Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 65**’ ta KRINGLU FERÐULb/Ó Kringlunni 4-6, símí 588 0800 Lokað í dag, Þorláksmessu Opið á annan i jólum www.samfilm.is BIOBCE6: Snorrabraut 37, sími 551 1384 Lokað í dag, Þorláksmessu Opið á annan i jólum www.samfilm.is I oS o o O ■' o ,o o vö o o o ) Dj ^OT Hverfisgötu 551 9000 MMW O ðf 9 o ^ Bc LJ »o W0m o MhB o o ; o — o 3 - o Lokað í dag, Þorláksmessu Opið á annan í jólum www.kvikmynciir.is a o o o KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna rómantísku gamanmyndina Practical Magic með þeim Söndru Bullock, Nicole Kidman og Aidan Quinn í aðalhlutverk- um. Myndin fjallar um systur sem alast upp á óvenjulegu heimili og læra galdrafræði sem varðveitt hafa verið í ætt þeirra svo kynslóðum skiptir. V andinn vera Frumsýning SALLY (Sandra Bull- 1 ock) og Gillian 1 (Nicole Kidman) Owens hafa alla tíð vitað að þær væru ekki eins og fólk er flest. Eftir að þær misstu ,:s foreldra sína ólu frænkur þeirra þær upp á heimili sem vægast sagt var óvenjulegt og þar sem engum reglum var fylgt. Þeg- ar þær voru litlar fengu þær súkkil- aðiköku í morgunmat, vöktu fram- eftir og lásu galdrakver, og lögðu stund á hvítagaldur sem iðkaður hafði verið í fjölskyldunni af hverri kynslóðinni á fætur annarri. Frænkumar, þær Jet (Dianne Wiest) og Frances (Stockard Channing), leggja sig fram við að vekja hjá systrunum hina einstöku dulrænu hæfileika sem fylgt hafa konum af Owens ættinni í þeirri von að veita þeim þann styrk sem fylgir því að iðka galdra í nyt- samlegum tilgangi. En galdrasæringar Owens kvennanna kosta sitt og þeim fylg- ir reyndar hin mesta bölvun, því mennirn- ir sem þær verða ástfangnar af eru dæmdir til ótímabærs andláts. Þegar hin hægláta Sally fylgist með frænkum sínum stunda galdra til hjálpar einstæðingum og ástlausu fólki byrjar hún að gera sér grein fyrir því sem hún hefur ætíð haldið, nefnilega að hún muni aldrei eignast sálu- félaga. Hún reynir því að draga sig í hlé frá frænkum sínum og afneita þeim öflum sem hún býr yfir, og reynir hún allt hvað hún getur til að lifa galdralausu og eðli- legu lífi. Gillian sem aftur á móti er ærsla- full, kærulaus og eirðarlaus og nýtur þess að finna valdið sem hún hefur yfir karl- mönnum, leggur ríka rækt við hæfileika sína og skilur margan manninn eftir með brostið hjarta. Þegar Gillian kynnist Jim- my (Goran Visnjic) sem er meinfýsinn flækingur verður hún til þess að hrinda af stað atburðarás sem gerir það að verkum að lögreglumaðurinn Gary Hallet (Aidan Quinn) leggur leið sína heim til þeirra. Sally snarfellur fyrir honum strax og hún sér hann og úr læðingi leysast allskyns dularfullir kraftar sem ógna lífi allra Owens kvennanna. Kvikmyndin Practical Magic er gerð eftir skáldsögu Alice Hoffman en eftir hana liggja níu skáldsögur sem náð hafa nokkrum vinsældum í Bandaríkjunum. Leikstjóri myndar- innar er Griffin Dunne sem síðast leikstýrði myndinni Addicted to Love. Hann hefur einnig leikið m.a. í myndunum An American Wer- ewolf in London, My Girl og After Hours, sem Martin Scorsese leik- stýrði, en Dunne var framleiðandi þeirrar myndar og margra annarra. Þær stöllur Nicole Kidman og Sandra Bullock eru vafalaust með eftirsóttustu leikkonum samtímans og sökktu þær sér báðar niður í fræðirit um galdra áður en þær tók- ust á við hlutverk sín í myndinni. Sandra Bullock sló í gegn í kvik- myndum árið 1994 þegar hún fór með aðalhlutverk í Speed. Meðal mynda sem hún hefur leikið í síðan eru While You Were Sleeping, The Net og A Time to Kill, en næsta mynd hennar á eftir Practical Magic er gamanmyndin Forces of Nature og leikur Ben Affleck á móti henni í þeirri mynd. Þá lagði hún til rödd sína í myndinni The Prince of Egypt sem frumsýnd er í kvikmyndahúsum hér um jólin. Bullock hefur leikstýrt stutt- myndinni Mak- ing Sand- wiches og iék hún sjálf aðal- hlutverkið í henni á móti Matthew McCon- aughey. Þá hefur hún framleitt myndina Hope Floats sem Forest Whitaker leikstýrði en hún lék aðalhlutverk í og fyrirtæki hennar er meðframleiðandi Practical Magic. Nicole Kidman var orðin þekkt leik- kona í heimalandi sínu Astralíu áður en hún sló í gegn í Bandaríkjunum í mynd- inni Dead Calm. Meðal mynda sem hún hefur leikið í eru Days of Thunder, Billy Bathgate, Far and Away, Batman Forever, The Portrait of a Lady og To Die For. Hún lék síðast í myndinni The Peacemaker með George Clooney og meðal næstu mynda hennar verður Eyes Wide Shut sem Stanley Kubrick leikstýrir. NIKE BUÐIN Laugavegi 6 Jólagjafirnar * i RCWELLS Kringlunni 7, sími 5 88 44 22 i Sígilt popp til útflutnings TOJVLIST Geisladiskur JÓHANN HELGASON LP Geisladiskur Jóhanns Helgasonar, sem semur 611 lögin. Textar: Reg Meuross, einn eftir Jóhann Helgason. Flyljendur: Gunnlaugur Briem trommur slagverk, Jóhann Asmunds- son bassi, Guðmundur Pétursson gít- arar og mandólín, Þórir Baldursson píanó, Hammond, strengir og harm- onikka. Jon Kjell Seljeseth Haminond, bassi forritun. Sigurgeir Sigmundsson gítar, Vilhjálmur Guðjónsson slædgít- ar, Szvmon Kuran fiðla. Sólrún Sumarliðadóttir selló, Eiríkur Örn Pálsson flygelhorn, Jóhann Helgason kassagítar, Guðrún og Jóhann bak- raddir. Utsetningar: Jóhann Helgason í samvinnu við tónlistarmenn. Utgef- andi: Hugverk. Dreifing: Skífan. Lengd: 40 mín. FYRIR tveimur árum sendi Jó- hann Helgason frá sér geisladiskinn KEF, sem að mati þess sem þetta skrifar inni- hélt margar góðar perl- ur á sviði „melódískrar“ popptónlistar og var af- ar vel heppnaður að mörgu leyti. Ari síðar sendi hann frá sér ann- an geisladisk, Eskimo, sem undirritaður hefur reyndar ekld kynnt sér nægilega til að gera þar samanburð á. Hins veg- ar ber nýr geisladiskur Jóhanns sterkan svip af KEF, þar er að finna melódísk popplög, sem ég vil flokka undir „klassíska popptónlist“, en sú tónlist hefur þá eiginleika að vera „tímalaus“ og óháð tískusveiflum í dægurtónlist. Sem fyrr semur Jóhann öll lögin sjálfur og textar eru eftir sama höf- und og á KEF, Reg Mouross, nema einn sem Jóhann semur sjálfur. Textarnir eru allir á ensku og und- irstrikar að Jóhann miðar þessa út- gáfu við erlendan markað, enda hef- ur það komið fram í viðtölum við höfundinn, meðal annars í Morgun- blaðinu nú nýverið. Þar kemur fram að fyrirtækið Songink hefur valið lög af KEF og Eskimo á sérstakan kynningardisk, sem leiddi til tveggja útgáfusamninga, sem Jó- hann hefur undirritað. Ymsar aðrar þreifingar eru í gangi sem ekki verður farið nánar út í hér. Hitt er ljóst, að þessi nýi diskur Jóhanns ber með sér að vera liður í þeirri viðleitni höfundar að koma tónlist sinni á framfæri erlendis og ekki nema gott eitt um það að segja'. *—- En fyrir bragðið er líklegt að tón- listin á honum fari fyrir ofan garð og neðan hjá landanum og eigi ekki eft- ir að setja mark sitt á íslenska dæg- urtónlist, svo sem mörg laga Jó- hanns frá fyrri tíð, sem sum hafa skipað sér á bekk með sígildum perlum í íslenskri dægurtónlist, og nægir þar að nefna lag- ið „Söknuð“, sem nú hefur verið endurútgef- ið í flutningi Björgvins Halldórssonar á ininn- . ingarplötu um Vilhjálm heitinn Vilhjálmsson. Þetta breytir því þó ekki að Jóhanni hefur síst farið aftur sem lagahöfundi, það sýnir hann á þessum nýja diski og má nefna lög eins og Working girl og Under the rainbow því til staðfestingar. Valinkunnir tónlist- ai-menn aðstoða Jóhann við undirleikinn á þess- ari plötu og skila sínu verki með prýði svo sem við var að búast. Jóhann syngur sjálfur öll lög- in og bregst ekki bogalistin frekar en fyrri daginn. Sveinn Guðjónsson Jóliann Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.