Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 54
' 54 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
j //i/A/e s&n 1 þ/4 D/teGUtZ HANM /?£> I 1 S£/Z AMHG/ZÚH [ CÍX
Al RlgMs R*MCV«d.
Grettir
Ljóska
VE5.MÁAM... l'M
LOOKIN6 ATTH05E
6L0VE5 A6AIN...
I WI5H I COULD 6ET THEM
F0KTHI5 6IRL I KNOL) BUT
1 CAN'T AFFORPTHEM..
I JU5T LIKE TO
5TAND HERE.ANP
PRETEND l'M 0UVING
THEM FOR HER..
50RRV,MaAM,I PIDNT
REALIZEI L)A5 F066IN6
\J? THE 6LA55..
Já frú „ég er aftur að skoða Ég vildi óska að ég gæti fengið þá
þessa hanska". handa þessari stelpu sem ég þekki,
en ég hef ekki efni á þeim ...
Mig langar bara að standa
hérna og láta sem ég sé að
kaupa þá handa henni...
Afsakaðu, frú, ég gerði
mér ekki grein fyrir því
að ég setti móðu á glerið...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Um íþróttamenn
á RIJV og
Sjónvarpinu
Frá Agli Sigurðssyni:
í PÆTTI „Um daginn og veginn" í
ágúst sl. gagnrýnir Ingibjörg Har-
aldsdóttir rithöfundur íþróttahreyf-
inguna, þar segir m.a. að hreyfingin
hafi stært sig af því að sporna við
eiturlyfjaneyslu ungs fólks. Það hafi
hins vegar vitnast að ýmsir íþrótta-
menn hafi orðið uppvísir að neyslu
ólöglegra lyfja. Einnig skrifaði Orn-
ólfur Thorlacius grein í Morgunblað-
ið fyrir nokkru, þar sem hann undr-
ast að íþróttamenn hafi breytt sjón-
varpsdagskránni að vild, þegar ein-
hver kappleikur hafi farið fram.
Ég hef lengi íhugað að gagnrýna
þetta fyrirbæri og kem að því síðar.
Fyrir nokkru las ég í Morgunblað-
inu (erlendar fréttir) þar sem segir:
Svíar telja þörf á, að endurmeta gildi
íþrótta fyrir ungdóminn. Meðal ann-
ars segir að börn í íþróttum verði óá-
byrg og illa innrætt. Þar segir: „Það
eru afskaplega fáir raunverulegir
leiðtogar hjá íþróttafélögunum. 011
áhersla er lögð á afrekin.“
Ég er ekki að gagnrýna íþrótta-
hreyfinguna í heild, en þegar öfgar
ráða ríkjum ber að átelja það.
Fyrir alllöngu voru íþróttafréttir á
rás eitt fluttar tvisvar eða þrisvar á
sólai-hring. Nú er svo komið að þessar
fréttir (aðallega knattspyma) eru
þuldar í öllum fréttatímum rásar eitt,
sem eru sífelldar endurtekningar. Það
sem vekur athygli er, að þulir eru að
telja upp afrek margra knattspymu-
liða í allri Evrópu, jafnvel í Austur-
Evrópu og Suður-Ameríku.
Þar er sagt að eitt lið hafi unnið
annað, eitt-núll, annað burstað hitt,
sjö-núO. Síðan era nefnd nöfn flestra
hetjanna, breskra, þýskra, ítalski-a,
portúgalskra o.m.fl.
Hið sama gildir um íslensku liðin.
Þar eru flestir taldir upp með nöfn-
um, sem tekst að skora. Þar er talinn
fjöldi marka hvers og eins, jafnvel að
þessi eða hinn hafi skorað á tuttug-
ustu og fyrstu mínútu, tíu sekúndur
af seinni hálfleik.
Fyrir hverja er þessi háttur hafð-
ur á?
Margt skrítið hefir komið fram
undanfarið um knattspyrnu. Frá því
er sagt að knattspyrnuhetjur hafi
verið keyptar (eða seldar) af ýmsum
knattspyrnufélögum, fyrir allt að
einum mOljarði króna, sumh- fyrir
nokkur hundruð milljónir króna.
Þessu hafa fréttamenn verið að
fræða okkur á.
Oft hafa komið fréttir um, að þjálf-
ari úti í heimi hafi verið rekinn úr
starfi þegar lið hans tapaði leik. Ekki
era þessar fréttir til sóma fyrir
hreyfinguna. Það ætti ekki að flíka
þessu um of.
Svo kom heimsmeistaramótið í
Frakklandi. Þá virtust knattspyrnu-
menn ráða að talsverðum hluta út-
sendingum Sjónvarpsins (sbr. áður
sagt). Það er vafasamt hvort þorri
íslendinga sé sáttur við þessi vinnu-
brögð. Það væri fróðlegt að gerð yrði
könnun á, hve stór hluti þjóðarinnar
er sáttur við þessi vinnubrögð, þess-
ar öfgar.
Undanfaraar frásagnir frétta-
manna benda tO, að „knattspyrnu-
klíkan“ sé komin í einhvers konar
„fjármálaklúður".
Ekki eru miklar upplýsingar um
þau mál í bOi. Hins vegar koma
fréttir um, að flokkar knattspyrnu-
manna hafi verið sendh- um víða ver-
öld til að keppa við lið einhvers stað-
ar á hnettinum. Það er því ekki að
undra þótt fjármálin séu erfið við-
fangs.
Að lokum: Þá sjaldan ég horfi á
boltaleik á skjánum, hafa öskur og
annar hávaði ráðið ríkjum. Þetta
minnir á nasistatímabilið í Þýska-
landi þegar foringinn þramaði yfir
lýðnum. Einnig er furðulegt að horfa
á sigurvegara í leik hlaupa saman
eins og fola í merahópi.
Loksins, loksins hefir fréttaþulum
RUV, Sjónvarpsins tekist að setja
íþróttafréttamann sér á vinstri hlið.
Það er kominn tími til að þessum
öfgum ljúki.
EGILL SIGURÐSSON,
Hrafnistu, Reykjavík.
Enn af Gvend-
arbrunnum
Frá Sæbirni Valdimarssyni:
FRÆNDI minn og gamli vinur,
Kristinn Kristjánsson frá Bárðarbúð,
lyfti tólinu og settum við niðui- okkar
ágreiningsmál. Akváðum að leyfa
öðrum að skemmta skrattanum. Það
var báðum ljúft og breytir engu í
baráttu minni fyrir því að gömul og
gróin örnefni fái að vera hafin yfir
hentistefnuákvarðanir. Hvort sem
þær bitna á Gvendarbrunninum í
Skjaldartraðartúninu á Hellnum eða
einhverjum öðram. Dæmin sanna,
því miður, að við verðum að standa
vörð um þennan menningararf sem
óvefengjanlega á að njóta sömu frið-
helgi og staðimir sem bera nafn
þeirra. Láta ekki deigan síga í þeirri
þrotlausu baráttu að skila landinu,
tungunni og menningu okkar sem
óspjaOaðastri til komandi kynslóða.
Það ætti ekki að velkjast fyrir nein-
um að örnefnin eru veigamikill þátt-
ur í þeirri órjúfanlegu heild. Ef ein-
hver vill hafa samband við mig sök-
um slíkra mála, eru netfóngin mín
saebjornÉcentram.is, og sae-
bjomÉislandia.is.
Að endingu vil ég beina þeh-ri
spurningu til stjórnvalda hvort ekki
sé löngu tímabært að örnefni fái að
njóta lögvemdar hérlendis, einsog
fram hefur komið er hennar sannar-
lega þörf.
SÆBJÖRN VALDIMARSSON
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.