Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 56
■*V 56 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Jón Viktor í öðru sæti fyrir síðustu umferð SKAK fþróttahúsið við Strandgötu FJÓRÐA GUÐMUNDAR ARASONAR MÓTIÐ 14.- 22. des. - Aðgangur ókeypis. JÓN Viktor Gunnarsson er einungis hálfum vinningi á eftir efsta manni mótsins, Manuel Bosboom, þegar ein umferð er eftir á mótinu. Jón Viktor deilir öðru sætinu með fjói-um öðrum skákmönnum. Urslit í áttundu umferð urðu þessi: Tapani Sammalvuo - Manuel Bosboom '/tr'k Vasily Yemelin - Aleksei Lugovoi 1-0 Ralf Akesson - Bragi Þorfinnsson 1-0 Stefán Kristjánss. - Jón V. Gunnarsson 0-1 Heikki Westerinen - Alexander Raetsky 'k-'k Jón G. Viðarsson - Askell Ö. Kárason 1-0 Albert Blees - Dan Hansson 1-0 Róbert Harðarson - Jón A. Halldórsson 1-0 Arnar Gunnarsson - Björn Þorfinnsson 0-1 Heimir Ásgeirsson - Sævar Bjarnason 0-1 Kristján Eðvarðsson - Einar H. Jensson 1-0 Einar Kr. Einarsson - Bergst. Einarss 'k-'k Sig. P. Steindórss. - Davíð Kjartanss. 0-1 Þorv. F. Ólafsson - Tómas Björnsson 0-1 Kjartan Guðm.sson - Hjalti R. Omarsson 0-1 í síðustu umferð tefla m.a. sam- an: Manuel Bosboom - Ralf Akesson Jón Viktor Gunnarsson - Vasily Yemelin Aleksei Lugovoi - Heikki Westerinen Alexander Raetsky - Tapani Sammalvuo Jón Garðar Viðarsson - Róbert Harðarson Bjöm Þorfinnsson - Albert Blees Jólamót grunnskóla í Reykjavík Taflfélag Reykjavíkur og Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur stóðu sameiginlega að árlegu Jólamóti gi'unnskóla í Reykjavík. Keppt var í tveimur flokkum og tefldar sex umferðir með 15 mínútna umhugsunar- tíma. í eldri flokki urðu úrslit þessi: 1. Réttarholtsskóli 20 v. af 24 2. Hólabrekkuskóli 17 v. 3. Hagaskóli-A 15'k v. 4. Seljaskóli 12‘/2 v. 5. Rimaskóli 7 v. 6. Hagaskóli-B 6 v. 7. Breiðholtsskóli 5 v. Sveit Réttarholtsskóla, sem einnig sigraði á mótinu í fyrra var þannig skipuð: Guðni Stefán Pétursson 4 af 6 Einar Agúst Árnason 5 af 5 Grímur Daníelsson 6 af 6 Guðlaugur Frímannsson 5 af 6 Kári Sigurðsson 0 af 1 Sveit Hólabrekkuskóla skip- uðu: Gústaf Smári Björnsson 4 af 6 Ingibjörg Edda Birgisdóttir 4 af 6 Sasvar Ólafsson 5 af 6 Knútur Otterstedt 4 af 6 Sveit Hagaskóla skipuðu: Sigurður Páll Steindórsson 5 af 6 Aldís Rún Lánisdóttir 2 af 6 Ágúst Gröndal 3'k af 6 Vilhjálmur Þórarinsson 5 af 6 í yngri flokki urðu úrslit sem hér segir: 1. Melaskóli-A 22 v. af 24 2. Ölduselsskóli-A 21 v. 3. Ártúnsskóli-A 15 v. 4. Rimaskóli-A 14 v. 5. Seljaskóli 13 v. 6. Grandaskóli-A 12 v. 7. Hólabrekkuskóli-A 11 ‘/2 v. 8. Skóli Isaks Jónssonar-A 1114 v. 9. Breiðagerðisskóli-A 1114 v. 10. Skóli Isaks Jónssonar-B 1114 v. 11. Hólabrekkuskóli-B 1114 v. o.s.frv. Sigurvegari í stúlknaflokki var Hólabrekkuskóli-B, en það var eina stúlknasveitin sem tók þátt í mótinu. Alls tefldu 18 skáksveitir sem er nokkur fækkun frá metárinu í fyrra þegar 27 sveitir tóku þátt í yngri flokknum. Fyrir sigursveit Melaskóla tefldu: Dagur Amgrímsson 6 af 6 Hilmar Þorsteinsson 5 af 6 Viðar Bemdsen 5 af 6 Víkingur Fjalar Eiríksson 6 af 6 Sveit Ölduselskóla skipuðu: Benedikt Örn Bjarnason 4 af 6 Hjörtur Ingvi Jóhannsson 6 af 6 Hafliði Hafliðason 6 af 6 Vilhjálmur Atlason 2 af 3 Öm Stefánsson 3 af 3 Sveit Artúnsskóla skipuðu: Guðmundur Kjartansson 5 af 6 Árni Jakob Ólafsson 4 af 6 Birkir Björnsson 3 af 6 Davíð Teitsson 3 af 6 Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson Guðmundar Arasonar mótið 1998 Hafnarfirði, 14.-22. desember 1998 Nr. Nafn Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 Vinn. 1 Manuel Bosboom AM HOL 2490 12' %’6 %’5 1’6 12 17 %5 6 2 Vasily Yemelin GM RÚS 2510 1'7 15 ’Á4 o' ’á’4 1" 13 5'k 3 Aleksei Lugovoi GM RÚS 2525 125 1’2 'k7 1 14 'k' ’Á5 o2 5'k 4 Ralf Akesson GMSVÍ 2510 r 1 %2 110 o3 o5 1’7 '1 '4 554 5 Tapani Sammalvuo AM FIN 2410 i22 o2 120 ’á’9 110 14 %3 'k' 5'k 6 Jón Viktor Gunnarsson 2445 ia o’5 'k19 1 23 1 %7 Ví 6 110 514 7 Alexander Raetsky AM RÚS 2440 124 1’4 %3 %2 1'2 o' Vi6 5 8 Heikki Westerinen GM FIN 2435 !ó'9 %9 o’6 127 124 115 'k1 5 9 Jón G. Viðarsson FM 2375 o" %6 o’7 129 li:21 126 124 I'6 5 10 Stetán Kristjánsson 2250 1429 1" 116 o4 o5 1’3 I’5 o6 414 11 Bjðrn Þorfinnsson 2115 19 o’° o’3 125 1* 02 1" 4y2 12 Albert BleesAMHOL 2430 123 o3 124 'á’3 o7 'k2' ’Á20 1’7 414 13 Róbert Harðarson FM 2325 126 o4 1" 'k'2 o’9 o’° 1 1» 4'/2 14 Bragi Þorfinnsson 2235 126 o7 127 o’6 1’6 %2 119 o4 414 15SævarBjamasonAM 2295 130 16 'k' o3 %’7 o6 o’° 126 4 16 Áskell ð. Kárason 2270 127 •4’ o’° 1’4 o6 'k20 12' o9 4 17 Dan Hansson 2230 02 'kn 19 125 Va’5 1’9 o4 o’2 4 18 Kristján Eðvarðsson 2220 o4 126 16 o' o14 o" 127 124 4 19 Amar Gunnarsson 2180 129 ’Á6 K5 1” o17 o14 0 " 314 20 Jón Ámi Halldórsson 2200 06 130 05 'V’ 123 k ’6 ’4’2 0 13 3)4 21 Bergsteinn Einarsson 2210 o' 027 130 126 %9 'k'2 0'6 'k’a 314 22 Einar Kristinn Einarsson 2125 o5 'k 17 o23 o24 130 1425 128 y22’ 314 23 Davíð Kjartansson 2130 o’2 'k® I22 o6 o20 o28 129 127 3)4 24 Einar Hjalti Jensson 2185 o7 126 o’2 122 o6 127 o9 o'“ 3 25 Tómas Bjömsson FM 2255 o3 k.23 1 29 o’7 o" 'k22 o'3 ,30 3 26 Heimir Ásgeirsson 2115 o’3 018 1 o2’ 129 o9 1 30 o’5 3 27 Sigurður Páll Steindórsson - o'6 12’ o’4 o6 1 o24 016 O23 2 28 Kjartan Guðmundsson - o'4 o24 o26 130 o27 123 o22 o29 2 29 Hjalti Rúnar Ómarsson - 'k 10 o’9 o25 o9 026 0 3° 023 ,28 114 30 Þorvarður Ólafsson 2050 o15 o20 o21 o26 o22 1 29 o26 o25 1 í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til Fóstudags Bætur til öryrkja lágar ÁGÆTI Velvakandi. Ég tek undir hvert orð í ágætu bréfí frá Hafþóri Baldvinssyni til Davíðs Oddssonar forsætisráð- hen-a í Morgunblaðinu 20. desember. Bætur til okkar öryrkja eru skammarlega lágar og til vansæmdar fyrir ríkisstjórnina. Ég er orðin leið á þessu sífellda góðærishjali Davíðs Odds- sonar. Hvernig þætti hon- um að hafa til ráðstöfunar 47 þús. kr. á mánuði? Ég er hrædd um að hann gæti ekki veitt sér mikið fyrir þá upphæð. Og er ekki hægt að hækka skattleys- ismörkin, sem eru allt of lág? Það nýjasta heyrði undurituð í kvöldfréttum útvarps í gær að hækka ætti lyfin. Það væri nú eft- ir öllu öðru. Aðstoðarmað- ur heilbrigðisráðhema var eitthvað að reyna að klóra í bakkann eins og venju- lega. Spennandi verður að sjá hvað kemur í budduna til okkar öryrkja 4. janúar nk. eftir þessa hækkun sem þau í rikisstjórninni eru að guma af. Ég óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar. Þuríður Árnadóttir. Jólatónleikar í Grensáskirkju „SIG dog Deres mening" var yfirskriftin á lítilli grein í Det Bedsýe - dönsku útgáfunni af Urvali - sem ég las endur fyrir löngu. Þar eru lesendur með frísklegum hætti hvattir til að tjá sig, einnig þegar þeim líkar vel það sem þeir sjá og heyra. Hér hjá Velvakanda koma ein- staka sinnum slík innlegg, en oftast er verið að finna að. Nú get ég ekki á mér setið að koma á framfæri miklu, miklu þakklæti fyr- ir frábæra jólatónleika í Grensáskii’kju 18. þ.m. Ég finn að ég mun búa lengi að þeirri hrifningu og gleði sem gagntók mig þetta kvöld í hinum bjarta og fagra helgidómi, þar sem raddir barnanna, í hinum þrískipta kór, hljómuðu svo hreinar og bjartar undir hrífandi stjórn Mar- grétar Pálmadóttur og við listilegan píanó- og/eða flautuundirleik. Hvað stjórnandinn náði að töfra fram hjá börnunum með ótrúlega lifandi og litríkum hætti, það var með ólíkind- um. Þessi Margrét er í einu orði sagt fágæti hér á þessu sviði. Vissulega eig- um við ýmsa góða stjórn- endur, en þessi einstaka kona „toppar“ svo greini- lega. Ekki spillti hinn létt- leikandi píanóundirleikari, Ástríður, og flautuleikar- inn töfrandi. Báðar fengu þær heitt og innilegt „knús“ hjá stjórnandanum í lokin, svo og langt og gott lófaklapp frá hinum fjöl- mörgu áheyrendum, sem fyllti kirkjusalinn. Hvílíkir tónleikar. Það lyftir kirkjustarfinu í æðra veldi að fá slíkan viðauka. Hjartans þakkir öll þið sem tjáðuð með slíkum hætti hina ljúfu list, söng- lisVtónlist. Aðdáandi. Tapað/fundið Myndavél í óskilum MYNDAVÉL með filmu í fannst um síðustu mánaða- mót. Á filmunni er þessi mynd. Þeir sem kannast við myndina eru beðnir um að hafa samband í síma 551 0912. Slæða týndist við Eiðistorg SLÆÐA, grá og svört, týndist líklega á Eiðistorgi eða nágrenni sl. laugardag. Hennar er sárt saknað. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 567 6110. Seðlaveski og gler- augu týndust á Laugavegi BRÚNT seðlaveski og gleraugu týndust sl. fimmtudag, llklega á Laugaveginum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 551 3627. Verslunarskólaballið DÖKKBLÁ kvenúlpa með hettu og gráu fóðri týndist á Verslóballinu 17. des. sl. Skilvís finnandi vinsam- lega hringi I síma 587 1829 eða 505 0754. Dýrahald Skógarkettlingar fást gefíns SKÓGARKETTLINGAR fást gefins. Upplýsingar I síma 586 1485. Mlbiy Sig. Sigmundsson Rjúpur Víkverji skrifar... RÁÐHERRUM ríkisstjórnar- innar er margt til lista lagt. í haust gaf Árni Johnsen út geisla- plötu með Stórhöfðasvítunni og fylgdu með nokkur lög, bæði ný og gömul. Á plötunni söng Geir Hilm- ar Haarde fjármálaráðherra þrjú lög, auk þess að syngja bakraddir í öðrum lögum. Geir hefur flotta bassarödd sem nýtur sín vel í þeim lögum sem hann tók til flutnings. Greinilegt er að ráðherranum læt- ur vel að fást við fleira en fjárlögin. Víkverji er viss um að Geir á eftir að syngja inn á fleiri plötur þegar fram líða stundir. Þá hefur heyrst á öldum ljós- vakans nýtt lag eftir Gunnar Þórð- arson við ljóð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Heitir ljóð Da- víðs Jólaljós. Davíð átti sem kunn- ugt er texta við lagið Við Reykja- víkurtjörn sem kom út á frægri plötu Gunnars Þórðarsonar árið 1985 og varð það lag landsfrægt. Nú endurtaka þeir félagar leikinn. Davíð sendi Gunnari ljóðið í síðustu viku og hann settist niður og samdi lag á skömmum tíma. Síðan var hópur tónlistarfólks drifinn í hljóð- ver á fimmtudagskvöld og lagið tekið upp. Það var fínpússað á föstudeginum og á laugardag heyrðist það svo í útvarpsstöðvun- um. Snögg vinnubrögð fagmanna. Ekki kæmi Víkverja á óvart að þetta jólalag eigi eftir að heyrast oft á öldum ljósvakans þegar fram í sækir. XXX I^NÝÚTKOMNUM Skinfaxa, blaði Ungmennafélags íslands, er athyglisvert viðtal við Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfara. Sem fyrr er landsliðsþjálfarinn varkár í yfirlýsingum og varar við of mikilli bjartsýni enda gefi hún ekki neitt. I viðtalinu er Guðjón spurður um hinn fræga rembingskoss sem Ingólfur Hannesson íþróttafrétta- maður smellti á kinn Guðjóns í gleðivímu eftir jafnteflið fræga við Frakka í haust. Svar Guðjóns er athyglisvert en það er svona: „Ég hef þurft að taka við alls kyns kossum í gegnum tíð- ina svo ég kippi mér ekkert upp við þessa hluti. Mér finnst í raun kjánalegt að gera mikið úr því ef mönnum líður vel og sjá ástæðu til að fagna. Ég held að við íslending- ar ættum að brjóta klakastykkið af nefinu á okkur og láta það eftir okkur að fagna þegar ástæða er til. Mér finnst það fagnaðarefni ef menn geta glaðst og kæst. Og ég er ánægður ef ég get stuðlað að því að fólki líði vel og sé ánaegt." XXX VÍKVERJI keypti á dögunum diskinn með Stórhöfðasvítunni. Svítan er samin upp úr lögum Árna Johnsen og útsett fyrir sinfóníu- hljómsveit. Er skemmst frá því að segja þetta er hin áheyrilegasta tónlist sem vinnur á við frekari hlustun sem er einmitt eðli góðrar tónlistar. Ekki spillir fyrir að á diskinum eru lögin sem svítan er samin upp úr í upphaflegum flutn- ingi tónskáldsins svo hægt er að gera samanburð. Loks eru nokkur ný stuðlög á diskinum sem koma fólki í gott skap.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.