Morgunblaðið - 23.01.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.01.1999, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ sparaðist óhemju dýr og flókin aðgerð með þessum brandara, systir. Hann dó úr hlátri. Morgunblaðið/Golli GAT kom á togarann og voru iðnaðarmenn fljótlega kallaðir til og hófust þeir handa við að logsjóða í gatið. Togari bakkaði á flotkví NOKKRAR skemmdir urðu á minni flotkví í eigu Vélsmiðju Orms og Víglundar undir mið- nætti á fimmtudagskvöld þegar rdssneskt skip bakkaði á kvína í Hafnarfjarðarhöfn. Verið var að lóðsa skipið út úr höfninni þegar óhappið viidi til og er talið að stjórntæki hafi tek- ið völdin af skipstjórnendum, jafnvel að skipið hafi fest í bakk- gírnum. Skipið, sem einnig skemmdist nokkuð, var kyrrsett í Hafnarfjarðarhöfn og var lög- regluskýrsla tekin vegna máls- ins. Rannsóknardeild Hafnarfjarð- arlögreglunnar fær málið til meðferðar og rannsóknarnefnd sjóslysa. Finnur Ingólfsson „Ég er mjög ánægður með niður- stöðuna“ ARNÞRÚÐUR Karlsdóttir kaupmaður og Alfreð Þor- steinsson borgarfulltrúi lýstu því sem skoðun sinni í Morg- unblaðinu í gær, að Finnur Ingólfsson hefði ekki fengið góða kosningu í prófkjöri framsóknarmanna í Reykja- vík. Sagði Arnþrúður að vara- formaðurinn hefði fengið „al- gjöra útreið“ og Alfreð sagðist vona að Finni takist að „end- urvekja traust á sér þannig að hann geti verið sannur for- ingi“. Inntur eftir ummælum Arn- þrúðar sagði Finnur, að þau kæmu sér ekki á óvart í Ijósi niðurstaðnanna og um afstöðu hennar og Alfreðs sagði hann: „Er það ekki oft þannig að þeir sem tapa eru sárir? Aðal- atriðið er að listinn er mjög sterkur. Eg er mjög ánægður með þessa niðurstöðu og tel að listinn geti náð mjög góðum árangri í kosningunum í vor.“ Finnur sagðist hafa fengið mjög góða kosningu í sam- keppninni við Arnþrúði og Al- freð. „Niðurstaðan er sú að ég fæ tæp 1.000 atkvæði í 1. sæt- ið, Alfreð rétt rúmlega 400 og Arnþrúður rúmlega 200, þannig að það voru nokkuð af- gerandi úrslit um 1. sætið,“ sagði Finnur. Var ekki með Iiðssafnað „Það er vitað að það var talsverð liðssöfnun inn í flokk- inn fyrir prófkjörið. Eg var enginn þátttakandi í því og kom með sárafáa menn inn á mínum vegum. Alfreð segir sjálfur að hann hafi komið með 400 manns og Arnþrúður með á þriðja hundrað manns, hef ég heyrt. Þess vegna held ég að þetta eigi að teljast mjög góð niðurstaða." Sólstöðuhópurinn stendur fyrir fyrirlestri Tengsl með- virkni o g hjúkrunar Páll Biering Idag verður uppákoma á vegum Sólstöðu- hópsins klukkan 14 í Norræna húsinu þar sem Páll Biering geðhjúkrun- arfræðingur mun halda fyrirlestur um meðvirkni og hjúkrun. Einnig verður flutt tónlist og á eftir verða pallborðsumræður um efni fyrirlestursins. En hvað ætlar Páll að segja um samspil með- virkni og hjúkrunar í þessum fyrirlestri? „Bandarískar rann- sóknir hafa sýnt fram á að hjúkrunarfræðingar eru allt að helmingi líklegri en aðrir til að hafa ahst upp við alkóhólisma. Þetta á reyndar einnig við um aðrar umönnunarstéttir, svo sem félagsráðgjafa, sálfræð- inga og iðjuþjálfa. Það hefur ver- ið gengið út frá því sem vísu að þessir hjúkrunarfræðingar leiti í starfíð til þess að uppfylla eigin þarfír og hafí nánast sjúklega áráttu til að þóknast og þjóna öðrum. Mér þótti þessi umræða svo neikvæð og gert svo lítið úr erfíðri reynslu þessa fólks, auk þess sem ég hef kynnst persónu- lega mörgum hjúkrunarfræðing- um sem hafa þessa reynslu og hefur vegnað mjög vel í starfi og einkalífi, að ég ákvað að skoða tengslin milli hjúkrunar og með- virkni frá öðru sjónarhomi. Eg tók viðtöl við hjúkrunarfræðinga sem höfðu alist upp við alkóhól- isma og hafði vegnað vel í starfi og bað þá um að segja mér hvemig viðkomandi sæi tengslin á milli sinnar erfiðu reynslu og starfsferilsins. Það kom í ljós að þessi erfiða reynsla hafði kennt þeim ýmislegt sem þeir gátu nýtt sér í hjúkrunarstarfinu. Mín nið- urstaða er sú að það sé ekki vegna sjúklegrar áráttu sem þessir hjúkrunarfræðingar lögðu fyrir sig hjúkrun heldur fundu þeir vettvang þama til þess að nýta þá eiginleika sem þessi erf- iða reynsla hafði þroskað með þeim.“ - Hvaða eiginleikar eru þetta? „Einn sameiginlegan eigin- leika áttu þessar konur, því þetta vom allt konur, þær vom næmar fyrir því ósagða. í alkóhólistafjöl- skyldum er sjaldnast talað út um hlutina, fólk fær ekki að tjá til- finningar sínar og hugsanir á eðhlegan hátt og þær lærðu því í æsku að skynja tilfinningar og jafnvel hugsanir þótt þær væm ósagðar og þetta er eiginleiki sem kemur sér mjög vel þegar þarf að annast um fólk sem jafn- vel er ófært um að tjá sig af ein- hverjum orsökum. Að öðm leyti var mjög einstaklingsbundið hvaða eiginleika þessar konur höfðu tileinkað sér og nýttust þeim í hjúkrun sem setur spurn- ingamerki við hugtak- ið meðvirkni - hvort hér sé um að ræða eitt ákveðið fyrirbæri. Það em ekki allir sammála um tilvist meðvirkni, þótt allir séu sammála um að þeir sem búa með alkóhólistum þjáist fyrir þær sakir.“ - En geta ekki aðrir eiginleikar í fari þessara kvenna hafa valdið því að þeim hefur vegnað vel í starfi? „Það er aldrei hægt að slíta einstaka eiginleika fólks úr sam- ►Páll Biering er fæddur 1951 í Reykjavík. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1972 og BA-prófi í hjúkmn lauk hann árið 1989 frá Háskóla íslands. Hann fékk mastersgráðu í geðhjúkmn frá Texas-háskóla Austen 1994 og er nú langt kominn með doktors- nám við sama háskóla. Páll er sérfræðingur á Rannsóknar- stofnun í hjúkranarfræði við Há- skóla Islands. Hann er kvæntur Hólmfríði Garðarsdóttur, stundakennara í spænsku við Há- skóla íslands. Þau eiga einn son, átta ára, og einnig á Páll 26 ára dóttur frá fyrra þjónabandi. hengi við heildina. Það er summ- an af þessum eiginleikum sem skiptir máli. Þær áttu allar það sameiginlegt að fyrir utan að al- ast upp við alkóhólisma höfðu þær gert sitthvað í sínum málum og höfðu einnig átt góða að í æsku. Allar höfðu sýnt mikinn kjark til þess að breyta afstöðu sinni og kringumstæðum. Það eru margir aðrir sem hafa sams konar reynslu en sem ekki hafa megnað að nýta sér hana til góðs. Það er von mín að þeir geti kannski lært eitthvað af þessum konum sem ég ræddi við.“ - Hefur þetta hugtak, með- virkni, verið mikið gagnrýnt? „Það hefur mest verið gagn- rýnt af femínistum, sem sjá í því ákveðna viðleitni til þess að sjúk- dómsgera kvenlega eiginleika, jafnvel eiginleika sem hingað til hafa verið taldir bera vott um kvenlegar dyggðir. Til dæmis finnst þeim fráleitt að telja það sjúklega áráttu að taka þarfir annarra fram yfir sínar vegna þess að sú hegðun sé undirstaða þess að koma börnum á legg. Bai-n myndi ekki lifa af nema móðirin setti þarfir þess framar sínum eigin. Femínistar hafa líka gagnrýnt það að meðvirknihug- takið geri maka og böm alkó- hólista jafnábyrg fyrir ástandinu og þá og finnst frá- leitt að segja að þeir séu veikir sem eru að reyna að lifa af við erfið skilyrði - að þau skilyrði séu sjúk- dómsgreind. Femínistar halda því fram að í karlasamfélagi séu börn alkóhólista leiksoppar að- stæðna en séu ekki virkir ger- endur. Niðurstaða mín er að erfið tilfinningareynsla gerir fólk ekki endilega veikara heldur getur hún með góðum stuðningi gert fólk hæfara í starfi og einkalífi." Næmar fyrir því ósagða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.