Morgunblaðið - 23.12.1998, Side 20

Morgunblaðið - 23.12.1998, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 LANDIÐ Fjölbrautaskóli Suðurnesja 37 brautskráðir á haustönn Keflavík - Haustönn Fjölbrauta- sköla Suðurnesja var slitið við hátíðieg-a athöfn á sal skólans á laugardag að viðstöddu fjöl- menni. Að þessu sinni voru 37 nemendur brautskráðir og voru flestir frá Reykjanesbæ, 27. Við athöfnina flutti Oddný Harðar- dóttir aðstoðarskólameistari yfir- lit yfir störf skólans á önninni og Ólafur Jón Arnbjörnsson skóla- meistari afhenti síðan prófskír- teini og flutti ávarp. Að þessu sinni hlutu ellefu nemendur viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Þau voru: Kamilla Ingibergsdóttir fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi, fyrir góðan árangur í frönsku, þýsku og fyrir störf í þágu nem- endafélagsins. Vilhjálmur Skúla- son fyrir góðan árangur í við- skiptagreinum og ensku, Guð- björg R. Jóhannesdóttir fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum og í heimspeki, Pálmar Guðmundsson fyrir góð- an árangur í samfélagsgreinum og í sögu, Kristín Valgerður Aðsendar greinar á Netinu ýg> mbl.is -/\LLTA/= errTH\SA£> rjÝTT Jónsdóttir fyrir góðan árangur í stærðfræði, raungreinum og í sögu. Hallvarður Þ. Jónsson fyr- ir góðan árangur í verknáms- greinum, Hanna María Krist- jánsdóttir fyrir góðan árangur í íslensku, Unnar Órn Unnarsson fyrir góðan árangur í þýsku, Margrét Sæmundsdóttir fyrir góðan árangur í viðskiptagrein- um, Borghildur Yr Þórðardóttir fyrir dugnað í námi og Marta Jónsdóttir fyrir góðan árangur í heimspeki. Mörg ávörp flutt Verðlaunaafhendingunni stjórnaði Anna Lea Björnsdóttir sviðstjóri samfélags- og við- skiptasviðs ojg siðan flutti Þor- valdur Örn Arnason kennari út- skriftarnemendum kveðjuræðu. Við athöfnina léku útskriftar- nemendur á hljóðfæri milli at- riða. Ingi Garðar Erlendsson nemandi í Tónlistarskóla Kefla- víkur lék á básúnu, Guðbjörg R. Jóhannesdóttir nemandi í Tón- listarskólanum í Garði lék á pí- anó og Ernir Erlingsson nemandi í Tónlistarskólanum í Grindavík Iék einnig á pianó. Kynnir við at- höfnina var María Björk Krist- jánsdóttir. Aðrir sem fluttu ávörp voru Jóhann Friðrik Frið- riksson formaður nemendafé- lagsins og Kamilla Ingibergsdótt- ir sem flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra. Morgunblaðið/Björn Blöndal NYSTÚDENTAR frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja setja upp livítu kollana eftir að hafa tekið við braut- skráningarskírteinum sinum. Ný tölvuþjónusta á Eskifírði Eskifirði - Tölvuþjónusta Austur- lands tók til starfa í sumar. I upp- hafi var ákveðið að opna fjórar þjónustumiðstöðvar, í Sveitarfélagi 7300, á Seyðisfirði, Austur-Héraði og Hornafirði. Tveir starfsmenn TA hafa starf- að í Sveitarfélagi 7300 frá því í sumar og fyrir skömmu var opnuð formlega þjónustumiðstöð fyrir- tækisins að Strandgötu 50, Eski- firði. Opnun íýrirtækisins er liður í að auka þjónustu við fyrirtæki og íbúa sveitarfélagsins en TA hefur á að skipa öflugum tæknimönnum með góða menntun og reynslu á sviði upplýsingatækni. Fyrst um sinn verða tveir starfsmenn með fast að- setur í sveitarfélaginu en stefnt er að því að fjölga starfsmönnum í byrjun næsta árs. Morgunblaðií'/Benedikt FRÁ opnun þjónustumiðstöðvarinnar, Bjarni Þór Sigurðsson, Anna Aðalheiður Arnardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Georgsson og Viðar Guðmundsson. Morgunblaðið/Anna Ingólfs ÞRÁINN Jónsson, fyrrverandi oddviti og sveitarstjórnarmaður Fellahrepps, og kona hans Ingveldur Pálsdóttir. Málverk af Þráni Jóns- syni afhjúpað Egilsstöðum - Málverk af Þráni Jónssyni, fyrrverandi oddvita og sveitarsfjórnarmanni í Fellabæ, hefur verið afhjúpað í Ráðhúsi Fellabæjar, en sveitarsljórnin ákvað að heiðra Þráin með þessu móti og þakka honum fyr- ir vel unnin störf um áraraðir. Það var Ólöf Birna Blöndal sem málaði myndina. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir FRÁ litlu jólunum í Laugageröisskóla. Litlu jól í Laugagerðisskóla Eyja- og Miklaholtshreppi - Skólastarfi Laugagerðis- skóla á þessu ári lauk með „Litlu jólunum“. Skólastjóri setti skemmtunina og bauð gesti vel- komna. Nemendur úr 1. bekk byrjuðu á að draga vinn- ingshafa í umferðargetraun Umferðarráðs. Séra Guðjón Skarphéðinsson sóknarprestur flutti jólaguðspjallið og las jólasögu. Síðan tóku nemendur við og fluttu ýmist leikna, lesna eða sungna dagskrá sem öll tengdist jólun- um. Steinunn Pálsdóttir tónlistarkennari stjórnaði fjöl- breyttum tónlistarflutningi og dansað var í kringum jólatré og sungið þangað til jólasveinar tveir runnu á hljóðin. Það voru þeir Hurðaskellir og Stekkjarstaur sem voru á leið vestur Snæfellsnes, en þeir litu inn og gáfu krökkunum nammipoka. Eftir dans og söng, drukku allir saman heitt súkkulaði með rjóma og borðuðu kökur og meðlæti sem foreldrar og forráðamenn komu með á jólaskemmtun- ina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.