Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 60
>60 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Egypski prinsinn á íslandi Hafíð engin fyrirstaða fyrir Draumasmiðjuna Teiknimyndin Egypski prinsinn frá Draumasmiðjunni var sýnd um allan heim á föstudag og er sýnd í Háskólabíói í dag. Dagur Gunnarsson hitti nokkra aðstandendur og aðalleikara myndar- innar í London og forvitnaðist um gerð hennar. „SEG ísraelsmönnum, að þeir haldi áfram; en lyft þú upp staf þínum og rétt út hönd þína yfir hafið og kljúf það, og Israelsmenn ’skulu ganga á þurru mitt í gegn- um hafið,“ segir í annarri Móse- bók og er vart hægt að hugsa sér verðugra verkefni fyi'ir tækni- brellumeistara Hollywood. Eg- ypski prinsinn er stórmynd sem stfluð er inn á breiðan áhorfenda- hóp. Hún hefur litskrúðuga teikni- myndaformið fyrir börnin og fyrir fullorðna þá breidd og vídd sem minnir á stórmyndir á borð við Arabíu Lawrence, Boðorðin tíu og Ben Húr. Tækniþróunin í tölvugrafík hef- •ur gert það að verkum að fjöldinn allur af teiknimyndum í fullri bíó- myndalengd hefur verið fram- leiddur undanfarin ár. Smám sam- an hafa framleiðendur þessara mynda áttað sig á því að fullorðnu áhorfendurnir þurfa líka að fá eitt- hvað fyrir sinn snúð, sífellt fleiri teiknimyndir eru með tilvitnanir og brandara sem eru ekki ætluð smáfólkinu. Fyrir börn og fullorðna Með Egypska prinsinum er ver- ið að gera ,alvöru“ bíómynd sem notar hið sveigjanlega teikni- myndaform til hins ýtrasta; tröllauknar sviðsmyndir, þúsundir aukaleikara, tælandi landslag og fjölbreyttir tökustaðir. I Japan er töluverð hefð fyrir teiknimyndum fyrh- fullorðna, svokallaðar Mangamyndir sem eru ofbeldis- fullar hasarmyndir, en hér í hin- um vestræna heimi höfum við ekki haft úr svo miklu að moða í þessari deild þrátt fyrir gífurlegar vinsældir sjónvarpsþátta á borð við Simpsons, Beavis og Butthead, King of the Hill og South Park. Dream Works kvikmyndaverið var stofnað af þremur „risum“ í kvikmyndaiðnaðinum í Hollywood, þeim Steven Spielberg, David Geffen og Jeffrey Katzenberg. Sá síðastnefndi er yfir teiknimynda- gerð Draumasmiðjunnar og hefur ráðið til sín fjöldann allan af hæfi- leikaríku fólki sem vann áður með honum hjá Disney. Katzenberg hefur haft yfii-umsjón með fram- leiðslu myndarinnar, en með hon- um hafa þar að auki unnið tveir framleiðendur og þrír leikstjórar, fyrir nú utan hundruðir teiknara, tölvugrafíkera og listamanna sem allir hafa unnið að því s.l. fjögur ár að setja saman þetta stórvirki. Jeffrey Katzenberg og Simon Wells Ralph Fiennes og Val Kilmer Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson FORSPRAKKAR Draumasmiðjunnar Steven Spielberg, Jeffrey Katzenberg og David Geffen á frumsýningunni í Los Angeles. Rödd Guðs Loksins ný saga í teikni- mynd v.XEFFREY Katzenberg var yfir ef teiknimyndadeild Disney kvik- myndaversins í tíu ár, þar sem hann hafði yfh-umsjón með stórum verk- efnum eins og Konungi dýranna og fleiri stórmyndum. Pegar hann hætti hjá Disney fyrir fjórum áram til að stofna DreamWorks kvikmyndaver- ið með Steven Spielberg og David Geffen var nokkuð ljóst að hann myndi skora Disney gamla á hólm með stórri teiknimynd. Simon Wells er einn af þremur leikstjóram myndarinnar. Hann er Breti sem hefur áður stjómað teikni- myndahlutanum í Hver skellti skuld- inni á Kalla kanínu eða „Who framed Roger Rabbit“ og hannað umgjörð þrfleiksins Aftur til Framtíðar eða „Back to the Future". Egypski prinsinn hefur verið fjög- ur ár í framleiðslu og er nokkuð ljóst að Katzenberg er með þessari mynd að gefa þeim hjá Disney langt nef. Var það ekki áhættu að gera teiknimynd í fullri lengd sem ekki er eingöngu stíluð á böm? Katzenberg: „Nei, það held ég ekki, við byrjuðum á að velja þessa sögu, hugmyndin var að finna stórt og mikið verkefni íyrir DreamWorks Animation og nota teiknimynda- fonnið sem hefur nánast einvörð- ungu verið notað til að segja sömu söguna undanfarin sjötíu ár. Teikni- myndir af þessari stærðargráðu hafa alltaf verið notaðar til að segja böm- Ntm ævintýri, með talandi dýram, dansandi undirskálum, krúttlegum karakterum og í kjölfarið íylgir sölu- vamingur og auglýsingar á ham- borgarastöðum. Disney skapaði og var framkvöð- ullinn að mjög góðri formúlu fyrir sjötíu áram og mjög ákveðinn stfll sem hefur þróast útfrá þeirri for- múlu. Ég dáist að þeirri hefð og mér fannst mjög gaman að taka þátt í að þróa hana þau tíu ár sem ég vann hjá Disney, en um leið má benda á fjöl- breytileikann sem við sjáum og ætl- umst til að sé í öllum þeim sögum sem sagðar era í leiknum kvikmynd- um. Teiknimyndir hafa nákvæmlega sömu valkosti, við virðumst öll vera haldin þeim fordómum að teikni- myndir eigi að vera ákveðin tegund af ævintýri með tilheyrandi glensi og gríni, yfirleitt era tvær aukapersón- yr sem era með stöðug trúðslæti og tónlist er notuð á ákveðinn máta. Þetta hefði alltsaman verið mjög óviðeigandi fyiir þessa sögu. Ein af aðal ástæðunum íyrir þessari mynd og að hluta til ástæðan íyrir því að ég tók þátt í að stofna DreamWorks er að gera vísvitandi annað en Disn- ey sem eru með „einkaleyfi“ á ævin- týrateiknimyndum. Þeir era bestir og það er tilgangslaust að stefna að því að verða næstbestur." Fengu þið leikstjóramir ákveð- in fyrirmæli um þann stíl eða áferð - sem DreamWorks vildi ná fram með þessari mynd? Wells: „Já og nei, þó það væri ef- laust hægt að segja þessa sögu með sykurhjúpuðum glansstíl, þá krefst hún ákveðins þroska og þróunar í frásagnarstfl, til að gera sögunni al- mennilega skil verður að segja rétt og satt frá í þeim stíl sem hentar efniviðnum. Sögupersónumar era það flóknar að leikstíllinn bæði í rödd og teiknuðum hreyfmgunum verður að fylgja eftir í dýpt og þroska. Fyrir okkur sem vinnum við teiknimyndir hefur verið mjög erfitt að horfa uppá leikstjóra eins og Steven Spielberg sem gerir tvær gjörólíkar myndir á borð við, Lista Schindlers og Júragarðinn sama ár- ið, af hverju fáum við ekki að kljást við sömu breidd í verkefnavali!" Afhverju önnur Mósebók? Katzenberg: „Það gerðist eitthvað strax á fyrsta fundnum þegar við, Steven Spielberg, David Geffen og ég, voram að tala um að stofna fyrir- tækið. Steven spurði mig hvað mér fyndist að teiknuð stórmynd ætti að innihalda og ég hélt tuttugu mínútna ræðu um stórbrotin örlög, mikilfeng- legan sigur góðs yfir hinu illa, magn- að þrek mannsandans og hrífandi tónlist sem tengir allt saman og þar fram eftir götunum. Steven hallaði sér fram og sagði; Þú meinar eins og Boðorðin tíu? „Nákvæmlega," segir Katzenberg. „Það var David Geffen sem sagði að það væri enginn vandi að einfalda söguþráðinn, skella sætum litlum hamingjusömum endi eins og í Litlu Hafmeyjunni á myndina og allir myndu hugsa, en huggulegt. En þetta er ekki mín saga og maður hef- ur ekki rétt á að ganga þannig frá henni, ef maður ætlar að segja þessa sögu verður maður að vera henni trúr; hún hefur svo mikla merkingu fyiir fjölda manns. Eflaust halda margir að við séum klikkaðir að velja biblíusögu sem okkar íyrstu teikn- uðu mynd í fullri lengd. En þetta er hrífandi saga um stórbrotinn mann sem verður að sættast við fortíðina, trú sína og menningararf. Samskipti bræðranna eru mjög spennandi og hvernig örlögin koma því fyrir að þeir verða féndur.“ Hvernig gekk að fá allar þess- ar stóm stjömur til að taka þátt? Katzenberg: „Það er líklega ekki til kvikmynd með fleiri stórleikuram, engin önnur teiknimynd. Við urðum að hafa bestu fáanlegu listamennina í öllum hlutverkum og við vorum svo ótrúlega heppnú að hver og einn ein- asti leikari sem við buðum hlutverk sagði já. Það hefur aldrei fyrr gerst á mínum 25 ára ferli sem framleið- andi leikinna kvikmynda að geta skipað í öll hlutverkin samkvæmt „óskalistanum“.“ Skiptu leikstjórarnh• með sér verk um, eða varþetta unnið ísamvinnu? Wells: „Við unnum þetta í mikilli samvinnu. Við skoðuðum þetta vand- lega strax í upphafi og komumst að þeirri niðurstöðu að þegar maður skiptir mynd niður í búta þá verður útkoman bútasaumur. Við vildum ná heilsteyptu myndrænu flæði og frá- sagnarstíl sem mætti nema sem eina heildarhreifingu út í gegnum alla myndina þannig að hún liti út íyrir að vera öll teiknuð af sömu hendinni. Þannig að við kræktum saman örm- um allan tímann og neituðum að láta skilja okkur að. Þó skiptum við okkur niður á nokkrar undirdeildir, t.d. hafði Steve Hickner yfirsýn yfir útliti teiknuðu „leikaranna“ þ.e. sá til þess að fígúrarnar héldu sama útliti milli atriða. Brenda Chapman sá um brelluatriðin og bakgrunns- deildina og ég sá um almenna útlits- hönnun, þ.e. hvernig myndskeiðin era uppbyggð, myndbyggingu og annað slíkt. I öllum stærri atriðum eins og Rauðahafsatriðinu kræktum við aftur saman örmum og unnum sem einn rnaður." HJARTAKNÚSARAR og hörkutól era hlutverk sem þessir tveir leikarar era vanari að kljást við. Val Kilmer er þekktur fyrir stór hlutverk á borð við Leður- blökumanninn og Dýrlinginn. Ralph Fiennes sló rækilega í gegn í aðal- hlutverkinu I Enska sjúklinginum og lék á móti Umu Thurman í The Avengers. Þeir vora að hittast í fyrsta skipti daginn sem undimtað- m- tók viðtalið við þá, þrátt fyrir að hafa leikið aðalhlutverkin í sömu mynd sem hefur verið fjögur ár í vinnslu. Voivð þið með ákveðnar hug- myndh• um hvemig manngerðh• Ramses og Móses væm, eða réðu leikstjóramirferðinni? Fiennes: „Ég var ekki alveg viss um hvaða væntingar eða kröfur væru gerðar um íramlag mitt í svona teiknimyndavinnu , en ég var opin fyrir þeim aðferðum sem vora notaðar. Þegar ég mætti til leiks var búið að leggja mikla vinnu í gerð handritsins og gera skissur af öllum myndskeiðunum. Ég var síðan beð- inn um að koma með hugmyndir að raddbeytingunni. Við gerðum mai'g- ar upptökur með mismunandi hug- myndum og áherslum og þannig þróaðist Ramses." Hvað varþað sem laðaði ykkur að verkefninu? Fiennes: „Ég féll strax fyrir þeim teikningum og myndum sem Jef- frey [Katzenberg] sýndi mér upp- haflega, og ég sá að það hafði verið eytt gífm'lega miklum tíma og vinnu í að undirbúa gerð myndarinnai', ferðir til Egyptalands sem skiluðu sér greinilega í áferð og heildai’svip myndai'innar. Ég sá hvað þetta var mikil sjónræn veisla og tækifærið að fá að leika eitt af hlutverkunum var einfaldlega nvjög freistandi.“ Kilmer: „Eg hef þekkt Jeffrey í mörg ár og fannst mjög spennandi að fýlgjast^ með stofnun Dr- eamWorks. Ég var viss um að nýtt kvikmyndaver af þessari stærð- argráðu kæmi með nýjar hugmynd- ir og gæti ekki verið annað en hollt fyrir iðnaðinn. Því kom það mér ekkert á óvart að Jeffrey hefði valið svona metnaðarfullt verkefni. Mér fannst það bara mjög spennandi. Ég vissi reyndar ekkert um þetta iyrr en ég var beðinn um að leika Móses og það var bara svo skemmtilegt og spennandi að það var ekki annað hægt en að taka hlutverkinu." Var mikill munur fyrir ykkur sem leikara að vinna við teiknimynd, þurftuð þið að beita annarri tækni? Kilmer: „Svona mynd er gerð á löngum tíma og það krefst annars hugsanaferlis við vinnuna. Ég var í tvö ár að leika í þessari mynd. Fyrst ÞAÐ lá vel á Ralph Fiennes þeg- ar viðtalið fór fram í London. VAL Kilmer á frumsýning Eg- ypska prinsins í Los Angeles. er röddin tekin upp og síðan nokkram mánuðum síðar kemur at- riðið aftur fullteiknað og þá er gerð ný hljóðupptaka og þá er kannski kominn annar taktur í myndskeiðið og svona hægt og bítandi þróaðist myndin." Var þetta kannski svipað og að - leika í útvarpi? Fiennes: „Já, að mörgu leyti, fýrir utan þessa hægu þróun og mögu- leikinn á að þreifa sig áfram og prófa mismunandi útgáfur þegar „útvarpsleikritið" kom aftur með lif- andi myndum. Það voru svo miklu meiri möguleikar á að gefa af sér og taka virkan þátt í persónusköpun- inni; mér fannst ég vera partur af heildinni sem vann að þessari mynd.“ Hvernig fannst ykkur að vinna - saman án þess að nokkurn tím- ann hittast? Kilmer: „Það var „öðruvísi" efth’ að við höfðum báðir lokJð við eitt- hvert ákveðið atriði, þá gátum við tekið það aftui' og aftur og spilað á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.