orgel og Monika Abendroth á hörpu. Þá var boðið í jólasúkkulaði og piparkökur og eftir hlé söng Lang- holtskórinn þrjú lög úr Piae cantiones frá 1582, í útsetningu A. Hillerad, falleg kirkjulög, er kórinn söng mjög vel. Ólafur Kjartan söng sérkennilega kóralútsetningu eftir Peter Cornelius og er einsöngslínan sjálfstæð tónsmíð, unnin yfir sálm- inn Sjá morgunstjarnan blikar blíð, sem kórinn söng á móti einsöngslín- unni. Ólafur Kjartan söng þetta Fáheyrð verk í framúr- skarandi flutningi TONLIST III jómdiskar RUT INGÓLFSDÓTTIR íslensk tónlist fyrir einleiksfiðlu. Jón Leifs, Studie op. 3. Hallgrímur Helgason, Sónata fyrir einleiksfiðlu. Magnús Blöndal Jóhannsson, Di- mension. Atli Heimir Sveinsson, Lag og tilbrigði með eftirmála. Tryggvi M. Baldvinsson, Adagio. Heildartimi 61:28. mjóðritað í Skálholtskirkju í aprfl og maí 1998. Hljóðmeistari: Páll Sveinn Guðmundsson. 1998, Islensk tónverkamiðstöð. ÞESSI hljómdiskur er í alla staði merkilegur, fáheyrð íslensk verk fyrir einleiksfiðlu í framúrskarandi fínum flutningi Rutar Ingólfsdóttur. Tvö verkanna, Lag og tilbrigði með eftirmála eftir Atla Heimi Sveins- son og Adagio eftir Tryggva M. Baldvinsson, era reyndar sérstak- lega samin fyrir hana og undrar engan, þegar hlustað er á jafn frá- bæran fiðluleik og hér má heyra - reyndar í öllum verkunum. Það er alveg Ijóst að Rut er meðal bestu fiðluleikara okk- ar (með frábært hljóðfæri í höndunum, J. Guarneri 1719). Undanfarið höfum við heyrt hana með Kammer- sveit Reykjavíkur í yndisleg- um barokverkum, en ekki er hún síðri í nútímaverkum, hvort sem þau eru tiltölulega „hefðbundin“ (Jón Leifs, Hallgrfmur Helgason) eða sett saman úr „tólf tóna röðum“ (Dimension: Magnús Blöndal), svo ekki sé minnst á fyrrgreind verk Atla Heimis og Tryggva. Verk Jóns Leifs, Studie op 3 (Preludium og Fughetta) er meðal fyrstu verka hans, samið í Þýska- landi árið 1924. Verkið, með sínu einmanalega upphafsstefi og þrástefi i bassanum (,,bordúnbassi“) og skorinorðu stefi með krómatísk- um skölum og „glæsilegu tónstiga- hlaupi" í lok fúgettunnar, er sterk og svipmikil byrjun á þessu fiðlu- Rut Ingólfsdóttir prógrammi, sem kynnir reyndar tónskáldin (og verkin) í réttri tímaröð, sem gefur þessu öllu sannfærandi heild. Sónata Hallgríms Helga- sonar er hefðbundin í uppbyggingu, með „þjóð- legu“ stefi í hæga kafla og fjórum tilbrigðum. Lokaþátturinn er tölu- vert glæsilegur og leikur- inn eftir því. Með verki Magnúsar Blöndals, sem samið var fyrir Björn Ólafsson 1961, er okkur skyndilega svipt í nútímann (ef við miðum við miðja öldina) og er meðal fyrstu framúr- stefnuverka íslenskra. Verkið er ákaflega spennandi að allri gerð - jafnvel hrífandi með sínum hætti. Sama má segja um fiðluleikinn sjálfan, sem er stórglæsilegur. Og sem fyrr segir gildir það sama um tvö síðustu verkin, sem minnst var á í upphafi. Lag og tilbrigði (1993) eftir Atla Heimi er eftirminnileg- hvort tveggja í senn, expressjónísk og gamaldags, sjónlínur vora teygð- ar og aflagaðar, en útlit bakarísins að öðra leyti eins og í hefðbundinni sviðsgerð á sögu eftir Dickens. Bráðgóð hugmynd um langan gang frá útidyrum að afgreiðsluborðinu, huglæg lýsing á tilfinningu Böðvars fyrir því hversu erfitt er að nálgast stúlkuna, virkaði frábærlega vel í fyrsta sinn, síður í annað sinn og alls ekki eftir það. Endurteknar göngu- ferðir hans til útidyranna voru á skjön við raunsæi aðstæðnanna; stíl- fært inngrip leikstjórans sem hefði betur leyft taktskiptingum í hugsun persónanna að kvikna án svo greini- legrar undirstrikunar. Tónlistinni var beitt á sama hátt, mjög falleg og rétt hugsuð en matandi, nánast hver einasta hugsun var undirstrikuð með tónlistinni og að öllu saman- lögðu var þetta fremur truflandi en til gagns. Hér var engu líkara en reynt væri að gera heila bíómynd með öllu tilheyrandi úr litlum leik- þætti sem hefði líklega betur notið sín án svo mikillar og greinilegrar aðstoðar. Hávar Sigurjónsson ágæta tónverk mjög vel og af sterkri innlifun. Texta einsöngslín- unnar hafði Jóhanna G. Erlingson, amma Ólafs Kjartans, þýtt og féll vel á með texta og tónlínu, að heyra mátti. Næstu fimm viðfangsefnin vora lög útsett af A. Öhrwall og söng Ólafur Kjartan einsöng í þremur þeirra en lögin voru Ding dong, Nú ljóma aftur ljósin skær og Fögur er foldin, er var sérlega fallega sungið af Ólafi Kjartani. Næst var Þá ný- fæddur Jesú í jötunni lá og síðast Hljóða nótt (Heims um ból), við þýðingu eftir Matthías Jochumsson. Óll lögin vora fallega flutt en „Heims um ból“ á ekki að útsetja eða gera breytingar á hinum þrem- ur hljómum lagsins. Hreinleiki lags- ins er bæði fólginn í einfaldleika laglínu og hljóma, sem upphefja allt prjál og það hefur aldrei heppnast að gera þar á breytingar. Olöf Kolbrún Harðardóttir söng næstu þrjú lögin, fyrst Hin fyrstu jól, fallegt jólalag, er Jón Þórarins- son gerði við kvæði Davíðs Odds- sonar, Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns og að lokum Ó, helga nótt eftir Adams. Öll lögin vora glæsilega sungin bæði af Ólöfu og kórnum og enduðu tónleikamir með almennum söng á sálminum Guðs kristni í heimi. Þar með lauk sérlega fjölbreytilegum, vel fram- færðum og hátíðlegum jólatónleik- um í Langholtskirkju og í lokin óskaði stjórnandinn, Jón Stefáns- son, tónleikagestum gleðilegra jóla. Jón Ásgeirsson asta verkið á diskinum - og senni- lega það efnismesta, þrátt fyrir að stór hluti þess er á lágum og ákaf- lega fínum nótum. Verkið er „inn- hverf íhugunartónlist" að sögn tón- skáldsins. Stefið, sem er laglína úr hæga þætti verksins Á gleðistundu, er í þrískiptum takti og spannar vítt tónsvið, bæði tónal og atónal. Fyrsta tilbrigðið fínlegt og fjarar út í „fimmfóldu píanissimó", næsta til- brigði ómstrítt og það þriðja „leikið með bogtrénu upp við stólinn". Leikið „veikar en veikt, tónlistin heyrist varla“, svo vitnað sé í tón- skáldið. Allt má heyra þetta - jafn- vel það sem er „veikar en veikt“ - í flutningi Rutar Ingólfsdóttur. Hljómdiskurinn endar jafn við- eigandi og hann byrjaði með fallegu verki eftir Tryggva M. Baldvinsson, samið 1996. Inngangsstef með „fomu yfirbragði" endurtekið nokkrum sinnum, síðan brotið upp af öðra stefi; miðkaflinn „með ólg- andi endurteknu stefí sem leitar stöðugt upp á við; í lokin hljóðlátt upphafsstefið í breyttri mynd, og fjarar hægt út“ (B.J.). Þannig endar nú þessi góði hljómdiskur, sem einnig ber hljóð- meistaranum fagurt vitni. Svo er ekki verra að útgáfan er bæði vönd- uð og falleg. Oddur Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.