Morgunblaðið - 23.12.1998, Side 68

Morgunblaðið - 23.12.1998, Side 68
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur tfttmtHiifeife Drögum næst . desember HAPPDRÆTTI [ÓLA ISL HASKÓLA ISLANDS MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Jólasvipur yfir bænum Flugmenn eru varir um Aska greindist í Reykjavík í gær KETKRÓKUR jJÓLASVIPUR er yfir byggðum "andsins og jólastemmning ríkti í höfuðborginni í gær. Börnin á Sunnuborg gengu niður Lauga- veg á leið í Ráðhúsið, þar sem þau ætluðu að hitta Gáttaþef. Þau gáfu sér samt tíma til að stoppa og kíkja á skartgripi í búðagluggunum. ■ Jólastemmning/6 sig vegna gosöskunnar FLUGMENN eru varir um sig gagnvart útbreiðslu ösku frá gosinu í Gríms- vötnum, að sögn Bergþórs Bergþórssonar, aðalvarðstjóra í flugstjórn hjá Flugmálastjórn. Vélar í innanlandsflugi til Akureyrar fóru óbreytta leið í gær en vélin til Egilsstaða fór sunnar en vanalega til að forðast ösku; flogið var um Ingólfshöfða, og tók ferðin um 10 mínútum lengri tíma en ella. Bergþór segir að það séu einkum flugmenn þotna sem era varir um sig gagnvart öskunni. Hann segir að flugstjórn styðjist við aðvaranir Veð- urstofunnar um útbreiðslu öskunnar og að öskufallið hafi ekki haft afger- andi áhrif á flugumferð frá höfuð- borgarsvæðinu hingað til. „En það má búast við að þetta versni ef mökkur fer að koma hér yfir,“ sagði hann. Ómar Sveinsson, yfirumsjónar- maður í Fjarskiptstöðinni í Gufunesi, sagði að fjölmargar fyrirspurnir bærust frá flugmönnum á leið milli Evrópu og Ameríku um gosmökkinn og útbreiðslu hans. „Þeir fylgjast mjög vel með þessu enda er þetta stórhættulegt flugvélum ojg getur slegið út hreyfla," sagði Ómar og minnti á að frægt væri dæmi um Boeing 747-þotu sem missti afl á öll- um hreyflum vegna gosösku og féll um 20 þúsund fet í kjölfarið. Ómar sagði að flugmönnunum léki því eðlilega forvitni á að vita hvort eldstöðin væri enn virk, hve víða mökkurinn lægi og askan bærist. Hann sagði að úr farþegaþotum sæ- ist mökkurinn í góðu skyggni langt að endacÍægi hann í 20-30 þúsund feta hæð. „En þeir reyna í lengstu lög að forðast þetta,“ sagði hann. mætti búast við þvi að ösku yrði vart á sunnanverðu landinu; í Rangár- vallasýslu og Arnessýslu. Gosið virðist óbreytt Hjá stjórnstöð AJmanhavarna rík- isins gaf Sigurður G. Tómasson þær upplýsingar síðdegis í gær að flogið hefði verið yfir eldstöðvarnar um morguninn á vél Flugmálastjómar. Um borð voru m.a. vísindamennirnir Magnús Tumi Guðmundsson og Páll Einai'sson. Sigurður sagði að þá stundina hefði virst tiltölulega lítil virkni í gosinu en hún vh-tist ganga í sveiflum. Gosið virtist óbreytt, að mati jarðvísindamanna, og ekkert væri komið fram sem benti til að það væri í rénun. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir BJÖRK Guðmundsdóttir á sviði Palladium-leikhússins í Lund- únum fyrr í mánuðinum. Björk syngur í Þjóðleik- húsinu BJÖRK Guðmundsdóttir heldur tvenna tónleika hér á landi eftir áramót. Tónleikarnir verða í Þjóðleikhúsinu 5. og 6. janúar. Þetta verða iíklega einu tónleik- ar Bjarkar hér á landi á árinu, enda er hún að hefja vinnu við upptökur á nýrri plötu. Björk Guðmundsdóttir heldur tónleika í Þjóðleikhúsinu 5. og 6. janúar næstkomandi með ís- lenska strengjaoktettinum og tónlistarmanninum Mark Bell. Með þeim hefur hún ferðast um heiminn undanfarið ár og kynnt síðustu hljómplötu sína Homogenic. Islenski strengja- oktettinn er, eins og nafnið gefur til kynna, skipaður íslenskum tónlistarmönnum, en Mark Bell er annar liðsmanna bresku hljómsveitarinnar LFO. Ríkissjónvarpið tekur upp seinni tónleikana, en þeir eru haldnir í samvinnu Smekkleysu s/m hf. og Tals hf. Aðeins verða seldir miðar í um 500 sæti hvort kvöld og því um 1.000 samanlagt. Miðasala hefst 29. desember. íslensk fyrir- tæki samein- uð í Mexíkó GRANDI hf. og Þormóður rammi- Sæberg hf. hafa stofnað nýtt eignar- haldsfélag um eignarhluti sína í mexíkósku systurfyrirtækjunum Pesquera Siglo SA og Naustico SA. Fyrirtækið hefur hlotið nafnið Isla og verður að jöfnu í eigu íslensku fyrirtækjanna. Að sögn Róberts Guðfinnssonar, framkvæmdastjóra Isla, verður lögð talsverð áhersla á sardínuveiðar og -vinnslu í fyrirtæk- inu og hafa m.a. verið keypt þrjú skip sem áætlað er að veiði um 40 þúsund tonn af sardínu á ári. ■ Keypt hafa/B2 2.600 hafa sótt um veiðileyfí Yngsti umsækj- andi 2ja mánaða ALLS hafa um 2.600 manns sótt um veiðileyfi til sjávarútvegsráðuneytis- ins í kjölfar dóms Hæstaréttar í svokölluðu kvótamáli og er yngsti umsækjandinn aðeins tveggja mán- aða gamall, að sögn Olafar Bjarkar Björnsdóttur, ritara í sjávarútvegs- ráðuneytinu. Margir þeirra sem sótt hafa um veiðileyfi hafa jafnframt sótt um kvóta en ekki hefur verið tekið sam- an í ráðuneytinu hve mikið magn þai' er samtals um að ræða. Ólöf Björk sagði í samtali við Morgunblaðið að flestir þeirra sem sótt hefðu um veiðileyfi væru ekki með skráða báta. „Þetta er fólk á öllum aldri og allt frá því að hafa fæðst í október síðast- liðnum, en dæmi eru um að allir meðlimir í sömu fjölskyldu sæki um,“ sagði Ólöf Bjöi'k. Morgunblaðið/Ásdís Veðurstofunni höfðu aðeins borist upplýsingar úr Kelduhverfi um öskufall eftir aðfai'anótt þriðjudags. Síðdegis í gær og fi’am á kvöld vai' talið að útbreiðsla öskunnar væri um mestallt Vesturland og suður fyrir Reykjanes. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum hafði aska sést vestur í Reykhólasveit og víðar á Vesturlandi. Veðurstofan safnar upplýsingum um öskufall fyrir Al- mannavarnir og sagði Einar Svein- bjömsson veðurft-æðingur að flestar ábendingar sem bárust í gær hefðu komið frá höfuðborgarsvæðinu. Norræna eldfjallastöðin efna- greindi sýni sem tekin voru utan við Veðurstofuna. Að sögn Einars fund- ust smá, glerkennd korn, minni en 0,1 mm í þvermál, sem efnagreining staðfesti að væru aska. Samkvæmt spákorti, sem taka átti gildi í gærkvöldi og miðaðist við að austanátt yrði ekki jafnhvöss og framan af degi, var búist við að dreif- ingin gæti orðið frá norðanverðu Snæfellsnesi og suður fyrir Reykja- nes en þegar liði á daginn í dag Tugir Japana í Borgarfírði um jól og áramót Vilja sjá norðurljósin TUGIR Japana munu eyða jólun- um og áramótunum í Borgarfirði til að freista þess að sjá norður- ljós. Að sögn Karls Sigurhjartar- sonar, framkvæmdastjóra Ferða- skrifstofu Vesturlands, koma þeir gagngert yfir hálfan hnött- inn til að sjá norðurljósin. Ferðamenn frá Asíu hafa kom- ið hingað til lands til að sjá norð- urljós í nokkur ár, en þetta er fyrsta árið sem Ferðaskrifstofa Vesturlands býður upp á slíkai' ferðir. Ferðimai- em 5-7 daga langar og er stoppað í Reykjavík og Borgarfirði, þar sem gist er í Húsafelli. A Augastöðum þar í sveit er jafnframt starfrækt rannsóknarstöð, þar sem norður- ljós eru rannsökuð og er hún kostuð af Japönum, að sögn Karls. Rómantískar ferðir „Þessar ferðir era mjög róm- antískar og til dæmis er mikið um brúðhjón í þeim og einnig er þarna mikið um kvenfólk. Þetta fólk veit að það gengur ekki að því vísu að sjá norðurljósin en samt kemur það yfir hálfan hnöttinn til að freista þess,“ segir Karl. Karl segist vita til þess að lönd eins og Finnland og Svíþjóð hafi boðið upp á slíkar ferðir en hann segir kærkomið að fá erlenda ferðamenn í Borgarfjörð á þess- um tíma árs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.