Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 44
>44 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Er Galsi á leið út í lönd? Hátt verð virðist standa í vegi fyrir því að fjögur hrossaræktarsambönd festi kaup á stóðhestinum Galsa frá Sauðárkróki. Sunn- lendingar eru tilbúnir til kaupanna en Vestlendingar og Skagfírðingar telja sig ekki ráða við svo stóran bita fyrir ekki stærri eignarhlut. Dalamenn eru hinsvegar enn að hugsa málið. Valdimar Kristinsson kynnti sér stöðuna og tíndi til ýmislegt fróðlegt um þennan fræga hest. FÁIR ef nokkrir stóðhestar eiga jafnglæstan feril að baki og gæðing- urinn Galsi frá Sauðárkróki. Á þeim bænum þekkist ekki annað en fyrsta sæti þegar um keppni er að ræða og ávallt þegar hesturinn hef- mr komið fyrir almenningssjónir hefur hann vakið athygli fyrir skörulega framgöngu. Hann þykir framfallegur, faxprúður. Vilji og geðslag með því besta sem gerist og hið sama má segja um vekurðina og brokkið. En allir góðir stóðhestar eiga það sameiginlegt að hafa ein- hverja veika punkta og hjá Galsa þykir töltið í tæpara lagi bæði hvað varðar takt og eins lyftingu fram- fóta. Pennan veika punkt hestins hef- ^Fur aðeins borið á góma í þeirri um- ræðu sem farið hefur af stað nú þegar hrossaræktarsamböndin fjögur veltu fyrir sér möguleikum á að kaupa hestinn fyrir að því er virðist metfé. Umræðan um hvert skuli stefna í hrossarækt á íslandi hefur einnig borið á góma. Sú stað- reynd að meginverðmæti íslenskra hesta felist í töltinu og hinu að hár framfótaburður auki verðmæti og geti ráðið úrslitum um sölu hrossa hefur spunnist inn í umræðuna um Galsa og sýnist þar sitt hverjum. Skagfirðingar og Vestlendingar gefa Galsa frá sér Formaður hrossaræktarsam- -*?oands Skagfírðinga Bjarni Marons- son á Ásgeirsbrekku er ekki í vafa um að ræktunarverðmæti hestsins séu fágætt, um það verði ekki deilt og því slæmt að þurfa að sjá á eftir honum jafnvel úr landi. Bjarni sagði það því miður ekki verjandi að binda svo mikið fé til langs tíma. Hesturinn væri of dýr miðað við stöðu hrossaræktarinnar þessa dag- ana. Ekki væri lengur hægt að sækja í stofnvemdarsjóðinn og það væri vissulega áhyggjuefni að við- spyrna Islendinga til að halda eftir- sóknarverðum hestum í landinu væri dvínandi því hrossaræktar- samböndin væru ekki fjársterk um þessar mundir. Hvað varðar að- finnslur um töltið í Galsa sagði Bjami það oft svo með ýmsa hesta sem væru mörgum góðum kostum búnir að mönnum væri gjarnt að hnjóta um það sem lakast væri í fari hestanna. Skagfírðingar hafa tvisvar verið með Galsa á leigu, síðast í haust er hann var notaður fram í október. Sagði Bjarni að eftirspum eftir að koma hryssum undir hestinn hafi verið mjög góð og útkoman verið prýðileg. Var tollurinn seldur á 35 þúsund krónur fyrir félagsmenn en 40 þúsund til annarra. Formaður Hrossaræktarsam- bands Vesturlands, Bjami Marinós- son í Skáney, sagði þá alfarið vera búna að afskrifa þátttöku í þessum kaupum. Verðið væri of hátt miðað við að óvissuþættimir vora margir. Hann benti á að aðeins hefðu fjögur afkvæmi verið sýnd undan klárnum og einkunnir ekki háar. Þetta væri fulllítið tii að byggja á þegar kaupa ætti stóðhest í þessum verðflokki og svo mætti segja að í því fælist ákveðin öfugmæli að vera einn dag- inn að leita eftir fjárstuðningi til að fækka hrossum og kaupa svo hinn daginn einn dýrásta stóðhest sög- unnar. Sunnlendingar era mjög áfram um að kaupa Galsa og munu þeir hafa reifað hugmyndir við Hún- vetninga hvort þeir væru tilbúnir að koma inn í stað Skagfírðinga og Vestlendinga og Hrossaræktar- samband Dalamanna, sem verið hefur inn í myndinni frá upphafi, er ennþá að skoða málið að sögn for- mannsins Svavars Jenssonar. For- maður Hrossaræktarsamtaka Suð- urlands Kristinn Guðnason sagði að einnig væra einstaklingar farnir að hringja og athuga með mögu- leika á að taka þátt í kaupunum. Taldi Rristinn það mjög brýnt að tryggja áframhaldandi veru hests- ins í landinu. Hann benti á að á undanförnum árum hefðu tveir yf- irburðahestar verið seldir úr landi án þess að gerðar hefðu verið al- varlegar tilraunir til að halda þeim í landinu og átti hann þar við sölu á Fána frá Hafsteinsstöðum 1995 og Gusti frá Grund á síðasta ári. Fram kom í máli Kristins að vissulega væri fjárhagur Hrossaræktarsam- taka Suðurlands knappur um þess- ar mundir þeir stæðu í fjárfrekum framkvæmdum. Til stæði að selja stóðhestinn Kveik frá Miðsitju til að fjármagna kaupin á Galsa ef af yrði. Hefðu ýmsar hugmyndir ver- ið inni í myndinni varðandi sölu á honum en ekkert fast í hendi í þeim efnum. I fótsporum Orra Ef borin er saman staða Galsa í kynbótamatinu nú þegar hann er átta vetra við stöðu Orra frá Þúfu á sama aldri kemur í ljós að hann er með 125 í einkunn en Orri með 127, báðir eru þeir með 4 dæmd af- kvæmi en Galsi er með 91 skráð en Orri með 58. Öryggið er 88% hjá Galsa í stað 82% hjá Orra. Galsi er í 43. sæti en Orri í 20. sæti. í millitíð- inni hefur einkunnaútreikningi ver- ið breytt en það hafði nánast ein- göngu áhrif á efstu og neðstu hross- in og má því ætla að þessar tölu séu vel samanburðarhæfar. Varðandi skráningu afkvæma sem héfur að vísu ekki áhrif á kynbótagildi má ætla að skýrsluhald sé orðið al- mennara í dag en var fyrir fjórum árum og Galsi njóti þess. En af þessu má sjá að staða þeirra í kyn- bótamatinu er nokkuð svipuð og því er ekkert sem segir að Galsi eigi ekki alla möguleika á að ná svipaðri stöðu og Orri hefur náð í dag. Svo má geta þess til gamans að báðir sigra þessir hestar í gæðingakeppni á landsmóti á sama aldri. Blikur á lofti í ræktun töltsins Mönnum þykir sú spurning mjög áleitin hvort Galsi skili af sér góðu tölti í framtíðinni, hreinu og eða lyftingargóðu. Nokkrir viðmæl- enda bentu á að fram séu komnir hestar á undanförnum árum sem teljast mjög vafasamir þegar áhersla er lögð á hreint og lyfting- argott tölt. Ef hrossaræktarsam- bönd fari að kaupa slíka hesta í stórum stíl sé voðinn vís því allir sem komið hafa nálægt hrossasölu viðurkenni að hreint tölt og fóta- burður skipti hreinlega sköpum um það hvort hrossið þyki vænlegt til kaups eður eigi. Hefur Galsi þrá- faldlega verið nefndur í þessum efnum og einnig verið minnst á kaup Hrossaræktarsamtaka Suð- urlands á Svartssyninum Núma frá Þóróddsstöðum sem voru mjög umdeild á sínum tíma. Gagnrýnis- raddirnar fengu svo byr undir báða vængi þegar ljóst var að aðeins sautján hryssur voru hjá sjö millj- ón króna hestinum Núma. Vonin föl Núverandi eigendur Galsa eru Þjóðverjinn Andreas Trappe sem á 90% og Baldvin Ari Guðlaugsson sem alltaf hefur sýnt hestinn með mikilli piýði. Sökum þessarar eign- arskiptingar hefur alla tíð frá lands- mótinu 1994 þegar Galsi sló fyrst í gegn þótt yfirvofandi að hann færi úr landi. Málum hagar þannig til að Trappe á nokkurn fjölda hryssna hér á landi og hefur því getað nýtt sér hestinn og því ekki legið mikið á að taka hann út til síns heima. Eftir glæsilegan sigur í A-flokki gæðinga á landsmótinu í sumar er með réttu hægt að segja að frægðarljómi Galsa hafí skinið hvað bjartast og því réttur tími til að fá hæsta mögu- legt verð fyrir hestinn meðan enn ríkir kitlandi óvissa um hversu góð- ur kynbótahestur hann kann að reynast. Næstu tvö árin verða af- drifarík um stöðu Galsa í ræktun- inni og það er meðal annars þess vegna sem Vestlendingar ganga frá borði í þessum leik. Kunnur hrossa- ræktandi á Suðurlandi sagðist hafa skoðað nokkurn fjölda trippa undan Galsa og virtist sér sem útlit þeirra væri lítið yfír meðallaginu og gæfi ekki neina vísbendingu um að þau ættu eftir að skera sig úr fjöldanum í fyllingu tímans. Sér virtist sem eigendur hestsins væru hér að reyna að selja vonina í hestinum á réttum tímapunkti. Einn þátturinn er ónefndur sem er ætt Galsa. Hann er fæddur Sveini Guðmundssyni á Sauðár- króki undan Ófeigi frá Flugumýri og Gnótt frá Sauðárkróki. ðfeigur hefur sem kunnugt er hlotið heið- ursverðlaun fyrir afkvæmi og sann- að sig sem margfaldur gæðingafaðir þar sem góður fótaburður hefur verið aðal hans afkvæma. Móðir hans Gnótt hlaut íyrstu verðlaun á landsmóti 1986 en hún er undan Hervari 963 frá Sauðárkróki og Hr- efnu 3792 frá Sauðárkróki. Hervar er einnig með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Saman koma í ætt Galsa hross með góða fótlyftu og laka og því ekki vonlaust að hann geti gefíð afkvæmi með fótaburði. En af þessu má sjá að gott stendur að baki Galsa og það ásamt góðum eigin- leikum hans gerir hann að efnileg- um kynbótahesti og með réttu hægt að segja að líkurnar séu með hon- um. Sá á kvölina sem á völina Það verður að teljast fullkomlega eðlilegt að skoðanir séu skiptar þegar verið er að ræða um kaup á hlut í stóðhesti sem verðlagður er á fjórtán milljónir ki'óna. Allt hans atgervi og bakgrunnur er sett á vogarskálarnar og síðan er tekin ákvörðun. Höfuðverkur forsvars- manna er sá að þeir verða að taka áhættuna fyrir félagsmenn. Ef hlutur verður keyptur í Galsa má ætla að svarið verði komið eftir þrjú ár um það hvort hér hafi verið fjárfest í góðum kynbótahesti. Ef hann reynist ekki sem skyldi og nú- verandi stjórnarmenn verða enn við stjórnvölinn verða þeir vafalaust látnir taka pokann sinn fyrir að hafa eytt stórfé í misheppnaðan kynbótahest. Standi Galsi hinsveg- ar undir þeim vonum sem við hann eru bundnar verða þessir sömu stjórnarmenn settir á stall sem djúpvitrir fjárfestar með óvenju næmt auga fyrir góðum kynbóta- hrossum. I þessu sambandi er vert að minnast þess þegar félag var stofnað um Orra frá Þúfu og hlut- irnir alls sextíu talsins seldir á 100 þúsund krónur hver. Þetta þótti glæfralegt verð fyrir fjögurra vetra fola á sínum tíma og þótti nokkuð ljóst að aumingja mennirnir sem glöptust á að kaupa hlut hefðu verið plataðir. I dag þýðir ekki að tala um minna en 500 þúsund krónur fyrir hlutinn séu þeir falir á annað borð. En í dag beinast spjótin að Galsa frá Sauðárkróki. Kaupa íslenskir aðilar hann eða munu þeir Trappe og Baldvin Ari reka hann áfram eins og verið hefur eða fer Trappe með Galsa utan? Vaxandi eftirspurn eftir veiðileyfum AUKNING var í umsóknum um veiðileyfi í fyrstu úthlutun Stanga- veiðifélags Reykjavíkur. Var hún mismikil frá einu veiðisvæði til ann- ars, sums staðar engin, en annars staðar mikil en dæmi voru einnig um minni eftirspurn. Metið var um- sóknarfjöldi í Fáskrúð í Dölum, þar sem 108% aukning var í umsóknum frá síðasta ári. Að sögn Bergs Steingrímsson- ar hjá SVFR liggja ekki allar töl- ur á borðinu enn, en í heildina líti út fyrir að aukningin í heild sé nokkur. „Mest er þessi aukning í Fáskrúð, en það er einnig gífur- leg aukning á umsóknum á öll helstu veiðisvæði í Soginu, senni- lega 70-80%. Því veldur auðvitað að síðasta sumar var besta veiðin sem þar hefur verið í þó nokkur ár, lax- og bleikjuveiði er í upp- sveiflu og veiðileyfín ekki dýr,“ sagði Bergur. „Einhver minnkun“ virtist vera í Stóru Laxá og El- liðaánum, en ár á borð við Gljúfurá, Norðurá og fleiri eru með jafna og góða nýtingu. Verðhækkanir... Eitthvað er um verðhækkanir hjá SVFR eins og frá hefur verið greint, í Norðurá og Gljúfurá. Er meðalhækkun á verðskrá í Norð- urá 6%, en 6,5% í Gljúfurá. Ein- hverjum kann að þykja þetta um- talsvei'ðar hækkanir, en þær blikna og verða ansi rýrar og ræfilslegar þegar bomar eru saman við það sem heyrst hefur að sé í gangi í Hofsá. Þar eru nú komnir í hús er- lendir leigutakar í samvinnu við innlenda aðila. Stórlega dregur úr framboði til íslenskra veiðimanna, en þó hefur stöku gömlum kúnna verið boðinn dagur. T.d. voru ein- um boðnir dagar um miðjan júlí á VEIÐIMENN reikna greinilega með góðu laxveiðisumri. Hér er dæmigerður stórlax, myndin er frá Svalbarðsá í Þistilfirði og það er leigutaki hennar, Jör- undur Markússon, sem hampar 17 punda flugulaxi. sumri komanda. Sá hinn sami var síðasta sumar á svipuðum tíma og greiddi þá 14.000 krónur fyrir dag- inn. Hafi hann hug á því að heim- sækja paradísina sína að ári þarf hann hins vegar að borga 40.000 krónur fyrir daginn. Það kallast al- vöru verðhækkun. Svona þar fyrir utan virðist sem verðlag standi nokkuð í stað og stafar trúlega af því að litlar hræringai' hafa verið á útboðsmarkaðnum. Fleiri kvótar? Mikil umræða um græðgi og ósóma í svokölluðum maðkahollum sem verið hefur í haust hefur leitt af sér að leigutakar Laxár í Kjós og Norðurár hafa afráðið að setja kvóta á umrædda maðkveiðidaga. Nú hefur því verið fleygt að leigu- takar Þverár og Kjaraár íhugi að fylgja fordæminu og setja kvóta á maðkahollin. Það skýrist fljótlega hvort af verður og þá hve stór kvótinn verður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.