Morgunblaðið - 23.12.1998, Page 51

Morgunblaðið - 23.12.1998, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 51 KIRKJUSTARF ar. Guðrún Ásmundsdóttir les sögu. FÍLADELFÍA: Aðfangadagur: Aftan- söngur kl. 16.30, lofgjörðarhópur Fíla- delfíu ásamt einsöngvurum. Ræðu- maður Vörður L. Traustason. Allir hjartanlega velkomnir. Jóladagur: Hátíðarsamkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Hafliði Kristinsson. Lofgjörðar- hópur Fíladelfíu ásamt einsöngvurum. Ámi Arinbjarnarson spilar. Allir hjart- anlega velkomnir. 27. des.: Sam- koma fellur niður. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Aðfanga- dagur: Hátíðarsamkoma kl. 17. 27. des.: Samkoma kl. 20. Unga fólkið sér um lofgjörðina, prédikun og fyrir- bænir. Allir hjartanlega velkomnir. KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. KLETTURINN: Aðfangadagur: Kl. 17-17.40. „Fögnum komu jólanna". 27. des.: Kl. 20 jólasamkoma. Pré- dikun Jón Þór Eyjólfsson. „Sjá frelsari er oss fæddur“. Mikil lofgjörð og til- beiðsla. Allar samverur okkar eru að Baejarhrauni 2. Allir velkomnir. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa 23. des.: Kl. 8 Þorláksmessa á vetur. Messur kl. 8 og 18. 24. des.: Messa kl. 8. Hámessa kl. 24. 25. des.: Jóla- hátíð. Messur kl. 10.30 og kl. 14. Messa á ensku kl. 18. 26. des.: Stef- ánsmessa, messa kl. 10.30. Þýsk messa kl. 17. Engin messa kl. 18. 27. des.: Útvarpsmessa kl. 11. Messa kl. 14. Messa kl. 15.30 á pólsku. Messa kl. 18 á ensku. 28., 29. og 30. des.: Messur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa 23. des.: Kl. 18.30. 24. des.: Kl. 24. 25. des.: kl. 11. 26. des.: Kl. 11.27. des.: Kl. 11. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa 23. des.: Kl. 18. 24. des.: Kl. 9 og 24. 25. des.: Kl. 10.30. 26. des.: Kl. 10.30. 27. des.: kl. 10.30. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa 24. des.: Kl. 24. 25. des.: Kl. 11.26. des.: Kl. 9. 27. des.: Kl. 8.30. Virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Skólavegi 38. Messa 25. des.: Kl. 14. 27. des.: Kl. 14. kl. 14. GRUNDARFJÖRÐUR: Messa 25. des.: Kl. 14. 27. des.: Kl. 14. ÓLAFSVÍK: Messa 26. des.: kl. 17. HELLISSANDUR: Messa 27. des.: Kl. 15.30. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa 24. des.: Kl. 24. 25. des.: Kl. 16. 26. des.: Kl. 10. 27. des.: Kl. 10. RIFTÚN, Ölfusi. 27. des.: Messa kl. 17. ÞINGEYRI: Messa 25. des.: Kl. 15. FLATEYRI: Messa 25. des.: Kl. 18.30. ÍSAFJÖRÐUR: Messa 24. des.: Kl. 22. 25. des.: Kl. 11. AKUREYRI: Messa 24. des.: Kl. 24. 25. des.: Kl. 11.26. des.: Kl. 18. 27. des.: Kl. 11. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma kl. 14. MOSFELLSPRESTAKALL: Að- fangadagur: Aftansöngur á Reykja- lundi kl. 16. Einsöngur Bergþór Páls- son. Sr. Jón Þorsteinsson. Aftan- söngur í Lágafellskirkju kl. 18. Ein- söngur Bergþór Pálsson. Sr. Jón Þor- steinsson. Guðsþjónusta í Lágafells- kirkju kl. 23.30. Einsöngur Inga Back- man. Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 14. Flautuleikur Kri- stjana Helgadóttir. Sr. Jón Þorsteins- son. Annar jólad.: Hátíðarguðsþjón- usta í Mosfellskirkju kl. 14. Einsöngur Inga Backman. Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson. BRAUTARHOLTSKIRKJA: Aðfanga- dagur: Aftansöngur kl. 17. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur. SAURBÆJARKIRKJA á Kjalarnesi: Messa á aðfangadagskvöld kl. 22. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós: Hátíð- armessa á jóladag kl. 11 f.h. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur. KIRKJA HEYRNARLAUSRA: Jóla- messa annan í jólum, 26. des. kl. 14 í Grensáskirkju. Táknmálskórinn syng- ur undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. Raddtúlkur Þórey Torfadóttir. Organisti Ámi Arinbjarnarson. Miyako Þórðarson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Að- fangadagur: Aftansöngur kl. 18. Þór- unn Sigþórsdóttir syngur einsöng. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjóm Natalíu Chow. Organisti Natalía Chow. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Miðnæturguðsþjónusta kl. 23.30. Böm úr Kór Óldutúnsskóla syngja undir stjórn Egils R. Friðleifssonar ásamt félögum úr Kór Hafnarfjarðar- kirkju. Organisti er Smári Ólason. Prestur sr. Gunnþór Ingason. Jóla- dagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Elna Þórarinsdóttir, sópran og Aðal- heiður Gunnarsdóttir, alt syngja tví- söng. Kór Hafnarfjaðarkirkju leiðir söng. Organisti Natalía Chow. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. 2. jóladagur JOLAMESSUR : Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Barna- og unglingakór Hafnarfjarðar- kirkju flytur söngleikinn „Fæðing frelsarans" undir stjóm Hrafnhildar Blomsterberg og leiðir söng. Umgjörð þessarar guðsþjónustu er einkar fög- ur fyrir jólaskímir. Organisti Natalía Chow. Prestar sr. Þórhildur Ólafs og sr. Gunnþór Ingason. 30. des.: Jóla- ball í Hásölum Strandbergs kl. 14. Börnum úr sunnudagaskólum kirkj- unnar og fjölskyldum þeirra er sér- staklega boðið til jólaballsins en allir eru velkomnir. Hljómsveitin „Glaðir jólasveinar" leikur jólatónlist og söngva. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18 og náttsöngur kl. 23.30. Prestur Sigurður Helgi Guð- mundsson. Jóladagur: Hátíðaguðs- þjónusta kl. 14. Prestur Kristín Þór- unn Tómasdóttir. 2. jóladagur : Skímarguðsþjónusta kl. 14. Prestur Sigurður Helgi Guðmundsson. Kór Víðistaðasóknar syngur í öllum guðs- þjónustunum. Organisti Úlrik Ólason. Einsöngur á aðfangadag: Sigurður Skagfjörð Steingrímsson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Að- fangadagur: Aftansöngur kl. 18. Flautuleikur Petrea Óskarsdóttir. Náttsöngur kl. 23.30. Jóladagur: Há- tíðarguðsþjónusta kl. 14. Annar jólad.: Skírnarguðsþjónusta kl. 14. Organisti Þóra V. Guðmundsdóttir. VÍDALÍNSKIRKJA: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18. Sr. Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur og Nanna Guðrún djákni þjóna. Vífils- staðir: Jóladagur: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur þjónar. GARÐAKIRKJA: Aðfangadagur: Miðnæturguðsþjónusta kl. 23.30. Ein- söngur Elsa Waage. Sr. Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur og Nanna Guðrún djákni þjóna. Jóla- dagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 15.30. Sr. Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur þjónar. 2. jóladagur: Skírnarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur þjónar. BESSASTAÐAKIRKJA: Jóladagur: Hátíðaguðsþjónusta kl. 14. Sr. Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur þjónar. KÁLFAT J ARN ARSÓKN: Aðfanga- dagur: Hátíða-kvöldguðsþjónusta kl. 23.30. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur, þjónar. ÚTSKALAKIRKJA: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18. Davíð Ólafsson syngur einsöng. Jóladagur: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. SAFNAÐARHEIMILIÐ SANDGERÐI: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 23. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA: Jóladagur: Há- tíðarguðsþjónusta kl. 14. Hjördís Ein- arsdóttir syngur einsöng. Sóknar- prestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Aðfanga- dagur: Helgistund í Viðihlíð kl. 16. Aftansöngur kl. 18. Helgistund á jóla- nótt kl. 23.30. Jóladagur: Hátíðar- messa í Kirkjuvogskirkju kl. 11. Há- tíðarmessa í Grindavíkurkirkju kl. 14. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Að- fangadagur: Jólavaka kl. 23.30. Helgileikur sem fermingarbörn annast og kertaljós verða tendruð þegar við syngjum „Heims um ból“. Margeir Hafsteinsson leikur á trompet. Jóla- dagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Börn borin til skírnar. Baldur Rafn Sigurðsson. NJARÐVÍKURKIRKJA: Aðfanga- dagur: Aftansöngur kl. 18. Jóladag- ur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Börn borin til skírnar. Njarðvíkurkirkja verð- ur opin á aðfangadag kl. 11-18 fyrir þá sem vilja koma og tendra kerti fyr- ir ástvini sína og á gamlársdag verður kirkjan opin kl. 15-16.30 af sama til- efni. Heilbrigðisstofnun Suður- nesja: Jóladagur: Guðsþjónusta kl. 12.45. Baldur Rafn Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Aðfangadag- ur: Aftansöngur kl. 18. Sr. Sigfús Baldvin Ingvason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Einsöngvari Guðmundur Ólafsson. Jólavaka kl. 23.30. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju syngur jólalög. Einsöngvarar Ingunn Sigurð- ardóttir, Einar Júlíusson, Guðmundur Sigurðsson og Margrét Hreggviðs- dóttir. Jóladagur: Guðsþjónusta á Hlévangi kl. 13. Prestur sr. Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Einars Arnars Ein- arssonar. Hátíðarguðsþjónusta í kirkj- unni kl. 14. Pestur sr. Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Dagný Jónsdóttir syngur einsöng. Orgelleikari Einar Öm Einarsson. SELFOSSKIRKJA: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18. Messa kl. 23.30. Jóladagur: Guðsþjónusta í Sjúkra- húsi Suðurlands kl. 11. Hátíðarmessa í Selfosskirkju kl. 14. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa jóla- nótt kl. 23.30. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa að- fangadagskvöld kl. 18. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa jóladag kl. 14. MOSFELLSKIRKJA, Grímsnesi: Að- fangadagur: Helgistund kl. 18. MIÐDALSKIRKJA, Laugardal: Jóla- dagur: Hátíðarmessa kl. 11. FÉLAGSHEIMILIÐ BORG, Gríms- nesi: Jóladagur: Hátíðarmessa kl. 13.30. BÚRFELLSKIRKJA, Grímsnesi: Jóladagur: Helgistund kl. 16. ÚLFLJÓTSVATNSKIRKJA, Grafn- ingi: 2. jóladagur: Messa kl. 13.30. ÞORLÁKSHAFNARPRESTAKALL: Aðfangadagur: Aftanöngur kl. 18 í Þorlákskirkju. Jóladagur: Hátíðar- messa kl. 14 í Þorlákskirkju. Annar jólad.: Hátíðarmessa kl. 14 í Hjalla- kirkju og kl. 16 í Strandarkirkju. HVERAGERÐISKIRKJA: Aðfanga- dagur: Guðsþjónusta í HNLFÍ kl. 16. Aftansöngur í Hveragerðiskirkju kl. 18. Jóladagur: Helgistund í HNLFÍ kl. 11. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í Kot- strandakirkju. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Aðfanga- dagur: Aftansöngur kl. 18. Prestur sr. Kristján Valur Ingólfsson. Miðnætur- messa kl. 23.30. Sr. Sigurður Sigurð- arson vígslubiskup prédikar. Sr. Egill Hallgrímsson og sr. Kristján Valur Ing- ólfsson þjóna fyrir altari. Félagar úr Skálholtskórnum syngja. Margrét Bó- asdóttir syngur einsöng. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Skájholtskórinn syngur. Organisti Hilmar Örn Agnars- son. BRÆÐRATUNGUKIRKJA: 2. jóla- dagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur. HAUKADALSKIRKJA: Hátíðarguðs- þjónusta verður á þriðja í jólum kl. 14. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18. Guðrún Ellerts- dóttir syngur einsöng. Kórsöngur og organleikur í 20 mín. fyrir athöfn. Miðnæturguðsþjónusta kl. 23.30. Ragnhildur Theódórsdóttir syngur einsöng. Kórsöngur og organleikur í 20 mín. fyrir athöfn. Jóladagur: Há- tíðarguðsþjónusta kl. 14. Annar í jól- um: Skírnarmessa kl. 14. Sjúkrahús Akraness: Hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl. 13. Dvalarheimilið Höfði: Hátíðarguðsþjónusta 2. jóladagur kl. 12.45. BORGARPRESTAKALL: Aðfanga- dagur: Aftansöngur í Borgarnekirkju kl. 18. Messa í Borgarkirkju kl. 22.30. Jóladagur: Messa í Álftaneskirkju kl. 14. Messa í Álftártungukirkju kl. 16. Annan jólad.: Messa í Akrakirkju kl. 14. Guðsþjónusta á Dvalarheimili aldraðra kl. 16.30. REYKHOLTSPRESTAKALL: Reyk- holt: Aðfangadagur: Barnastund í kirkjunni kl. 11.30. Guðsþjónusta kl. 22. Síðumúli: Jóladagur: Guðsþjón- usta kl. 11. Stóri-Ás 27. des.: (Gils- bakka- og Stóra-Áss sóknir). Guðs- þjónusta kl. 14. HVANNEYRARPRESTAKALL: Hvanneyri: Jóladagur: Guðsþjón- usta kl. 14. Lundur: Annar jólad.: Guðsþjónusta kl. 16. Bær: 2. jóla- dagur : Guðsþjónusta kl. 14. HVAMMSTANGAKIRKJA: Aðfanga- dagur: Aftansöngur kl. 18. KIRKJUHVAMMSKIRKJA: Aðfanga- dagur: Miðnæturguðsþjónusta kl. 23.30. 27. des.: Barnasamvera kl. 11. TJARNARKIRKJA: Jóladagur: Há- tíðarguðsþjónusta kl. 14. BREIÐABOLST AÐARKIRK J A, Húnavatnsprófastsdæmi: 2. jóladag- ur : Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. VESTURHÓPSKIRKJA: 27. des.: Hátíðarguðsþjónusta kl. 13.30. KAPELLA Sjúkrahúss Hvamms- tanga: Jóladagur: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 11. EGILSSTAÐAKIRKJA: Aðfangadag- ur: Aftansöngur kl. 18. Jólanætur- messa kl. 23. 2. jóladagur: Hátiðar- messa kl. 14. Sóknarprestur. ÞINGMÚLAKIRKJA: Jóladagur: Há- tiðarmessa kl. 14. Sóknarprestur. VALLANESKIRKJA: Jóladagur: Há- tíðarmessa kl. 16. Sóknarprestur. ÁSSÓKN í Fellum: Aðfangadagur: Helgistund í Fellaskóla, Fellabæ, kl. 23. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. VALÞJÓFSSTAÐARSÓKN: Jóladag- ur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 17. Mar- grét Lára Þórarinsdóttir og Pétur Örn Þórarinsson syngja með kór kirkjunn- ar. Sr. Lára G. Oddsdóttir. HOFTEIGSSÓKN: 27. des: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 14. Sr. Lára G. Oddsdóttir. ÞINGVALLAKIRKJA: Jóladagur: Kl. 14 hátíðarguðsþjónusta. Organleikari Ingunn Hildur Hauksdóttir. Herdís Jónsdóttir leikur á lágfiðlu við mess- una. Sóknarprestur. Safnaðarstarf Dönsk jólaguðs- þjónusta í Dómkirkjunni Á aðfangadag verður haldin dönsk jólaguðsþjónusta í dómkirkjunni. Er það orðin gömul -hefð að halda danska jólaguðsþjónustu þar við upphaf helgra jóla. Sendiráð Dan- merkur á Islandi hefur umsjón með guðsþjónustunni. Sungnir verða danskir jólasálmar, jólguðspjallið lesið og sameinast í bæn fyrir ætt- ingjum og vinum nær og fjær. Þessi guðsþjónusta er upplagt tækifæri til þess að eiga notalega stund saman bæði fyrir dönskumælandi kirkju- gesti sem og aðra er tengsl hafa við Danmörku og Norðurlöndin. Allir eru hjartanlega velkomnir. Guðs- þjónustan hefst kl. 15.30. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Miðnæturguðs- þjónusta á jóla- nótt í Hafnar- fjarðarkirkju Guðsþjónusta verður haldin í Hafnarfjarðarkirkju á jólanótt, 24. desember, sem hefst kl. 23.30 og stendur hún rétt fram yfir miðnætti. Tekið var upp á því nýmæli í fyrra að bjóða upp á miðnæturguðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju á þessum tíma og komið til móts við óskir margra, sem vildu njóta þeirrar sérstæðu helgi sem yfir öllu hvílir á jólanótt og kemur gleggst fram í helgu guðs- húsi. Kór Oldutúnsskóla mun þá syngja undir stjórn Egils Friðleifs- sonar ásamt félögum úr Kór Hafnar- fjarðarkirkju. Við aftansöng á aðfangadags- kvöldi, sem hefst kl. 18, mun Þórunn Sigþórsdóttir syngja. Á jóladag munu þær Elna Þórarinsdóttir, sópran, og Aðalheiður Gunnarsdótt- ir, alt, syngja tvísöng. Við fjöl- skylduguðsþjónustu á annan dag jóla mun Barna- og unglingakór Hafnar- fjarðarkirkju flytja söngleikinn „Fæðing frelsai-ans“ undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Á jóla- balli miðvikudaginn 30. desember, sem hefst kl. 14, og fjölskyldum sunnudagaskólabarna er sérstaklega boðið til, þó opið sé öllum, mun hljómsveitin Glaðir jólasveinar leika. Við aftansöng á gamlárskvöldi kl. 18 mun Natalía Chow syngja einsöng. Við hátíðarguðsþjónustu á nýái-sdag kl. 14 syngur Kristján Helgason ein- söng og Arni Gunnarsson leikur á básúnu, en ræðumaður er þá Val- gerður Sigurðardóttir, forseti bæjar- stjórnar. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Norsk jóla- guðsþjónusta Norsk jólaguðsþjónusta á vegum Hjálpræðishersins og Norðmannafé- lagsins á Islandi verður 27. desem- ber í Hallgrímskirkju kl. 14. Prestur sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Organisti Douglas A. Brotchie. Allir velkomnir. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á efth. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fvrir- bænir kl. 18. Langholtskirkja. íhugunar- og fyrh- bænastund kl. 18. Seltjarnameskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænh. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrh- bænh. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu á efth. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30. KFIJM og KFUK v/Holtaveg. Há- tíðarsamkoma á jólum verður í aðal- stöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg á sunnudaginn 27. desem- ber kl. 20.30. Laufey Geirlaugsdótt- ir syngur einsöng og sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra hefur hugvekju. Allh hjartanlega velkomnh. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnh. Helgihald í Bústaðakirkju um jól og áramót Fjölbreytt tónlist mun sem fyrr setja sinn svip á helgihald hátíðar- innar. Organistinn Guðni Þ. Guð- mundsson stjórnar Kirkjukór Bú- staðakhkju og Bjöllukór kirkjunnar og JÖhanna Þórhallsdótth stjórnar barnakórum khkjunnar en þeh munu ásamt fjölda hljóðfæraleikara og einsöngvara annast tónlistarflutn- ing við messurnar. Á aðfangadag verður aftansöngur kl. 18. Þá verður flutt fjölbreytt jólatónlist frá kl. 17.15. Einsöngvari í messunni er Jóhann Friðgeh Valdi- marsson. Á jóladag verður hátíðarguðsþjón- usta kl. 14 og þá verður flutt jólatón- list frá klukkan 13.30. Tvísöng syngja Einar Gunnarsson og Þórður Búason. Trompetleikur Guðmundur Rúnarsson. Á annan dag jóla er fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14 og þá munu barnakórarnir leiða messuna. Messan tekur mið af börnunum og verða söngvar og lengd messunnar sniðin að þörfum þeirra. Skírnarguðsþjónusta er klukkan 15. Sunnudaginn 27. desember verður helgistund í khkjunni kl. 14. Að henni lokinni hefst jólatrésskemmt- un barnanna í safnaðarheimili ldrkj- unnar. Þar verður fjölbreytt dagskrá og heimsókn góðra manna af fjöllum, sem færa börnunum glaðning. Á gamlársdag er aftansöngur kl. 18-. Á nýársdag er hátíðarguðsþjón- usta kl. 14. Ræðumaður verður Har- aldur Finnsson skólastjóri. Ein- söngvari verður Hanna Björk Guð- jónsdóttir og flautuleikari Gunnar Gunnarsson. Bústaðakhkja fagnar þátttöku þinni í helgihaldi hátíðarinnar. í fjöl- mennustu messunum verður hljóði og mynd varpað inn í safnaðarsalina. Það eru ungh menn úr æskulýðs- starfi khkjunnar, sem hafa annast tæknihlið þessara mála og gert það með miklum ágætum. Fyrh hönd starfsfólks og sóknar- nefndar Bústaðakirku eru fluttar einlægar jóla- og nýárskveðjur með bæn um blessun og frið Guðs. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.