Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 43* kynhneigðum vinum og kunningj- um, sem virða þínar skoðanir! - Staðreyndin er sú, að samkyn- hneigðir virða ekki þínar skoðanir. I mínum huga er þetta eins og að segja að blökkufólk virði skoðanir Ku Klux Klan. Pú málar þig líka sem góða gæjann með því að glotta stanslaust og tönnlast á því hvað þú virðir mig sem söngvara og tónlist- armann. En hvernig væri að fara að virða mig sem manneskju, Árni Johnsen? Og þetta með að títtnefnt kossaflens hafí ekki verið á „dag- skrá“ Þjóðhátíðar, þætti mér gaman að heyra frá því kærustupari sem býr til „dagskrá" yfir gang lífsins. (Kl.15.00 - Fara í IKEA. Kl. 16.30 - Smyrja bílinn. Kl. 16.55 - Fara í sleik.) Að lokum, Árni Johnsen. Þú þarft ekki að „vernda“ börn og ung- linga fyrir kærustupörum að kyss- ast, hvort sem þau eru samkyn- hneigð eða gagnkynhneigð. Eg veit ekkert ógeðslegra en fólk sem reyn- ir að verja sína eigin þröngsýni og fordóma í skjóli barnanna. Börn eru nefnilega fædd fordómalaus, þang- að til þeim er kennt annað. Eg er vinsælasta barna- og unglinga- stjaman á Islandi í dag og ég get sagt þér það að börn og unglingar eru mjög afslöppuð gagnvart sam- kynhneigð þessa dagana. Láttu mig vita það! Það er alveg sama hvað þú segir, Árni Johnsen. Það er ekkert sem réttlætir það, að beita líkam- legu afli til að stía elskendum í sundur, hvort sem um er að ræða samkynhneigða eða gagnkyn- hneigða! Einnig spyr ég ykkur, séra Egill Hallgrímsson og séra Sigurður Sig- urðarson vígslubiskup, hvernig ykk- ur dettur í hug að hylma yfir ykkar eigin glappaskot í skjóli „misskiln- ings“ sem aldrei var? Staðreyndin er sú, að heilir þrír einsöngvarar drógu sig út úr jóladagskrá Skál- holtskirkju í mótmælaskyni við það sem gekk á. Þessir söngvarar, Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Páls- son og Kristjana Stefánsdóttir, eru það miklir fagmenn á sínu sviði, að þau færu aldrei að aflýsa tónleikum vegna einhvers „misskilnings“ eða gróusögu sem þau grípa í lausu lofti. Með því að kalla þetta allt „misskilning" eruð þið aðeins að gera lítið úr þeim og þeirra ákvörð- un. Eg var að gera mig kláran til að syngja á þessum fyrirfram ákveðnu aðventutónleikum þegar mér barst til eyrna að búið væri að ráða annan söngvara í minn stað, án þess að láta mig vita! Einhver ráðamaður innan Skálholts, - ann- VAAÁÁÁ! It Háteknl Ármúla 26 • simi 588 5000 Hafðu samband! ar en skipuleggjandi tónleikanna, Hilmar Öm Agnarsson - fór að ef- ast um ágæti þess að láta mig syngja í kirkjunni. Ef ekki var bor- in við sú staðreynd að ég væri „boðberi“ samkynhneigðar eins og hún leggur sig, þá efuðust þeir um ágæti mitt sem söngvara, hvort ég gæti nokkuð sungið í kirkju án hljóðnema. Þessar upplýsingar fékk ég frá kórmeðlim Menntaskól- ans að Laugarvatni, sem átti að syngja með mér í kirkjunni. Ég ákvað að bíða rólegur eftir því að einhver ráðamaður úr Skálholti myndi láta mig vita persónulega, og vonaði að þetta væri í raun mis- skilningur sem yrði leiðréttur. En tíminn leið og ekkert gerðist. Ekki fyrr en söngkonan, sem átti að syngja með mér á tónleikunum, er látin hringja í mig og hún staðfest- ir það að ég hafi verið dreginn útúr dagskránni og í minn stað hafi ann- ar söngvari verið ráðinn ... heilum tveim vikum áður! Ég er mest hissa á því að hvor- ugur ykkar skuli haft manndóm í sér að hringja í manninn sem málið snýst um, þ.e. mig, þegar málið var komið á það stig að aðrir söngvarar voru farnir að aflýsa tónleikum innan kirkjunnar í mótmælaskyni. En það hefur ekki enn gerst. Ég hef aldrei talað við hvorugan ykkar á ævinni. Eruð þið hræddir við mig? Eruð þið hræddir við dugleg- asta „boðbera" samkynhneigðar á íslandi? Eða eruð þið kannski með eitthvað óhreint í pokahorninu? Ykkar vegna vona ég ekki, því það er ljóst að þetta athæfi ykkar er hrein og klár mismunun og mis- rétti gagnvart mér persónulega vegna samkynhneigðar minnar sem ég fer ekki í felur með. Þessi tegund misréttis varðar við íslensk lög - og lögin ná líka yfir kirkjunn- ar menn. Að lokum ber þó að geta að ég er ekki að skera upp herör gegn þjóð- kirkjunni eins og hún leggur sig, eða öllum alþingismönnum á ís- landi, heldur bara þessum ákveðnu kjánum sem eiga hér í hlut. Þótt séra Egill og Sigurður víglubiskup hafi ekki enn hringt, hefur ekki linnt stuðningsyfirlýsingum sím- leiðis frá kirkjunnar mönnum, sem sumir hverjir hafa jafnvel boðið mér að syngja á aðventutónleikum hjá sér. Þessir prestar eru með því að sýna það og sanna að samkyn- hneigðir koma ekki alls staðar að lokuðum dyrum hjá kirkjunni, þótt þeir séu komnir útúr skápnum (sem sagt, ,,boðberar“). Nú síðast hringdi Helga Soffía Konráðsdóttir, foi-maður Prestafélagsins, og það var auðheyrt að ég og hún mætt- umst á miðri leið í afstöðu okkar til þessa máls. Kann ég henni bestu þakkir fyrir stuðninginn, svo og öll- um hinum sem hafa mætt mér á förnum vegi og hvatt mig áfram í baráttunni fyrir tilfinningum mín- um. Ég vona að þessi atburðarás veki fólk til umhugsunar. Ég vona að þeir, sem eru ekki nógu upplýstir um samkynhneigð, afli sér upplýs- inga eða hugsi sig tvisvar um áður en þeir segja eða gera eitthvað gegn hommum og lesbíum næst. Munið að það stendur ekki í nein- um þótt hann gleypi hleypidóma sína! Einnig vona ég líka að þetta styrki aðra homma og lesbíur í trú sinni á eigin tilfinningar, efli stolt þeirra af sjálfum sér og öðlist næga sjálfsvirðingu til að láta ekki fara með sig hvemig sem er. Ef við ber- um ekki virðingu fyrir okkur sjálf, getum við ekki ætlast til þess að menn eins og Árni Johnsen beri nokkra virðingu fyrir okkur heldur. Það er sama hvort um er að ræða gagnkynhneigð eða samkynhneigð. Astin er alltaf pottþéttur málstaður að verja! Höfundur er tónlistarniaður. Toppurinn... S Ísíel Sl ðum új á 37 108 R« ykj•vIk 8i <688-2800 Fax 688-2801 •,(: 7,0 m / 1,35 tri Verslanir 66°N: Faxafeni 12 s: 588 6600 og Slcúlagölu 51 s: 552 7425 Titboð 30% afstáttur mán.-mii. kt. 9-13 Andlitsbai íi.980 Litun o<j plokkun 1.690 Handsnyrting 2.690 Samt. 9.160 moafsl. fN> 6.612 . SNYRTI & NUDDSTOFA Hönnu Krístlnðr Didríksen Laugavegi 40, sími 561 8677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.