Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þar lágu Danir í því YRSA Sigurðardóttir liefur skrifað ærsla- sögu fyrir börn og fullorðna og nefnist hún Þar lágu Danir í því. Sagan er uppá- tækjasöm og frásögn- in öll hin ótrúlegasta enda segist Yrsa hafa skrifað söguna fólki til skemmtunar. Hún seg- ir að sagan sé leikur með hugaraflið og ímyndunaraflið, og segist sjálf hrífast af bókmenntum sem flalli um fáranleika tilverunnar. Aðalá- hrifavald sinn telur hún vera enska rithöf- undinn Tom Sharpe, sem skrifi ærslasögur fyrir fullorðna. Arn- gunnur Ýr myndskreytir bókina. „Eg skrifaði söguna á tveimur vikum, mér og öðrum til skemmt- unar! Þegar ég var sjálf barn leiddust mér þunglyndislegar og niðurdrepandi raunsæissögur, þess vegna reyndi ég að skrifa eitthvað sem ólgaði af kátínu og lífsgleði. Sagan íjallar um tvo vini, Glódísi og Palla sem verða sér úti um boðsmiða f veislu sem á að halda Danadrottningu til heiðurs. Þau gefa ömmu Glódísar miðann, en hún heldur mikið upp á drottning- una, en svo komast þau að því að kommúnistar ætla að gera uppþot í veislunni. Þau hafa því hraðan á og ætla að koma í veg fyrir upp- þotið en það endar ekki betur en svo að þau eru handtekin af lög- reglunni ásamt meira og minna öllum sem koma við sögu í bókinni. Frásögnin er byggð upp með þeim hætti að Glódis lýsir atburða- rásinni fyrir lögreglumanni." Er þetta þá bók með samfélags- boðskap? „Nei, alls ekki, en til þess að vera samnorræn bætti ég einum alkahólista í söguna og það er páfagaukurinn! Boðskapur sög- unnar er hins vegar sá að það er gott að allir skuli ekki vera eins. Að allir gangi ekki um í eins peys- um! Margbreytileiki mannfólksins er góður og eftirsóknarverður! Hver einasti einstaklingur hefur eitthvað til brunns að bera. Hinn dæmigerði meðalmaður er ekki til! Á lífsleiðinni hef ég fáa hitt sem eru leiðinlegir. Fólk er skemmti- legt ef maður dæmir það ekki fyr- irfram." Og þú ert ánægð með útkom- una? „Upphafið að þessu var að önn- ur höfuðpersónan Glódfs fæddist í strætó, svo fór ég að hugsa um þetta efni og sagan vatt smátt og smátt upp á sig. Bestu dómarnir sem ég hef fengið komu frá systur vin- konu minnar sem lá á spítala eftir aðgerð. Hún varð að hætta að lesa bókina vegna þess að hún hélt að saum- arnir myndu rifna, hún hló svo mikið! Nú ert þú verkfræð- ingur! Er skyldleiki með skáldskap og vcrkfræði? „Utkoman verður að liggja að mestu fyrir áður en hafist er handa. Það gildir jafnt um skáldskap og verk- fræði. Húsið verður að standa eftir að það hefur verið reist! Hvað skáldskap- inn varðar, veltir maður því mikið fyrir sér hvernig hægt er að láta atburðina gerast og hvernig tengja má alla þræðina saman f viðeigandi endalok." Hvernig datt manninum þetta í hug,“ segir lögreglumaður- inn. „Pabba hans Palla? Ég held reyndar að hann sé orðinn pínulít- ið ruglaður," svara ég. „Hann hef- ur verið óvenjulega uppstökkur og ergilegur í sumar út af sláttu- vél sem hann keypti í maí. Hún er mjög flott og fín að öllu leyti nema því að hún gengur fyrir raf- magni. Ur henni hangir nefnilega snúra sem sett er í samband þeg- ar slegið er. Palli hefur sagt mér að pabbi sinn væri umhverfíssinni og að það sé minni mengun af raf- magnssláttuvél en bensínsláttu- vél. Það er svo sem ágætt, en maður verður að hugsa um meira en bara umhverfið þegar maður er að slá. Sérstaklega ef maður er að slá með rafmagnssláttuvél. Pá verður maður sífellt að vera að hugsa: „Hvar er snúran, hvar er snúran?“ Ef maður gerir það ekki flækist hún fyrir og lendir í sláttu- vélinni. Það gerist í hvert sinn sem pabbi Palla slær. Við sáum það einu sinni og það var rosalega flott. Pabbi hans Palla varð eins og Tommi og Jenni þegar þeir pota í innstungur, hendurnar á honum skutust beint út frá síðun- um, hárið stóð stíft út í loftið og hann ýlfraði eins og faxtæki í gegnum samanbitnar tennur.“ „Já, ég held að þetta gæti nú gert hvem mann hálf ruglaðan," segir löggan áður en hann rekur á eftir mér. Ég held áfram: „Þegar ég kom heim var íbúðin..." Brot úr Þar lágu Danir íþví Yrsa Sigurðardóttir Að færa lífíð í orð BÆKUR I»ýdd skáldsaga í LEIT AÐ GLÖTUÐUM TÍMA Leiðin til Swann II. Eftir Marcel Proust. Pétur Gunnarsson þýddi. Prentun: Gutenberg. Bjartur, Reykjavík 1998. Pétur Gunnarsson hefm- nú þýtt seinni hluta fyrsta bindis hinnar miklu skáldsögu franska rithöfundar- ins Marcels Proust (1871-1922), í leit að glötuðum tíma. Verkið er í heild sinni sjö bindi (stundum er því skipt í fimmtán bindi) og á fjórða þúsund blaðsíður. Ætli Pétur að halda áfram að glíma við þetta stórvirki á hann því enn ærið verk fyrir höndum. En við skulum ekki draga úr honum kjarkinn, heldur hvetja hann til dáða því að öli hljótum við að vona að hann láti ekld staðar numið fyrr en síðasta orð þessarar miklu sögu hefur verið klætt í íslenskan búning. Fræðimenn hafa fengist við að skilgreina og skýra I leit að glötuðum tíma lungann úr öldinni en verkið kom út á árunum 1913 til 1927. Al- mennt séð má segja að verkið sé skáldsaga byggð á ævi, Proust sem ólst upp í stórri og velmegandi borg- aralegri fjölskyldu. Öðrum þræði er verkið gagmýni á frönsku borgara- stéttina á síðustu öld, jafnvel skop- mynd hennar. En þessi saga hefur ekki lifað af hverja kúvendinguna á fætur annarri í bókmenntalífí aldar- innar vegna þess að hún segir sögu löngu glataðs samfélags. Gildi henn- ar er miklu frekar falið í spennunni sem í henni ríkir milli reynslu Proust og skrifanna um hana, togstreitunn- ar milli lífsins og bókmenntatextans. Proust ætlaði sér að færa líf sitt í orð, endurskapa glataðan tíma og það er engu líkara en að allt frá upphafi hafi hann haft óbilandi trú á verkefninu, á því að hann gæti orðað líf sitt, raðað því saman eins og risastóm stykkja- þraut, einu orði í einu, einu stykki í einu uns myndin væri fullkomnuð. Það er þessi sambræðsla lífs(reynslu) og texta sem er aðalviðburður sög- unnar. Proust ætlaði að ramma inn líf sitt með þessu verki, lífið átti að verða að verki, bókmenntaverki; sá Proust sem hafði reynt átti að renna saman við þann Proust sem ski-ifaði. I þessu samhengi er merkilegt að á meðan Proust vann að bókinni varð líf hans að eins konar verki sem hefur verið endurskapað aftur og aftur síð- an. Sagan um það hvemig Proust dró sig í hlé frá heiminum vegna líkam- legs ofnæmis fyrir öllum sköpuðum hlutum, klippti á tengsl við umhverfi sitt, við samtímann og lokaði sig inni með reynslunni, minningunum og skrifunum hefur orðið ein sú víðfræg- asta í sögu bókmenntanna. Þessi saga af krankleika Proust og einangrun hefur verið margskrifuð og margend- urskrifuð af fræðimönn- um, skáldum og áhuga- mönnum. Halldór Lax- ness orðar það svo í Skáldatíma að I leit að glötuðum tíma sé sprottin „úr einhverju ægilegasta heilsuleysi sem um getur í bók- menntasögunni". Hall- dór lýsir síðan sérkenni- legri einangrun Proust á kostulegan hátt. Pétur Gunnarsson gerði svo þessa sögu að umtals- efni í viðtali við undirrit- aðan á síðasta ári og lagði áherslu á að Proust hefði di'egið sig í hlé frá umheiminum til þess að einbeita sér að verkefni sínu, að endur- skapa sig í texta. Pétur segir: „Það er næstum eins og hann hafi litið svo á sjálfur að hann væri búinn að lifa. Þessi einangrun hans frá heiminum [...] er ekki eingöngu vegna veik- inda hans heldur er hún hreinlega afstaða hans; það er eins og hann viti sjálfur að honum er naumt skammtaður tími og hann ætlar að nota það sem eftir er til að endurskapa veröld sína, glataðan tíma.“ Proust virðist raunar hafa litið svo á að verk- efni hans væri ómögulegt, nema skilja við heiminn og tímann. Eins og segir í lok fyrsta bindis verksins felst ákveðin mótsögn í því að „ætla að finna myndir minninganna í veruleik- anum - þær myndi alltaf skorta töfrana sem minnið býr þeim og skilningarvitin hafa ekki aðgang að“. Sá veruleiki sem Proust hafði þekkt var ekki lengur til staðar því að allt er hverfult, byggingamar, tíminn, hugs- animar, hughrifm. Síðustu orð fyrsta bindis hljóma svo: „Staðir sem við höfum kynnst, tilheyra ekki bara heimi rúmsins þar sem við skipum þeim sess til hægðarauka. Þeir vom lítið annað en mjó ræma mitt í um- lykjandi hughiifum sem vom uppi- staðan í lífi okkar þá stundina; minn- ing um ákveðið tilvik er ekki annað en eftirsjáin eftir tilteknu andartaki; og húsin jafnt og strætin og götumar em því miður hverful, engu síður en árin.“ Fyrsta bindi verksins nefnist „Leiðin til Swann“ og skiptist það í þrjá hluta. Sá fyrsti, sem kom út í fyrra, heitir „Combray" og geymir myndir frá æskuámm Proust í smá- bænum Combray, rétt utan við París. Annar og þriðji hluti birtast í þeii-ri bók sem nú er komin út. Sá fyrri heitir „Astin hans Swann“ og er eini hluti verksins sem er ekki sagður í fyrstu persónu, heldur þriðju. Hér er sagt frá sjúklegri ást fagurkerans Swann, sem er heimilisvinur Proust-fjölskyldunnar, á Odette, hinni fögm en heimsku gleðikonu yfir- stéttarinnar. Hann kynnist henni í klíku- boði hjá Verdurin-hjón- unum, smáborgaraleg- um snobbhænsnum sem upphefja sig í innan- tómri listneyslu og lúx- us. Sjálfur þykist Swann hafinn yfir þetta smásálarlega líf en samkvæmislífið og lúx- usinn komast upp í vana. Og þótt hann geri sér grein fyrir því að Odette sé á engan hátt neitt sérstök og standi honum langt að baki þá veit hann ekki fyrr en hann er orðinn háður ástinni til hennar, hon- um nægir ekki að fara einu sinni á kvöldi, hann vill eiga hana. Afbrýðin sýður innra með honum þegar hann ímyndar sér hvað hún gerir eftir að hann er farinn á kvöld- in. Hann er heltekinn og brýtur þvert gegn öllum sínum fyrri hátt- um, njósnir hans, fyrir- sát og plott verða að ástríðu: „Og allt sem hingað til hafði fengið hon- um blygðunar: gægjast á glugga, jafnvel þvinga fram vitnisburð hjá ókunnugum, múta þjónustufólkinu, liggja á hleri - allt var þetta orðið eins og hver önnur textagreining, samanburðarfræði og listkmfning - vísindalegar rannsóknaraðferðir af háum vitsmunalegum gæðaflokki og til þess fallnar að leita sannleikans." Hann er þjáður af ást en nýtur samt munúðarfullrar sælu í þessari ástríðufullu sannleiksleit um Odette. Hann finnur sælu í sársaukanum og Odette tekur þátt í leiknum, heldur honum volgum en lætur ekki kló- festa sig. Aður en yfir lýkur hefur Swann sveiflast í ofboði milli ástar og fyrirlitningar en í þriðja hluta þessa fyrsta bindis, sem nefnist „Staðarnöfn: Nafnið“, er sagt frá ástarskoti sögumanns í dóttur þeirra Swann og Odette, Gilberte. Eins og áður sagði hijóta allir bókelskir landar að óska þess að Pét- ur Gunnarsson haldi áfram að vinna í því að koma þessu stórkostlega meistaraverki á íslenska tungu. Þýð- ingin er unaðsleg aflestrar, full af stíl- legri nostursemi og leik. Hún hlýtur að teljast til stærri bókmenntaafreka hérlendis á seinni ámm. Þröstur Helgason Marcel Proust Pétur Gunnarsson Yigty áfengiseiningar, sígarettur og hitaeiningar BÆKUR Skáhlsögnr DAGBÓK BRIDGETJONES Eftir Helen Fielding, Sigríður Hall- dórsdóttir þýddi. Mál og menning, Reykjavik 1998, 246 bls. SÁ GALLI er á kenningum um ofurefli skáldsögunnar sem bók- menntaforms í samtímanum að hug- takið „skáldsaga" er safnhugtak sem segir nánast ekkert um form- gerð, byggingu og hugsun bók- menntaverks. Þannig er Dagbók Bridget Jones, sem notið hefur mik- illa vinsælda síðan hún kom út fyrir tveimur áram, í dagbókarformi einsog nafnið gefur til kynna. Það form er ekki nýtt undir skáldsögu- hattinum en ýmislegt bendir til þess að dagbókin sé að hefjast til vegs og virðingar. Breska rithöfundinn Helen Fi- elding má setja í samhengi við Cynthiu Heimel sem er bandarísk- ur kjaftfor femínisti og húmoristi. Heimel er full af speki af götunni og hefur skrifað mjög vinsæl greinasöfn sem bera heiti á borð við Ef þú getur ekki lifað án mín, af hverju eru þá ekki dauður?. En eins mætti nefna gamanþættina Absolutely Fabulous sem ég er viss um að þjáningarbræður mínir hafa hlegið taugaveiklunarhlátri að og látið sem þeim þættu fyndnir áður en örla tók á tengslum við þetta sérkvenlega spaug. Dagbók Brídget Jones lýsir ári í lífi Bridget Jones sem er einhleyp kona, ýmist á uppleið eða hraðri niðurleið. Jo- nes byrjar á að strengja nýársheit: hún ætlar að megra sig, hætta að reykja, drekka minna, bæta sjálfa sig og samskiptin við hitt kynið og svo framvegis. Hefst svo hver dag- bókarfærsla á stuttri skýrslu um efndirnar sem ganga brösuglega: „56,6 kg, áfengiseiningar 4 (ömur- legt), sígarettur 23 (mj. mj. slæmt þar sem um er að ræða tvær klst.), hitaeiningar 3827 (ógeðslegt).“ (71). Eitt af heitum Jones er að auka starfsframa sinn svo hún ræður sig (reyndar af illri nauðsyn) til sjón- varpsstöðvar. Þar umgengst hún þotulið, óbærilegt fyrir æsku sakir, og fetar í fótspor móður sinnar sem einnig hefur lagt á vafasaman frama í þessum geira. Jones lendir í ástarævintýri í gegnum tölvupóst og á í stormasömu sambandi við móður sína sem er ein skrautleg- asta persóna bókarinnar - svo skrautleg að Fielding hefur þótt vissara að tileinka bókina móður sinni fyrir að líkjast ekki móður Jo- nes. Lítill vinkvennahópur er í kringum sögumann og besti vinur hennar er hommi. Þessar stelpur kunna vasasálfræðina sína, hafa frasana á hraðbergi og lifa jafnvel lífinu eftir bókum á borð við Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus. Dagbók Brigdet Jones er heljarinn- ar þeysireið í gegnum allar þessar kynjakenningar nútímans. Þýðingin er lífleg. Þýðandinn hef- ur tekið sér skáldaleyfi og stíllinn einkennist af slettum og slangri en þetta hæíir verkinu prýðilega. Jo- nes „panikkerar“, helsta upp- hrópunin þegar vel gengur er ,jess“. Ég er ekki jafn sáttur við stöku tilraunir til að staðfæra; þannig er „Holloway" fangelsið orð- ið „Litla Hraun“ og „Newsnight" er orðið „Kastljós“. Ekki er gengið lengra með þessa aðferð. Þótt þýð- ingin sé innblásin, lipur og nái vel kæruleysislegum (stundum stikkorðakenndum) stílnum skortir hana innbyrðis samkvæmni og virk- ar á köflum í það djarfasta. „Jafnvel karlmenn munu hlæja“ er haft eftir Salman Rushdie á bók- arkápu og hljómar einsog brot úr einhverjum ískyggilegum spádómi. Sá spádómur rættist á mér; ég hló oft upphátt. Dagbók Bridget Jones er gríðarlega fyndin, full af grein- andi, meinfyndnum lýsingum, aðal- lega á konum en einnig körlum. Sjálfsmynd Jones er trúðsleg og kaldhæðin. Hún er seinheppin, meistari í að koma sér í neyðarlega aðstöðu. Hegðun hennar er áráttu- kennd, hún gerir mikið veður útaf litlu og hefur gaman af því að vera plebbi; en umfram allt er hún kven- leg. Jones þarf að glíma við ofstæki fjölskyldufólks sem með móður hennar í broddi fylkingar er sífellt að reyna að bjarga henni frá ein- semd sinni jafnvel þótt allt sé á tjá og tundri í lífi þess sjálfs. Enda tek- ur móðir hennar sig til og stokkar íjölskyldumunstur sitt upp með brauki og bramli. Dagbók Bridget Jones er ein- staklega skemmtileg og skörp. Megranarkúrar munu bregðast, reykingabindindi mislukkast, áfeng- iseiningum fjölga, appelsínuhúð mun blómstra, ástarsambönd munu bresta á og konur munu hlæja, já, jafnvel karlmenn munu hlæja. Hermann Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.