Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 46
^6 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ REYNIR UNNS TEINSS ON + Reynir Unn- steinsson var fæddur á Reykjum í Ölfusi 29. júní 1945. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 13. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 22. desember. Þegar kærasti vinur- inn fellur svo óvænt frá, á besta aldri, leitar margt á hugann. Öllu er afmarkaðui' tími. Líf mannlegt endar skjótt. Skjótt hefur sól brugð- ið sumri. Þeir deyja ungir sem guð- irnir elska. Tregt er tungu að hræra. Orð verða fátækleg. Manni fallast hendur. Minningar frá rúm- lega þrjátíu ára vináttu streyma fram. Tilveran verður grá og litlaus. Erfitt að trúa að þetta sé raunveru- leiki. A þessum stundum skynjum við svo vel, að vináttan og kærleik- urinn era dýrmætustu gjafir Guðs. Við trúum flest innst inni, að allt eigi ■*tnn æðri tilgang og komi í ljós í fyll- ingu tímans. Góðir menn og grand- varir uppskeri í samræmi við það sem þeir sái. Þeir lifi áfram og fái nóg að starfa Guðs um geim. Vegir Guðs era að sönnu órannsakanlegir en hann elskar öll bömin sín jafnt og lætur ekkert glatast. Þannig er hinn óskilyrti kærleikur sem menn- imir eiga svo erfitt með að skilja. Spekingurinn með bamshjartað, Bjöm Gunnlaugsson, segir í Njólu: „Guð vom anda ef áframhald / ei fá ^seinna lætur / röðulbanda reist er tjald / rétt til einnar nætur.“ Kynni okkar Reynis Unnsteins- sonar hófust haustið 1961 er við settumst í þriðja bekk Menntaskól- ans á Akureyri. Við urðum bekkjar- félagar næstu fjögur árin og sessu- nautar það síðasta. Ég veitti þessum myndarlega, hávaxna, hógværa og ljóshærða pilti fljótt athygli. Það var samt ekki fyrr en í fimmta bekk sem kynni okkar urðu náin. Einkum minnist ég ánægjulegra heimsókna hans til okkar Indriða heitins Hall- grímssonar. Við voram þá herberg- isfélagar á sjöttabekkjarganginum. Indriði kvaddi fyrstur þetta tilvera- stig. Reynir er sá sjötti sem hverfur úr hópnum okkar sem útskrifaðist Worið 1965. Það var á þessum síðustu árum, í menntaskóla, sem Reynir fór að vekja á sér athygli sem efni- Blómabúðin öai^ðskom v/ PossvogsUifkjMgnfð Símh 554 0500 J Þcgar andlát ber a<5 nöndum CJtfa ra r/)jónusta scm byggir á langri reynstu s Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf Sími 55 1 1266 www.utfarastofa.com legur frjálsíþróttamað- ur. Hann varð t.d. ís- landsmeistari í þrístökki innanhúss og sigraði í sömu grein ut- anhúss, á Laugardals- velhnum. Eftir stúd- entspróf hóf hann að keppa í meistaraflokki í knattspymu og þótti skæður markaskorari. Það duldist engum að hæfileikar Reynis til náms vora miklir og minnið sérlega gott. En mikill lestur og áhugi á öðram sviðum urðu oft til þess að námsbækumar sátu á hakanum. Það var á við heilan há- skóla að ræða við Reyni um hin að- skiljanlegustu málefni, sérstaklega um atburði og persónur líðandi stundar. Þar var sjaldan komið að tómum kofunum. Hann keypti mikið af erlendum blöðum og tímaritum til að setja sig sem best inn í öll mál. I umræðum var Reynir málefnalegur, „akademískur“, í hugsunarhætti þótt vissulega gæti honum gramist heimska og ranglæti heimsins. Fljótfæmislegar ályktanir og sleggjudómar vora honum fjarri skapi. Kímnigáfan var þroskuð þótt ekki væri þeim hæfileika mikið flík- að. Bréf, er ég dvaldi við nám er- lendis, bera þess glöggt vitni. Vald Reynis á íslenskri tungu var aðdá- unarvert. Hástemmd lýsingarorð okkar ágæta íslenskukennara, Gísla Jónssonar, er hann skilaði ritgerð- um, drógu enga dul á það. Reynir varð fyrir því áfalli að missa fóður sinn, skólastjóra Garð- yrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ólfusi, skömmu eftir stúdentspróf. Fjölskyldan flutti þá til Reykjavíkur og kom það mest í hlut Reynis að sjá móður sinni og yngri systkinum far- borða. Þetta átti sjálfsagt stóran þátt í að ekki varð af háskólanámi þótt hugur hans stæði til þess lengi vel. Hann lauk samt fyrsta árs námi í lögfræði auk prófs í heimspekileg- um forspjallsvísindum. Hugur hans stóð einnig til náms í sagnfræði og latínu um tíma. Móður sína missti hann nú í vor og Ólaf bróður sinn ár- ið þar á undan. Veikindi yngsta bróðurins, Bjarka, hafa einnig hvílt þungt á honum lengi. Fljótlega eftir stúdentspróf hóf Reynir störf sem handritavörður við Amastofnun. Því starfi gegndi hann allt til dauðadags af einstakri sam- viskusemi. Hann var á leið þangað sunnudagsmorguninn sem kallið kom. Mér er ekki kunnugt um að hann hafi nokkumtíman tekið sér veikindafrí öll þessi ár. Það leyndi sér ekki að síðustu vikumar var hann sárþjáður. Ég kom til hans á vaktina daginn fyrir andlátið og var mér bragðið er ég sá hve mjög hann þjáðist og átti erfítt með andardrátt- inn. Ég hvatti hann, að skilnaði, að hvíla sig nú vel og láta sér batna. Aldrei datt mér í hug að_ þetta yrði okkar síðasti fundur. Ósérplægni Reynis tók sinn toll af heilsu hans. Vaktavinna með síbreytilegum hvíldartíma er heldur ekki til þess fallin að efla heilbrigði manna. Ef- laust hefði Reynir mátt huga betur að nútíma kenningum í næringar- Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Útfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ fræðum og láta af pípureykingum. Reynir var samt ákaflega nægju- samur og hófsamur maður og barst lítt á. Lengst af lét hann sér nægja eitt herbergi og það var ekki fyrr en um fertugt sem hann fékk sér bif- reið. Merkilegt hvað allt dekur við sig sjálfan var honum fjarri skapi. Sá á nóg sem sér nægja lætur gæti hafa verið mottó hans. A timum brjálaðrar neysluhyggju og sjálfs- upphafningar era ekki margir sem þora að skerast úr leik í dansinum kringum gullkálfinn. Bjarni Thorarensen nefndi þetta „sam- þykktu heimskuna" í frægu ljóði: „og hvað flestir fjöra/gjörir hún eins/svo viti aðrir/hún ei vitlaus sé.“ Leyndardómur þeirra sem era andlega gefandi felst meðal annars í að forðast þessa yfirborðsmennsku, vera í þokkalegri sátt við sjálfan sig. Mér er samt ekki kunnugt um að Reynir hafi stundað hugleiðslu eða lesið dulspekileg fræði að ráði. Hann var annars dului' um trúai'hugmynd- ir sínai- og um flest það er viðkom persónulegum högum sínum. I samskiptum við fræðimenn Ámastofnunar var Reynir sérlega farsæll og vinsæll og er mér ekki kunnugt um að hann hafi átt þar nokkra óvildarmenn. Báðir for- stöðumennirnir, sem hann vann undir, tengdust honum vináttubönd- um. Það var mikil andleg upplyfting fyrir þetta fólk, að geta Utið af og til upp úr hinum fornu ritum, farið inn á kaffistofu og átt uppbyggilegar samræður við Reyni um stund. „Sálusorgarahlutverk" þetta var sérlega mikilvægt fyrir erlenda fræðimenn, sem era margir á stofn- uninni, langt frá sínum fjölskyldum og vinum og því stundum einmana. Það er því skarð fyrir skildi á Arna- stofnun og það skarð verður vand- fyllt. Margir utan stofnunarinnar leituðu nærveru Reynis, meðal ann- ars til þess að tefla skák og var því oft fjölmennt á kaffístofunni. Reynir var sérlega hugkvæmur skákmaður og fékk undirritaður að kynnast því á þúsundum kappskáka. Nýlega ræddum við eilífðarmálin og hvor okkar kæmi til með að skrifa minningargrein um hinn. Undarlegt að vera kominn svo skjótt í þá stöðu og sárt að finna sig skorta andagift þegar mest á ríður. Það er þó huggun hai-mi gegn að of- lof væri þér síst að skapi. Helst hefðir þú kosið að allt færi fram í kyrrþey. Kæri vinur og félagi. Þakka þér fyrir allt og allt. Þakka þér fyrir að hafa tekið mér eins og ég var. Þakka þér fyrir að hafa veitt mér þann stuðning í hretviðrum lífsins sem í þínu valdi stóð. Þakka þér fyrir að hafa dregið úr einsemd minni og gert lífið bjartara og innihaldsrík- ara. Sérstaklega vil ég þakka þér fyrir hvað þú hlustaðir vel og gafst góð ráð. Stundum var þér mikið niðri fyrir og þá hlustaði ég en oftar varst það þú sem varst gefandi aðil- inn. Slíkur vinur er dýrmætari en öll heimsins sálfræði, heimspeki og guðfræði til samans. Blessuð sé minning þín. Eftirlif- andi systkinum, þeim Hönnu, Grét- ari og Bjarka, er vottuð innileg hlut- tekning. Ásgeir Sigurðsson. Þegar fyrstu handritin voru flutt heim til íslands frá Danmörku vorið 1971, ákváðu íslensk stjómvöld að ávallt skyldi vakað yfir þeim dag og nótt eftir heimkomuna. I fyrstu ann- aðist Reykjavíkurlögreglan þessa vörslu af alúð og fórnfýsi. En ljóst var að um slíkt gat ekki verið að ræða til frambúðar, og var þá farið að svipast um eftir manni sem gæti tekist þetta starf á hendur. Einn þeirra sem föluðust eftir því var ungur stúdent að nafni Reynir Unn- steinsson. Ég spurðist að sjálfsögðu fyrir um uppruna hans og hæfileika, og er skemmst frá því að segja að hann hlaut hvers manns lof, og sýndist mundu hafa til að bera marga þá eiginleika sem vel hentuðu til þessa starfa. Og ekki spillti það fyrir er ég komst að því að hann var sonur Unnsteins Ólafssonar, hins merka brautryðjanda í íslenski'i garðrækt og fyrsta skólastjóra Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölf- usi, og Elnu konu hans; en Unn- steinn skólastjóri og fjölskylda hans öll var í miklu vinfengi við fóður- bróður minn Jónas frá Hriflu og fjölskyldu hans. Reynir var síðan ráðinn sem fyrsti vörslumaður handritanna í Arnastofnun sumarið 1971 og gegndi því starfi til dauðadags. Þetta er starf sem krefst sérstakra eiginleika. Líkurnar til þess að nokkuð beri út af era ekki miklar. Húsið er vandað og handritin að jafnaði læst inni í rammlegri geymslu. Til þessa dags hefur aldrei neitt borið útaf sem valda mætti áhyggju. En einmitt þess vegna þarf gæslumaðurinn að hafa til að bera óbilandi þolgæði og árvekni. Hand- ritin era mestu dýrgripir Islands, þau má ekkert illt henda, og enginn veit hvenær varna kann að vera þörf. Og auk hinnai' óbilugu ái'vekni og þolinmæði þarf gæslumaðurinn að hafa til að bera ýmsa aðra góða hæfileika. Hann er yfirmaður Arna- stofnunai' þegar hann er þar einn á verði, ekki aðeins um nætur heldur og að deginum um helgar. Þá þarf hann að vera kurteis og hpur í við- móti við gesti sem að garði koma. Hann þarf að vera fróðui' og úr- ræðagóður til að leysa vanda þeirra eftir bestu getu. Þegar Reynir tók til starfa við Árnastofnun varð strax ljóst að þörf mundi annars gæslumanns í fullu starfi og auk þess varamanna til ígripa. Sú skipan komst á frá upp- hafi að Reynir tókst á hendur yfir- umsjón handritavörslunnar án þess að um það væri gerður nokkur sér- stakur samningur. I samráði við mig réð hann aðra vörslumenn eftir þörfum, skipti með þeim verkum og skipulagði alla handritagæsluna. Þetta annaðist hann síðan alla tíð. Það var Ái'nastofnun ómetanlegt happ að hafa í þessu hlutverki svo traustan mann og áreiðanlegan, og fyrir það færam við honum að leið- arlokum innilega þökk. Unnsteinn skólastjóri féll frá ung- ur að aldri. Þá var Reynir aðeins lið- lega tvítugur, en engu að síður reyndist hann móður sinni hin styrkasta stoð og stytta, og hélst svo alla stund uns hún andaðist í hárri elli fyrr á þessu ári. Og systkini sín, bæði eldri og yngri, studdi hann á marga lund - að ég held stundum enn meira en þeim var sjálfum kunnugt um. Þungur harmur er nú kveðinn að þeim þremur sem eftir lifa, að missa þennan góða bróður svo óvænt og skyndilega. Á löngum vökum og varðsetum í Ámagarði gafst Reyni ærinn tími til lestrar, og gerðist hann fróður vel, einkum um söguleg efni af ýmsu tagi þótt aldrei lyki hann háslróla- prófi. Ymsir lögðu leið sína til Árna- stofnunar á helgum dögum, ýmist til að sinna einhverjum verkefnum eða bara til að hitta Reyni þar sem hann var á verði sínum. Þótti öllum gott að tylla sér um stund í dagstofunni, fá sér kaffisopa og skrafa um stund við handritavörðinn, um söguleg efni forn og ný ellegar um einhver dæg- urmál sem á baugi voru þá stundina. Ég var einn þessara manna. Eins og fyrr getur þekkti ég Reynþekki fyrr en hann kom til starfa við Árna- stofnun. Svo mundi talið að við höf- um verið býsna ólíkir menn. Hann hægur og fámæltur og hafði aldrei stór orð, jafnvel þótt honum þætti sér eða sínum stórlega misboðið; en ég meir á yfirborði, bröltandi í margvíslegum framkvæmdum og stundum ógætinn í orðum. Engu að síður tókst með okkur hin traustasta vinátta, og bar þar aldrei nokkurn skugga á. Oft hafði ég þann sið að Ijúka ýmsum ritverkum um helgar, í kyrrð og næði Árnastofnunar. Skaut ég þá gjarna handritinu fyrir Reyni að skilnaði að hann mætti lesa það yfir. Hann var mildur gagnrýnandi og gerði of fáar athugasemdir við skrif mín. í mesta lagi að hann segði sem svo: „Mér finnst nú þetta eftir- mæli betra en það sem þú skrifaðir um daginn, um hann N.N.“ Nú er vinur minn horfinn á braut og fær ekki tjáð mér skoðun sína á mínum fáæklegu línum. En sú er trúa mín að hann muni ekki síður mildur í dómum sínum þar sem hann er nú kominn heldur en hann var í jarðvist sinni. Og vel mun hann una sér í samvistinni við þann sem þar ræður ríkjum, hann sem metur viljann og horfir mildum augum á hin ófullkomnu mannanna verk. Jónas Kristjánsson. Þessi hógværi maður valdi sér að ævistai'fi að vera nætur- og helga- vörður á Ámastofnun og gegndi því starfi með sóma í rúmlega 25 ár. Áll- ir heimamenn og gestir komust fljótlega að þvi að Reynir bjó yfir margs konar hæfileikum og miklum gáfum. I stuttu máli var hann „sál stofnunarinnar" eins og tveir út- lenskir fræðimenn og sumargestir hafa orðað það í bréfum til mín á þessari sorgarstund. Ég þekkti hann öll þessi ár sem hann vann fyr- ir stofnunina, og í auknum mæli eft- ir að ég var alfluttur til landsins fyr- ir níu árum. það var sjaldan, þegar hann var á vakt á kvöldin eða um helgar, að ég liti ekki inn á stofnun- ina til að geta spjallað við þennan merkilega mann yfir kaffi sem hann bauð. Ég tók líka eftir því að þeir voru margir aðrir, „stórir" menn og „litlir“, sem gerðu hið sama. Hvert var aðdráttarafl hans? Af hverju nota tveir útlendingar, frá ólíkum löndum, orðið „sál“ um hann? Hvers konar maður var Revnir? Oftar en einu sinni, þegar ég spurði til dæmis af hverju hann hefði aldrei lokið háskólaprófi, sagði hann, „I have no ambition" („ég er ekki metnaðargjarn" - hann notaði stundum ensku við mig til áherslu). Stundum bætti hann við: „I’m not a typical Ieelander.“ Hann safnaði ekki peningum, hann ók ekki um á stóram jeppa eða keypti sér fín fót, hann ferðaðist lítið erlendis, hann sóttist ekki eftir að koma sér áfram í þjóðfélaginu eða á vinnumarkaði. Þvert á móti - hann var ánægður með lítið, þótt hann væri mjög gáf- aður maður sem hefði getað gert hvað sem er. Hann var andstæða mannkynsins eins og því er lýst í kvæði Samuel Johnsons, „The Vanity of Human Wishes“ („Fánýti þess sem mennirnir óska sér“). Þar eru menn reknir áfram af „von og ótta, þrá og hatri“ í eftirsókn eftir innihaldslausum hlutum sem þeir ímynda sér að muni veita þeim lífs- gleði. Reynir var, eins og heilagur maður, laus við allt þetta. Hann lifði einfóldu og góðu lífi. En eitt hefur mér dottið í hug síð- an ég fékk þessa óvæntu sorgar- fregn og það er að hann var, þrátt fyrir það sem hann sagði, metnaðar- gjarn maður, á sinn hátt. Og meira en það, honum tókst að ná takmarki sínu, sem var æðst allra markmiða: að vera heilsteypt manneskja. Ég sé nú að líf hans var mjög vel skipu- lagt. Sem vörður hafði hann mikinn tíma til að lesa - sem metnaðar- gjarnir menn hafa ekki - og hann keypti og las fjölda fræðilegra bóka. Síðast var það ein besta ævisaga Abrahams Lincoln, eftir David Her- bert Donald (1995). (Hann hafði mikinn áhuga á Lincoln, enda voru þeir ekki ólíkir, báðir stórlyndir en þó hægværir.) Reynir hafði ágætt minni og var ótrúlega fróður, til dæmis í stjórnmálum og sögu míns heimalands, og ég lærði mikið af honum. Sem vörður hafði hann tíma til að tala við fólk, og samskipti hans við aðra einkenndust af því hvað hann var einlægur og talaði beint við fólk. Hann reyndi að skilja það frá þeirra sjónarmiði; hann hugsaði ekki um sjálfan sig, eins og metnað- argjarnir menn gera. Forvitni hans og einlægur áhugi á lífi og sálum annarra - hann var mikill mann- þekkjari - leiddi oft til gamansemi og góðlátlegrar stríðni; hann hafði ágætt skopskyn, byggt á djúpum mannskilningi. Sem vörður hafði hann tíma til að hugsa - sem metnaðargjarnir menn hafa ekki - og skoðanir hans á mönnum og málefnum vora alltaf at- hyglisverðar, skynsamlegar og sanngjarnar. Hann hafði eins ríka siðgæðisvitund og hægt er að hugsa sér - hann var svo heiðarlegur að honum fannst erfitt að skilja lygar eða svik, svindl eða græðgi, hræsni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.