Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 33 LISTIR Karlremba á unglingastigi BÆKUR Skáldsögur UNGFOLAHROKI Eftir Guðjón Sigvaldason. Myndskreytingar Ása Heiður Rúnarsdóttir. 127 bls. Gjess 1998 GUÐJÓN Sigvaldason skrifar hér sögu um unglingspiltinn Kára sem flyst utan af landi eftir skilnað foreldra sinna og fær inni hjá ömmu sinni, léttlyndri leikkonu, „... ekki neitt sérlega fræg, þó hún hafi leikið í einni eða tveim bíómyndum og óteljandi leikritum sem hún röflar stanslaust um.“ Kári er sögumaður, stuttur í spuna, segir ekki meira en þarf, textinn er knappur, oft býsna hnitmiðaður, smellinn, oft fyndinn. „Amma segir að ég þjáist af „ung- folahroka". En það kallar hún karlrembu á unglingastigi." A stöku stað kemur stíllinn upp um höfundinn, þá sjaldan hann stígur fram fyrir sögumanninn og leggur honum til aukinn orðaforða; „... ég er eins og þeir, markeraður af mínum tilfinningum, ákvörðunum, ég kem til með að burðast með ör í gegnum lífið ...“ Lífsspekin ristir ekki ýkja djúpt en kannski er það heldur ekki tilgangurinn, heldur að segja sögu sem fellur í kramið hjá ungu fólki á aldrinum 15-18 ára, löng saga gerð ansi stutt, og ýmislegt drífur á daga aðalpersónunnar, dauðsföll, veikindi og fíkn í áfengi og önnur eiturlyf, vináttu, ást, kynlíf og farið hratt yfir sögu í öllum tilfellum. Frásagnarstíllinn gerir lesandanum erfitt um vik að meta hvaða atburðir skipta meira máli en aðrir, Kári fer á fleygiferð í gegnum líf sitt, allt ber fyrir hann samtímis og kannski má gera því skóna að líf unglingsins sé með þessum ósköpum, upplifunin eigi sér stað núna og úrvinnslan síðar. Versta einkunn fá foreldrar Kára, þau eru fullkomlega áhugalaus um hann, það er ekki nóg með að þau skilji hann alls ekki, heldur koma þau beinlínis illa fram við hann og Kári sækir fyrirmyndir sínar í vinina og ömmuna. Vinir Kára, Drengur og Snáði, eru skemmtilega ólíkar týpur en talsvert vantar á að þær upplýsingar sem koma fram um þá í lokin séu undirbyggðar með nokkrum hætti. Myndin sem höfundurinn dregur upp af lífi unglinga í Reykjavík byggist aðallega á lýs- ingum á skemmtunum með „tilheyrandi" áfengisdrykkju um helgar en þó er sagt frá örlagaríkri skíðaferð í Bláfjöll og götuleikhúsi á 17. júní sem þeir félagarnir taka þátt í. Vinkona Kára, Sóley, verður mestur örlagavaldur í lífi hans en hér bregst höfundi bogalistin því Sóleyju kynnumst við eingöngu í frásögn Kára, persóna hennar tekur aldrei á sig mynd í sögunni. Hún er nafn og lítið annað. Bestum tökum nær höfundur á efninu þegar hann lýsir jóladvöl Kára hjá föður sínum og síðan móður árið eftir. Líðan hans eftir að samband þeirra Sóleyjar hefur fengið sviplegan endi er einnig dregin upp af tilfinningu en allur eftirmálinn fær stuttaralega af- greiðslu þó þar hljóti að liggja á bakvið talsverð saga. A köflum er frásögnin einna líkust lítt unnu rissi eða frumdrögum, atburðarás skissuð inn, en litina skortir svo og fínni og blæbrigðaríkari drætti. Hávar Sigurjónsson Atök og uppvöxtur drengja RODDY Doyle er einn þekktasti rithöfundur íra um þessar mundir. Nú fyrir jólin kom út hjá Vöku- Helgafelli skáldsaga hans Paddy Clarke - ha, ha, ha í íslenskri þýð- ingu Sverris Hólmarssonar, en skáldsagan fékk Booker-verðlaunin árið 1993.1 fyrra kom út hjá sama forlagi, með sama þýðanda, skáld- saga Doyles, Konan sem gekk á hurðir, en hún hlaut ákaflega góðar dóma á Bret- landseyjum þegar hún kom út árið 1997. Skáldsagan um Paddy Clarke er þroskasaga tíu ára drengs á Irlandi, í senn full af kímni, hörku og sorg. Roddy segir tildrögin að rit- un sögunnar um drenginn Paddy tengj- ast merkisatburði í lífi sínu. „Eg byrjað á bókinni árið 1991, nokkrum vikum eftir að fyrsta barnið mitt Roddy Doyle fæddist; það var eiginlega fæðing hans sem kom mér í það tilfinn- ingalega ástand að velta fyrir mér eigin æsku. Eg fór smám saman að skrá ým- islegt hjá mér, gera lista; t.d. yfir heimilisáhöld sem notuð voru á 7. áratugnum. Ég fór síðan að hugsa um hvernig það hafi verið að vera barn á þessum tíma. Það sem stendur upp úr er tiltölulegt sak- leysi. Allt var svo áhugavert." I sögunni kemur fyrir strákagengi þar sem mikil harka er ríkjandi, en Roddy telur að flestir karlmenn kannist við slík fyrirbæri. „Það ríkti eins konar goggunarröð. Maður þurfti að gæta sína á sum- um og halda þeim góðum. I sög- unni rennur t.d. upp fyrir Paddy Clarke að hann getur ekki att kappi við Kevin. Hann verður því að tryggja stöðu sína sem annar í röðinni; það er hans staða. Og þetta veit hann aðeins tíu ára gam- all. Hann slær eða verður sleginn." Óvæntar vinsældir „Margir leikirnir sem við lék- um okkur í voru eins konar skipulagt ofbeldi eða skipulögð villimennska. Það var alltaf eitt- hvers konar líkamleg ógnun, manni bar að gera eitthvað og ef maður gerði það ekki þá var mað- ur laminn. Þetta rifjaðist allt upp fyrir mér smám saman. Það voru margir slegnir yfir ofbeldinu í bókinni þegar hún kom út. Margar konur sérstaklega. Þær áttu eflaust erfitt með að sætta sig við að þetta gæti verið svona, því það er erfitt að hugsa sér sín eigin börn í svona aðstæð- um.“ Doyle segir það hafa komið sér á óvart hve bókin hefur hlotið miklar vinsældir utan Iriands. „Þetta var fjórða bókin mín og sú sem mér fannst hvað mest staðbundin. Ég hélt að hún mundi ekki vekja mikinn áhuga utan Irlands. Maður heldur senni- lega að það að vaxa úr grasi á eyju geri mann sérstakan, einstakan. En svo kom í ljós að alls konar fólk, ekki bara af minni kynslóð, heldur einnig eldri og yngri, sá í bókinni ýmislegt sem minnti þau á eigin æsku. Þar á meðal konur. Þetta kom mér verulega á óvart, en Paddy Clarke er sú bók mín sem hefur átt langmestri vel- gengni að fagna." frsk hefð og þjóðlegir þættir í sögunni er greinilegt livernig þjóðleg írsk hefð er aldrei langt undan. Þetta má t.d. sjá af því þeg- ar skólakrakkarnir þurfa að svara vissum spurningum í skólastofunni á gelísku eða írsku. „Svona var þetta þegar ég var í skóla. Maður bað um að fara á klósettið á írsku og kvað við já eða nei, stattu, sestu og því um lfkt. Ég lét þetta því fylgja eins og ég mundi það. Irska er enn skyldubundin í skólum í dag, frá fyrsta degi til þess síðasta. Það verða allir að leggja stund á hana og það kemst enginn undan henni. I mínu ung- dæmi var hún samt mun meira áberandi. Maður kveikti á útvarp- inu og út úr því streymdi írsk tón- list. Það heyrðist ekki mikið ann- að. Maður þurfti að leita eftir því. Hlusta á Radíó Luxembourg. Þá var engin poppstöð. Menningin vomaði þannig yfir manni, í vissum skilningi. í dag þykir þetta hefð- bunda bara frekar „sexí“ - eins og sjá má á „Riverdance" - þannig augum er menningin litin í dag!“ Ný skáldsaga og bamabók Ný skáldsaga er í burðarliðnum hjá Doyle og kemur væntanlega út á næsta ári. „Ég lauk við A Star Called Henry í sumarlok. Hún er sennilega fyrsti hlutinn af þríverki. Hún fjallar um mann sem fæðist 1902 og nær fram til 1922 þegar hann neyðist til að yfirgefa Irland. Hún er 460 síður. Eg er byijaður að vinna heimildarvinnu fyrir ann- að bindið." Það eru ekki bara íslenskir rit- höfundar sem spreyta sig við barnasöguna þessa dagana. Doyle er að vinna að einni slíkri. „Ég hef skrifað hana með aðstoð barnanua minna og hef virkilega notið þess. Ég er ekki kominn með heiti á hana og hún er ekki tilbúin. Ég ætla að snúa mér að henni aftur eftir tvo mánuði. Ég skrifaði hana þannig að ég notaði síðustu tvær vinnustundirnar á hverjum degi til þess og las svo afraksturinn fyrir börnin. Viðbrögð þeirra sögðu mér svo hvort það sem ég hafði skrifað gengi eða ekki. Ég endurskrifaði svo í samræmi við þessi viðbrögð. Það er frábært hvað þau eru skörp á svona sögur. Ég kann að meta góða barna- bókahöfunda. Þeir hafa sérstaka tegund ímyndunarafls. Ég var hreint ekki viss um hvort ég byggi yfir slíkri ímyndun eða ekki. Ég var því frekar hikandi þegar ég byijaði, en núna langar mig til að gera þetta reglulega. Nú þarf ég að komast í samband við góðan teiknara. Ég veit ekki hvenær bók- in kemur út. Á næsta eða þarnæsta ári. Ég veit ekki einu sinni hvort útgefendum muni þykja hún nógu söluvænleg. En það er þá allt í lagi. Ég les hana þá bara heima fyrir,“ segir Roddy Doyle og brosir. Djass og ekkí djass TONLIST Geislaplötur TENA PALMER: CRUCIBLE Tena Palmer, rödd, ásamt Jóhanni Jóhannssyni, Kjartani Valdimarssyni, Matthíasi M.D. Hemstock, Pétri Grét- arssyni, Pétri Hallgrímssyni og Rab Christie. Verk eftir Tenu Palmer, sum samin í samvinnu við flytjendur. Hljóðritað í Reykjavík í júlí og ágúst 1998. Smekkleysa. KANADÍSKA söngkonan Tena Palmer hefm- búið á Islandi síðan í september 1996, en þá kom hún hingað til að kenna í Tónlistarskóla FÍH og hélt tónleika á RúRek djasshátíðinni ásamt landa sínum, gítai'- og píanóleikaranum Justin Hayes. Þá mátti vera ljóst að fram- sæknum íslenskum djassleikui'um hafði borist góður liðsauki og síðan hefur Tena unnið mikið með fram- sækna hópnum, en einn helsti liðs- maður hans er gítarleikarinn Hilm- ar Jensson, umsjónarmaður skífuraðarinnar Frjálst er í fjallasal, sem Smekkleysa gefur út. Crucible er þriðji diskurinn í þeirri skífuröð. Þess má geta að Tena er einnig lið- tæk í hefðbundnari djassi og hefur m.a. sungið með Stórsveit Reykja- víkur. Það er óhætt að segja að Tena veldur ekki unnendum framsækinn- ar djasstónlistar vonbrigðum með diski sínum. Titurlausri röddinni beitir hún einsog hljóðfæri og tón- listin spannar vítt svið allt frá lag- leysum til ljóðasöngs. Upphafsverk disksins nefnist Fibber og er örstutt laglínan gríp- andi og eilítið ellingtonísk. Þar skapa Pétur Hallgrímsson og Jó- hann Jóhannsson hljóðmyndina í anda ambíent-tónlistarinnar hinnar alltumlykjandi, en þó sú tónlist sé jafnan án hjartsláttar vantar hann ekki hér. Matthías Hemstock töfrar hann fram og innan þessarar mynd- ar fremur Tena galdur sinn. Þeir fé- lagar eru með Tenu í gjörólíku tón- verki þarsem sömu lögmál ríkja þó: Rosewater. Verkin Grace og Clara era samin af Tenu og Pétri Grétars- syni undir áhrifum frá Ezra Pound. Upphaflega flutti Tena þessi verk í samspili við upptökur með Ezra Pound sjálfum, en vegna flókinna réttindamála var hvorki hægt að nota rödd né ljóð Ezra á diskinum svo Tena samdi sjálf ljóð í anda Pounds sem flutt eru af Skotanum Rab Christie, sem hefur keimlíka rödd og Pound, og les í þessum klassíska anda sem menn þekkja frá enskum og gelískum skáldum s.s. Dylan Thomas. Sungnar og tal- aðar hendingar skiptast á og dulúð- ug tónlistin skapar andrúmsloft er hæfir Ezra. I Grace koma fyrir bí- bopp-hendingar í söng Tenu og á stundum saxafónískir falsettutónar. Pétur Grétarsson byggir upp magn- þranginn bakgrann með slagverki og hljóðgerflum og einn besti orð- lausi spuni Tenu, með líkamshljóð- um og fleiru, er í þessu lagi. Það er alltaf gaman að heyra í Kjartani Valdimai-ssyni, sem er einn besti djasspíanisti okkar og spannar allt frá blús tO frjálsdjass, en heyrist alltof sjaldan leika djass- músík. Kjartan spinnur með Tenu og Matta sönginn Heim og ekki er hann síðri í verki þeirra Celeste. Annað era smáhlutir spunnh- af Tenu í samvinnu við meðleikarana; Shred’er sérí lagi áhugaverður þarsem Tena beitir röddinni á ótrú- lega vegu við bumbuslátt Matthías- ar. Þrjú verk era eftir Tenu eina. Crucible I og II, fyrri ópusinn sung- inn á hefðbundinn hátt, en leikið með röddina í þeim seinni og svo undm’fagur ástarsöngur sem disk- urinn endai- á: Ellias. Hann mætti heyrast á útvarpsstöðvunum af og til þai’sem allri framlegri hugsun hefur verið úthýst. Af þeim skífiim sem komið hafa út á Islandi með framsækinni djass- tónlist er engin betur til þess fallin en Cracible að vekja áhuga þeii'ra sem vissu kannski ekki að líf er handan Ellu, Billie og Söruh. Traust Hilmar Jensson, kassagítar, Kjart- an Valdimarsson, píanó og kalimba (afrískt fingraorgel), Matthías M.D. Hemstock, trommur og slagverk, og Pétur Grétarsson, víbrafónn og slagverk. Öll tónlist eftir flytjend- ur. Hljóðritað í Reykjavík 8. og 9. júlí 1998. Smekkleysa. TÓNLIST verður aldrei skrifuð nákvæmlega. Hver sá sem ætlar sér að spila sóló Louis Armstrongs eftir nótum nær litlum árangri, ekki er hægt að skrifa snilldina niður. Þannig hefur það ætíð verið í djassi að tónskáldskapur hefur verið í öðra sæti á eftir spunanum. Allt frá dögum hins fyrsta djass í New Or- leans hefur samspuninn verið þekktur og í fyrirmælaverki HOmars Jenssonar, Trausti I-V, era hann og félagar hans í svipuð-. um sporam og gömlu kappamir, nema að dægurflugur era þeim ekki fjötur um fót. Fyrirmælaverk þetta er rannið undan rifjum Hilmars þó þeir sem leika í því eigi þar jafn mikinn þátt og spunameistarar í samspuna. Fyrir nokkram áram léku þeir Hilmar, Matthías og Skúli Sverrisson þetta verk og þá hefur það öragglega hljómað aUt öðravísi. Því einsog hljóðfæraleikarar vinna ólíkt úr tóntegundum og skölum vinna menn ólíkt eftir fýrirmælum. í ágætu viðtah í Morgunblaðinu segir Hilmar að hann sé æ ofaní æ að fjarlægjast djassinn. Það er ekki hlutur sem kemur nokki’um á óvart sem fylgst hefur með íslensku djasslífi undanfarin ár. Sidney Bechet hefði blásið öðravísi væri hann fæddur eftir síðari heimsstyrj- öld og Charlie Parker einnig væri hann á þrítugsaldri núna. FyrirmæU vora m.a. gefin um að vinna með tóna, liti, takt eða sjálft grúvið - það er aðeins að finna í þriðja kafla Trausts og fer Kjartan þar á kostum, stundum í anda Cecil Taylors og annaira óhefðbundinna píanista innan hins víða djassgeira. Fjói-menningamir leika alUr glæsi- lega og ekkert sem heftir þá nema takmörkun hugai’flugsins. Skífa fyrir þá sem hafa tíma og vilja ein- beita sér að blöndu djass og tón- skáldatónlistar og gildir einu hvort það sem þeir heyra er djass eða ekki djass. Vernharður Linnet SUNNA Gunnlaugsdóttir við píanóið. I bakgrunn eru þeir Gunnlaugur Guðmundsson og Scott McLemore. Djass í Sel- tjarnarnes- kirkju DJASSTRÍÓ Sunnu Gunn- laugsdóttur heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju sunnu- daginn 27. desember frá kl. 15-17. Auk Sunnu, sem leikur á píanó, leika Gunnlaugur Guðmundsson á kontrabassa og Scott McLemore á tromm- ur. Tríóið mun leika framsamið efni í bland við íslensk lög. Sunna hefur dvalið í New York undanfarin ár við nám. Arið 1997 kom út hennar fyrsta geislaplata, „Far, Far Away“. Miðaverð er 600 kr. en frítt fyrir 12 ára og yngri. ^mb l.is ALLTAf= G/TTHVAÐ A/ÝT7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.