Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ -40 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR Rétta svarið? í GREININNI „Réttu vinnubrögðin?" var vakin athygli á ein- kennilegum uppákom- um á nýlegum mál- fundum á vegum laga- deildar Háskóla Is- lands. Par var greint frá því með hvaða hætti hugmyndir bandaríska réttarheim- spekingsins Ronalds Dworkins hafa bland- ast inn í orðræðu milli (Jóns Steinars Gunn- laugssonar og Sigurðar Líndal um hlutverk dómstóla. I þessari grein verður stuttlega lýst meginatriðum hugmynda Dworkins, eins og greinarhöfundur túlkar þær. Þá er átt við þær hugmyndir sem tengjast þeirri umræðu sem Jón Steinar Gunnlaugsson telst upphafsmaður að hér á landi, en hann er þeirrar skoðunar að dómarar hljóti ávallt að leita að réttu lögfræði- legu niðurstöðunni. Hana muni þeir finna í erfiðum málum ef þeir beiti réttri lögfræði- legri aðferðarfræði. Ekki geti verið um fleiri en eina rétta nið- urstöðu að ræða í sama lögfræðilega úrlausn- arefninu. Tekið skal fram, að hugmyndir Hreinn Loftsson Ronalds Dworkin um „réttu niður- stöðuna í erfiðum dómsmálum“ ein- skorðast við þær aðstæður þar sem búið er að beita öllum venjulegum og viðurkenndum lögfræðilegum aðferðum við að finna lausn á því máli, sem dómari hefur til úrlausn- ar. Dworkin er sammála því, að þar sem það er hægt eigi að styðjast við gildar lagareglur við úrlausn máls. I erfiðari málum styðjist dómarar þó við fleira en gildar reglur. Þetta nefnir hann „mælikvarða“ („stand- ard“) sem skiptist í „meginreglur" og „stefnumið“. Stefnumið sé „mælikvarði“ sem taki til samfé- lagslegra markmiða, venjulega framfara í efnahagslegu, stjórn- málalegu eða félagslegu tilliti, t.d. að nauðsynlegt sé að fækka umferð- arslysum. Meginregla sé á hinn bóginn „mælikvarði" sem beri að hlýða vegna þess að það sé réttlæt- iskrafa eða sanngimiskrafa eða ein- hver önnur slík krafa af siðferðileg- um toga, t.d. sú meginregla, að eng- islejvskt mal Umsjónarmaður Gísli Jónsson 985. þáttur 1. Þá var til höggs leiddur Her- um var skipað, hvorki fyrr né Peir munu lýðir mundur Hermundarson. Hann síðar. löndum ráða, var manna best hærður og mælti (Brennu-Njálssaga.) er útskaga að hann vildi kneppa hári sínu svo áður byggðu. að það yrði eigi blóðugt og svo 9. (Darraðarljóð.) gerði hann. Hann horfði í loft upp Fótatak manna mun áreiðan- 2. er Geirmundur þjófur vó hann. lega þykja skemtileg bók, eink- Hann er fyrsta skáld vort á síð- Klængur fékk hann til. Allir voru um fyrsta sagan af góðu ari öldum, sem ritað hefir íslensk- þeir vegnir með öxi Sighvats, stúlkunni, sem er mjög hóflega ar heimsbókmentir, þ.e.a.s. bæk- Stjörnu. rituð skopmynd af smáborgara- ur, er tali til almenns skilnings og (Sturla Þórðarson (1214-1284): legum siðferðisrembingi „betra ekki era aðeins einstrengdar, við fslendingasaga.) fólks“ í útkjálkaþorpi kringum málýsku átthagafjálgleikar.s. aldamótin, þar sem illa feðraður Þessi syntetiski meðalvegur, sem 5. lausaleikskrakki verður til þess þræðir takmörkin milli hins þjóð- Fór ég í heiði, fékk ég eina tínu. að loka dyram milli nákominna lega og almenna - báðum jafn- Fór ég á engi, sló ég miðlungs-brýnu. ættingja svo áram skiftir. nærri, hefir ætíð verið vegur Ut reri ég, og einn ég fékk í hlut Sagan er eitt af því allra heimsskáldsins. Upp dreg ég bát í naust með léttan skut besta sem Laxness hefir skrif- Gunnar Gunnarsson er eina ís- Stílltu þig, son minn. Stillið grátínn, dætur, að, og sýnir að hann hefir lenska skáldið í seinni tíð (ef til strengharpa mín þó laskist. Góðar nætur! kýmnigáfu í ágætu lagi. ís- vill að undanteknum Jóhanni Sig- Norræna lifir, einn þó undan beri lenskir lesendur bíða eftir því urjónssyni), sem fundið hefir útskagamann, sem langan baming rerl með mikilli eftirvæntingu að þennan sannarlega gullna meðal- Öldumar vaka, yrkja ljóð á skeri. sjá hvað úr Halldóri Kiljan veg. Já, hann er fyrsta íslenska (Guðmundur Friðjónsson Laxness muni verða. skáldið, sem ekki hleður garða (1869-1944): Niðurstaða.) (Benjamín Kristjánsson heldur byggir brýr, sem ekki tal- 1901-1987.) ar málýsku sjerviskunnar, heldur 6. 10. heimsmál mannlegleikans. Stjörnudjásn á dýrstum feldi, Liðið hafa dagar (Jóhann Jónsson, 1896-1932.) dularfegurð kvölds í eldi, langt er síðan hefur sál í hærra veldi, léttfætt ég óð 3. huggar alla er sorgir þjá. læki bláa og tæra, Best er að tala greitt um gjöld Svalar dýpstri sálarþrá. kenndi kulda vatns, og góðra kosta borgun. Kvöldsins tígni töfra friður, kenndi hörku grjóts Við skulum brúka kjaft í kvöld, tíl vor allra komdu niður. berum bamsfótum. en kurteisina á morgun. Mikli himins myndasmiður! (Sigurður Bjarnason 1841-1865.) Taktu snöggvast tjaldið frá! Liðið hafa dagar (Helga S. Þorgilsdóttir langt er síðan 4. 1896-1996.) lét mér laug búna En er þeir höfðu setið um hríð lækjarhylur. þá gengu þeir út. 7. Lín léði sól, Kolbeinn mælti til þeirra er Þybbna stúlkan þaddnana lokka greiddi blær. inni vora: „Viljið þér út ganga sem etur eplakjaddnana Margt er ungum yndi. og sjá högg stór?“ engum var þýð (Jakobína Sigurðardóttir Þeim varð ekki á munni. hér áður á tíð (1918-1994): Einu sinni var.) Kolbeinn mælti til Gissurar er en nú er sko sem sé heldur en ekki hann kom út: „Það vildi eg að þú aldeilis búið að baddnana. 11. létir mig fyrr höggva en Þórð (Jónas Árnason 1923-1998.) Eg hiusta hljóður inni bróður minn.“ og heyri regnið falla Gissur kvað svo vera skyldu. 8. í rökkvans rauða svið. Þá hjó Einar kollur Kolbein. Asgrímur Elliða-Grímsson og Það grætur einhver úti Þá var Þórður til höggs leiddur. þeir félagar gengu til búðar sem enginn kannast við. Þá mælti maður við Kolbein Þorkels. (Jón [Asmundsson] Óskar unga: „Viltu áma sveininum Asgrímur mælti til félaga 1921-1998.) griða, Þórði firænda þínum?“ sinna: „Þessa búð á Þorkell Kolbeinn mælti: „Fór sá er hákur, kappi mikill, og væri oss 12. skaði meiri var að.“ munur, að vér fengjum liðsinni Hringið jólabjöllur Brandur Þorleifsson vó Þórð. hans. Skulum vér hér gæta til í fógnuð yfir þreytt, Þá vora þeir Hrafnssynir alla staði, því að hann er ein- úrvinda mannkyn. vegnir Krákur og Sveinbjöm. lyndur og skapvandur. Vil ég Leggst þú jólafriður Hersteinn son Bergs prests vó nú biðja þig Skarphéðinn, að þú yfir bleikan vang að þeim. látir ekki til þín taka um tal grimmustu stríða. Þóri jökul vó sá maður er vort.“ Biika jóiastjama hefna þóttist bróður síns er Þór- Skarphéðinn glotti við og inn í hjarta bams ir hafði vegið í Bæjarbardaga. var svo búinn, að hann var í á tregandi jörðu Þórir kvað vísu þessa áður bláum kyrtli og í blárendum (Björn Daníelsson: 1920-1974) hann lagðist undir höggið: brókum, og uppháa svarta skó; hann hafði silfurbelti um sig og 13. Upp skaltu á kjöl klífa, öxi þá í hendi, er hann hafði Gef mér góða nótt, köld er sjávar drífa. drepið Þráin með og kallaði gef ég sofi rótt. Kostaðu huginn að herða, Rimmugýgi, og törgubuklara Gefmérgöfugthjarta, hér muntu lífið verða. og silkihlað um höfuð og greitt gef mér framtíð bjarta. Skafl beygjat þú skalii hárið aftur um eyrun. Hann Allt þú átt í heimi, þó að skúr á þig falli. var allra manna hermannleg- ekkert slæmt mig dreymi. Ást hafðir þú meyja. astur, og kenndu hann allir Góða nótt. Eitt sinn skal hver deyja. óséðan. Hann gekk sem hon- (Kristján M. Falsson, f. 1956) inn eigi að auðgast á eigin misgjörð- um. A þessu tvennu sé rökfræðileg- ur munur. Þegar dómari kemst að þeirri niðurstöðu, að lagaregla eigi við um úrlausnarefni, þá hlýtur hún annað hvort að vera bindandi fyrir hann eða ekki. Stefnumið og megin- reglur hafi á hinn bóginn annað ein- kenni þ.e.a.s. vikt. Dómari kunni að vera þeirrar skoðunar, að megin- regla eigi við, en honum kunni að finnast sem hún eigi ekki að ráða niðurstöðu málsins vegna þess að taka þurfi tillit til annarra atriða. Hér má taka dæmi af gömlu bandarísku dómsmáli frá síðustu öld þar sem ungur maður banaði Þegar dómari kemst að þeirri niðurstöðu, að lagaregla eigi við um úrlausnarefni, segir Hreinn Loftsson, þá hlýtur hún annaðhvort að vera bindandi fyrir hann eða ekki. skyldmenni sínu, sem hafði arfleitt hann. Ekki fannst nein lagaregla, sem tók á þessu máli. Dómarinn fann réttu niðurstöðuna með því að beita þeirri meginreglu, að menn eigi ekki að auðgast á misgjörðum sínum. En í öðrum tilvikum kann að vera að meginreglan verði að víkja vegna þess að önnur sjónarmið eru látin vega þyngi'a, dæmi um það er hefðarréttur þar sem menn eignast réttindi þó að ranglega sé stofnað til þeirra í upphafi. Dworkin hefur gagnrýnt kenn- ingasmiði vildarréttar („legal positi- vism“) fyrir að gera ekki ráð fyrir slíkum „mælikvörðum" í kenningum sínum og telur þá kennningu um lög ófullkomna, sem viðurkenni ekki þá staðreynd, að gildi lagareglna í erf- iðum málum geti verið háð slíku mati. Þá telur Dworkin rangan þann skilsmun, sem talsmenn vildarrétt- ar geri á milli laga og siðareglna („law and morals"). Dworkin hefur talið að ef menn viðurkenni, að lögin séu meira en bara reglur heldur séu þar líka til mælikvarðar af því tagi, sem stuttlega var lýst hér að fram- an, þá geti menn ekki gert þann greinarmun milli lagareglna og siðareglna, sem talsmenn vildar- réttar vilja gera. Þar skiptir að hans áliti mestu máli, að settar eða gildar lagareglur hvíli á meginreglum, sem séu rótgrónar í siðferðis-vitund viðkomandi samfélags. Engin „við- urkenningarregla“ að hætti enska réttar-heimspekingsins H.L.A. Harts, eins helsta kenningasmiðs vildarréttarins á þessari öld, sé til í því skyni, að greina á milli lögfræði- legra og slíkra siðferðilegra megin- reglna. Þessar siðferðilegu reglur séu ekki á neinn hátt tengdar meiri- hluta eða minnihluta. Hér gildi heldur engar skoðanakannanir um það hverjar þessar meginreglur séu. Dómarar finni þær með því að nota réttar lögskýringaraðferðir Dcroprint. Stimpilklukkur og tímaskráningarstöðvar Otto B. Arnar ehf. Ármúla 29, Reykjavík, sími 588 4699, fax 588 4696 þar sem einstaklingsbundin mann- réttindi séu undirstaðan. Megin- reglumar finnist í erfiðum málum með því að leita svara við þeirri spurningu, hvemig tiltekið atvik falli að óhlutbundnum réttindum einstaklinga, eða „abstract rights", sem menn hafa sammælst um að séu æðstu reglur samfélagsins og er oft bundnar í sérstakri stjórnar- skrá. Dómarar eigi að fara eftir slíkum meginreglum í erfiðum málum, en þeir eigi ekki að láta stjórnast af stefnumiðum. Meginreglur lýsi rétt- indum, sem geti verið pólitísk í eðli sínu, þar sem þau taki mið af því samfélagi, þar sem dómarinn starfar. Meginreglumar séu hluti af pólitískri undirstöðu þjóðfélagsins. Marxisti í dómarastól verði að una því að hann geti ekki beitt sínum pólitísku stefnumiðum í vestrænu lýðræðisríki. Hann verði að lúta meginreglunum, sem slíkt þjóðfé- lagskerfi lýtur. Hann hefur ekki neitt val í þessu efni. Stefnumið lýsa pólitískum markmiðum á borð við það að einhver tiltekin niðurstaða muni leiða til góðs fyrir samfélagið. Það er ekki í verkahring dómara að komast að niðurstöðu í grandvelli slíkra sjónarmiða að mati Dworkins. Loks telur Dworkin að dómarar hafi ekki lagasetningarvald í erfið- um málum. Þeir hafi heldur ekki val um niðurstöðu. Þeir verði að kom- ast að niðurstöðu. Það eitt hafi í sjálfu sér áhrif á störf þeirra. Erfitt geti reynst að finna rétta svarið og menn geti deilt um efni þess. Einnig geti menn gert mistök. Það breyti því þó ekki, að rétta svarið sé til. St- arf dómarans geti þannig verið mjög vandasamt. En röksemdir þverri aldrei og því eigi sú staða ekki að koma upp, að dómari hafi val. Engum geti dottið í hug, að dómari geti komist í þá aðstöðu, að hann geti einfaldlega varpað hlut- kesti og ráðið lögfræðilegu deiluefni til lykta með þeim hætti. I þeirri grein í tímaritinu Philosophy and Public Affairs frá 1996, sem Ronald Dworkin visaði til í stuttu bréfi til undirritaðs og birt var í greininni „Réttu vinnubrögð- in?“, gagnrýnir hann sjónarmið þeirra, sem telja, að eina rétta nið- urstöðu sé ekki að finna í deilum innan hugvfsinda á borð við lög- fræði. Telur hann að slík sjónarmið séu angi af þeirri efahyggju „post- modernisma", „anti-foundational- isma“ og „neo-pragmatisma“, sem einkenni mjög alla akademíska um- ræðu í vestrænum háskólum um þessar mundir. Sammerkt sé með slíkum skoðunum, að ekki séu til nein hlutlæg sannindi í myndlist, tónlist, siðfræði og lögfræði. Grein- in er fjörleg og þar er beitt mikilli rökfimi. Niðurstaðan er sú, að á þeim, sem haldi fram slíkum kenn- ingum, hvfli sama sönnunarskylda og á hinum, sem telja að til sé rétt niðurstaða eða aðferðarfræði til að komast að réttri niðurstöðu. Þannig verði sá, sem haldi því fram, að til séu margar jafnréttar niðurstöður í erfiðum dómsmálum, að sýna fram á, að sú skoðun fái staðist. Slík afsaða hljóti að hvfla á einhverjum aðferðarfræðilegum eða kenningar- legum grunni, sem gagnrýnendur verði að sýna fram á, að fái staðist. Telur Dworkin sig geta sýnt fram á það í greininni, að þessi afstaða gangi ekki upp rökfræðilega. Verð- ur ekki annað séð af þessari grein en að Ronald Dworkin geri tilraun til að skjóta frekari stoðum undir kenningu sína fremur en að þar sé um eitthvað undanhald að ræða. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Munið jólaföstuna Grænmetis- og baunamatur Heitt og hollt! Skólavörðustíg 8, sími 552 2607.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.