Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ LISTIR I minningu Þorláks helga „DÝRLINGURINN", eggtempera á tré, eftir Kristínu G. Gunnlaugsdóttur. MYJVDLIST Hallgrímskirkja MÁLVERK, SKÚLPTÚR Þorlákur helgi, myndlistarsýning í Hallgrímskirkju á aðventu og jólum. MYNDLISTARSÝNING list- vinafélags Hallgrímskirkju, sem stendur nú um aðventu og jól, á sér nokkum aðdraganda. Þegar Sverrir Guðjónsson, söngvari, undirbjó flutning á Þorlákstíðum fyrir Lista- hátíð, fékk hann þá hugmynd að leita til nokkurra myndlistarmanna að vinna myndverk fyrir sýningu sem yrði tileinkuð Þorláki helga Þórhallssyni. Þorlákstíðir eru tíða- söngvar sem varðveist hafa í hand- riti frá fjórtándu öld, um helgi Þor- láks biskups á Skálholti, og voru fluttar af kanúkahópnum Voces Thules í Kristskirkju. Svo vill til að Þorlákur lést hinn 23. desember (sem við hann er kenndur) fyrir átta hundruð árum, 1198, þannig að það er vel við hæfi að myndlistarsýning- in skuli haldin við þetta tækifæri. Myndlistarmennirnir, sem Sverr- ir valdi til samstarfs, eru þau Krist- ín G. Gunnlaugsdóttir, Jón Axel Björnsson, Páll Guðmundsson, Gunnar Örn Guðmundsson, Helgi Þorgils Friðjónsson og Kristján Da- víðsson. Verkin eru alls sex, fimm málverk og ein höggmynd. Auk þess er litljósmynd á striga af sext- ándu aldar altarisklæði frá Hóla- dómkirkju, sem sýnir biskupana Guðmund góða Arason, Jón helga Ögmundsson og Þorlák helga. Sýningin er hið ágætasta framtak og hugmyndin vel til fundin. Það er óneitanlega forvitnilegt að sjá hvernig listamennirnir nálgast við- fangsefnið. Engar skýrar fyrir- myndir eða hefðir eru til í nútíma- myndlist um hvernig taka skuli á trúarlegum og kirkjulegum myndefnum. Þetta er ekki aðeins vegna þess að frelsi listamanna er skilyrðislaust og áherslan á einstak- lingsbundin efnistök meiri en áður, heldur hefur nútímamyndlist einnig fjarlægst þann frásagnarmáta í myndum sem tíðkaðist fyrr á tím- um, þar sem lýsing á persónum og atburðum fléttaðist saman við tákn- mál kristinnar trúar. Það er því ekki hægt að fara eftir þekktum kennileitum til að finna trúarlega rnyndlist í nútímanum, og menn eru oft ósammála um hvar hana sé að finna. Getur abstrakt, óhlutbundin myndlist, til dæmis, verið trúarlegs eðlis? Þarf listamaður að bera sig öðru vísi að þegar vinna skal út frá trúarlegu þema? Sexmenningarnir eru hver með sitt sterka svipmót, sem einkennir þeirra verk og þau nálgast sögnina um Þorlák hvert með sínum hætti. Þrír þeirra draga upp mynd af Þor- láki sjálfum. Gunnar Öm, í málverki sínu „Þorlákur helgi, trúarankeri síns tíma“, bregður upp allt að því bókstaflegri mynd af Þorláki með biskupsmítur, og með útréttar hendur, þannig að hann tekur á sig sköpulag akkeris, og krossmarks. Höggmynd Páls, sem stendur rétt innan við forsalinn, er lágmynd höggvin í stein af svip Þorláks þar sem hann heldur uppi hendi til blessunar. Málverk Kristjáns Da- víðssonar er án titils og nokkuð frá- brugðið því sem hann hefur verið að gera að undanförnu, minnir frekar á poi'trettmyndir hans frá sjötta og sjöunda áratugnum, mynd í anda „art-brut“ af tveimur höfðum, öðm lóðréttu og hinu láréttu - lifandi og dauðu. Ef til vill era hér saman- komnir hinn jarðneski Þorlákur sögunnar og hinn himneski Þorlák- ur trúarinnar. Hin þrjú fara aðra leið og þar er Þorlákur sjálfur ekki beinlínis inni í myndinni. Málverk Jóns Axels, sem er án titils, er samsett úr þremur aðskildum myndum. Ofan á stóra svai’t/hvíta kolamynd af yfirborði jarðar, líflausu hrauni og grjóti, era festar tvær minni myndir sín á hvorn vænginn, rauðar myndir af mannshöfðum. Hér er aðskilnaður skýr milli efnis og anda, hinnar gráu ösku jarðarinnar og hins rauða bjarma sálarinnar, sem lýsir upp til- verana, en virðist þó ekki tilheyra efnisheimi. Hér er ef til vill verið að lýsa hvernig návist Þorláks helga veitti ljósi inn í tilveru trábræðra hans. Myndverk Helga Þorgils er einna sérkennilegast, líkast ráðgátu, og maður veit ekki hversu langt á að ganga í því að ráða í gátuna. Verkið heitir „Birtingin" og er gert úr tólf smámyndum, sem er raðað saman. Sum þeirra sýna höfuð með þremur andlitum, hinar sýna ekki neitt, nema sjóndeildarhring og bláma. Ég get aðeins komið með tillögu að túlkun, en þrískipta andlitið, sem snýr til þriggja átta, mætti túlka sem lýsingu á alltumlykjandi skynj- un, tráarlega upphafning og al- gleymi: þegar hið guðlega birtist þá birtist það ekki í einum hlut, sem við getum beint sjónum að (aðeins tómið blasir við), heldur fyllir það heiminn í allar áttir. Kristín G. Gunnlaugsdóttir stendur hinni kirkjulegu hefð næst, að því leyti að hún hefur sótt stíl- legar fyrirmyndir í síðgotneska, ítalska myndlist. Hún fer þó eigin leiðir í meðferð myndefnisins. Mál- verk hennar, lítil og fínleg mynd máluð með eggtemperu á tré, heitir „Dýrlingurinn". I myndinni sést hvar manneskja sveiflar sér í rólu og er rétt í þann mund að sleppa takinu og svífa í átt til blikandi stjarna. Er þarna dýrlingnum rétt lýst, sem þeim sem lætur trána bera sig áfram í átt að guðdóminum án þess að hafa nokkuð annað fast í hendi til að styðja sig við? Hver og einn verður að nálgast myndirnar af eigin ímyndunarafli, en af þessum tillögum mínum má sjá að sýningin leynir á sér, þótt hún sé ekki stór í sniðum og forsal- ur Hallgrímskirkju sé ekki ákjós- anlegasti sýningarstaður, því myndirnar gefa tilefni til hinna margvíslegustu hugrenninga. Þannig að ef menn eiga leið í Hall- grímskirkju um jólahátíðina, þá er ástæða til að staldra ögn við í for- salnum og gefa myndunum þar góðan gaum. Gunnar J. Arnason SAMSAFN BÆKUR Ljófl FRUMKVÆÐI Eftir Ingólf Steinsson. íslenska bókaútgáfan 1998 - 43 bls. HÉR er um að ræða verk vel að vöxtum, 77 ljóð og flest í lengra lagi. Þau eru greinilega ort af ýmsu ólíku tilefni og frá ólíkum tímum. Kalda stríðið, Ví- etnam, E1 Salvador og Níkaragva era til vitnis um það. Höfundur bregð- ur fyrir sig margs konar stíl og era ljóðin ýmist bundin, hálfbundin eða óbundin. Mörg ljóð- in era útleitin, ein hugsun kveikir auð- veldlega aðra. Ut- leitnin er vandmeð- farin og hætt við að hugsunin leysist sundur í málæði. Dæmi um Ijóð af þessu tagi era Heimsðsómi, 16th and Mission rap og nokkur ljóð sem nefnast Afvötnun. Mörg Ijóðin era athyglisverð. Ég nefni sem dæmi Tímabil, SQd- arsumar og Landflóttamann. Hið síðastnefnda hefst svo: Pegar yfir mig holskefla hellist af hraðsoðnum fréttum úr dýrtíð, þegar gengið er getulaust fallið og gæfan er komin af vertíð. I samræmi við þetta litla dæmi er höfundi einkar lagið að yrkja rímað og stuðlað án þess að stíll- inn stífni. Erfitt er að meta þessa bók í heild og ráða hvað höfundi liggur helst á hjarta. Röðun ljóðanna er ruglingsleg og efni þeirra ósamstætt. Það er til dæmis óskiljanlegt að kvæð- um á ensku er stung- ið inn hér og hvar í bókina. Sá sem hér talar telur sig illa dómbæran á fagur- fræði enskrar tungu, fullyrðir þó að bókin hefði batnað mikið ef ensku kvæðunum hefði öllum verið sleppt eða þau sett í aðra bók. Um þessa bók má segja eins og um svo margar aðrar: Hún væri betri ef væri hún styttri. Ingi Bogi Bogason Ingólfur Steinsson Hvaðan kemur EINAR Kristján Einarsson gítar- leikari hefur sent frá sér geislaplötu með verkum eftir Johann Sebastian Bach, Agustin Barrios, Karólínu Ei- ríksdóttur, Fernando Sor og Francisco Tárrega. Þetta er fyrsta einleiksplata Ein- ars en hann hefur komið víða við með gítarinn á undanfömum árum, m.a. á Gítarhátíð á Akureyri, Sumar- tónleikum í Skálholti, Sumartónleik- um á Norðurlandi og Myrkum mús- íkdögum. Hann hefur leikið með Caput-hópnum og leikið einleik með Kammersveit Akureyrar, Kammer- sveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljóm- sveit Islands, auk þess sem hann leikur í hljómsveitinni Rússíbönum, sem nýverið sendi frá sér sína aðra geislaplötu, Elddansinn. Einar segir gítarplötuna hafa ver- ið í bígerð lengi. Hann hafi byrjað upptökur af miklum ki-afti árið 1996 en orðið frá að hverfa að sinni, sök- um þess að hann kvefaðist illilega. Þegar hann fór að hlusta á upptök- urnar heyrðist svo mikið más í hon- um að hann gat ekki notað þær. í júlí síðastliðnum hófst hann svo aftur handa í Laugarneskirkju ásamt Jóni Skugga, félaga sínum úr Rússíbön- unum, sem sá um upptökur og eftir- vinnslu. „Þetta er falleg kirkja og fín fyrir gítar og þar fékk ég að valsa um að vild,“ segir hann. Fyllist lotningu við fótskör meistarans Upphafsverkið á plötunni, sem er eftir Femando Sor, heitir Tilbrigði um stef eftir Moz- art op. 9. „Þetta er dæmigerð 19. aldar músík. Það var mjög vinsælt form að taka vin- sælt lag eða aríu og semja tilbrigði við það. Þetta er eiginlega sama lagið og Tumi fer á fætur. Þetta byrjaði ég að spila þegar ég var nem- andi og hef alltaf haft gaman af því, það virkar alltaf vel, svo mér fannst ágætt að opna plötuna á því. Svo era verk eftir tvo nítjándu aldar róman- tíkera, Barrios og Tárrega, hugljúfar melódíur og svona ekta gítarmúsík," segir Einar. Enn er ótalin Svíta í e- moll eftir Johann Sebastian Bach, sem samdi raunar ekkert fyrir gítar. Hann segir ekki vitað hvort þetta verk sé samið fyrir lútu eða sembal eða jafnvel einhverskonar blending af þessu tveimur hljóðfærum. „Það er í þanriig tóntegund, e-moll, sem er góð tóntegund fyrir gítar. Það er rosalega mikil fjallganga að spila Bach, maður fyllist lotningu við fótskör meistar- ans.“ Eitt íslenskt verk er á plötunni. Það er eftir Karólínu Eiriksdóttur og heitir Hvaðan kemur lognið? Hún samdi það sérstaklega fyrir Einar, sem frumflutti það í Skálholti sumar- ið 1990. Það er spænski gítarsmiðurinn Joaquín García sem á heiðurinn af gítarnum sem Einar leikur á. „Ein- Einar Kristján Einarsson N^jar bækur • ÚTISETUR. Samband geð- lækninga, bókmennta og sið- menningar Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands hefur gefið út bókina Uti- setur. Samband geðlækninga, bók- mennta og siðmenningar, sem hef- ur að geyma ritdeilu frönsku heimspekinganna Michels Foucaults og Jacques Derrida um gildi sturlunar í menningu Vestur- landa. I þeirri deilu er tekist á um for- sendur vestrænnar skynsemi, tengsl listar og brjálsemi, stöðu geðlækninga og ystu mörk tungu- málsins. Birtir era þrír kaflar úr þekktustu bók Foucaults, Sturlun og óskynsemi. Saga Sturlunar á skynsemisöld, frá 1961, gagnrýni Derrida, „Cogito og saga sturlun- ar“, og svargrein Foucaults, „Lík- ami minn, þetta blað, þessi eldur“. I ritinu er einnig grein eftir Sos- hana Felman um deiluna, „Foucault/Derrida. Sturlun þess sem hugsar/talar“ og kafli úr Hug- leiðingum um frumspeki eftir René Descartes. Ritstjóri verksins skrifar einnig ítarlegan eftirmála, „Blendin köllun postulans", þar sem fjallað er um heimspekilegar tilraunir Foucaults í ljósi deilunnar við Derrida. I upphafskafla sínum segir Foucault meðal annars um þau hvörf sem urðu þegar sturlun og holdsveiki höfðu hlutverkaskipti í vestrænni menningu: „Við lok mið- alda hvarf holdsveikin af Vestur- löndum, en á útjaðri samfélagsins, við borgarhhðin, var engu líkara en miklar lendur lykjust upp ... Frá fjórtándu öld til þeirrar sautj- ándu biðu þau og seiddu til sín með undarlegum söng nýjan hold- gerving hins illa, aðra grýlu, end- urvakinn hreinsunar- og útskúfun- argaldur...“ Utisetur er 10. bindi í ritröðinni Fræðirit sem Bókmenntafræði- stofnun gefur út. Ritstjóri bókar- innar er Matthías Viðar Sæmunds- son. Þýðendur eru Ólöf Péturs- dóttir og Garðar Baldvinsson. Dreifingu bókarinnar annast Bók- menntafræðistofnun og Háskólaút- gáfan. Útisetur. Samband geðlækn- inga, bókmennta og siðmenningar er í kilju, 354 bls. að stærð. Al- mennt verð er kr. 3.190. lognið? hverra hluta vegna hefur hann náð mikilli hylli hér á íslandi, því við er- um einir fimm eða sex gítarleikarar hér sem eigum gítar frá honum. „Skemmtilegur smiður og svolítið óhefðbundinn. Hann vinnur þvert á margar teoríur, setur t.d. mikið af þverböndum inn í gítarinn, sem sum- ir vilja meina að drepi tóninn, sem er þó alls ekki tilfellið hjá honum, því honum tekst að halda mjög sterkum tóni,“ segir Einar ánægður með gít- arinn sinn, sem hefur nú fylgt hon- um í ellefu ár. „Hann er eins og snið- inn fyrir íslenskar aðstæður, ég er búinn að þvælast með hann yfir fjall- vegi í kulda og trekki, en hann er ósprunginn enn.“ ------------ Lesið í Kaup- mannahöfn STEINGRÍMUR St.Th. Sigurðsson las úr nýútkominni bók sinni - Lausn- arsteinn - lífsbók mín, fyrir íslendinga í Kaupmannahöfn í vikunni og um leið var ákveðið að hann héldi mynd- listarsýningu þar í borg í febrúar nk. Steingrímur segir að hann sé byrjaður að undir- búa næstu bók, Sleingrímur St.Th. sem beri rinnu- Sigurðsson heitið Lífsmynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.