Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 23
ERLENT
Hnattflugmenn í
kröggum yfir Kína
London. Reuters.
LOFTBELGURINN „Global
Challenger", með Bretanum Ric-
hard Branson, Bandaríkjamann-
inum Steve Fossett og sænska
flugmanninum Per Lindstrand
innanborðs, sést hér á flugi yfir
Himalayafjöllum. Kínversk
stjórnvöld féllust í gær á að
heimila að þeir héldu áfram för í
gegn um kínverka lofthelgi, og
afturkölluðu með því fyrri skipun
um að belgnum skyldi tafarlaust
lent, sem hefði bundið enda á
þessa nýjustu tilraun tii að fljúga
viðstöðulaust í loftbelg umhverfis
jörðina.
Fimm dögum eftir flugtak í
Marokkó var belgurinn í gær á
hægu flugi yfir Ilimalaya-fjöll-
um. Þegar komið var myrkur og
belgurinn staddur yfir Tíbet
kröfðust stjórnvöld í Peking þess
að honum yrði lent. Lendingartil-
raun í myrkri í fjöllunum hefði
verið lífshættuleg.
Um miðjan dag að íslenzkum
tíma tilkynnti síðan brezka utan-
ríkisráðuneytið að kínversk yfir-
vöfd hefðu fallizt á að verða við
eindregnum beiðnum frá brezk-
um og bandarískum sfjórnvöld-
um um að belgfararnir fengju
heimild til að halda áfram.
Mike Kendrick, sem stýrir að-
gerðum í sfjórnstöð loftbelgsleið-
angursins, fagnaði ákvörðuninni
mjög, en heill sólarhringur hafði
farið í að leita samninga við
ráðamenn í Peking.
Branson og Fossett flugu inn í
kínverka lofthelgi skömmu fyrir
miðnætti á mánudagskvöld að ís-
lenzkum tima, lítið eitt norðan
þeirrar flugleiðar sem áður hafði
verið samið um við Kínveija.
Belgurinn hafði orðið að víkja af
áður áætlaðri flugleið vegna
sprengjuárásanna á Irak.
Þegar Kínveijar kröfðust þess
að belgurinn Ienti sögðust þeir
fyrst og fremst hafa áhyggjur af
almennu flugöryggi í Mið- og
Austur-Kína, þar sem er jafnan
mikil flugumferð.
Sem fyrst út úr lofthelgi
Belgurinn var í gær í um 10
km flughæð og mjakaðist áfram
á um 80 km hraða, en virtist síð-
an vera að ná upp hraða í há-
Ioftavindi. Kendrick sagði
ómögulegt að segja hve langan
tíma það tæki að fljúga yfir Kína,
en Kínverjar kröfðust þess að
belgurinn væri kominn út úr loft-
helgi sem allra fyrst.
Fossett og Branson eiga
nokkrar misheppnaðar tilraunir
til hnattflugs í loftbelg. Þeir
snem bökum saman í haust, eftir
að Fossett komst naumlega lífs af
úr síðustu mettilraun sinni.
Frakkar reyna að hasla sér völl í framhaldi af árásum á írak
Vilja nákvæmar upp-
lýsingar um árangur
París. Reuters.
FRÖNSK stjórnvöld fóru í gær
fram á það við Bandaríkjamenn og
Breta að þeir greindu nákvæmlega
frá árangri árásanna á Irak svo Sa-
meinuðu þjóðirnar (SÞ) geti lagt
fram nýjar tillögur um eftirlit með
vopnaframleiðslu íraka. Sagði tals-
maður franska utanríkisráðuneytis-
ins að útilokað væri að leyfa Irök-
um að byggja á ný upp vopnabúr og
ógna þannig nágrannaríkjum sínum
og því væri nauðsynlegt að fá að
vita nákvæmlega hversu mörg af
flugskeytum Breta og Bandaríkja-
manna hefðu hitt í mark, og hvar,
því á grundvelli þeirra upplýsinga
mætti útbúa nýjar áætlanir um
vopnaeftirlit í Irak.
Höfðu Hubert Vedrine, utanrík-
isráðherra Frakka, og Alain Ric-
hard varnannálaráðherra í fyrra-
dag kynnt hugmyndh- sínar um
breytt fyrh'komulag eftirlits með
vopnaframleiðslu Iraka.
Greindi franska dagblaðið Liber-
ation frá því í gær að myndir sem
franskar eftirlitsflugvélar höfðu
tekið í írak hefðu verið notaðai- til
að miða út hernaðarlega mikilvæg
skotmörk í árásum Breta og
Bandaríkjamanna. Afhenti franski
Reuters
Kínverskir andófsmenn hljóta þunga fangelsisdóma
Kínversk stjórnvöld
harðlega gagnrýnd
Peking. Reuters.
KÍNVERSK stjórnvöld vísuðu í gær
á bug harðri gagnrýni Bandaríkj-
anna og ýmissa Evrópuríkja á úr-
skurð kínverskra dómstóla, sem
dæmdu á mánudag tvo kínverska
andófsmenn til fangelsisvistar fyrir
niðurrifsstarfsemi. Einn andófsmað-
ur til viðbótar hlaut fangelsisdóm í
gær, en mennirnh- eru allir meðal
stofnenda hins ólöglega Kínverska
lýðræðisflokks.
Þekktastur andófsmannanna er
Xu Wenli, en dómstóll í Peking
dæmdi hann á mánudag í 13 ára
fangelsi fyrir að skipuleggja með
leynd deildir Kínverska lýðræðis-
flokksins í Peking og Tianjin. Var
honum auk þess gefið að sök að
þiggja fjárhagsaðstoð frá „fjand-
samlegum erlendum aðilum", í því
skyni að grafa undan stjórnvöldum,
að því er opinbera fréttastofan Xin-
hua greindi frá.
Eiginkona Xus sagði fréttamönn-
um að hann hafnaði réttarhöldunum
sem „pólitískum ofsóknum" og hefði
neitað að svara spurningum dómar-
anna. Hún sagði að hann myndi ekki
áfrýja úrskurðinum, enda myndi það
jafngilda þvi að hann játaði sig sek-
an.
A mánudag var einnig kveðinn
upp ellefu ára fangelsisdómur yfir
andófsmanninum Wang Youcai í
borginni Hangzhou og þriðji með-
limur Kínverska lýðræðisflokksins,
Qin Yongmin, var í gær dæmdur í
tólf ára fangelsi í borginni Wuhan.
„SýndaiTéttarhöld“
Þremenningarnir voru handteknir
fyrir nokkrum vikum, eftir að hafa
reynt að skrá Kínverska lýðræðis-
flokkinn formlega sem stjórnmála-
flokk. Þeir hafa allir setið áður í
fangelsi fyrir skoðanir sínar.
Fangelsisdómamir þykja benda
ótvirætt til þess að kommúnista-
flugherinn bandaríska flughernum
þessai’ upplýsingar allt þar til
Frakkar hættu þátttöku í eftirliti í
Irak í síðustu viku þegar Richard
Butler, yfirmaður vopnaeftirlits-
nefndarinnar (UNSCOM), lagði
fram skýrslu sína þar sem sagði að
Irakar hefðu ekki sýnt sam-
starfsvilja við UNSCOM, en á
grundvelli þeirrar skýrslu hófu
Bandaríkjamenn og Bretar árásirn-
ar á Irak. Þykja upplýsingar Liber-
ation nokkuð kaldhæðnislegar því
Frakkar voru allt annað en sátth-
við einhliða aðgerðir Breta og
Bandaríkjamanna í Irak.
Bandaríkjamenn sagðir hafa
niðurlægt Kofi Annan
Fyrr í gær hafði Paul Quiles,
fyrrverandi varnarmálaráðherra
Frakklands, sakað stjórnvöld í
Washington um að niðurlægja Kofi
Annan, framkvæmdastjóra Sa-
meinuðu þjóðanna, með því að
gangast upp í rullu „alheimslög-
reglu“ og hefja árásir á Irak án
þess að hafa fyrst tryggt sér sam-
þykki SÞ.
í grein sem Quiles ritaði í Liber-
ation sagðist hann telja að Banda-
ríkjamenn vildu draga úr mætti SÞ
og beita Atlantshafsbandalaginu
(NATO) í ríkari mæli við hernaðar-
aðgerðir í fjarlægum löndum. Hélt
Quiles því fram að trúverðugleiki
Annans og öryggisráðs SÞ hefði
beðið mikinn skaða. „Og maður
hlýtur að velta því fyrir sér hvort
það hafi ekki einmitt verið eitt af
óbeinum markmiðum með árásun-
um á Irak.“
Frönsk stjórnvöld hafa hingað til
ekki gengið svo langt að gagnrýna
Breta og Bandaríkjamenn með
beinum hætti fyrir árásirnar, þótt
þau létu óánægju sína í ljós. Með
grein Quiles í gær lýsh’ frammá-
maður í frönskum stjórnmálum því
í fyrsta sinn opinberlega áhyggjum
Frakka.
Gagnrýndi Quiles einnig Breta
fyrir að fylkja liði með Bandaríkja-
mönnum í þessum aðgerðum og
sagði að afstaða Breta sýndi með
skýrum hætti að forsætisráðherr-
anum Tony Blair hefði ekki verið
fyllilega alvara þegar hann lýsti því
nýlega yfir að Evrópuríkin yi’ðu að
huga frekar að samvinnu Evrópu-
ríkjanna í varnarmálum.
stjórnin í Kína hafi ekki linað tökin
og muni áfram brjóta alla andstöðu á
bak aftur. Bandaríkjamenn, Bretar,
Frakkar og Þjóðverjar hafa fordæmt
dómana harðlega og Maiy Robinson,
framkvæmdastjóri mannréttinda-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna, hef-
ur látið í ljós áhyggjur vegna réttar-
haldanna yfii’ andófsmönnunum við
sendiherra Kína hjá SÞ.
I yfirlýsingu mannréttindasam-
takanna Human Rights Watch segir
að réttarhöldin yfir Xu, sem stóðu
einungis í þrjár klukkustundir, hafi
ekki verið annað en sýndarréttar-
höld, og ljóst sé að undirritun Kín-
verja á mannréttindasáttmálum sé
einskis virði.
Talsmaður kínverska utanríkis-
ráðuneytisins, Zhu Bangzao, sagði í
gær að réttarhöldin yfir Xu Wenli
væru innanríkismál, og að kínversk
stjórnvöld vísuðu gagmýni erlendra
ríkja á bug.
Árásir þjappa
aröbum saman
Stjórnvöld í Sýrlandi fordæmdu í gær
--------------^ .... ,
loftárásirnar á Irak og sögðu að þær
hefðu ógnað öryggi íbúa arabalanda.
Jóhanna Kristjónsdóttir, sem býr í
Damaskus í Sýrlandi, segir að þótt litlir
kærleikar séu með sýrlenskum og
íröskum stjórnvöldum sé líklegt að
árásirnar sameini araba.
Á LAUGARDAG urðu þau fá-
heyrðu tíðindi hér í Sýrlandi að
mótmælagöngur fóru fram út um
alla borg. Nemendur í framhalds-
skólum hófu þær og síðan bætt-
ust fleiri við með hverri klukku-
stundinni. Allt fór þetta að vísu
friðsamlega fram en fólk bar mót-
mælaspjöld og myndir af íröskum
börnum og hrópaði slagorð gegn
árásunum á Irak.
Enginn sem ég hef rætt við
minnist þess að mótmælagöngur
og fjöldafundir hafi verið hér í
landi. Það er þó ekki rétt að túlka
þetta sem stuðning við Saddam
Hussein Iraksforseta, heldur
blöskrar fólki þessar skyndilegu
árásir og þær komu einnig á afar
viðkvæmum tíma fyrir múslima,
eða rétt um það bil sem ramadan
var að ganga í garð.
Margir staðhæfa að Bill Clint-
on Bandaríkjaforseti hafi gripið
til þessa ráðs til að leiða athyglina
frá umræðum í bandaríska þing-
inu um kynlífsmál hans og fleira.
Fáir hafa trú á því að tilgangur-
inn hafi verið sá að koma Saddam
frá völdum og eitthvað virðast
bandarískar sprengjur hafa hitt
fleira en hernaðarlega mikilvæga
staði í Irak þvi verulegt mannfall
virðist hafa orðið og sýrlenska
sjónvarpið sýndi um helgina
myndir af fjöldanum af særðu
fólki og látnu og einhverjar
sprengjur eru sagðar hafa fallið á
sjúkrahús.
Afleiðingar þessara aðgerða nú
munu væntanlega verða þær ein-
ar að þjappa arabaþjóðum enn
þéttar saman og gegn Banda-
ríkjamönnum og varla hefur það
verið tilgangur þeirra. Hvort
þetta hefur áhrif á friðarmál í
þessum heimshluta er mér ekki
ljóst en hygg þó að það muni ekki
skýrast fyrr en eftir nokkurn
tíma. Svo fi-emi allar arabaþjóðh’
sameinist - náttúrulega að Kú-
veitum og Sádí-Aröbum undan-
skildum - er ekki vafi á að Banda-
ríkjamenn munu eiga erfiðara
uppdráttar í þessum heimshluta
fyrir vikið.
Strax og fréttir bánist um
árásirnar var öryggisvarsla efld
stórlega hér í Damaskus og var
þó mikil fyrir. Þegar Ijóst var að
Bandaríkjamenn og Bretar héldu
árásunum áfram og mannfall
hafði orðið meðal hrjáðra íraskra
borgara urðu menn bálreiðir og
leitað var samþykkis að fá að efna
til þeirra einstæðu fjöldafunda
sem fóru fram um helgina. Var
öllum götum sem liggja að banda-
ríska sendiráðinu lokað hér í borg
en þó kom fjöldi fólks saman þar
til að lýsa mótmælum sínum.
„Klám út í loftið"
„Þetta er klám út í loftið og
Clinton og Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, eiga efth- að
súpa seyðið af þessu.“ Það virðist
mér í flestum orðum túlka hug
manna hér í Damaskus, en eins
og alkunna er hafa ekki verið
neinir dáleikar með forsvars-
mönnum í Irak og Sýrlandi.