Morgunblaðið - 23.12.1998, Page 48

Morgunblaðið - 23.12.1998, Page 48
48 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLADIÐ t < Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORGERÐAR JÓNSDÓTTUR, Skarðshlíð 14c, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Seli fyrir frábæra umönnun á liðnum árum. Jóhannes Ólafsson, Elísabet Ballington, Jón Jóhannesson, Sigrún Magnúsdóttir, Sigfús Jóhannesson, Sigríður Elefsen, ,, Guðrún Jóhannesdóttir, Gunnar B. Aspar, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Birgir R. Sigurjónsson, Ingveldur Jóhannesdóttir, Jörundur Traustason, María Jóhannesdóttir, Þorsteinn Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORBJARGAR AGNARSDÓTTUR, áður til heimilis í Granaskjóli 40. Ingibjörg Árnadóttir, Hólmfríður Árnadóttir, Bjarni Jónsson, Brjánn Árni Bjarnason, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Bolli Bjarnason, Ellen Flosadóttir, Þorbjörg Nanna Haraldsdóttir, Kristjana Edda Haraldsdóttir, Heimir Haraldsson og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR SIGFÚSDÓTTUR, Grenimel 35. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurður Jakobsson, Sigfús Guðmundsson, Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir, Guðni Guðmundsson, Steinunn Sigurðardóttir, Þórunn Guðmundsdóttir, Ólafur Kristinn Ólafsson, Hafdís Guðmundsdóttir, Guðmundur Gíslason, ömmubörn og langömmubörn. t Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför DAVÍÐS ÓLAFSSONAR, Hvítárvöllum. Vigdís Eiríksdóttir, Óiafur Davíðsson, Þóra Stefánsdóttir, Davíð Ólafsson, Katrín Arna Ólafsdóttir, Arnþór Ólafsson. t Við þökkum af alhug öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐNA BJÖRGVINS HÖGNASONAR, Laxárdal, Gnúpverjahreppi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi. Guð blessi ykkur öll og gefi gleðiríka jólahátíð. Lilja Auðunsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Kristín Finns- dóttir Fenger sjúkraþjálfari fædd- ist í Hvilft í Önund- arfirði 30. október 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 14. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grensáskirkju 22. desember. Með nokkrum fá- tæklegum orðum langar mig til að þakka tengdamóður minni, Krist- ínu Fenger, þá sterku og góðu vin- áttu sem hún ávallt sýndi mér. Eg veit að þú, Kristín mín, barst um- hyggju fyrir okkur bæði í vöku sem í svefni. Þú sagðir mér oft frá draumum sem þig dreymdi og oft- ast var það nákvæmlega það sem var að gerast hjá okkur. Þú bauðst mig velkomna í þína fjölskyldu fyr- h- 22 árum. Það var um jól og ég var að vandræðast með hnetu- steikina. Þetta var fyrsta aðfanga- dagskvöldið mitt heima hjá ykkur Garðari og allt frekar vandræða- legt hjá mér, en þú sýndir þessu fullan skilning og hafðir hnetu- steikina með. Það renna upp fyrir mér ótal góðar myndir og minn- ingar frá aðfangadagskvöldum í Hvassaleitinu. Mér fannst það alltaf svo hátíðlegt og við fengum þann besta jólagraut með möndlu- gjöf sem ég hef smakkað. í fyrra mátti ég reyna sjálf við jólagraut- inn, því þú fórst ásamt systkinum þínum á æskuslóðir þar sem þið eydduð saman jólunum. Það var gaman að hlusta á sögurnar af ykkur öllum, vinum ykkar, veislun- um og samheldninni sem ríkti meðal ykkar. Grauturinn hjá mér var bara svona og svona sögðu bömin. Hann er nú betri hjá ömmu Kristínu. Það er svo margt sem ég er þér þakklát fyrir, Kristín mín. Þú kenndir mér t.d. svo margt um garðyrkju. Þú sýndir garðinum mínum mikla um- hyggju. Eg vaknaði einn bjartan vordag og sá útsprottna lauka hér og þar í garðinum, sem ég minntist ekki að hafa sett niður. Þú hafðir þá komið við haustið áður, ég ekki heima, en þú af þínum myndar- skap og smekkvísi komið þeim sjálf niður þannig að litir blómanna pössuðu vel saman. Þú tókst líka alltaf svo yndis- lega á móti öllum okkar vinum og oft var glatt á hjaíla í Hvassaleit- inu og fullt af börnum um allt hús. Ég veit að Olga mín í London minnist ömmu sinnar með miklum söknuði, því að amma var alltaf reiðubúin að hlusta og tala við hana. Ég man þegar Olga kom úr heimsókn frá ömmu og sagði mér allt um það hvernig maður ætti að „banka sig“, en þá hafði Kristín amma kennt henni það. Elsku Kristín, ég á eftir að sakna þín mikið, ráða þinna og umhyggju, en ég hugga mig við að þú hefur nú sameinast þínum nán- ustu sem eru farnir á undan þér. Ég votta fjölskyldu þinni og vinkonum dýpstu samúð. Takk fyrir mig. Gunnhildur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj. Sig.) I dag er til moldar borin Ki-istín Finnsdóttir Fenger eða „mamma hennar Kristjönu" eins og við köll- uðum hana. Við vinkonurnar viljum minnast hennar því hún var okkur einstaklega kær. Haustið 1963 höguðu örlögin því þannig að við þrjár settumst í sama bekk í Hlíðaskóla, Kristjana dóttir Kristínar og við tvær. Við urðum fljótlega góðar vinkonur. Strax og við komum inn á heimilið í Hvassa- leitinu fundum við að þangað var gott að koma. Þetta heimili var ein- hvern veginn öðruvísi, það var sannkallað menningarheimili. Þarna íikti mikil glaðværð og söng- ur hljómaði oft um húsið. Heimili Kristínar og Garðars var einstak- lega fallegt og öllum hlutum listi- lega fyrir komið. Það stóð öllum op- ið, ættingjum og vinum og ekki gleymdu þau vinum barna sinna, þarna var oft mikið fjölmenni. Ung fór Kristín til Svíþjóðar til að nema sjúkraþjálfun og staifaði hún allt fram á síðustu ár sem sjúkraþjálfari. Þar hefur hennai- góða skap og hjartahlýja notið sín vel. Kristín var falleg kona og minnumst við hennar fyrir ein- staka útgeislun og hlýja fram- komu. Við erum þakklátar fyrir að hafa kynnst þessari góðu konu og notið kærleika hennar og hlýju sem hún bar ávallt með sér og kveðjum við Kristínu með söknuði og virðingu. Fjölskylda Kristínar hefur misst mikið en við vitum að góðar minn- ingar um mikilhæfa konu sefa sár- an söknuð. Við sendum bömum Kristínar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Soffía og Svana. KRISTIN FINNSDÓTTIR FENGER GUÐLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR tGuðlaug Guð- mundsdóttir fæddist á Austur- hóli í Nesjum í Hornafírði 18. maí 1909. Hún lést 28. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Hafnarkirkju 5. des- ember. Nú þegar ég reyni að minnast Guðlaugar móðursystur minnar með nokkrum orðum, er eitt sem framar öllu kemur í hugann og ber hæst í end- urminningunni: hvað hún var skemmtileg. Kímni hennar, orð- heppni og snögg tilsvör eru ógleym- anleg þeim sem kynntust henni. Ekki gekk hún alltaf heil til skógar, en þó eitthvað amaði að henni var jafnan stutt í spaugið, hún var fljót að sjá broslegu hliðina á málunum og fór létt með að láta aðra hlæja. Hún var æðrulaus í veikindum sín- um og lítið gefin fyrir að kvarta. Með glaðværð sinni og hlýju hjálp- aði hún mér oft til að líta bjartari augum á tilveruna þegar mér fannst eitthvað dimmt yfir um stund. Minningamar þyrp- ast að, óteljandi. Mér er t.d. minnisstæð síðasta leikhúsferðin okkar fyr- ir nokkrum árum. Mið- ar höfðu verið keyptir í Þjóðleikhúsið með nokkrum fyrirvara, en þegar sýningardagur- inn rann upp fór veður að versna ískyggilega og um kvöldið var kom- inn þreifandi bylur með mikilli ofankomu. Við horfðum út í sortann. Var þetta hægt? Hætta við leikhús- ferðina? Tæplega, ekki Lauga og Lilla. Við höfðum séð hann svartan áður og vanar ýmsum svaðilförum úr sveitinni. Við lögðum af stað út í byl- inn, fínar og uppstrflaðar, og glað- beittar eins og venjulega, þegar við vorum eitthvað að bralla. Og allt gekk áfallalaust, þrátt fyrir ófærð á heimleiðinni og dimmviðri svo mikið að erfitt var að átta sig á kennileit- um. Eftir þetta var gjaman talað um „ekta leikhúsveður“ ef hríðarélin urðu mjög dimm. Þetta litla ferðalag okkar er eft- + Ástkær maðurinn minn, GUÐMUNDUR AXELSSON, Víðivöllum 19, Selfossi, lést á Landspítalanum 17. desember sl. Útför hans verður gerð frá Selfosskirkju þriðjudaginn 29. desember kl. 13.30. Ingunn Pálsdóttir. ii-minnilegt og ótal aðrar samveru- stundir ógleymanlegar og minning- in dýrmætari en flest annað. Við töluðum síðast saman í síma tveim dögum fyrir andlát hennar, því ekki gleymdi hún að hringa til mín á afmælinu mínu og senda pakka líka. Ég á margt fallegt frá Laugu, gjafir sem ég met mikils og þykir vænt um, sumt munir sem hún keypti á ferðalögum sínum er- lendis, en enn kærara er mér ýmis- legt sem hún vann sjálf, t.d. fallegir keramikhlutir og málaðir dúkar, svo ég tali nú ekki um sjónvarps- sokkana sem hún prjónaði handa mér, slíkar gersemar sjást ekki í verslunum hér. Síðustu árin fækkaði samfund- um, en þegar hún var fyrir sunnan lagði hún á sig erfiðar stigagöngur upp til okkar til að heimsækja okk- ur mæðgurnar. Og hvað hún var fín í tauinu, vel tilhöfð og glæsileg. Og alltaf jafn skemmtileg. Glatt var á hjalla sem fyrr, hlegið og spaugað og gömul atvik rifjuð upp. Við vitum að dauðinn er óumflýj- anlegur, eitt af því sem við eigum víst í lífinu. En við erum samt alltaf óviðbúin komu hans, jafnvel þó okk- ur gruni að stutt sé í kveðjustund erum við ekki reiðubúin að skilja við ástvini okkar. Ég kveð Laugu frænku mína með trega. Ég er henni þakklát fyiir svo ótal margt. Ég trúi að við hittumst aftur og veit hún tekur vel á móti mér þegar ég kem. Ella T. Guðmundsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS- textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1116, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréf- inu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg til- mæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.