Morgunblaðið - 23.12.1998, Side 18

Morgunblaðið - 23.12.1998, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Stefnumótun í atvinnumálum á Akureyri Fjölmörg framfaraverkefni STEFNUMOTUN í atvinnumálum á Akureyri verður afgreidd í bæjar- stjórn Akureyrar um miðjan febrú- ar næstkomandi og er þess þá vænst að fjölmörg framfaraverkefni sem miða að eflingu atvinnulífs og byggðar í bænum geti hafíst. Um 25 til 30 verkefni hafa verið flokkuð sem forgangsverkefni. Unnið hefur verið að þessu verkefni frá því í haust og hafa fjölmargir tekið þátt í því. Drög að niðurstöðum vinnuhópa í einstökum málaflokkum hafa nú verið sendir út til þátttakenda og óskað eftir að umsögnum verið komið á framfæri við Atvinnumála- skrifstofu fyrir 9. janúar næstkom- andi. Lokaskýrsla stefnumótunar verður send bæjarstjórn til umfjöll- unar 27. janúar. Þegar hafa skýrar áherslur kom- ið fram í niðurstöðum verkefnisins, en m.a, er lögð áhersla á mikilvægi nýsköpunar, sérstaklega á sviði vöruþróunar, markaðsstarfs og rannsókna. Fram komu hugmyndir um stofnun nýsköpunarseturs sem gæti m.a. þjónað fyrirtækjum á sviði matvæla-, hugbúnaðar- og tækigi-eina. Bent var á mikilvægi þess að efla markaðsþekkingu fyrir- tækja og aðgengi þeirra að mark- aðsráðgjöf. I tengslum við það var lögð áhersla á að samræma og efla kynningar- og markaðsmál svæðis- ins í heild gagnvart atvinnulífi, ferðamálum og samfélagsþjónustu. Tengsl menntunar og atvinnulifs Fyrirtækjanet og samstarf fyrir- tækja um ákveðin hagsmunamál fengu mikla umfjöllun og komu fram hugmyndir um útfærslu á slíku samstarfí. Mikið var fjallað um tengsl menntunar og atvinnulífs og áhersla lögð á símenntun og aukið samstarf fyrirtækja og skóla í því skyni. Orkufrekur iðnaður og val- kostir í tengslum við nýtingu og virkjun orku var til umfjöllunar og bent á að auka þurfí þekkingu á val- kostum sem taki mið af styrkleika svæðisins, umhverfissjónarmiðum og hagsmunum starfandi fyrirtækja við mat á hvaða valkostir eru eftir- sóknarverðir fyrir svæðið. Skipulag atvinnusvæða og stjórn- un verklegra framkvæmda á vegum Akureyrarbæjar fékk töluverða um- fjöllun og var áhersla lögð á mikil- vægi þess að mæta þörfum atvinnu- lífsins á þessu sviði. Einnig var lögð áhersla á mikilvægi bættra sam- gangna á landi og í lofti sem for- sendu hagvaxtar á flestum sviðum atvinnulífs á Akureyri. íþrótta- og tómstundaráð * Uthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði ÚTHLUTUN úr Afreks- og styrkt- arsjóði Akureyrar fer fram í hófí sem haldið verður í íþróttahöllinni á Akureyri næstkomandi þriðjudag, 29. desember kl. 16. Auk úthlutunar úr sjóðnum verð- ur nokkrum einstaklingum veitt sérstök viðurkenning og einnig verður öllum Akureyringum sem unnið hafa til íslandsmeistaratitils á árinu 1998 afhentur minnispeningur íþrótta- og tómstundaráðs. Loks verður við athöfnina tilkynnt um val Iþróttabandalags Akureyrar á íþróttamanni ársins. Þær upplýsingar hafa borist til sjóðsins að 196 Akureyringar hafí unnið til Islandsmeistaratitils á ár- inu, en það er nokkru færra en ver- ið hefur undanfarin ár. A þessu ári voru 94 Akureyringar valdir í hin ýmsu íþróttalandslið og hafa ekki áður verið svo margir. Iþrótta- og tómstundaráð væntir þess að þessir afreksmenn, foreldar þeirra og forráðamenn sem og þjálf- arar sjái sér fært að koma til at- hafnarinnar. --------------- Hjálparstarf kirkjunnar Tekið við baukum FÓLK á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar verður í bíl sem í göngugötunni í Hafnarstræti í dag, Þorláksmessu, en þar verður tekið við heimsendum baukum Hjálpar- starfsins og framlögum til þess. Einnig verða til sölu friðarljós. Tek- ið er við baukum fram til kl. 23 í kvöld. Fólk á vegum Hjálparstarfs- ins verður einnig við kirkjugarðinn á Akureyri á morgun, aðfangadag, með kertasölu. Morgunblaðið/Björn Gíslason Gluggað í jólabækurnar AÐ venju má gera ráð fyrir að bækur leynist í mörgum jólapakkanum sem opnaður verður annað kvöld, aðfangadagskvöld, enda þykir flestum lands- mönnum ómissandi að lesa bækur yfír jólin. Oft er vandi að velja þegar kemur að því að ákveða hvað bók á að kaupa og gefa sér margir góðan tíma til að skoða úrvalið. Líkt og þetta par sem ljósmyndari rakst á í bókabúð á Akureyri síðdegis í gær. Akureyrarbær Fræðslu- og frístundasvið Úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fer fram í hófi sem haldið verður f Iþróttahöllinni þriðjudaginn 29. desember nk. kl. 16.00. Auk úthlutunar úr sjóðnum verður nokkrum einstaklingum veitt sérstök viðurkenning og einnig verður öllum Akureyring- um, er unnið hafa til Islandsmeistaratitils á árinu 1998, afhent- ur minnispeningur íþrótta- og tómstundaráðs. Þá verður til- kynnt val Iþróttabandalags Akureyrar á íþróttamanni ársins. Foreldrar/forráðamenn, þjálfarar og formenn íþróttafélaganna eru hvattir til að mæta ásamt afreksfólkinu. íþrótta- og tómstundaráð Akureyrar. Skiptastjóri þrotabús Foldu Viðræður við atvinmimálanefnd um endurreisn VIÐRÆÐUR standa nú yfir milli skiptastjóra þrotabús ullariðnaðar- fyrirtækisins Foldu á Akureyri og atvinnumálanefndar Akureyrarbæj- ar um endurreisn fyrirtækisins. Fyrirtækið var úrskurðað gjald- þrota í síðustu viku en Ólafur Birgir Ámason skiptastjóri hefur verið að leita leiða til að leigja rekstur þrota- búsins. Hann sagði að tíminn til jóla hefði verið of naumur til að komast að niðurstöðu, en unnið yrði að því milli jóla og nýárs að endurreisa fyr- irtækið. Viðræður eru að hans sögn í gangi við atvinnumálanefnd Akur- eyrarbæjar þar um. Verið er að vinna rekstraráætlun fyrir nýtt félag um reksturinn. „Það verður að vinna þetta mál hratt, en við vonum að hjólin fari að snúast að nýju eftir áramót,“ sagði Ólafur Birgir. Um fímm hundruð börn flugu frítt TILBOÐ íslandsflugs þar sem börnum var boðið ókeypis flug milli Akureyrar og Reykjavíkur í tengslum við heimsókn í jóla- þorpið Norðurpólinn fékk góðar viðtökur. Tilboðið var í gildi frá 20. nóvember til 16. desember síðastliðins og var fyrir eitt eða tvö börn undir 12 ára aldri í fylgd með fullorðnum, alla daga nema fóstudaga og sunnudaga. Um 500 börn flugu milli Reykja- víkur og Akureyrar á þessu tímabili og um 70% þeirra fóru báðar leiðir á meðan tilboðið var í gildi. I tengslum við þetta tilboð hefur íslandsflug ákveðið frek- ari jólaglaðning, en hann felst í 1.100 króna lækkun á bamafar- gjaldi og kostar það nú 4.265 krónur, báðar leiðir, milli Akur- eyrar og Reykjavíkur. Lj ósmyndakompan Guðmundur Oddur Magnússon sýnir GUÐMUNDUR Oddur Magn- ússon opnar sýningu í Ljós- myndakompunni í Grófargili í dag, Þorláksmessu, kl. 18. Guðmundur Oddur er Akur- eyringur og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands og framhaldsnám í Kanada. Hann hefur verið deild- arstjóri í grafískri hönnunar- deild Myndlistarskólans á Akur- eyri og gegnir nú sama embætti við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga. Sýning Guðmundar Odds er opin til 7. janúar, en lokað verð- ur á aðfangadag, jóladag og ann- an í jólum. Norðurpóllinn Þrettán þúsund jólapakkar til Bosníu SKILAFRESTUR vegna sam- keppni um bestu jólasöguna og jólaljóðið rennur út kl. 20. í kvöld, Þorláksmessukvöld. Sam- keppnin hefur staðið yfir á jóla- föstunni í tengslum við jólaþorp- ið Norðurpólinn. Hægt er að skila inn sögum og ljóðum í Hús jólasveinanna á Norðurpólnum fram til þess tíma. Jólapakkasöfnun Norðurpóls- ins er nú lokið og fóru pakkarnir af stað frá Akureyri síðdegis í gær, en alls söftiuðust um 13 þúsund pakkar þannig að ljóst er að jafnmörg börn í Bosníu munu fá jólapakka frá Norður- pólnum. Þeim verður dreift um leið og skólar hefjast eftir jólafrí og hefur Hjálparstarf kirkjunn- ar í samvinnu við æskulýðs- hreyfingar á svæðinu skipulagt dreifínguna. Jólahald er með misjöfnum hætti á þessum slóð- um og á misjöfnum tíma og þótti því heppilegt að dreifa pökkun- um er börnin hittast í skólanum áný.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.