Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 31 Eðlilegt og ýkt eðlilegt Mig langaði síðan til að skrifa bók sem með spennu og æsiat- burðum keppti við myndböndin sem krakkar horfa á. Sömuleiðis langaði mig til að skyggnast inn í heim þeirra krakka sem rata í vandræði. Og rás vandræðanna flytur persónurnar í bókinni í afskekktustu vík á Islandi þar sem hvorki er rafmagn eða sjónvarp. Aðeins draugar og nýframið morð. Ómar Ragnarsson Sumum munu vafa- laust þykja persón- urnar í bókinni ótrú- legar en þetta eru allt persónur sem ég hef kynnst sjáifur. Stór- brotið bændafólk sem hefur hvað eftir ann- að tekið við „vand- ræða“-unglingum úr Reykjavi'k og skilað þeim gjörbreyttum aftur. Heyrnleysing- inn í bókinni á fyrir- mynd sína í persónu sem ég kynntist sem barn. Og svo þekki ég sögur margra sem áttu ekki samleið Nýjar bækur • SETNINGAFRÆÐILEGA R breytingar á 19. öld - Þró- un þriggja málbreytinga er eftir Þorbjörgu Hróarsdóttur og er 10. bindi í ritröðinni Mál- fræðirannsóknir. í bókinni er fjallað um setn- ingafræðilegar breytingar í ís- lensku í lok 18. og upphafí 19. aldar. Umfjöllunin er að mestu takmörkuð við þrjár málbreyt- ingar sem verða á þessu tíam- skeiði: hvarf OV-raða í sagnlið, hvarf eldri núllliða og tilkoma það-innskots. í kynningu segir að meginá- hersla sé lögð á að gefa lýsingu á tíðni og dreifingu þessara málbreytna eins og þær birtast í bréfum, einkum almennum sendibréfum. Próunin er rakin í u.þ.b. eina öld og reynt að gefa samanburð við eldri og yngii málstig sem og skyld mál. Niðurstöður eru settar fram á tölulegan hátt en jafn- framt er athugað hvernig þró- un þessara málbreytna fellur að helstu kenningum sem sett- ar hafa verið fram um söguleg- ar breytingar. Líkindin með þróun þessara þriggja mál- brejdinga og skörun þeirra í tíma er enn fremur tekin til umfjöllunar. Útgefandi er Háskóli Is- lands. Bókin er 183 bls. Verð: 1.750 kr. • HANDBÓK um málfar í talmiðlum er eftir Ara Pál Kristinsson. Bókin er einkum rituð með starfsmenn ljósvaka- miðla í huga en getur líka nýst starfsmönn- um annarra fjölmiðla, sem og hverjum Kristinsson þeim sem vilja glöggva sig á góðri mál- notkun, segir í fréttatilkynn- ingu. Bókin skiptist í tvo hluta. I fyrri hlutanum er fjallað al- mennt um málnotkun í talmiðl- um í fjórum köflum auk tveggja ritskráa. I síðari hlut- anum eru leiðbeiningar um vandað málfar í aðgengilegri skrá með um 2.500 stafrófsröð- uðum flettiorðum. Höfundur er málfræðingur og hefur starfað við málfars- ráðgjöf um árabil, m.a. sem málfarsráðunautur Ríkisút- varpsins um nokkurra ára skeið. Hann er nú forstöðu- maður Islenskrar málstöðvar. Útgefandi er Málvísinda- stofnun Háskóla íslands. Bók- in er 169 bls., Verð: 2.400 kr. • BREYTINGASKEIÐIÐ er sjálfshjálparbók eftir Ruth Appelbey í þýðingu Önnu Maríu Hilmarsdóttur. Bókin er fyrsta bókin í flokknum Heilbrigt viðhorf, sem fjallar um sjálfshjálp og bendir á raunhæfír lausnir til að takast á við vandamál lífsins, segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir að höfund- urinn sé smáskammtalæknir (hómópati) sem hefur sérhæft sig í breytingaskeiðj kvenna og rekur eigin stofu á írlandi. Bókin fjallar um breytinga- skeiðið á raunhæfan hátt og hjálpar konum að líta á þetta tímabil í jákvæðu ljósi. Rakin eru á ítarlegan hátt þau vanda- mál sem geta komið upp á þessu tímabili og komið með viðeigandi lausnir, bæði hvað varðar mataræði, fæðubótar- efni, smáskammtalyf og horm- óna. Útgefandi er PP Forlag. Bókin er 104 bls. Vcrð: 1.380 kr. Nýjasta bók fréttamannsins og rithöfundarins Ómars Ragnars- sonar heitir Ýkt eðlilegt og er ætluð unglingum. Aður hefur hann skrifað eina skáldsögu, þrjár bækur um fólk, bernskuminningarbók og kennslubók sem inniheldur landa- fræði fyrir flugmenn. Nýju bók- inni fylgir geisladiskur með lagi sem sögupersónur hennar semja og önnur aðalpersónan syngur í bókarlok. Þarmeð nær bókin út- fyrir þau landamæri sem bækur hafa venjulegast haft. Ýkt eðlilegt stefnir saman ung- lingum úr borg og sveit og ung- lingum sem hafa lent í vandræð- um með líf sitt.Um kveikjuna að verkinu segir Ómar: „Eftir að hafa þvælst um landið í ljöiutíu ár hef ég lært að vanda- mál sem oft eru talin einskorðast við borgarlíf, eins og vandamál tengd fíkiúefnum og áfengi, eiga alls staðar heima. A sama tíma hef ég kynnst bændafólki sem mér fannst að ætti erindi við unglinga, sérstaklega unglinga sem ekki eru vissir um sjálfa sig í borgarsamfé- laginu og lenda jafnvel í hópi svo- kallaðra vandræðaunglinga. Eg vildi reyna að lýsa því hvemig eðlilegur unglingur getur orðið ýkt eðlilegur og sogast lengra út í þær aðstæður sem færa honum vandræðastimpilinn. Granntónninn gæti verið krufn- ing unglingsins á íslensku þjóðfé- lagi, annars vegar í hringiðu borgarinnar og hinsvegar í af- skekktasta dreifbýli. Og grunn- spurningin er kaimski þessi: Er það sem á að vera eðlilegt líf kannski bara ýkt eðlilegt? BÆKUR Skáldsögur SAGAN AF HERRA SOMMER Eftir Patrick Siiskind, með myndum eftir Sempé, Sæmundur G. Halldórs- son þýddi. Sóley, Reykjavík 1998, 129 bls., verð: 2.400 kr. FJÖLDI vandaðra og metnaðar- fullra þýðinga^ fyrir þessi jól er ánægjulegur. Á fjörur undirritaðs hefur rekið hnossgæti á borð við Ameríku eftir Franz Kafka og In- ferno eftir August Strindberg. En fleiri gullmola er að finna, Sagan af herra Sommer eftir Patrick Súskind er einn þeirra. Súskind er íslenskum lesendum að góðu kunnur en skáldsaga hans Ilmurinn sló eftir- minnilega í gegn fyrir áratug eða svo. Sagan af herra Sommer kom út á frummálinu 1991 og er býsna ólík Ilmin- um. Bókin er skreytt með myndum teiknara að nafni Sempé; þetta eru ótrúlega sjarmer- andi vatnslitamyndir og teikningar; sumar þeirra gætu næstum verið úr Dimmalimm eftir Mugg, ef ekki kæmu til prakkara- legar skrípamyndafígúrur sem spígspora um í þeim. Þegar skáld- verk er myndskreytt með þessum hætti eru teikningarnar ekki til skrauts heldur órjúfanlegur hluti verksins. Og forfallni göngumaður- inn herra Sommer skálmar um í bakgi'unni flestra teikninganna. Gönguferðir eru honum lífstíðar verkefni. Einhver ætti að taka sig til og skrifa sögu og sálfræði (jafnvel fag- urfræði og hugmyndafræði) göngu- ferða, þess að ganga. Herra Sommer stundar gönguferðir sínar um þýska sveit og þorp af kappi og einbeitni gi-asaferða og eirðarleysi borgarráps. Hann er hluti af um- hverfínu, einkennilegur maður sam- gróinn landslaginu. Ekki er ljóst hversvegna hann gengur af slíku of- Syngur líka fyrir hana?“ spurði Silli. „Nei, það vantar texta við lagið,“ svaraði Átli. Það kom furðulega óræðm- svipur á Silla. Hann horfði sorgmæddur en samt svo dreymandi á svipinn á org- elið og leit til skiptis á þau Huldu Rós og Atla með afar íbyggnum svip eins og hann væri að lesa tilfinningar þeirra hvors til annars út í hörgul. Svo birti aðeins yfír raunalegum svip hans og hann sagði: „Þú spilar lagið fyrir mig. Já. Eg heyri ekki. Neei. En ég sé fíngurna og skynja lengd tónanna. Já. Ekki á norðlensku. Nei. Á unglingamáli. forsi en innilokunarkennd er nefnd til sögunnar; einnig möguleikinn að hann sé að ganga burt frá dauðan- um en ekkert illviðri fær stöðvað hann. „Þú gengur af þér dauðum!" (38) segir faðir sögumannsins við hann. Svar hans við þeirri fullyrð- ingu eru einu orð Sommers í verk- inu því þótt verkið heiti Sagan af herra Sommer er þessi ágæti göngumaður í bakgrunni sögunnar, rétt einsog myndanna. Söguhetjan er smástrákur sem segir síðan frá áratugum síðar. Fjarlægð er milli sögumanns og söguhetju. Sá fyrr- nefndi heimfærir allskyns eðlisfræðilög- mál á veruleika bernsku sinnar. Fall pilts niður úr trjám er „í samræmi við fyrsta falllögmál Galileis, en samkvæmt því er fall- vegalengd jöfn hálfu margfeldi af þyngdar- hröðun jarðar og tíma í öðru veldi“ (10). Hnykkt er á þessari vísindamennsku með notkun neðanmáls- greina. Strákurinn er ekki jafn hlýðinn eðlis- fræðinni. í upphafi sögunnar óhlýðnast hann þyngdarlögmálinu - næstum því: „ef ég hefði bara hneppt frá mér jakkanum og gripið um boð- ungana og breitt þá út eins og vængi, þá hefði vindurinn endan- lega hafið mig á loft“ (6). Hann er bara ekki viss um hvernig eigi að lenda. Fyrrnefnt fall hans niður úr tré hefur hinsvegar frásagnarlegar afleiðingar, að kalla má. Fyrir utan að öðlast skilning á þyngdarlögmál- inu fær hann kúlu á hnakkann og þar myndast blettur sem hann get- ur reitt sig á sem loftvog en veldur einnig ruglanda. „Þannig veitist mér til að mynda sífellt örðugara að halda mér við efnið, að setja fram einhverja ákveðna hugsun í fáum og hnitmiðuðum orðum, og ef ég ætla að segja sögu eins og þessa héma verð ég að gæta þess vandlega að týna ekki þræðinum, því þá veð ég úr einu í annað og að lokum hef ég ekki hugmynd um frá hverju ég var Jaá! Búinn að þekkja marga ung- linga sem hafa verið hérna. Já. Ekki ókunnugur þeim. Nei. Veit hvernig þeir tala. Já. Geri texta fyrir ykkur og mig. Kannski ekki fleiri tækifæri til að gera svona. Spilaðu lagið.“ Atli ætlaði varla að geta byrjað að spila, svo hissa varð hann. Svo spilaði hann lagið en Silli horfði á fingurna á honum með at- hygli og bað hann um að spila lagði aftur en sagði svo: „Heyri ekki þitt lag. Nei. En er búinn að læra hljóðfallið og gera mitt eigið lag inni í hausnum á mér eftir hljóðfallinu. Já.“ að segja“ (12). Af og til eru lesendur minntir á þennan frásagnarlega blett í hnakka sögumanns. Hlý kímni setur svip sinn á Sög- una af heira Sommer. Strákurinn lærir að hjóla, verður skotinn og veltir fyiir sér sjálfsmorði, sviðsetur í huganum iðrun og eftirsjá fullorðna fólksins af algjörlega dæmigerðum barnaskap. Reyndar má velta fyi'ir sér hvort flokka eigi verkið með barnabókum. Dóttur minni á fimmta ári finnst myndirnar frábærar og skemmtir sér konunglega yfir kafla þar sem píanókennari stráksins set- ur óvart hor á nótu. Ég er sammála henni þó ég túlki öðruvísi. En ég hef aldrei botnað almennilega í „aldurs- gi-einingum" á bókmenntum. Skipta þær virkilega máli? Ef einhver heldur að þýðing á einföldum og tærum stíl einsog FINLANDIA-verðlaunin fyrir fagurbókmenntir í ár hlaut rit- höfundurinn Pentti Holappa fyr- ir skáldsögu sína Vinarmynd. Finlandia-verðlaunin eru 150.000 mörk. Skáldsögu Holappa valdi leik- konan Liisamaja Laaksonen úr flokki sex skáldsagna. í skáldsögu Holappa er lýst nánum kynnum og vináttu tveggja karlmanna, sem þó tekur á taugarnar, myndlistarmanns og skálds, á árunum eftir stríð. Laaksonen vill ekki við það kannast að hún hafí tekið mál- stað samkynhneigðra með því að velja skáldsögu Holappa. - Sagan getur ýtt við mér án þess að ég þurfí endilega að vera sammála þeim viðhorfum sem þar er lýst, segir leikkonan og bendir á að verðlaunabókin sé uin margt fleira en ástir, t.d. menningarlífið á þeim tíma sem hún gerist. Liisamaja Laaksonen segir að erfitt hafí verið að gera upp á með skóluin eða reglusemi fyrr en þeir höfðu dvalið uppi í sveit og lent í aðstæðum þar sem horft var upp á líf og dauða. Eg er ekki að fegra dreifbýlið en það hefur oft komið í ljós að börn eiga auðvelt með að koinast til manns við frumstæðar aðstæð- ur, það er að segja þegar hinn til- búni heimur í tölvum og mynd- böndum er horfínn og þau standa í miðju sköpunarverkinu. Krökk- unum er einfaldlega kippt niður á jörðina þegar þau kynnast þess- um afskekkta heimi þar sem dýr og náttúra leika aðalhlutverk. Barnabörn mín hafa ekki átt kost á því að fara í sveit. Þessi bók er meðal annars skrifuð svo þau geti að minnsta kosti ímynd- að sér það. Það skaðar heldur ekki að þau eru að komast á ung- lingsár og elsta barnabarn mitt, táningurinn Ómar Þór Óskars- son, reyndist mér haldgóður, því hann las yfir handritin og gaf mér góðar ábendingar." Hann benti á höfuð sitt og hélt áfram: „Geri texta við mitt lag sem er líka texti við þitt lag. Texta fyrir okkur fjögur. Já. Enga aðra. Nei. Leyndarmál. Usss! Þið lofið að segja engum. Jaá.“ Það kom alveg sérstaklega furðu- legur svipur á hann þegar hann sagði þessi síðustu orð og áður en þau gátu spurt hann nokkurs frekar vai' hann farinn sömu leið og hann kom. „Okkur fjögur? Hvers vegna sagði hann það?“ spurði Hulda Rós. þessum sé Iitlum vandkvæðum bundin er það misskilningur því fátt er erfiðara. Þýðandinn kemst prýði- lega frá þessu; íslenski textinn hef- ur innbyrðis samkvæmni og löngum setningum er leyft að halda sér, sem mér fínnst gott. Þó finnst mér nokkrar þýðingarlausnir, á bersýni- lega erfiðum stöðum, vera ... tja, ekki klaufalegar og ekki kæruleys- islegar en ekki heldur alveg nógu hugvitsamlegar. En þetta er afar léttvægt kvabb, enda þekki ég ekki frumtextann. Sagan af herra Sommer lætur lít- ið yfir sér og hefur ekki farið hátt. Bókin er fallegur gripur og verkið er margbrotið þrátt fyrir einfald- leika sinn og í flokki með áhuga- verðustu þýðingarútgáfum um þessar mundir. milli höfundanna sex, sem til greina komu, og sagna þeirra. Hún segir að sér sé vel ljóst að bókmenntafólkið muni láta í sér heyra þar sem allir geti aldrei orðið ánægðir með huglægt mat einnar manneskju. Holappa, sem er 71 árs, er sammála Laaksonen um að sam- kynhneigð sé ekki meginþemað í skáldsögu hans, heldur kyn- hneigðin sem gleðigjafi og refsi- vöndur sem allir glími við frá vöggu til grafar. Fyrsta bók Ilolappa, Fíflið í speglasalnum, kom út 1950. Hann hefur fengist við flestar greinar ritlistar, ort Ijóð og samið skáldsögur, leikrit, rit- gerðir og greinar í blöð og tíma- rit. Hann tók líka þátt í stjórn- málum og var menntamálaráð- herra 1972. Holappa er einnig mikill vinur Frakka og franskrar menningar. Hann hefur átt heima í Frakklandi og þýtt fjölda skáldsagna og ljóða úr frönsku á fínnsku. Úr Ýkt eðlilegt Göngriferðir í bakgrunni Patrick Siiskind Hermann Stefánsson Ver ðlaunaskáldsaga í sviðsljósinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.