Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 61^ 3 þúsund ára gömul saga Egypski prinsinn er dramatísk mynd sem segir hina þrjú þúsund ára gömlu sögu af viöburðan'kri og langri ævi Móses [á 110 mínútum]. Draumasmiðjan réði til sín hundruð fræðimanna frá flestum trúarsam- félögum til að fara yfir handritið til að vera vissir um að styggja nú engan trúarhóp og ráðfærði sig við sagnfræðinga jafnt sem fomleifa- fræðinga til að tryggja að sögulegar staðreyndir í myndinni væru réttar. Þrátt fyrir það fylgir myndin ekki gamla testamentinu eftir i einu sem öllu, til dæmis er það ekki systir Ramses heldur móðfr hans sem finnur Móses í körfunni og ýmislegt í þeim dúr er gert til að gera frásögnina liprari. Katzen- berg ákvað að einbeita sér að sögu uppeldisbræðranna Móses og Ramses sem verða erkióvinir; þetta er gamla góða vangaveltan um gott og illt. Biblíusögur þykja trálegast ekki mjög ,svalar“ í augum flestra ung- menna nútildags og því skyldi maður ætla að Katzenberg væri að taka stóra áhættu með Egypska prinsinum, en staðreyndin er sú að Onnur Mósebók segir frá svo spennandi örlögum og „flottum“ ki-aftaverkum að þar er af nógu að taka fyrir góða brellu og hasar- mynd. Það er líka nokkuð ljóst að teiknimyndin sem miðill fellur vel að ævintýrablæ gamla testament- isins og þó að það séu nokkur létt grínatriði inn á milli þá var kominn tími á að Hollywood sendi frá sér eina dramatíska teiknimynd fyrir fullorðna. Engir hamborgarar Katzenberg er greinilega alveg á þessari línu. Hann sagði: „Það eru til svo margar tegundir af leiknum kvikmyndum, grínmynd- ir, hasarmyndir, sprengju- og brellumyndir, dramatískar og sögulegar myndir, rómantískar ástarmyndir að ég skil ekki af hverju það sama á ekki við um teiknimyndir, væri ekki hægt að nota teiknimyndaformið sem verk- færi til að segja mismunandi teg- undir af sögum? Teiknimyndir geta verið svo miklu meira en barnamyndir. Við vildum ekki úti- loka börn sem áhorfendur, en við vildum gera mynd sem fullorðnir myndu vilja sjá.“ Annað sem kemur skemmtilega á óvart er að það er lítið sem ekk- ert af varningi á borð við leikföng, fatnað, dúkkur og annað slíkt í tengslum við Prinsinn, enginn samningur við McDonalds eða Burger King. Disney halar oft meira inn á slíkum söluvarningi en á myndunum sjálfum, en Drauma- smiðjan er mjög meðvituð um hversu sterkar tilfinningar fólk ber til efniviðar myndarinnar og vandar sig við að troða engum um tær. VAL Kilmer talar inn á fyrir Móses og Ralph Fiennes fyrir Ramses. þær hugmyndir sem mótleikarinn kom með. Til dæmis eitt atriðið þar sem Ramses er drukkinn uppi á styttunni; það eru hundrað mis- munandi leiðir þar og Ralph kom með fimmtíu mismunandi útgáfúr og svo vai- það besta úr þeim skeytt saman í eina töku. Það gaf mér tón- inn til að bæta mína útgáfu og þannig gekk þetta eins og borðtenn- is án þess að við værum nokkum tímann saman í upptökusalnum. Þetta er eitt af því sem manni er oft lofað í leiknum myndum en gefst sjaldnast tækifæri til, vegna þess að sólin er að setjast og allir era orðnir þreyttir og vilja fara heim.“ Var þægilegt að sleppa við farða - ogbúninga? Kilmer: „Við litum hræðilega út, og komum eins og draslur til fara.“ Fiennes: „Við vorum að sjálfsögðu klæddir lendaskýlum og sandölum. » Kilmer: „Taktu þvengskóna af fótum þér... Fiennes: „Ég held ég skilji hvað þú átt við, en svona vinna er bara öðravísi erfið; hún tekur á. Öll ork- an fer í röddina og maður er að reyna að koma einhverju til skila með henni. Ég er vanur að nota all- an líkamann, röddin er bara eitt af mörgum verkfæram sem leikarinn hefur og stundum missti maður alla tilfinningu fyrir því hvemig maður hljómaði og treysti á leik- stjórana til að stýra manni á rétta braut. Mér fannst það mjög, mjög erfitt.“ Var erfítt að kljást við söngatrið- in? Fiennes: „Já, en sem betur fer studdu allir við bakið á mér og ég var með ég veit ekki hvað margar kippur af söngkennuram." Kilmer: „Ég var ekki nógu góður til að syngja lögin fyrir Móses, það var fenginn atvinnumaður í það.“ Fiennes: „Þú varst nógu góður til að leika og syngja sem Jim Morri- son í The Doors!“ Kilmer: „Já en ekki fýrir Eg- ypska prinsinn...Stephen Schwartz samdi mjög góð lög sem ég gat ekki gert nógu góð skil...[bætir hlæjandi við] þau vora eklri í minni tónteg- und.“ Hvemiggekk að fínna réttu rödd- inafyrirguð? Kilmer: „Það var nokkuð óvenju- legt hlutverk; það verður að viður- kennast. Ég gerði eins og Ralph og treysti á leiðsögn fólksins sem var á bakvið glerið í stjórnklefanum, með þrjá leikstjóra og tvo fram- leiðendur var enginn skortur á hugmyndum. [Meiri hlátur] Erfið- ast var þegar maður heyrði ekki til þeirra, sá bara handapat og ýktar varahreyfingar, þá varð ég hrædd- ur.“ Plíqætir jolaqjarir - allan ársins hring! í kvöld er dregið í Víkingalottóinu um tugi milljóna króna! Fáðu þér miða fyrir kl. 17 í dag. C ATH! Aðeins^ykr. röðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.