Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 38
■38 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Skipulag eða ringulreið Madurinn er leiksoppur örlaganna í þessum leik, uppkaf miðja og endir beinast að því að koma konum á kné, beygja hann í duftið. Eftir Hávar Sigurjónsson Hvert hið eiginlega hlutverk kenninga og gagnrýninnar umfjöllunar er í hinu stærra sam- hengi listanna er eilífðarspurn- ing, hvort slíkt hefur einhver áhrif á framgang lista, stefnur og strauma er einnig umdeilan- legt, en sú skoðun stendur eigi að síður á gömlum merg og rek- ur rætur sínar allt aftur til Hórasar og Aristótelesar. Hóras líkir gagnrýnandanum við garð- yrkjumann sem snyrtir garðinn og reytir illgresið, tryggir vöxt og viðgang hinna „æskilegustu“ plantna og fjarlægir illgresið jafnóðum og það lætur á sér kræla. Ef líkingunni er haldið til _______________ streitu má líkia VIÐHORF „æskilegj'i" listastarfsemi við skipulagðan skrúðgarð, þar sem allt er með réttum svip, hlutföll blóma og trjáa og lögun beða fyrirfram ákveðin, litasam- setningar í fullkomnu samræmi, hvergi örlar á illgresi, ekkert kemur á óvart. Gestir er heim- sækja garðinn vita hvað þeir sækja þangað, fegurð, hvíld og frið; tilgangur garðsins er að veita hlé frá hinu daglega amstri, þar má sjá fegurð og þar má anda að sér sætum ilmi. Ef lesandinn sér hlutverk list- anna endurspeglast í þessari lýs- ingu þarf hann í sjálfu sér ekki að lesa lengra, tónlist, leiklist, myndlist og bókmenntir eru rós- ir og fjólur í andlegum garði hins listelskandi manns, hann les blóm í vönd sjálfum sér til upp- lyftingar og hugarhægðar. Listin þjónar fegurðinni og upphefur andann, hún vekur til hóflegrar umhugsunar án þess að koma róti á hugann, skapar samhljóm en sundrar ekki. Skipulag en ekki ringulreið. Þessar hugrenningar kvikn- uðu þegar ég hlýddi á mánu- dagsviðtalið í sjónvarpinu þar sem Jón Viðar Jónsson, Eyvind- ur Erlendsson og Erlingur Gíslason ræddu stuttlega um þátt Bertolts Brechts í leiklist 20. aldarinnar. Ég læt vera að leggja orð í belg um Ver- fremmdungseffektinn og skil- greiningar á epíska leikhúsinu að öðru leyti en því að ég efast um að nokkur er á hlýddi og ekki var kunnugur fyrirbærinu áður hafí verið nokkru nær. Gamla klisjan um að Brecht hafi verið betra leikskáld en kenn- ingasmiður reið röftum í samtali þeirra félaga; Mutter Courage tekin sem dæmi um að þar hafí skáldið skotið sjálfu sér ref fyrir rass, Mutterin eigi samúð áhorf- enda svo óskipta í lokin að ætlun Brechts hafí farið fyrir lítið. Ætlun hans var að sýna hversu rangar ákvarðanir Mutter Courage tekur, hversu rangt val hennar er og hvert það leiðir hana, hvemig hún mótar líf sitt með ákvörðunum sínum. Ahorf- andinn getur tekið undir val hennar, en Brecht sýnir einnig valkostina, öðruvísi verður valið ekki ljóst. Kjarni þessa verks snýst um að maðurinn ráði ferð- inni sjálfur með vali sínu og ákvörðunum en sé ekki ofurseld- ur örlögum sem hann fái engu um ráðið. Brecht tókst í raun- inni ágætlega það sem hann ætl- aði sér með þessu leikriti. Hugmyndafræðilegur kjarni leikhúskenninga Brechts er marxískur, hann var ekki bara sósíalisti heldur líka kommúnisti sem í umræðunni í dag jafngildir því að hafa verið hálfviti, slíkur er sigur hægrimennskunnar yfír nafngreindum hugmyndakerfum um jöfnuð manna á milli. Aldrei hefur nokkur maður hérlendis sýnt kenningum Brechts neinn áhuga opinberlega, ýmsir eru þó vel að sér í þeim efnum eins og Erlingur Gíslason benti réttilega á, og það er einstaklega hlálegt (en týpískt) að loks þegar um- ræða fór í gang á hundrað ára fæðingarafmæli hans, skyldi hún snúast um kvensemi hans, meinta ritstuldi og persónulegar ávirðingar sem koma hugmynd- um hans um leikhús ekki nokkurn skapaðan hlut við, draga í engu úr gildi þeirra og bæta að sjálfsögðu engu við þær. Marxísk hugmyndafræði Brechts í leikhúsi hefur haft meiri og vfðtækari áhrif en hægt er að gera grein fyrir í fljótu bragði. Andstæða hennar er hin svokallaða aristótelíska hug- myndafræði leikritunar, sem byggist á kenningum Aristótel- esar um harmleikina. Heimur hins aristótelíska harmleiks er ekki mannanna verk heldur guða. Maðurinn er leiksoppur örlaganna í þeim leik, upphaf, miðja og endir beinast að því að koma manninum á kné, beygja hann í duftið, sýna honum ft-am á að þrátt fyrir hetjulega til- burðina sé hann frá upphafí of- urseldur samhengi orsaka og af- leiðinga sem hann af steigurlæti taldi að væru í hans höndum. Þessari forskrift hafa leikrita- smiðir fylgt allt fram á þennan dag, guðirnir hafa tekið á sig ýmsar myndir, en niðurstaðan er ætíð sú sama, maðurinn ræð- ur ekki ferðinni heldur sjálf- stæðir kraftar. Sálfræðikenning- ar 20. aldar hafa svo lagt sitt til málanna með því að kenna und- irmeðvitundinni um allt saman, nútímaguðimir eru ekki lengur utan og ofan við manninn heldur inní honum, en jafnóviðráðan- legir og áður. í krafti sinnar marxísku hug- myndafræði hafnar Brecht þess- ari skoðun og leikhúskenningar hans ríma að þessu leyti við helstu heimspekistefnur aldar- innar í þá veru að maðurinn ráði ferðinni sjálfur, hann eigi kvöl- ina vegna þess að hann á völina. Brecht var hvorki fyrstur til að sjá möguleika leikhússins til að hafa áhrif á hugsun fólks né einn um það. Allt leikhús og þar með allar listir hafa áhrif á hugsun fólks. Slævandi eða örvandi áhrif eftir atvikum, en áhrif engu að síður. Brecht var hins vegar sá sem setti leikhúshug- myndir sínar fram í mótuðu kerfi. Aðrir gerðu slíkt hið sama í öðrum listgreinum og öll um- ræða um listir langt fram eftir öldinni er mörkuð meðvitaðri andstöðu við hina borgaralegu hugmynd um fegurðarhlutverk listanna; þær eiga að hafa og geta haft áhrif á hugsun ekki síður en líðan. Hvort það hefur áhrif á gjörðirnar er svo önnur saga. RÓMANTÍK UM RÓMANTÍK ANDVARI hefur lengi haft það að venju að hafa aðalgrein hvers árgangs langa ritgerð um ævi og störf einstaklings sem hefur á ein- hvern hátt átt þátt í að móta um- hverfi sitt og tíma. I þetta skipti fjallar Guðlaugur A. Jónsson um séra Sigurð Pálsson vígslubiskup. Annað efni í tímaritinu, sem gefið er út af Hinu íslenska þjóðvinafé- lagi, hefur mest megnis verið tengt bókmenntum og sögu landsins og svo er einnig nú. Listaskáldið „góða“ og Sigurður Breiðíjörð Lengi hafa menn velt íyrh' sér áhrifum hins fræga rímnadóms Jónasar Hallgrímssonar um Sigurð Breiðfjörð. Ekki hefur aðeins verið talið að dómurinn hafí eyðilagt skáldferil Sigurðar Breiðfjörðs, heldur riðið rímunum að fullu. Dómur þessi er talinn hafa fært ís- lenskan skáldskap til betri vegai' og bætt skáldskaparsmekk lands- manna. Og dómur þessi gerir það ekki endasleppt, því nú heldur Páll Valsson, bókmenntafræðingur, því fram í skemmti- legri grein í Andvara að með honum hafi Jónas „skrifað undir dánarvottorð Fjölnis“. Páll segir að tímarit þeirra Fjölnismanna hafí aldrei orðið „það víðsýna umburðar- lynda menningarrit sem til stóð“. Ástæðan er sú að Jónas og Konráð Gíslason voru of hvassyrtir í dómum sínum um landann: „Ritdómur Jónasar og ýmis skrif Konráðs gera það að stríðsriti í neikvæðum skilningi með almenningi og eftir það varð ekki aftur snúið og þeir slíta félag sitt.“ Páll rekur söguna á bak við rit- dóm Jónasar og segir að þar hafí Konráð verið með í ráðum. Undir- rótin að þessum grimma dómi er ekki endilega óánægja Jónasar með kveðskap Sigurðar, að mati Páls, heldur fyrst og fremst hefnd- arhugur, þeir Konráð vildu „taka ærlega niður um rímnakónginn“ vegna þess að hann hafði gerst svo freklega djarfur að yrkja um tíma- rit þeirra níðvísu og halla sér upp að helstu andstæðingum þeirra, út- gefendum tímaritsins Sunnan- póstsins. Lýsing Páls á listaskáld- inu góða er ekki beinlínis fögur, jafnvel þótt hann finni honum eilitla afsökun í félagsskapnum við hinn óbilgjarna Konráð: „Ásetningur hans (Jónasar) er nefnilega frá upphafi að knéstja Sigurð og gera sem minnst úr hon- um og skáldskap hans. Það er for- senda og markmið ritdómsins, og Jónas víkur sér markvisst undan rökum eða álitamálum sem mildað gætu hlut Sigurðar eða mælt hon- um bót. Ritdómurinn er ekki Ein- um kennt - öðrum bent, heldur heiftúðleg niðursöllun. Hejftin ræður för. Þannig náði Jónas markmiði þeirra Konráðs, því ekki má gleyma hans hlut í þessu, sem vafalaust er stór. Konráð hefur án ef manað Jónas upp, enda einstak- lega þrjóskur og þverlundaður, og ef hann beit eitthvað í sig varð hon- um illa haggað. Af bréfum hans síðar er jafnframt ljóst að andúð hans á Sigurði Breiðíjörð minnkaði ekki með árunum.“ Fram kemur í grein Páls að Tómas Sæmundsson, félagi þeirra Jónasar og Konráðs, hafi viljað lyfta sér upp fyrir þessar deilur og hrósa rímum Sigurðar. Hann gagn- rýnir Jónas og Konráð í bréfum og Fertugasti árgangur nýs flokks Andvara (123ji frá upphafi) er nú kominn út og er fullur af fjölbreyttu og skemmtilegu efni. Þröstur Heigason skoðaði einkum tvær greinar sem fjalla um rómantík og um róman- tík um rómantík. sakar þá um hroka og skoi't á um- burðarlyndi og víðsýni. Páll dregur upp athyglisverða mynd af lævísu plotti þeirra Fjölnisbræðra. Hvort dómurinn frægi hafí hins vegar haft öll þessi dramatísku áhrif er hins vegar ekki gott að segja. Þannig má vissulega færa rök fyrir því að hann hafí „verið bókmenntunum til framdráttar þegar til lengdar lét“, eins og Páll segir, en það er líka hægt að færa rök fyrir því að hann hafi ekki haft nein veruleg áhrif. Hins vegar má ljóst vera að ósætti og ósamstaða innan hjóps þeirra Fjölnismanna hafi meðal annars orðið til þess að tímaritið lagði upp laupana. Og mætti þá líta á dóminn og uppþotið í kring- um hann sem einn af síðustu nöglunum í kistuna. Hugmyndafræði rómantík- urinnar endurframleidd Páll Valsson kemur nokkuð við sögu í grein Jóns Yngva Jóhanns- sonar, bókmenntafræðings, sem nefnist „Bergrisi á Bessastöðum? Grímur Thomsen, íslensk bók- menntasaga og rómantísk hug- myndafræði". I greininni fjallar Jón Yngvi um það hvernig túlkun Sigurðar Nordal, sem Páll Valsson endurtekur í skrifum sínum í þriðja bindi íslenski-ar bókmennta- sögu Máls og menningar, á kvæði Gríms, Bergrisa á 19. öld, er lituð af rómantískri hugmyndafræði. Jón Yngvi vísar hér til túlkunar Sigurðar á fyrri helming síðustu vísu Bergrisa á 19. öld sem sjálfs- lýsingar en hann hljóðar svo: „í fomöldinni / fastur eg tóri, / í nú- tíðinni / nátttröll eg slóri.“ Sam- kvæmt túlkun Sigurðar er kvæðið „einlæg sjálfslýsing manns sem festir ekki yndi í samtíðinni og leit- ar þess vegna á vit fortíðarinnar, þar sem hann finnur fró í félags- skap sem er honum að skapi“. Jón Yngvi bendir á að í túlkuninni megi finna rómantíska upphafningu á fortíðinni sem eigi sér hins vegar ekki forsendu í Ijóðinu sjálfu held- ur í rómantíkinni. Jón Yngvi telur að Sigurður hafí ekki haft allt kvæðið undir í túlkun sinni og seg- ir: „Lestur á kvæðinu öllu leiðir í ljós að sá tími sem ljóðmælandi er fastur í er ekki glæst fortíð víkinga og hetja heldur forsöguleg tíð, villt og ómennsk; tröllið er utan sið- menningar, etur hrátt og drekkur blóð. Það verður því að að teljast hæpið að kvæðið geymi sjálfslýs- ingu Gríms Thomsens, diplómats, skálds og heimsmanns.“ Ein leið til að túlka ljóðið segir Jón Yngvi vera að líta á það sem gagnrýni á efnishyggju, þar sem hún sé útmáluð í sinni svæsnustu mynd, „í gervi hins villta, ósiðaða manns, sem er blindur á samtíma sinn en lifir utan siðmenningarinn- ar sambandslaus við aðra menn“. Jón Yngvi segir að túlkun Sig- urðar og síðan Páls byggist á þeim „forsendu íslenska afbrigðisins af hugmyndafræði rómantíkurinnar að fornöldin í sjálfri sér sé alltaf glæst“ en augljóst sé af nákvæm- um lestri á ljóðinu öllu að í því hafí fornöldin einmitt ekki einhlítt já- kvætt gildi. „Það má því tala um að hér sé hugmyndafræði rómantík- urinnar endurframleidd í túlkun á henni, og sú endurframleiðsla verkar jafnframt sem styrking þessarar hugmyndafræði, þar sem hún sléttar yfir misfellu í ljóðum ís- lenskra skálda um rómantíkina með því að snúa ljóði Gríms í forn- aldardýrkun." Þessi grein Jóns Yngva er afar þörf ábending um að taka þarf ís- lenska rómantík til gagngerrar endurskoðunar, mikill hluti skrif- anna um hana hefur einmitt verið rómantík um rómantík. En jafn- framt er hún ábending um að það þarf að fara fram endurskoðun á allri hugtakanotkun bókmennta- fræðinnar, því hún á sér einmitt að mestu leyti rætur í rómantíkinni, þaðan kemur hugmyndin um höf- undinn, verkið, um andstöðu róm- antíkur og raunsæis og fleira og fleira. Annað Hér verður ekki komist yfir að fjalla um fleiri greinar í þessu hefti Andvara. Kristján B. Jónasson skrifar athyglisverða grein um skráningu, geymslu og miðlun upp- lýsinga í skáldsögunum 79 af stöð- inni og Landi og sonum eftir Ind- riða G. Þorsteinsson. Ármann Jak- obsson skrifar um Flugur Jóns Thoroddsens og Jón Viðar Jónsson gerir nokkrar athugasemdir við rit- ið Leikfélag Reykjavíkur - Aldar- saga eftir Þórunni Valdimarsdóttur og Eggert Þór Bernharðsson. Örn Ólafsson gerir athugasemd við grein Árna Sigurjónssonar um skáldskap Sigurjóns Jónssonar og Árni svarar í sömu mynt. Hér eru einnig birt Ijóð eftir Wallace Stevens og tvö þýdd ljóð eftir Arn- heiði Sigurðardóttur. ------------------ Nýjar bækur • Lífið í lykkjum, flíkur til að prjóna eftir Solveig Hisdal er komin út. I bókinni eru prjónaflíkur og uppskriftir frá Noregi ásamt nokki-um ljóðum. Norski hönnuð- urinn og prjónakonan Solveig His- dal hefur fengið hugmyndir að prjónauppski-iftum úr ýmsum átt- um. Mynstrin hefur hún fundið í gömlum munum úr söfnum, kirkj- um svo og gömlum textílvefnaði og fleiru. Fallegar nútíma flíkur eru hannaðar á grunni gamals þjóðar- arfs. Solveig Hisdal hefur margsinnis haldið sýningar í Noregi, bæði í listhúsum og söfnum. Bókin hlaut styrk úr þýðingarsjóði Norrænu ráðherranefndarinnar. Bókin er 172 síður og er útgef- andi PP Forlag. Þýðingu annaðist Sonja Diego, Orðabankinn. Sigurður Grímur Breiðfjörð Thomsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.