Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 42
' 42 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Opið bréf til ut- anríkisráðherra Hr. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra U tanríkisráðuneytinu 150 Reykjavík. 12. desember 1998. KÆRI Halldór, Það veldur mér þungum áhyggj- um hve þú virðist afvegaleiddur af braut réttlætis og mannúðar. í ávarpi þínu í Ráðhúsinu s.l. fimmtudag, mæltir þú ýmis fógur orð um mannréttindabaráttu, en þau orð eru til lítils ef hugur fylgir ekki máli. Þú talaðir um þá von þína að fimmtíu ára af- mæli mannréttindabar- áttu S.Þ. yrði til þess að auka þrýsting á vald- hafa sem brjóta mann- réttindi. A sama fundi lýstirðu mikilli óánægju með þann þrýsting sem °S samstarfsaðilar mínir erum að beita þig, valdhafa á íslandi, vegna þeirra mannrétt- indabrota sem þú átt þátt í gegn saklausum almenningi í Irak. Þú talaðir um að nær væri að við íslendingar sýndum samstöðu. Ekk- ert væri mér kærara en að hafa við þig og aðra ráðamenn á Islandi sam- starf um baráttu fyrir friði og rétt- læti í heiminum. En staðreyndin er, að þið hafið skellt skollaeyrum við nær öllum okkar áskorunum. Bréf- ~» um okkar, sem eru orðin fjölmörg, hefur yfirleitt ekki verið svarað. Undantekningar hafa verið þegar erindin hafa fyrst verið send erlend- um aðilum, eins og t.d. í fyrra þegar við sendum erindi til Kofi Annan um flug til írak. Annað slíkt tilfelli var beiðni um fund með forsætisráð- herra, sem fyrst gekk eftir þegar forseti erlends ríkis bað um fundinn fyrir okkur. Hvers vegna sýnir þú og sam- starfsmenn þínir í stjórnsýslunni okkur ekki samstöðu í friðarbarátt- unni? Hvers vegna synjuðuð þið er- indi um friðarháskóla í Reykholti? Hvers vegna ræðið þið ekki við okk- ur um erindi okkar. Meðal þessa er krafan um að kjarnorkuvopn verði alfarið bönnuð á íslandi, enda hefur alþjóðadómstóllinn í Haag komist að þeirri niðurstöðu að kjamorkuvopn séu ólögleg og glæpur gegn mann- kyninu. Að auki hefur Butler, íyrr- verandi yfírmaður kjarnorkuflota Banda- ríkjanna, lýst því yfir, nú síðast á stórum fundi fyrir fáeinum vik- um, að það sé „öruggt“ að á meðan við höfum slík vopn, muni kjam- orkusprengja springa af slysni eða af manna- völdum. Hann hefur nefnt fjölmörg dæmi um yfirvofandi slys. Er það óeðlileg mannrétt- indakrafa að vilja búa þar sem eklri er leyfð geymsla, flutningui’ eða notkun slíkra gereyð- ingarvopna? Er ekki ástæðan fyrir því að lög ná ekki yfir þá sem stunda þennan glæp að alþjóðlegur sakadómstóll er ekki ennþá orðinn "virkur? Er ekki staðreyndin sú að þeir sem hafa haft frumkvæðið að kjarnorkuvopnun heimsins neita að gerast þátttakend- ur í þessum alþjóðlega sakadómstól, nema þeir sjálfir ákveði hverjir verði ákærðir hverju sinni? Þessir sömu aðilar notuðu úraníum-búnar sprengjur í Persaflóastríðinu sem hefur orsakað gífurlega aukningu krabbameins hjá almenningi á svæð- inu og hvítblæði hjá bömum. Af hverju styður þú þessi mannrétt- indabrot? Viðskiptabannið á írak er komið út í fjöldamorð og eitt alvarlegasta mannréttindabrot í sögu okkar. Tutttugu og þremur milljónum manns er haldið gíslingu til að svæla út einn meintan afbrotamann. Sam- kvæmt upplýsingum Barnahjálpar Ástþór Magnússon Að velja rétt í umferðinni Umferðaröryggi varðar okkur öll. Dag- lega þurfa flest okkar að ferðast milli staða. Ferðamáti okkar er misjafn en öll tökum við áhættu um leið og út í umferðina er komið. Umferðarslys em því miður orðin hluti af veruleika okkar en ekki er víst að allir geri sér grein fyrii- þeim víð- tæku afleiðingum sem ^lys geta haft í för með sér. Við sem störfum á sjúkrahúsum sjáum því miður allt of oft alvar- legar afleiðingar um- Umferðarslys eru því miður orðin hluti af veruleika okkar, segir Stefán Yngvason, en ekki er víst að allir geri sér grein fyrir þeim viðtæku afleiðingum sem slys geta haft í för með sér. ferðarslysa. Það er erfitt að horfa •^jpp á fólk í blóma lífsins verða ör- •rkumla vegna slysa þar sem Bakkus kom við sögu. í mörgum tilvikum er um að ræða varanlegt heilsutjón með skertri vinnugetu og færni til margra þeirra hluta sem gefa lífinu gildi. Áætlanir og fjárhagur kollvarpast og það hriktir í stoðum fjöl- skyldunnar. Áfengi og akstur fara aldrei saman. Rök- in eru öllum Ijós, en þrátt fyrir það freistast sumir ökumenn til að taka þá áhættu sem fylgir ölvunarakstri. Hér kemur að lykilat- riði í hugsun og atferli mannsins, þess að velja. Að velja er hluti af lífi okkar. Daglega stöndum við frammi fyrir vali. Flest val snýst um hversdagslega hluti, svo sem val á vöru í verslun, val á sjónvarpsefni o.þ.h. í lífi hvers manns koma þó upp örlagastundir þar sem val hefur áhrif alla ævi. Dæmi um slíkt eru námsval, atvinnuval og val á lífsföru- naut. Val á lífsstíl hefur einnig áhrif á líf okkar, sumt til góðs, annað til ógæfu. Akstur undir áhrifum áfengis er eitt alvarlegasta dæmið um þetta. Hér reynir á valið. Veljum rétt. Ágætu samferðarmenn. Gefum okkur tíma, högum akstri í samræmi við aðstæður. Spennum beltin og verum allsgáð í umferðinni. Höfundur er yfirlæknir endurhæf- ingardeildar Sjúkrahúss Reykjavfk- ur á Grensási. Stefán Yngvason Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar og Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar S.Þ., hefur á aðra milljón einstaklinga lát- ist af völdum þessa viðskiptabanns, mest börn undir fimm ára aldri. Einn af framkvæmdastjórum Sameinuðu þjóðanna, sem var yfir- maður allrar mannúðaraðstoðar samtakanna, Denis Halliday, hefur hætt störfum í mótmælaskyni við viðskiptabannið. Hann telur sig ekki getað starfað fyiir samtökin meðan það er í gildi, eftir að hafa verið í Irak í þrettán mánuði og kynnt sér ástandið rækilega. Hann segir 90% aðildarrikjanna vilja afnema við- skiptabannið, en þau láti stjómast af öryggisráðinu. Sameinuðu þjóðirnar séu að þverbrjóta mannréttindi í þessu máli og samtökin séu með við- skiptabanninu vísvitandi að drepa og limlesta fólk í gegnum langvinna vannæringu. Framkvæmdastjórinn komst að þeirri niðurstöðu að með- limum öryggisráðsins stæði ná- kvæmlega á sama. Halldór! Þú veist um afleiðingarnar af þessum að- gerðum, þú ert í aðstöðu til að grípa inn í málið með afgerandi hætti, en vilt ekki hlusta á neyðaróp barnanna og hjálpa þeim. Hveraig getur þú verið svona miskunnariaus? Ekkert væri mér kær- ara, segir Ástþór Magnússon, en að hafa við þig og aðra ráða- ------------7--------------- menn á Islandi sam- starf um baráttu fyrir friði og réttlæti í heiminum. Ég hef krafist leyfis til að stunda eðlileg og frjáls viðskipti með al- mennar neysluvörur við Irak, með vörur sem geta linað þjáningar þessa fólks. Er þetta óeðlileg mann- réttindakrafa? Þú synjaðir þessu er- indi á fundinum í Ráðhúsinu án þess að hafa opnað umslagið og lesið bréfið. Hvers vegna sýnir þú ekki samstöðu í þessu máli? Ætlastu til að við sýnum þér samstöðu í mis- kunnarlausum mannréttindabrotum gegn saklausu fólki, gamalmennum og ungabörnum? Guð fyrirgefi þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera, voru orð Krists á krossinum. Ég vona Halldór, að Guð sýni þér mis- kunn fyrir þessi hroðaverk sem þú leggur stuðning þinn við, þrátt fyrir að þér og samherjum þínum séu þegar ljósar afleiðingarnar. Á hátíð þinni í Ráðhúsinu sagðist þú vilja auka möguleika einstaklinga til að leggja fram kærur gegn ráða: mönnum sem brytu mannréttindi. í fyrirspurnartíma spurðí ég þig um, hvar væri hægt að leggja fram slíka kæru gegn þér vegna Irak-málsins. Þú svaraðir með því að þér fyndist það ekki þitt hlutverk að benda á það. Hvað átti þá hin fagra yfirlýs- ing í ræðu þinni að þýða? Voru það innantóm orð. Hvernig ætlar þú að auka möguleika á ákærum fyrir mannréttindabrot? Með fagurgala á tyllidögum? Ef það býr einhver al- vara að baki orðum þínum, og ef þú, Halldór Ásgrímsson, telur þig sak- lausan af mannréttindabroti, hvers- vegna viltu ekki greiða fyrir því að kæra mín og 300 annarra Islendinga (já, það bættust um 100 nöfn við í Ráðhúsinu) verði tekin til greina af Ríkissaksóknara og þú fáir tækifæri til að verja þig gegn áburðinum á vettvangi laganna. Ég biðst velvirðingar á því hafir þú þann skilning að ég hafi líkt þér við glæpamann í gær. Ég harma það, hafi slíkt gerst í hita og þunga umræðunnar. En þjóðarmorðið í írak er glæpur og stuðningur við glæp er hlutdeild. Með hverjum deginum sem líður verður þetta mál alvarlegra því í dag vitum við öll um afleiðingarnar. Nú á fimmtíu ára af- mæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er rétti tíminn að stöðva hildarleik varganna sem leikinn er í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í eigingjömum tilgangi. Höfundur er stofnnndi Friðar 2000. SKOÐUN PALL OSKAR SVARAR FYRIR SIG ALDREI hefði ég nú trúað því að ég þyrfti að verja tilfinningalíf mitt fyrir prestum og alþingismönnum eða ábyrgu fólki í svoleiðis valdastöðum yfirleitt. En undanfarin misseri hef ég fengið að reyna hið gagnstæða, því miður. Hér er ég að tala um meint misrétti sem mér hefur verið sýnt af aðilum sem gegna þessum störfum, og ég hef rúmlega fulla ástæðu til að halda að það sé vegna þess að ég er samkynhneigður. Það sem mér finnst merkilegt í mál- inu er að allir þessir núverandi fjandvinir mínir, Árni Johnsen al- þingismaður, séra Egill Hallgríms- son staðarprestur í Skálholti og svo Sigurður Sigurðarson vígslubiskup, kjósa að verja fordóma sína gagn- vart samkynhneigðum með alveg nákvæmlega sömu aðferðinni: Núna er þetta allt á „misskilningi" byggt, þetta eru allt „kjaftasögur" sem ein- hver hefur gripið á lofti, hér er um enga fordóma að ræða því „þeir hafi þá ekki“, þeir „virða mig svo mikið sem listamann og söngvara" að ég er barasta „velkominn" inn í kirkj- una til þeirra hvenær sem ég vil eða þá að mæta í sjónvarpssal og „taka lagið“ með Ama Johnsen og brosa að þessu öllu saman og segja e he he! Þetta allt hefur óneitanlega minnt mig á afar kraftmikla hug- myndafræði úr óskarsverðlauna- kvikmyndinni „The Usual Susp- ects“. Þar er sagt að mesta blekking djöfulsins hafi verið að sannfæra mannkynið um að hann sé ekki til! Fimmtudaginn 3. desember sl. birti Morgunblaðið yfirlýsingu frá þjóðhátíðamefnd Vestmannaeyja 1996, sem Sigurður A. Sigurbjörns- son skrifaði undir - „með vinsemd". - I yfirlýsingu þessari er ég, Páll Óskar, sagður ljúga blákalt uppá Áma nokkurn Johnsen, Þjóðhátíð Vestmannaeyja og Vestmannaey- inga yfirleitt í viðtali við blaðið „Testamentið". Miðað við þessa yf- irlýsingu, og svo svörin sem Ami Johnsen hefur gefið þegar hann er spurður út í málið, er engu líkara en ég eigi að koma útúr þessu sem kynóð, ímyndunarveik og athyglis- sjúk poppstjarna, sem þarf að Ijúga uppá fólk til að vekja á mér athygli. Ég get ekki tekið þessum ásökun- um með þegjandi þögninni. Spurn- ingin sem skiljanlega brennur á vörum flestra ei-: Af hverju er ég að tala um þetta Áraa Johnsen mál núna, rúmum tveimur árum eftir að atburðurinn gerðist? Svarið er ein- falt: Alþingiskosningar eru í nánd og Árni Johnsen ætlar sér stóra hluti á þeim bæ. Ég vil ekki sjá mann, sem bregst svona við undir þessum ákveðnu kringumstæðum á Þjóðhátið, eiga möguleika á ráð- herrastól. Við höfum horft uppá kjána sitja í ráðherrastólum áður, og í þetta sinn megum við ekki láta söguna endurtaka sig. Árni Johnsen hegðaði sér ekki eins og viti borinn maður þegar hann stíaði mér og þá- verandi elskhuga mínum í sundur í miðjum ástaratlotum, og henti hon- um frá sér þannig að hann lenti ut- an í vegg. Ámi Johnsen gerir lítið úr þessari frásögn minni og segir hana „fantasíu". I bræði sinni hefur hann kannski ekki tekið eftir öllu fólkinu sem var þarna með okkur og horfði á það sem fram fór. Þetta fólk - skemmtikraftar, áhorfendur og gæslumenn, er tilbúið til að leggja fram vitnisburð sinn um það sem það sá, og er nú þegar byrjað að gera það. Emilíana Torrini söng- kona, sem var að skemmta á Þjóðhátíð ‘96, er ein þeirra. Frá- sögn hennar má lesa í 48. tbl. „Séð & heyrt“. Árni Johnsen hefur reynt sitt besta til að slá ryki í augu almenn- ings, með því að ein- blína á aukaatriði en ekki aðalatriði í mál- inu. Okkur ber ekki saman um hvort ég hafi verið að kyssa kærastann minn, eða haft í frammi annars konar óviðeigandi „til- burði“ með honum, og hvort það hafi gerst á sviðinu, eða bakatil. Einnig segist Árai ekkert hafa á móti samkyn- hneigðum, þegar ég hef fulla ástæðu til að halda hið gagnstæða. Það er mjög alvarlegt mál, að Árni Johnsen er ekki tilbúinn til að lýsa því í smáatriðum hvað raunveru- lega gerðist sem kallaði á þessi við- brögð hans! Hann svarar á þá vegu að „... hann sjái ekki ástæðu til að lýsa því hér...“ og talar um leið um „ósiðlega tilburði“ sem hann ætlar að hlífa almenningi við. Með þessu skilur hann eftir lausa enda í frá- sögninni og leyfir hann almenningi / Eg er að tala um meint misrétti sem mér hefur verið sýnt af aðilum sem gegna þessum störfum, segir Páll Oskar Hjálmtýsson, og ég hef fulla ástæðu til að halda að það sé vegna þess að ég er samkynhneigður. að skálda í eyðurnar. Ég vil ekki að almenningur fari að ímynda sér mig og kærastann minn í sam- farastellingum á sviði Þjóðhátíðar, vegna þeirrar einföldu ástæðu að það gerðist ekki! Árai Johnsen leggur á það ríka áherslu að ég og kærastinn minn hefðum verið að gera eitthvað yfirnáttúrulega ósið- legt á miðju sviðinu, þar sem hátt í 7000 manns áttu að hafa getað séð okkur. Hann ákvað að skakka leik- inn þar sem þetta hafi ekki verið „á dagskrá", og einnig til að „vernda" börnin og unglingana sem voru meðal áhorfenda. Þetta finnst mér allt vera aukaatriði. Málið snýst einvörðungu um það að Árni John- sen gekk á milli okkar, og ég hef fulla ástæðu til að halda að það hafi hann gert vegna andúðar sinnar á samkynhneigðu fólki. Nú spyr ég þig, Árni Johnsen: Úr því að hátt í 7000 manns áttu að hafa séð til okkar á sviðinu sjálfu, hvernig stendur þá á því að enginn úr þessum áhorfendaskara sem þú varst að „vemda“ hefur lagt orð í belg, ekki einu sinni gert athuga- semd, allan þennan tíma? Þú veist að það er hringt og kvartað í Þjóð- arsálina af minna tilefni. Svo vil ég ekki að þú kveðir þig lengur í kút- inn opinberlega, þegar þú segist ekki hafa neitt á móti samkyn- hneigðu fólki. Því miður hef ég nefnilega fulla ástæðu til að halda það, bæði með tilliti til þess hvemig þú fórst með mig á Þjóðhátíð ‘96, og líka vegna málflutnings þíns í ræð- um á Alþingi þegar mál samkyn- hneigðra eru tekin upp. Því miður get ég ekki tekið þig trúanlegan þegar þú segist eiga fullt af sam- Páll Óskar Hjálmtýsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.