Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BÓKAÚTGÁFA BÓKAÚTGÁFA HEFUR verið fjörleg þessar síðustu vik- ur ársins. Rúmlega þrjátíu skáldsögur hafa komið á markað á árinu og að minnsta kosti annað eins af. ljóðabók- um en flestar þeirra eru í einkaútgáfu. Mest hefur hins veg- ar fjölgað þýddum bókum, fræðibókum og bókum almenns efnis. Á þessum sviðum hafa verið unnin fjölmörg stór afrek á síðustu árum, fyllt hefur verið upp í bagalegar eyður í ís- lensku menningarlandslagi með þýðingum á mörgum af meistaraverkum heimsbókmenntanna og ljóst má vera að lesendur hafa tekið fagnandi aukinni útgáfu á bæði sérhæfð- um og almennum fræði- og fræðsluritum. Islensk bókaútgáfa nær hámarki á þessum tíma á hverju ári. Einkum virðast íslenskir útgefendur trúaðir á að skáld- verk verði að gefa út sköinmu fyrir jól en útgáfa bóka af öðr- um toga dreifist meira. Á allra síðustu árum hefur vorútgáfa skáldverka aukist eilítið. I huga þeirra sem fjalla um bækur er þetta framfaraskref. Þó að ákveðin stemmning ríki vissu- lega yfír jólabókavertíðina hefur hún ævinlega sett fjölmiðla, sem vilja gera bókum góð skil, í töluverðan vanda. Reynt er að sinna öllu fyrir jól en eins og gefur að skilja verður gagn- rýni og önnur umfjöllun stundum ekki jafn ítarleg og tilefni er til. Úr þessu mætti bæta með því að dreifa bókaútgáfunni meira. Það er til dæmis spurning hvort ekki sé vert að færa hana framar á haustið, hefja jólabókaútgáfuna í september, jafnvel ágúst. Það var einnig góð nýbreytni sem tekin var upp í haust að senda gagnrýnendum væntanlegar bækur í próförk til umfjöllunar. Gagnrýnandinn fékk þá ekki aðeins meiri tíma til að vinna ritdóminn heldur var einnig hægt að birta dóminn á útgáfudegi bókarinnar og veita þannig les- endum bestu þjónustu. Um leið og bókaútgefendum er þakkað gott samstarf á ár- inu eru þeir hvattir til að taka þessi vinnubrögð upp í aukn- um mæli. HVAÐ SVO? ARASUM Bandaríkjamanna og Breta á Irak lauk sl. laugardag og höfðu þær þá staðið í þrjá sólarhringa. Þótt Irakar hafí lýst yfir sigri í átökunum verður hins vegar að teljast líklegt að þeir hafi þrátt fyrir allt beðið lægri hlut. Eða hvað? Saga undanfarinna ára sýnir að Saddam Hussein er lífseigari en margan hefði grunað. Ástæða árásanna var að íraksstjórn hafði markvisst tor- veldað starfsemi vopnaeftirlitsmanna SÞ, meinað þeim að- gang að byggingum og tafíð og truflað allt starf þeirra. Markmið árásanna var í upphafi sagt vera það að tryggja að Irakar gætu ekki ógnað nágrannaríkjum sínum og koma í veg fyrir að Iraksstjórn héldi áfram að þróa gjöreyðinga- vopn. Það efast enginn um að efna- eða sýklavopn í höndum manns á borð við Saddam Hussein ógni heimsbyggðinni allri. Vopn af því tagi eru einfaldari og ódýrari í framleiðslu en t.d. kjarnorkuvopn og mun meiri líkur á að þeim verði beitt séu þau í höndum samviskulausra harðstjóra. Upptalning Robins Cooks, utanríkisráðherra Bretlands á grimmdarverkum Saddams, sem lesa mátti í Morgunblaðinu í gær, sýnir greinilega að þar fer maður sem svífst einskis. Það var ljóst af orðum breskra og bandarískra ráðamanna þá daga sem árásin stóð að þeir hefðu ekkert á móti því ef með árásum tækist að bola Saddam frá völdum. Allt frá lokum Persaflóastríðsins hafa eftirlitsmenn SÞ reynt að hafa hemil á vítisvélaframleiðslu Saddams og hefur vissulega orðið mikið ágengt í þeim efnum. Eftir því sem tíminn leið varð hins vegar æ ljósara að Saddam hugðist ótrauður halda áfram þróun gjöreyðingarvopna og hafa þar með þá skilmála er hann gekkst inn á í stríðslok árið 1991 að engu. Hann hefur ítrekað fært sig út á ystu nöf en hörfað á síðustu stundu. í febrúar tókst Kofi Annan að afstýra árás- um og í nóvember var Saddam enn á ný veittur lokafrestur. Hann stóð frammi fyrir því að leyfa vopnaeftirlitsmönnum að starfa afskiptalaust en eiga yfír höfði sér fyrirvaralausar árásir ella. Færa má sterk rök að því að Bandaríkin og Bret- land hafí ekki átt annarra kosta völ en að grípa til árása eftir að Saddam vanvirti þann frest er honum var veittur í síðasta mánuði. Hefði ekkert verið gert hefði mátt túlka það sem svo að Saddam gæti farið sínu fram óáreittur. Aðrir harðstjórar í hans stöðu hefðu þá væntanlega getið sér til að það sama gilti um þá. Það er hins vegar vafasamt að markmið árásanna náist að fullu. Saddam hefur langa reynslu af því að standa af sér árásir og til þessa hefur honum tekist að viðhalda hernaðar- veldi sínu, þótt vissulega hafí dregið töluvert úr mætti þess. Hins vegar er ljóst að hann hefur orðið fyrir miklu tjóni og verður því að hefjast handa á nýjan leik. Kannski er þetta eina leiðin tiL þess að halda honum í skefjum. Meðal berklaveikra fanga í Aserbaídsjan starfað í fimmtán mán- uði í fangelsissjúkrahúsi í Bakú í Aserbaídsjan. Kristín Gunnarsdóttir fékk hana til að segja frá landi og þjóð og þeim aðstæðum sem hún kynntist en Hjördís tók meðal annars þátt í að endurskipuleggja þjónustu við berkla- veika fanga í Bakú. in heim eftir að hafa Ævintýri að vera með í starfínu frá bynun íslenskur hjúkrunar- fræðingur, Hjördís Guð- björnsdóttir, er nú kom- ASERBAÍDSJAN er eitt af lýðveldum __ Sovétríkjanna fyrrverandi. íbúar eru sjö milljónir og þar af búa um fjórar milljónir í höfuðborginni Bakú. Áð sögn Hjördísar Guðbjörnsdóttur er mikil fátækt í landinu þrátt fýrir auð- ugar olíulindir við Kaspíahaf, þar sem auðurinn safnast á fárra hendur. Sagði hún að opinberar byggingar væru í mikilli niðumíðslu eftir fall Sovétríkj- anna og stríðið við Armeníu þegar þeir lögðu undir sig Nagorní Karabakh en það var vegna átaka á vígvellinum, sem Rauði krossinn kom fyrst til starfa í landinu. „Ég var lengi búin að ganga með þann draum að taka þátt í hjálparstarfí en hafði þá aðallega Afríkulönd í huga,“ sagði Hjördís. „Ég lét loks verða af því að fara á námskeið hjá Rauða krossin- um og þegar þetta starf bauðst að því loknu ákvað ég að slá til.“ 10% fanga sýkjast af berklum Hjördís var ráðin til starfa við tvær berkladeildir innan fangelsissjúkra- húss í Bakú, sem þjónaði fangelsum í Aserbaídsjan en þau eru yfirfull og sagði hún að reiknað væri með að í landinu væru um 20 þús. fangar og að um 10% þeirra fengju berkla. Á deild- unum tveimur þar sem Hjördís vann voru um 140 berklaveikir karlmenn, en það var að sögn Hjördísar ekki nema lítið brot af þeim berklaveiku föngum sem eru í landinu. „Rétt hinum megin við vegginn og ég meina vegginn voru milli 400-500 berklasjúklingar sem við höfðum engan aðgang að,“ sagði hún. „Þannig var að allir áttu að hafa greið- an aðgang að okkur en það var allur gangur á því og í raun stjómvöld sem réðu hvaða sjúklinga við fengum til meðferðar.“ Vilja ná til smitbera Sagði hún að Rauði krossinn hefði hug á að ná til allra fanga og freista þess að stöðva berklafaraldurinn í fangelsunum með því að ná til smitber- anna og lækna þá. í byrjun þessa árs hafl loks rofað til þegar samningar tókust milli Rauða krossins, aseríska dómsmálaráðuneytisins og Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar um rekstur á nýju sjúkrahúsi fyrir berklaveika fanga og var ákveðið að rýma fanga- búðir utan við Bakú og breyta þeim f sjúkrahús. Sem fyrr lagði Rauði kross- inn til þekkingu og búnað og sá um meðferð sjúklinganna og kom það meðal annars í hlut Hjördísar að skipuleggja þjálfun fyrir innfæddar hjúkmnarkonur, sem síðan eiga að taka við stjórninni. „Fyrir mér var það stórt atriði að kenna fólki að þessir fangar væru fyrst og fremst menn, síð- an sjúklingar og loks fangar og þannig DR. DJAVID, einn sjúkrahússlæknanna, ásamt Hjördísi Guðbjömsdóttur hjúkrunarfræðingi í fangelsisgarðinum en læknarnir eru fyrst og fremst hermenn. EKKI voru allar byggingar nýja sjúkrahússins tilbúnar þegar flutt var inn í júní sl. og vantaði meðal annars rúð- ur í gluggana. VALIYA fer yfir lyfjabirgðir og telur töflur fyrir skammta næsta dags. á að umgangast þá,“ sagði Hjördís. „Ég mundi mjög sjaldan eftir því að þeir væru fangar og ég hugsaði aldrei um hvaða glæpi þeir hefðu framið. Ég hef lesið mikið um fangelsi og fangels- un og það sem stendur uppúr í mínum huga er að maður skyldi alltaf muna að ef menn eru settir í fangelsi er það refsingin. Þeim ber ekki að refsa innan dyra fangelsisins en nú veit ég að það er því miður oft gert. Það er augljóst að ill meðferð og kynferðisleg misnotk- un viðgengst víða í fangelsum." Rúm fyrir 750-800 sjúklinga Gert er ráð fyrir að nýja fanga- sjúkrahúsið rúmi milli 75(U800 sjúk- linga. Ein álman hýsir sjúklinga í fyrri hluta meðferðar sem tekur 3-4 mánuði en að þeim tíma liðnum eru tekin hrákasýni. Ef sjúklingurinn er enn já- kvæður er hann færður yfir í byggingu fyrir jákvæða sjúklinga en neikvæðir sjúklingar fóru í aðra byggingu í um fimm mánaða framhaldsmeðferð. Sjúklingar sem voru ennþá jákvæðir eftir seinnihluta meðferðar voru fluttir yfu’ í byggingu fyrir ólæknandi sjúk- linga. Þeir sem voru áfram neikvæðir í lok meðferðar áttu að vera innan veggja sjúki’ahússins til eftirlits í eitt ár en sú bygging sem átti að hýsa þá var ekki tilbúin þegar Hjördís kvaddi. „Af þeim tæplega þúsund berklasjúk- lingum sem Rauði krossinn hefur haft afskipti af hafa ekki nema 57% lækn- ast,“ sagði Hjördís. „Rauði krossinn MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 35 leggur til lyfin og m-ðum við að halda vel utan um hvað varð af þeim. Telja varð töflurnar í lok hvers dags fyrir næsta dag og fylgjast með að hver sjúklingur fengi sinn skammt. Þannig verður það að vera þar sem lyfin em mjög verðmæt því þau er hægt að nota sem gjaldmiðil. Þetta gekk mjög vel og var einungis einu sinni sem lyf hurfu úr birgðageymslunni þann tíma sem ég dvaldi þarna.“ Fylgjast vel með Meðferðin er byggð upp á forskrift frá Alþjóða heilbrigðismálastofnun- inni, svokallaðari DOTS-meðferð, sem felm- í sér að hjúkrunarfólk verður að fylgjast vel með sjúklingunum bæði þegar sýni eru tekin og lyf gefin. Sýnin eru síðan rannsökuð og kannað hvort þar er að finna berklabakteríu og þannig fer greiningin fram. „Fangar reyna oft að breyta niðurstöðum sýn- anna,“ sagði Hjördis. „Sumir vilja vera jákvæðir til að komast í meðferð eða þeir vilja ekki detta úr meðferðinni vegna þess að allar aðstæður eru mun betri á sjúkrahúsinu heldur en í fanga- búðunum. Fangamir eru yfirleitt með langa nögl á litla fingii, þar sem hægt er að fela ýmislegt eins og til dæmis efni sem drepur berklabakteríuna í hrákanum ef þeir vilja vera neikvæðir. Við vissum aldrei hvaða efnasamband þetta var en við sáum á niðiirstöðum sýna að eitthvað hafði gerst. Ýmsar að- ferðir voru einnig notaðar til að vera jákvæður eins og til dæmis að hola að innan filterinn í sígarettunum og koma þar fyrir hráka úr jákvæðum sjúklingi, sem þeir soguðu upp í sig til að geta verið áfram í meðferð." Lyfjatakan fór einnig fram undir ströngu eftirliti. Sumir fangar voru mjög veikir og áttu erfitt með að koma þeim niður. Berklasjúklingar eru oft- ast vannærðir og litu margir afar illa út og þá gat verið erfitt að taka inn lófafylli af lyfjum. „Við gáfum öllum orkubætandi mjólk með lyfjunum og þau varð að taka hér og nú,“ sagði Hjördís. „Þeir sem voru mjög veikir fengu lyfin inni við rúm og gat farið langur tími í að fá þá til að koma þeim niður. Sumir neituðu að taka þau því lyfjunum fylgdu oft aukaverkanir og vanlíðan. Við reyndum að sannfæra þá en ef það gekk ekki þá fengu þeir nokkurra daga frest en annars voru þeir teknir úr meðferð. Allir sjúklingar ski-ifuðu undir samning um að ljúka meðferðinni en þegar þeir fóru að hressast fannst þeim oft ekki þörf á frekari lyfjum. í sumum tilvikum gat verið að þeir ættu veika ættingja heima, sem þeii- vildu koma lyfjunum til og þeir voru hreinir töframenn við að koma þeim undan. Þegar þeir voru svo komnir á síðari hluta meðferðar- innar og farnir að líkjast sjálfum sér að nýju og farnir að stunda fjárhættu- spil notuðu þeh- töflurnar sem spila- peninga eða til að múta. Svo vildu sum- h’ líka sýna vald sitt yfir hjúkrunar- fólkinu með því að fela töflurnar.“ Mikil vinna „Þetta var gífurleg vinna en um leið ævintýri að fá að taka þátt í þessari uppbyggingu alveg frá grunni,“ sagði hún. „Menntun hjúkrunarfólks í land- inu er á mjög lágu stigi miðað við það sem við eigum að venjast. Þegar ég kom voru fjórar aserískar hjúkrunar- konur starfandi á deildunum, sem gátu ekki starfað sjálfstætt en þegar ég fór voru þær yfir tuttugu, á öllum aldri og margar mjög sjálfbjai’ga.“ Það þykir ekki eftirsóknarvert að vinna í fangelsum og voru því hærri laun í boði þar en við störf annars stað- ar. Almennt eru laun hjúkrunarfólks um 1.400 ísl. krónur á mánuði en þær sem unnu í fangelsum fengu aukalega 3.500 ísl. krónur á mánuði frá Rauða krossinum. „Fátæktin er mjög mikil og ástandið eríitt," sagði Hjördís. ,Á vetrum er oft vatnsskortur og það vantar gas og rafmagn þannig að hjúkrunarkonur mættu stundum ör- þreyttar til vinnu á morgnana eftir að hafa verið að safna vatni í öll ílát yfir nóttina. Það var mjög algengt að koma á heimili þai’ sem baðkarið vai- fullt af vatni. Það kom mér á óvart hvað ég átti auðvelt með að aðlagast þessu ástandi og hvað ég fékk mikið út úr starfinu og leið vel þrátt fyrir erfiða vinnu við erfiðar aðstæður. Ég eignað- ist marga vini sem ég er nánast í dag- legu sambandi við í gegnum Netið og ég gæti vel hugsað mér að fara þangað aftur en það er reyndar afai’ ólíklegt að af því verði.“ Jarðskj álftamælingar gegna lykilhlutverki við eftirlit með eldstöðinni í Grímsvötnum Eldg'osið óbreytt að mati vísindamanna Dag hvern fljúga vís- indamenn yfir Vatnajök- ul til að fylgjast með framþróun eldgossins í Grímsvötnum. Ekki voru miklar breytingar merkjanlegar, þegar flogið var yfír eldstöðv- arnar 1 gær. VÍSINDAMENN virtu íyrir sér eldstöðina í Grímsvötnum úr flugvél Flugmálastjómar milli kl. 11 og 11.30 í gærmorgun. Magnús Tumi Guðmundsson sá eldstöðina. „Þá var ekki mikið ösku- uppstreymi og ekki öflugt gos en sprengingar voru í gígnum og að- stæður svipaðar og verið hefur,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. „Til viðbótar sá- um við nú móta fyrir gígbörmum og gígurinn er býsna stór.“ Magnús Tumi sagði að aska hefði nú borist um allan jökul; snjór þekur sunnanverð- an jökulinn en aska liggur yfir Bárð- arbungu og öllum norðvestanverðum jöklinum. Magnús Tumi sagði að vatnið í gígnum og samspil þess við kvikuna geti orsakað flókið samband milli uppstreymis gosefna í Grímsvötnum og óróa, sem fram kemur á jarð- skjálftamælum. Það væri ekki rétt, sem fram kom í fyrirsögn umfjöllunar Morgunblaðsins um gosið í gær, að ekki væri samband milli óróa og upp- streymis gosefna. Samband hefur sést á milli þessara þátta í öðrum gos- um en hugsanlega sé það flóknara við Grímsvötn vegna vatnsins. Jarð- skjálftamælar gefi hins vegar mjög áreiðanlegar vísbendingar um eldsumbrot og séu einhver mikilvæg- ustu tæki, sem til séu, til að fylgjast með þeim og séu aðal viðvörunartæk- ið þegar eldgos eru að hefjast. Jarðskjálftamælar gegna lykil- hlutverki Magnús Tumi sagði að fylgst væri með gosinu á mörgum stigum og á mörgum stöðum. Jarðskjálftamælar gegna lykilhlutverki og hafa þann kost umfram önnur tæki að þeir fylgj- ast stöðugt með umbrotum. Jarðskjálftamælar á tveimur stöð- um senda upplýsingar um framvind- una á Vatnajökli. Annars vegar eru fullkomnir stafrænir jarðskjálftamæl- ar á Veðurstofunni. Þar er sólar- hringsvakt allt árið. Á Raunvísindastofnun eru svo mælar af eldri gerð, en að sögn Magnúsar Tuma eru mælar Raunvís- indastofnunar mjög vel staðsettir, t.d. á Grímsfjalli sjálfu. „Það, að hafa bæði þessi kerfi, eyk- ur öryggi í því hvernig við getum fylgst með því hvað er að gerast,“ segir hann. Þetta tvöfalda mælakerfi eykur mjög öryggið í allri túlkun at- burða á hálendinu. Stór gos mikill órói, lítil gos minni órói Gosóróinn, sem mældur er með jarðskjálftamælum, gefur vísbend- ingu um gang gossins. Almennt séð er það svo að stórum gosum fylgir mikill órói og litlum gosum minni órói,“ segir Magnús Tumi en segir að hins vegar séu vísbendingar um að þetta samband geti verið fiókið, til skamms tíma litið, á stað eins og í Grímsvötnum þar sem vatn er í gígn- um. Þetta er eitt þeirra atriða sem skoðað veður nánar þegar tóm gefst til að gosinu loknu. Þegar um er að ræða eldgos í jökl- um, segir Magnús Tumi, er sérstak- lega mikilvægt að vísindamenn fylgist jafnframt með þeim úr lofti eftir því sem kostur er. „Þegar gýs í jökli er grundvallaratriði að vita sem fyrst hvar gosstöðin er til að vita hvort von sé á jökulhlaupi eða ekki,“ segir hann. „Eldgos í jöklum bræða ís og þess vegna þarf að hafa vara á hvort ein- hverjar breytingar séu að verða, sem benda til þess að jökulhlaup geti orð- ið, og til að sjá hvernig aðstæður eru á gosstað hverju sinni. Athuganir úr lofti eru ekki samfelldar heldur er að- eins hægt að fljúga þegar viðrar og þá er mjög mikilvægt að átta sig á stöð- unni. Grímsvötnin eru nánast eini staðurinn í Vatnajökli þar sem gos getur orðið án þess að hlaup fylgi í kjölfarið." Jól og eldsumbrot Magnús Tumi sagði að jafnframt sé fylgst með gosmekkinum; annars vegar úr lofti en hins vegar safni Veðurstofan upplýsingum frá flug- vélum og veðurathugunarmönnum, auk þess sem hún fylgist með mekk- inum af ratsjá. „Þetta er mjög mikil- vægt fyrir flugumferð og einnig til að geta varað við öskufalli vegna búsmala og eitrunar.“ í jökulgosum eru vatnamælinga- menn jafnan á varðbergi vegna hugs- anlegra hlaupa. Norræna eldfjalla- stöðin og fleiri aðilar efnagreina gjósku, mæla flúorinnihald og fleira. *• Magnús Tumi sagði að þótt ekki virtist í upphafi sem hætta kunni að stafa af gosi, sé ekki hægt að fullyrða um það. Þá séu gos þannig atburðir að erfítt er að segja fyrir um fram- vindu þeirra, ekki síst þegar um er að ræða gos í jöklum. „Þess vegna er mjög mikilvægt að læra sem mest af þeim gosum sem verða, til að vera betur viðbúinn þegar eitthvað gerist, þannig að hægt sé að taka réttar ákvarðanir." Um jólahátíðina verður gosið vaktað eins og nauðsynlegt þykir. Ekki eru horfur á að flugfært verði í dag, en vonast er til að flugfært verði fyrrihluta aðfangadags. Athugunar- menn vonast svo til að þurfa ekki að fljúga á sjálfum jólunum. Sólar- hringsvakt er sem endranær á Veð- urstofunni um jólin og fylgst verður með á Raunvísindastofnun fram á kvöld í dag. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.