Morgunblaðið - 23.12.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 23.12.1998, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ Stjórnarskrárnefnd um kjördæmaskipan Ný tilhögun ekki seinna en 2003 LAGT var fram á Alþingi á laugardag álit stjórnarskrárnefndar sem fjallaði um frumvarp um endurskoðun kjördæmaskipunar og tilhög- un þingkosninga. Mælir nefndin með nokkrum breytingum en sam- þykkir að öðru leyti frumvarpið. Steingiímur J. Sigfússon, þingflokki óháðra, undirritar álitið þó með fyrirvara. Frumvarpið byggist á tillögum nefndar sem forsætisráðherra skipaði í september í fyrra sam- kvæmt tilnefningum allra þing- flokka sem þá áttu fulltrúa á Al- þingi. Er í því m.a. kveðið á um sveigjanlegi-i ákvæði um mörk kjördæma og úthlutun þingsæta en verið hefur, einnig að Alþingi verði eftiriátin útfærslan í lögum, stund- um með tilstyrk aukins meirihluta. Er þá átt við að ekki verði látinn nægja einfaldur meirihluti. Að auki má nefna að lagt er til að einvörðungu þau samtök sem fái meira en 5% atkvæða á landsvísu geti fengið jöfnunarsæti. Nefndin vill að fjöldi kjördæma geti minnstur orðið sex en mestur sjö og er þessi breyting sögð í sam- ræmi við markmiðið um sveigjan- leika. Innan þessara marka verði kjördæmafjölda aðeins breytt með 2/3 hlutum atkvæða á þingi. Einnig er lagt til að lágmarksfjöldi þing- sæta í hverju kjördæmi verði 6 og jöfnunarsæti bundin kjördæmum m.a. til að draga úr misvægi í kerf- inu. Nefndin mælir með því að bráðabirgðaákvæði, sem stefnt er gegn því að atkvæðamisvægi verði meira en 1:2, verði ekki virkt um áramótin 2000-2001 heldur verði kosið eftir nýrri tilhögun við næstu kosningar eftir að breytt stjórn- skipunarlög öðlast gildi. Yrði það í síðasta lagi 2003. Loks er lagt til ákvæði um að stjórnskipunarlögin öðlist gildi um leið og skilyrði leyfa. „Auðvitað eru ekki allir þing- menn hæstánægðir með niðurstöð- una en ég tel að fyrirliggjandi frumvarp með þeim breytingartil- lögum sem nefndin gerir á frum- varpinu sé sú tillaga sem minnst andstaða er gegn í þinginu. Málið ætti þess vegna að ganga auðveld- lega í gegnum umræður á þinginu í vor,“ segir Friðrik Sophusson, for- maður stjómarskrámefndai-. Gert er ráð fyrir því að frnm- varpið fari til annarrar umræðu á vorþingi en þriðja og síðasta um- ræðan fer ekki fram fyrr en á síð- asta degi þingsins, sem áætlaður er 10. mars nk. Það er vegna þess að skylda er samkvæmt stjórnar- skránni að rjúfa þing þegar búið er að samþykkja breytingar á stjóm- arskrá. Tillaga að nýrri skipan kjördæma FRÉTTIR ALÞINGI BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra hefur lagt fram á Al- þingi frumvarp til nýrra útvarps- laga. Framvarpinu er ætlað að mynda almennan ramma um alla útvarpsstarf- semi í land- inu, bæði sjónvarp og hijóðvarp. „Ekki er þar gert ráð fyrir sérá- kvæðum um Ríkisútvarp- ið, eins og era nú í út- varpslögum, heldur er miðað við að um Ríkis- útvarpið gildi sérlög, þó þannig að almenn ákvæði útvarpslaga gildi um Ríkisútvarpið nema ann- að sé sérstaklega ákveðið," segir í athugasemdum með framvarpinu. Með framvarpinu eru lagðar til allnokkrar breytingar frá nú- gildandi lögum. Þar á meðal er lagt til að Menningarsjóður út- varpsstöðva verði lagður niður. „Sjóðurinn hefur verið mjög um- deildur, sérstaklega fjármögnum sjóðsins og ráðstöfun á fé hans, Rætt við ráðherra JÓHANNA Sigurðardóttir liefur beint mörgum fyrirspurnum til ráðherra ríkisstjórnarinnar á liðnu hausti. Hér ræðir hún mál- in við þá Finn Ingólfsson og Geir Haarde. en hún hefur í raun og vera að- eins falist í því að færa fé á milli útvarpsstöðva,“ að því er fram kemur í athugasemdum. Þá er það nýmæli í frumvarp- inu að mennta- málaráð- herra verði heimilað að heQa undir- búning að stafrænu út- varpi hér á landi, en ver- ið er að koma á stafrænu sjónvarpi og hljóðvarpi í nágrannalöndum okkar. „Hin stafræna tækni gef- ur mikla möguleika til betri nýt- ingar tíðnisviðsins en nú og er þannig m.a. meginforsenda þess að fleiri aðilar eigi þess kost að hefja raunverulega samkeppni, sérstaklega í sjónvarpi, auk víð- tækari nota af tíðnisviðinu." í at- hugasemdum segir ennfremur að gera verði ráð fyrir að innleiðing hinnar stafrænu tækni taki all- mörg ár og hafi í för með sér verulegan stofnkostnað. Morgunblaðið/Kristinn Vænta laga snemma á næsta ári GERT er ráð fyrir að frumvörpin tvö sem ríkis- stjórnin lagði fram á Alþingi í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannes- sonar gegn íslenska rík- inu verði gerð að lögum í byijun næsta mánaðar. Stefnt er að því að Alþingi komi saman á ný, að loknu jólahléi, hinn 6. janúar nk., í þeim til- gangi einum að taka frumvörpin til annarrar og þriðju umræðu, að sögn Kristins H. Gunn- arssonar, formanns sjávarútvegsnefndar Alþingis. Fram að þeim tíma verður nefndin með framvörpin til umfjöll- unar. Fyrstu umræðu um fiskveiðifrumvörpin á Alþingi lauk sl. föstudag og var þeim í atkvæða- greiðslu á laugardag vísað til sjávarútvegs- nefndar Alþingis. Fram- vörpin fela annars vegar í sér breytingar á 5. gr. laga um stjórn fiskveiða og hins vegar breytingar á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi ís- lands. Eftir að frumvörp- in verða afgreidd sem lög frá Alþingi að lok- inni þriðju umræðu er líkfegt að þingi verði frestað á ný í tvær vikur eða svo. Alþingi Stutt Sérlög verði um Ríkisútvarpið Forsætisnefndin ræðir skýrslu um Stofnfisk GUÐMUNDUR Ámi Stefánsson, alþingismaður og 4. varaforseti Al- þingis, hefur óskað eftir að for- sætisnefnd Alþingis ræði skýrslu Ríkisendurskoðunar um Stofnfísk. Hann segir að skýrslan gefi nefnd- inni tilefni til að ræða um rétt al- þingismanna til upplýsinga al- mennt. Hann segir það einnig um- hugsunarefni að Ríkisendurskoðun sé endurskoðandi Stofnfísks og hljóti þess vegna að vera í erfiðri stöðu til að sinna lögbundnu hlut- verki sínu sem eftirlitsaðili fyrir Alþingi. Deilur hafa staðið á Alþingi í haust um málefni Stofnfísks, sem er hlutafélag í 95% eigu ríkisins. Stjómvöld hafa áformað að einka- væða fyrirtækið og óskuðu eftir heimild í fjárlagaframvarpinu til að endurnýja heimild frá fjárlögum þessa árs til að selja það. Sú heim- ild var samþykkt í síðustu viku eft- ir miklar deilur. Lúðvík Bergvinsson alþingis- maður fullyrðir að ársreikningur Stofnfisks fyrir árið 1997 hafí ekki verið rétt færður og mat á eignum hafi ekki verið rétt. Hann útilokar þó ekki að búið sé að ná utan um þetta síðan. Hann óskaði eftir skýrslu frá Ríkisendurskoðun um málið og barst hún Alþingi fyrir helgi. Lúðvík segir að skýrsla Ríkis- endurskoðunar breyti engu um fyrri staðhæfingar. „Þessi skýrsla er dæmi um hvernig samskiptum þings og framkvæmdarvalds er háttað. Ráðherra skammtar okkur upplýsingar, sem sýnir veika stöðu þingsins gagnvart framkvæmda- valdinu. í þessu máli hafa ráðherra og stjóm Stofnfísks fengið að velja bréf sem gengið hafa á milli manna. Þeir birta ekki öll bréf, heldur valin bréf og síðan fá þeir að stroka út úr bréfunum það sem þeir vilja ekki að birtist. Þetta er því tvöföld ritskoðun. Það er verið að óska eftir skýr- ingum á málinu vegna þess að fram er komin gagnrýni og athugasemd- ir sem ekki hefur verið svarað á viðunandi hátt. Við leitum leiða til að fá frekari upplýsingar og fáum til baka ritskoðaða skýrslu frá okk- ar undirstofnun. Það er algjörlega fráleitt. Sett er fram röksemdar- færsla um að stjóm svona hlutafé- lags og ráðherra hafi sjálfdæmi um hvað séu viðskiptaupplýsingar og hvað ekki og á grandvelli þess birta þeir það sem þeim sýnist. Þetta er staða sem ekkert þjóðþing getur látið bjóða sér,“ sagði Lúðvík. Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi sagði að Stofnfiskur væri hlutafélag og það þýði að um fyrir- tækið gildi sömu leikreglur og um venjuleg hlutafélög. Réttur Alþingis til upplýsinga „Þetta þýðir að Alþingi hefur ekki þann aðgang að þessu félags- formi sem það hefur að ríkisfyrir- tækjum almennt. Þetta gildir bæði að okkur sem eftirlitsaðila og ráð- herra sem fer með hlutabréfaeign ríkissjóðs í þessu fyrirtæki. Við komum að þessu fyrirtæki sem endurskoðendur og það þýðir að við þurfum að fylgja eftir þeim leikreglur sem gilda um hlutafélög. Það þýðir að þær athugasemdir sem við viljum gera birtum við stjórn félagsins og hluthafanum. Það höfum við gert í þessu máli. Lúðvík Bergvinsson ritaði okkur bréf og bað um þessar upplýsingar. í svörum okkar er bent á þessar leikreglur og að við gætum ekki svarað þessú. Hann sætti sig ekki við þetta og ritaði forsætisnefnd bréf og óskaði eftir að við gerðum skýrslu um málið. Forsætisnefndin framseldi þetta og óskaði eftir skýrslu um Stofnfisk. Þá eram við komnir í þá stöðu að okkur ber að svara forsætisnefndinni og til þess að uppfylla lagaákvæði ákvað ég að gera þetta með þessum hætti þar sem ég tók til öll þau bréfaskipti sem átt hafa sér stað um þetta mál, en gerði það með samþykki og vit- undar stjórnar Stofnfisks. Ég taldi mig ekki geta neitt annað. Það lá alltaf fyrir að Ríkisendurskoðun myndi ekki koma fram sem hlut- laus aðili í þessu máli.“ Sigurður sagði að ef Alþingi vildi breyta stöðu sinni gagnvart hluta- félögum í eigu ríkisins yrði það að breyta lögum. „Við höfum aldrei legið á neinum upplýsingum, en við viljum fara eftir lögum og reglum,“ sagði Sigurður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.