Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 39, LISTIR Höfuð-lausn Hallgríms (á vanda ljóðsins) BÆKUR Kvæðasafn LJÓÐMÆLI: 1978-1998 eftir Hallgrím Helgason. Mál og menning 1998. 367 bls. FYRIR rúmu ári birti Hallgrím- ur Helgason grein í nýjum Fjölni: tímariti fyrir alla íslendinga sem benti til þess að Guðmundi Guð- mundarsyni framkvæmdastjóra hefði bæst síðbúinn liðsauki í bar- áttunni við „óljóðafaraldur" nútím- ans. Grein sína nefndi Hallgrímur „Ljóðið er halt/ og gengur með hæku“ en í henni heldur hann því fram að ljóðið hafi ratað í ógöngur, sé nú formlaust, geðlaust og merk- ingarlaust. Skáldin nái ekki lengur „sambandi við ljóðfoiTnið, þjóðfé- lagið, sig sjálf - lífið“ og séu hætt að „glíma“ við ljóðformið, en með „forminu hverfur glíman og með glímunni póesían". Ljóðabækur þeirra séu auk þess rýrar að inni- haldi, flestar „of þunnar til að sjást á færi“ og nái því „aldrei að ýta mikið frá sér í bókaskápnum“. Hallgrímur harmar að skáldin skuli hafa „kastað frá sér gömlu góðu bragfræðinni"; honum hryllir við að „allt stendur opið og ekki er að sjá neina reglu“ í hinu „form- lausa formi“, ljóðnefnu nútímans. Form og innihald fara saman, að mati Hallgríms; án forms er ekkert innihald. Skáldunum ber að „rífa sig upp á rassinum og fara að glíma af einhverri alvöru við ljóð og ljóð- form“, að öðrum kosti deyji ljóðið. Hallgrímur boðar afturhvarf til hins bundna forms; ljóðstafa, stuðla, ríms og kórréttra bragar- hátta. Hann brýnir Ijóðskáld lögeggjan að sleppa hækunum (sic) og ganga „upprétt til alvöru verk- efna“, og að þau fari að „yrkja á ís- lensku dagsins í dag“. Statt upp, gakk, segir Hallgrímur, og Stigið! Glímuskjálftagrein Hallgríms féll ekki öllum í geð. Sumir brugðust ókvæða (óljóða?) við bókmennta- fræði Hallgríms og gagnrýndu hann harðlega fyrir hótfyndni eða grundvallarmissídlning á „ljóðinu" og formum þess, nema hvort tveggja væri, sem birtist í þeim ódýi-u bellibrögðum og stríð(n)a lestri sem hann beitir ljóð fjögurra ljóðskálda sem hann tekur fyrir í greininni. Öðrum hefur fundist til- tækið gott uppistand í lognmollu ís- lenskrar bókmenntaumræðu. Ofangreind stríðsyfirlýsing og „manifesto" Hallgríms er tíunduð hér vegna þess að hún er hluti og aðdragandi listaverks sem full- komnast nú með útgáfu Ljóðmæla: 1978-1998. Og heldur reyndar áfram í ritdómum um bókina, og umsögnum og gi-einaskrifum Hall- gríms sjálfs, sem fylgja í kjölfarið. Hallgrímur lét nefnilega gagnrýn- israddir sem vind um eyru þjóta og sýnir nú með útgáfu Ljóðmælanna að hann er, að því er virðist, tilbú- inn að leggja höfuðið að veði fyrir skáldskaparfræðin. Hallgrímur kveður sér nú ljóðs, á miðjum aldri, með útgáfu 365 síðna bókar með úrvali kvæða ortum á undan- förnum 20 árum. Með þessari fyrstu ljóða- bók leggur höfundur höfuð sitt í gapandi skolt gagnrýnenda; í eiginlegri og óeigin- legri merkingu, því kápan er „höfuð" Hall- gríms, andlitið fi-am en hnakkinn, með strikamerki í gróf, á bakhlið. En tekur skáldið einhverja áhættu með höfuð-lausninni? Ekki aldeilis. Því Hallgrím- ur er skrefi á undan: Sá gagmýnandi sem tætir bókina í sig er fallinn í gryfj- una; sá sem lofar hana í hástert, fyrir góð ljóð, er fallinn í sömu gryfju. Það hefur ekkert upp á sig að taka Hallgrím á beinið íyrir ýmsan ljóð á kveðskapnum og ljóð- mælunum eftir ströngustu stöðlum; t.d. fyrir að misþyrma foi-mum, fyr- ir hnoð, nykraðar ljóðmyndir, veika stuðlun, brogaðar braglínur; fyrir að gefa út alltof langa bók af ódýr- um skopstælingum og misjöfnum tækifæriskveðskap morandi af yfir- borðsmennsku, hótfyndni, væmni, tilfinningasemi o.s.frv. Nei, því kvæði Ljóðmælanna eru nánast aukaatriði, þar sem bókin er „klassískt" póstmódemískt hug- taka- eða konsept-bókverk þar sem blaðsíðufjöldinn skiptir höfuð-máli. En einnig uppsetningin; efnisyfír- litið, Ijóðakaflarnir, ljóðaheitin, eft- irmálinn, skýringarnar og „upphöf kvæða“ - allt á sínum stað. Ljóð- mælin vísa í ljóðahefðina, ekki síst í Jónas Hallgrímsson & Co., og þá tíma þegar ljóðið hafði enn merk- ingu (= form). „Ljóðmæli“ eru því „hugtakið" sem Hallgrímur vinnur með, út í æsar. Bókin verður því „að ryðja frá sér í bókaskáp“ til að hitta í mark; til að listaverkið og „performans- inn“ sem hófst með Fjölnisgrein- inni (með „endurreisn" tímaritsins og Jónasi H.!?) gangi upp. Ljóð- mælin mega því ekki vera ljóðstaf styttri en þau eru! Sem lista-gripur (objet d‘art, artifact, arty fact, ar- tyfart) eru Ljóðmæli Hallgríms því Ekta grískir íkonar frá kr. 1.990 Ný sending Klapparslíg 40, sími 552 7977. ákaflega vel heppnuð, jafnvel þótt sum kvæðin séu lúin og styðji sig við ljóðstafii). Ef til vill er hér á ferðinni best lukkaðasta bók- menntabrella (e. „literary hoax“) sem framin hefur verið í íslenskri bókmenntasögu? Hallgrímur leikur leikinn í botn: I hæfilega viðkvæmnislegum eftir- mála (bls. 355) afsakar skáldið ljóð- in sín; þau séu nú bara 1) gerð í hjá- verkum; 2) sum í gamni, önnur í al- vöru, allmörg „í stað aðkeyptrar sáluhjálpar"; 3) þeim sé ekki ætlað að mynda „ljóðræna heild“; 4) sum þeirra séu bara barn síns tíma. Hann afsakar líka síðbúna útkomu og ber við „skáldlegri feimni". Hall- grímur? Grim? Not! En Ljóðmælin eru fráleitt sneydd öðru gildi en því sem felst í „gripnum". Þau er m.a. sjálfsævi- söguleg heimild um vitsmunalíf Hallgríms í 20 ár og heimild um „ís- lensku dagsins í dag“ og póst- módernískt ástand á Islandi í aldar- lok. Og Hallgrímur býr yfir magn- aðri orðleikni, hefur næmt auga fyrir húmor og ótrúlega nennu eða áráttu til skopstælinga. Þegar höf- uðritinu er flett sprettur fram kveðskapur af öllum toga, í alls konar háttum: erfiljóð, vísur, sonn- ettur, stökur, söguljóð, leikin kvæði, þýdd ljóð, söngvar, o.s.frv. Inn á milli kvæða spranga teikni- myndafígúrur Hallgríms, þeim til halds og trausts. Skopstælingar vega þungt í bók- inni, en einlægnin í sumum ljóð- anna mun eflaust koma mörgum á óvart. Lesandinn kynnist ljóðmæl- anda í sárri ástarsorg og einsemd; stundum er ekki laust við ljóðræna tilfinningasemi. En Hallgrímur hef- ur lært þá póstmódernísku lexíu af Andy Warhol og Jeff Koons (sem gekk alla leið í „Made in Heaven“) að því meir sem listamaðurinn opn- ar sig og gefur sig almenningi því sýndarverulegri verðm- hann. Hallgrímur er, eins og Andy Warhol á undan honum, gangandi listaverk sem verður að skoða í heild til að fá „botn“ í það. Allt verður að taka með í reikninginn: myndlistarmanninn, þjóðfélagsrýn- inn, útvarpsmanninn, skáldsagna- höfundinn, grínistann, kratann, ljóðskáldið/kvæðamanninn, bók- menntagagnrýnandann, og ekki má gleyma Grim. „Hallgrímur" verður og er aðeins til í ofurveruleika skjá- birtunnar, í fjölmiðlum, á yfirborð- inu - hinu botnlausa yfirborði. Warhol hélt því fram að hann væri „ekkert“ og lærisveinn hans, Jeff Koons, segir: „Skynjun þín ár Jeff Koons er áreiðanlega mun raunverulegri en mín, því fyrir mér er ég ekki til.“ Hallgrímur er að mörgu leyti „sannur Koonstner“ (þrátt fyrir mótsagnir í hugtök- um!): Hann hneigist t.d. að svipuð- um popúlisma og ofureinlægni og Koons, sem segist með list sinni vilja „ná til sem flestra og hafa áhrif í lífi þeirra". í nýlegu blaða- viðtali, í Degi, sem tekið var eftir útkomu Ljóðmælanna, segist Hall- grímur ætla að leggja ljóðin sín undir dóm „fólksins í landinu“ efj nauðsyn krefji, þar sem hann sé „nokkuð örugglega búinn að tryggja (s)ér mjög slæma dóma“ hjá gagnrýnendum. I sömu grein segir Hallgrímur ennfremur: „Eg hef aldrei ort ljóð. [...] Orðið „ljóð“ er ónýtt“. í grein sem hann skrifar í Fókus 18. des- ember og kallar „Blókajól", ræðst hann enn á erkifjendurna, bók- menntagagnrýnendur, háskólafólk og fræðinga, sakar þá um afstöðu- leysi, „faglega fávisku“ og kallar þá blækur. Engu er líkara en Hall- grímur sé að biðja um svipuna; að höfuðið verði látið fjúka. En það er bara ekki hægt að ganga í skrokk á Hallgrími; sá sen? það reynir grípur í tómt, því „Hall- grímur" er hólógram (avatar?). Hann er auk þess, rétt eins og Koons, búinn að kalla sig „svín“ áð- ur en gagnrýnandinn getur gert það. Allra síðasta erindið í bókinni (bls. 353) hljómar einmitt svona: í úldið fonn ég ólmur bind/ allt það sem ég skrifa./ Mér blæðir út í bíó- mynd/ og bið ykkur vel að lifa.“ Glíman við Hallgrím Helgason ljóð- skáld er fyrirfram ráðin. Geir Svansson,v Auglýsendur athugið! Atvinnu-, rað- og smáauglýsingar Auglýsingatexta og fullunnum auglýsingum, sem eiga að birtast á gamlársdag, fimmtudaginn 31. desember, þarf að skila fyrir kl. 16 þriðjudaginn 29. desember. AUGLYSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasimi: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is ir- Hallgrímur Grim: Gefðu Helgason mér sjens ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.