Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Ljóstrað upp um einkalíf þingmanna BANDARÍSKA klámtímaritið Hustler hefur tilkynnt, að það muni á næstunni birta frá- sagnir af framhjáhaldi þingmanna. Larry Flynt, útgefandi þess, auglýsti í október sl., að hann myndi greiða allt að 70 millj. ísl. kr. fyrir upplýsingar af þessu tagi og segist hann síðan hafa fengið upp undir 2.000 símhringingar. Flynt segist hafa greitt út nú þegar um 35 millj. kr. fyrir upplýsingar um rúman tug háttsettra manna, þar á meðal einn öldungadeildarþingmann. Segir hann, að í þessum hópi sé aðeins einn demókrati og þar sem hann sjálfur sé „flokksbundinn demókrati" þá kunni hon- um að verða sleppt. Yfirlýsingar Flynts eru teknar alvarlega enda voru uppljóstranirnar um framhjá- hald Bobs Livingstons frá honum komnar. Livingston viðurkenndi, að hann hefði „hrasað nokkrum sinnum" en Flynt segist hafa upplýsingar um íjögur ástarævintýri hans utan hjónabands á síðasta áratug og þar af eitt fyrir þremur eða ljórum árum. Verður skýrt frá þeim eftir hálfan mánuð. Búist er við, að Flynt muni meðal annars beina spjótunum að Dan Burton, miklum andstæðingi Clinton-stjórnarinnar, en hann viðurkenndi í september, að hann hefði átt son utan hjónabands. Það gerðist er þau hjónin voru skilin að borði og sæng en þau tóku siðan saman aftur. Burton sagði fyrir skemmstu, að annað yrði ekki grafið upp um sig en New York Post flutti þá frétt um helgina, að nettímaritið Salon myndi brátt birta nýjar upplýsingar um Burton. Sagði blaðið, að kona nokkur, sem rekur erindi kunnra kvennasamtaka í Was- hington, sakaði Burton um kynferðislega áreitni; að hann hefði króað sig af inni á skrifstofu sinni, þuklað á sér og komið í veg fyrir, að hún kæmist út. Þá kæmi einnig fram, að Burton hefði átt í ástasambandi við tvær konur í starfsliði sínu. LARRY Flynt, útgefandi Hustlers. Bandarískir þingmenn velta fyrir sér næsta skrefí í máli Clintons Vaxandi vilji virðist vera fyrir vítnm Reuters BILL Clinton Bandarílqaforseti og eiginkona lians Hillary leggja hér hönd á plóg við gerð pastaréttar ætluðum heimilislausum Washington-búum. „Eg vona að allir f þessu landi taki sér smá tíma til að hugsa um aðra og gera eitthvað í anda jólamia - eitthvað eins og þetta,“ sagði Clinton. BILL Clinton Banda- ríkjaforseti notaði mánu- daginn að hluta til að vekja athygli á vanda heimilislausra í Was- hington og lögðu forseta- hjónin sitt af mörkum í eldhúsi þar sem eldaðar eru ókeypis máltíðir og dreift til þeirra íbúa borgarinnar er eiga und- ir högg að sækja. Útbjó forsetinn lasagna en varð jafnframt að svara óhjá- kvæmilegum spuming- um blaðamanna um ákærur á hendur honum og yfirvofandi réttarhöld í öldungadeildinni. Þegar hann var spurður hvort hann vildi senda þing- mönnum einhverja kveðju sagði Clinton: „Ég vona að allir lands- menn muni taka sér tíma til að hugsa um aðra og gera eitthvað í þessum dúr í anda hátíðanna". Fjórir þingmenn repúblikana í fulltrúa- deildinni sendu i gær Trent Lott, leiðtoga repúblikana í öldunga- deildinni, bréf þar sem þeir hvöttu til þess að reynt yrði að finna aðra lausn á máli forsetans en að víkja honum úr embætti. Allir höfðu þingmennirnir greitt atkvæði með ákærunum á hendur forsetanum í fulltrúadeildinni á laug- ardag. I bréfinu segjast þeir ekki vera þess fullvissir að embættismissir sé eina skynsam- lega lausnin á málinu. Þeir sögðust vera þeirrar skoðunar að það væri „vafasamt" hvort fulltrúadeildin hefði haft umboð til að íhuga aðra lausn en þá að samþykkja ákærumar eða hafna þeim. Hins vegar hefði öldungadeildin ótvírætt umboð til að íhuga fleiri valkosti. Þeir sögðu einn mögu- leika vera harðorðar vítur ásamt sektar- greiðslu og að komið yrði í veg fyrir síðari tíma sakarappgjöf. Sögðu þeir m.a. í bréfi sínu að taka yrði tillit til tengsla hegðunar Clintons og embættis- starfa hans sem og „vilja bandarískra kjós- enda“. Fleiri þingmenn tvístígandi Einn þingmaður til viðbótar, W. J. Tauzin, sagðist eiga í viðræðum við samstarfsmenn sína um það hvort rétt væri að biðja öldunga- deildina um að koma í veg fyrir réttarhöld. Talsmað- ur Tauzins sagði það vera skoðun manna að forset- inn hefði þegar þurft að greiða mistök sín dýra verði. I herbúðum forsetans mátti hins vegar heyra efasemdir um það hvort hægt yrði að ná málamiðl- un um vítur, ekki síst þar sem flestar tillögur er lagðar höfðu verið fram, m.a. í grein tveggja fyrr- verandi forseta, þeirra Geralds Fords og Jimmys Carters, í New York Times á mánudag, gerðu ráð fyrir því að forsetinn myndi viðurkenna að hafa sagt ósatt fyrir kviðdómi. Var haft eftir samstarfs- mönnum forsetans að hugsanlega væra réttar- höld besta leiðin til að ljúka málinu og menn gætu gengið út frá því sem vísu að lögmenn forsetans myndu verjast af fyllstu hörku. A1 Gore varaforseti kom Clinton enn til varnar á mánudagskvöld og sagði í viðtali að ákvörðun fulltráadeildarinnar væri slæm fyrir Bandaríkin. Hafa ummæli hans verið túlkuð sem svo að líklegt sé að hann muni eiga virka aðild að málsvörn forsetans í öldungadeildinni. Gore sat í öldungadeildinni um átta ára skeið áður en hann tók við embætti varaforseta. Gore sagðist vona að öldungadeildin myndi standa undir ábyi-gð og vera rödd „skynsemi, íhugunar og þeirrar aðhlynningar er Banda- ríkin þurfa“. Hörð valdabarátta fram- undan í Likud-flokknum Hörð valdabarátta er hafín 1 Likud-flokkn- s um í Israel og búist er við að nokkrir af flokksbræðrum Benjamins Netanyahus gefí kost á sér á móti honum 1 komandi for- sætisráðherrakosningum. OLL spjót standa nú á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, eftir að þingið samþykkti f fyrradag í fyrstu atkvæðagreiðsl- unni af þremur að flýta þing- og for- sætisráðherrakosningunum. Gengið er út frá því sem vísu að þingið sam- þykki tillöguna endanlega innan tveggja vikna, en ekki er enn ljóst hvenær kosningarnar verða. Samkvæmt kosningalöggjöf ísra- els er forsætisráðherrann kosinn í almennum kosningum og hann þarf síðan að mynda stjórn með stuðn- ingi þingsins. Netanyahu tók við embættinu í júní 1996 og kjörtíma- bili hans átti ekki að Ijúka fyrr en í nóvember árið 2000. Netanyahu varð fyrsti leiðtogi Likud-flokksins til að afhenda Pa- lestínumönnum landsvæði á Vestur- bakkanum og missti þar með stuðn- ing hægrimanna, sem sökuðu hann um svik við málstað gyðinga. Yitzhak Shamir, fyi'rverandi for- sætisráðherra, sem er andvígur því að ísraelar láti landsvæðin af hendi, sakaði Netanyahu um að hafa eyði- lagt Likud-flokkinn og kallaði hann „tortímingarengilinn". Meridor boðar framboð og nýjan niiðflokk Dan Meridor, fyrrverandi fjár- málaráðherra, varð í gær fyrstur til að lýsa því yfir að hann gæfi kost á sér gegn Netanyahu og kvaðst ætla að segja sig úr Likud-flokknum og stofna nýjan miðflokk. Hann hefur lengi verið álitinn á meðal hófsam- ari stjórnmálamanna Likud-flokks- ins og sagði af sér sem fjármálaráð- herra í júní á síðasta ári eftir að hafa orðið undir í valdabaráttu sem snerist einkum um umbætur í gjald- eyrismálum. Meridor gagnrýndi Netanyahu harkalega þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. „Hlutverk leiðtogans er að sameina þjóðina og við sjáum hið gagnstæða ... Við þurfum að bjarga landinu frá hættulegum töfrabrögðum Netanyahus.“ Meridor sagði að sér þætti miður að þurfa að segja skilið við ílokkinn en bætti við að Likud hefði „enga möguleika á að steypa Netanyahu af stóli". Hann sagði að nokkrir þekktir menn hefðu hug á að ganga í nýja miðflokkinn og kvaðst vonast til þess að Amnon Lipkin-Shahak, fyrrverandi yfirmaður hersins, gengi til liðs við hann. Líklegt er að Roni Milo, borgarstjóri Tel Aviv, verði á meðal forystumanna flokks- ins. Shahak sigurstranglegur Israelskir fjölmiðlar sögðu í gær að Shahak myndi að öllum líkindum tilkynna framboð í forsætisráð- herrakosningunum síðar í vikunni, en ekki er ljóst hvort hann gangi í nýja miðflokkinn. Fari hann í fram- boð er líklegt að hann taki mikið fylgi frá helstu frambjóðendunum, Netanyahu og Ehud Barak, leiðtoga Verkamannaflokksins. Nái hann kjöri verður hann annar hershöfð- inginn í 50 ára sögu ísraelsríkis sem stjórnar landinu, en Yitzhak Rabin, sem var ráðinn af dögum í nóvem- ber 1995, var einnig yfirmaður hers- ins áður en hann varð forsætisráð- herra. Shahak hefur átt í hörðum deilum við Netanyahu síðustu tvö árin. Margir óánægðir kjósendur Likud- flokksins og Verkamannaflokksins hafa litið á hann sem kjörið forsæt- isráðherraefni sem geti bundið enda á þráteflið í friðarumleitunum Isra- ela og Palestínumanna. Barak reyndi að fá hann til liðs við Verka- mannaflokkinn en þær tilraunir fóra út um þúfur skömmu fyrir at- kvæðagreiðsluna á þinginu í fyiTa- dag. Ef marka má skoðanakönnun, sem ísraelska dagblaðið Yedioth Ahronoth birti í gær, fær ekkert forsætisráðherraefnanna nógu mik- ið fylgi, eða helming atkvæðanna, til að ná kjöri í fyrstu umferð kosning- anna. Fari svo þarf að kjósa á milli tveggja efstu frambjóðendanna. Shahak myndi fá 49% atkvæð- anna en Netanyahu aðeins 36% ef kosið yrði á milli þeirra tveggja, samkvæmt könnuninni, en 15% að- spurðra sögðust óákveðin. Barak fengi 44% og forsætisráðherrann 40% ef kosið yrði á milli þeirra. Vamarmálaráðherrann í framboð? Könnunin var gerð eftir atkvæða- greiðsluna í fyrradag og samkvæmt henni er fylgi Likudflokksins mest, Amnon Lipkin- Shahak, fyrrverandi yfirmaður hersins og líklegt forsætisráð- herraefni. Dan Meridor, fyrr- verandi Qármálaráð- herra, hefur boðað framboð gegn Net- anyahu. Yitzhak Mordechai, varnarmálaráðherra er talinn sækjast eft- ir forsætisráðherra- embættinu. Beiyamin Begin, hugsanlegt forsætis- ráðherraefni and- stæðinga friðarsamn- ingsins. 26,3%, og Verkamannaflokksins 24,5%. Yitzhak Mordeehai vamarmálaráð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.