Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ákvörðun verðlags- nefndar búvöru Mjólkur- lítrinn hækkar um 2 kr. MJOLK og mjólkurafurðir hækka í verði um áramótin, samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvöru. Smásöluverð á mjólkurlítra mun þá hækka um 2 krónur ef að líkum læt- ur, úr 73 í 75 kr. Skyrið hækkar meira, eða um tæp 12%. Hækkun á heildsöluverði mjólk- urvara stafar fyrst og fremst af hækkun á greiðslum afurðastöðva til bænda um 4,24% sem kemur til framkvæmda um áramót. Fram- leiðslukostnaður, þar á meðal laun bóndans, hefur þá verið framreikn- aður frá því verð mjólkur breyttist síðast, en það var fyrir ári. Mjólkui-vörurnar hækka að með- altali um 3,66%. Heildsöluverð mjólkur hækkar minna, eða um 2,86%, smjör hækkar um 3,2%, ost- ur um 3,6-4,6% en skyr þó mest, eða um tæp 12%. Að sögn Guðmundar Sigþórssonar, ritara Verðlags- nefndarinnar, er verið að færa heildsöluverð afurðanna nær fram- leiðslukostnaði. Þannig hefur skyr verið niðurgreitt á kostnað annarra vara. Hækkun skyrverðs umfram meðalverð leiðir til þess að verð á mjólk hækkar minna en annars hefði orðið. Mjólkurlítrinn í 75 kr. Verðlagning mjólkurvara er frjáls í smásölu. Leiðbeinandi smá- söluverð á mjólk í eins lítra pökkum var 73 krónur og má búast við að verðið hækki um áramót um 2 krón- ur, upp í 75 krónur lítrinn. Verðlagsnefnd búvara telur að verðbreytingar á mjólkurvörum leiði til 0,1% hækkunar vísitölu neysluverðs. --------------- Tvísýnt um jólasnjóinn EKKI ræðst fyrr en síðdegis á að- fangadag hvort jólin verða hvít eða rauð, en spáð er ágætu innkaupa- veðri í dag. „Þetta verður vafamál alveg fram til klukkan sex á aðfangadag," segir Friðjón Magnússon, eftirlitsmaður á Veðurstofu, um jólasnjóinn. „Við spáum því að þá verði snjókoma eða slydda en það er brot úr gráðu sem ræður því hvort verður ofan á.“ f dag spáir Veðurstofan því að suðvestanlands verði léttskýjað og norðan gola eða kaldi en hæg aust- læg eða breytileg átt og rigning með köflum austan til. Hiti verður frá frostmarki og upp í fimm stig. Á aðfangadag er spáð vaxandi suð- austanátt og annaðhvort snjó eða slyddu, fyrst suðvestanlands. Á jóladag og annan í jólum má búast við éljum víða um land og fremur hægum austlægum áttum. Sjötíu ára hjúskap- arafmæli Landssíminn með tillögur að innanhússsamningi Launahækkun geg'n fækkun kaffitíma í DAG eru liðin sjötíu ár frá því hjónin Steinunn Ágústsdóttir og Björn Björnsson frá Bjarkarlundi á Hofsósi gengu í hjónaband. Hjónin bjuggu á Hofsósi lengst- um en eru nú á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki og er Steinunn þar rúmföst. Björn er vel rólfær og bæði fylgjast þau vel með daglegum fréttum. Stein- unn er komin fast að níræðu en Björn er á 93. aldursári. Steinunn er eini núlifandi íslendingurinn sem fædd er í hinum forna versl- unarstað Grafarósi, skammt inn- an við Hofsós. Björn, sem er Svarfdælingur, var meðal annars verksljóri í frystihúsi á Hofsósi og vann við eitt og annað tengt sjósjókn og sjávarútvegi. Afkom- endurnir eru um eitt hundrað. STJÓRN Landssímans mun gera starfsfólki fyi-irtækisins tilboð ein- hvern næstu daga um að koma á ákveðinni hagræðingu í rekstri gegn hækkun launa. Jafnframt verður hugað að lífeyrisréttindum ákveðinna hópa starfsfólksins. „Við viljum koma til móts við ósk- ir starfsfólks okkar um launahækk- anir og jafnframt auka hagræði í rekstri, teljum að hagsmunir okkar fari saman í því efni,“ sagði Guð- mundur Bjömsson, forstjóri Lands- símans í gær. í tilboði sem stjórn fyrirtækisins hyggst leggja fyrir starfsfólk í dag og næstu daga er gert ráð fyrir hagræðingu í rekstri, aðallega með því að fella niður kaffi- tíma að morgni til. Guðmundur seg- ist ekki geta farið út í tilboðið í ein- stökum atriðum vegna þess að það hafi ekki verið kynnt fyrir starfs- fólki. Hann staðfestir þó að á móti hagræðingunni komi ákveðin hækk- un launa, um 2% til allra og hugsan- lega örlítið meira til hópa sem meira leggja af mörkum. Frágangur lífeyrisréttinda Guðmundur segir að jafnframt verði reynt að ná samkomulagi um frágang lífeyrisréttinda við það starfsfólk sem sé óánægt með rétt- indi sín eftir að Pósti og síma var breytt í hlutafélag árið 1996. Tekur forstjórinn fram að stjórnendur fé- lagsins telji að skilið hafí verið við þau mál á réttan hátt en vilji eigi að síður freista þess að setja niður óánægjuna. Hugmyndin er að gera innan- hússsamning við starfsfólk Lands- símans á grundvelli umrædds til- boðs og að hann verði borinn undir atkvæði í mismunandi starfsgreina- hópum. Lögð er mikil áhersla á að gengið verði frá málinu fyrir ára- mót. Morgunblaðið/Björn Daginn tekið að lengja á ný eftir vetrarsólstöður Lengist um eina til tvær mínútur á dag í fyrstu VETRARSÓLSTÖÐUR voru í gær og tekur þá daginn að lengja þótt í smáum skömmtum sé. Þá byrjar mörsugur í dag, á Þor- láksmessu, og í dag eru einnig haustvertíðarlok, en allt kemur þetta fram í Almanaki Háskóla Islands. Sól rís klukkan 11:22 í dag og á morgun og það er ekki fyrr en 29. desember að hún rís einni mínútu fyrr og á gamlársdag rís hún klukkan 11:20. Sólin sest hins vegar einni mínútu síðar hvern dag næstu daga eða 15:31 í dag, 15:32 á morgun og 15:33 og undir lok mánaðarins tekur hún tveggja mínútna stökk milli daga. Myrkur telst ekki skollið á fyrr en laust fyrir klukkan 17, þ.e. 16:50 í dag og á morgun og ekki fyrr en 16:58 á gamlársdag. Sé litið heldur lengra fram í tímann eða til þorrans eftir tæp- an mánuð er sólarupprás orðin næm klukkustund fyrr og myrk- ur skellur þá á klukkan 17:45. Úrskurðarnefnd um dómarastöður Tveir viku sæti vegna vanhæfni TVEIR af þremur fulltrúum í nefnd sem úrskurðar um hæfni umsækj- enda um dómarastöður hafa tíma- bundið vikið úr henni vegna tengsla við umsækjendur um stöðu dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Að sögn Hrafns Bragasonar hæstaréttardómara, sem er formað- ur nefndarinnar, vék Sigríður Ingv- arsdóttir héraðsdómari, fulltrúi Dómarafélagsins í nefndinni, úr sæti samkvæmt ákvörðun sam- nefndarmanna sinna vegna kvört- unar sem borist hafði frá einum um- sækjendanna. Taldi hann að í bréfi sem Sigríður skrifaði í fyrra til þá- verandi úrskurðarnefndar vegna veitingar annarrar dómarastöðu, hefði komið fram stuðningur við ákveðinn umsækjanda sem nú sækti um stöðu héraðsdómara. Þórunn Guðmundsdóttir hæsta- réttarlögmaður, fulltrúi Lögmanna- félagsins, vék úr sæti í nefndinni að eigin ósk vegna þess að hún er ná- kunnug einum umsækjenda um héraðsdómarastöðuna. Ingibjörg Benediktsdóttir héraðsdómari tók sæti Sigi’íðar í nefndinni en Ólafur Gústafsson hæstaréttarlögmaður kom í stað Þórunnar. -------------- Tveir alvar- lega slasaðir TVEIR sjúklingar liggja enn alvar- lega slasaðir á gjörgæsludeild Borgarspítalans eftir hinn harða árekstur sem varð milli tveggja bif- reiða á Reykjanesbraut seint á mánudagskvöld. Fimm manns voru fluttir á sjúkrahús vegna slyssins, þar á meðal tvö börn sem eru nú útskrif- uð af barnadeild. jH ov(ttmlv(níiií) úrVERINU " ■ f ■■■:• ■• • '■ ■’•••• ' •................' ÚR VERINU fjallar m.a. um skipasmíðar í Chile, þróunl varútvegs í kanadíska ríkinu Nova Scotia og fiskeldi í * rópu. Jafnframt er sagt frá aflabrögðum og staðsetn- • r fiskiskipanna sýnd að venju. I Jólateikningar, sögur og föndur ’ • Hver verður kosinn l íþróttamaður ársins?/B4 • Zinedine Zidane knattspyrnu- ! maður Evrópu/B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.