Morgunblaðið - 23.01.1999, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 23.01.1999, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 35 LISTIR NEYTENDUR Ókleifur hljóðmúr TÖJVLIST Kaffileikhúsið FRJÁLSDJASSTÓNLEIKAR Andrew D’Angelo altósaxófónn og bassaklarinett, Oskar Guðjónsson sópran- og tenórsaxófónn, Eyþór Gunnarsson píanó, Bryndís Halla Gylfadóttir selló, Hilmar Jensson gít- ar og Matthías MD Hemstock tromm- ur og ásláttarhljóðfæri. Kerfill og fleiri verk eftir Hilmar Jensson auk smámuna eftir Andrew D’Angelo og búlgörsku þjóðina. Fimmtudag 21. janúar. ÞAÐ er ekki ónýtt þegar djassárið byrjai’ jafn vel og nú með tónagaldri Andrews D’Angelo, Hilmars Jens- sonar og félaga. Hilmar er iðinn við kolann. Fyrir utan að kenna við Tón- listarskóla FÍH sér hann um djass- þátt á Rás 1 þar sem hann kynnir ýmislegt forvitnilegt úr Prjóna- smiðju New York-borgar og svo er hann að sjálfsögðu á fullu í tónsköp- un sinni. Að öðrum ólöstuðum má segja að Hilmar hafi verið hvati frjálsdjassspuna hérlendis síðasta hálfa áratuginn - þar á undan var svo sem enginn frjálsspuni innlendur - en margir helstu frjálsdjassarar heimsins heimsóttu Island. Má þar nefna Art Ensembel of Chicago, frelsissveit Charlie Haden með Don Cherry innanborðs, Anthony Braxton, Leo Smith og alla Evrópu- búana með Peter Brötzmann og Ev- an Parker í broddi fylkingar. Af inn- lendum spiluðu Áskell Másson og Pétur Grétarsson stundum frjálst með gestum og þar með var sagan öll. Frjálsdjassarar hafa nokkrir leikið á RúRek-djasshátíðinni. Pierre Dor- ge bæði með Frumskógarsveit sinni og tríói, Skúli Sverrisson kom hér með Gregg Bendian, Biggan Krauss og Jamie Saft og Hilmar Jensson hefur leikið á RúRek með Tim Ber- ne, Chris Speed, Jim Blake og Andrew D’Angelo. Tónleikar Andrews D’Angelo, Hilmars, Kjartans Valdimarssonar og Matthíasar MD Hemstock voru í Leikhúskjallaranum í september 1995. Þeir voru ekki fjölsóttir og hinn frjálsi djass átti þá heldur undir högg að sækja hjá djassunnendum. Or- nette Coleman og þeir frændur höfðu farið framhjá þeim flestum - hvað þá yngi'i menn. En nú er öldin önnur og upp vaxin ný kynslóð sem sækir tón- listai-viðburði af þessari ætt stíft. Teknóið, rappið og ambíenttónlistin koma þar til hjálpar, svo og nútíma tónskáldatónlist og heimstónlist úr öllum áttum. Menn einblína ekki lengur á hljóma, laglínur og fjór- skiptan takt, heldur skynja jafnt hljóð sem hryn og skala úr fjarlæg- um menningarheimi. Hvernig má það líka vera að hin eina „sanna og göfuga” tónlist veraldarinnar hafi eingöngu verið sköpuð eftir evrópsk- um formúlum af béunum þremur, Mozai-t og öðrum útvöldum. Það er eins og að halda að bókmenntir og myndlist hafi hvergi risið í hæstu hæðir utan „álfunnai’ einu“. Tónleikarnir í kaffileikhúsinu hófust á Andrew’s Ditty eftir D’Ang- elo. Þetta er einfalt riff samið í sama anda og strákarnir í Kansas City gerðu á æskuárum Counts Basies. Andrew blés í altóinn og Óskar ten- órinn. Hilmar og Matti sáu um ryt- mann. Þeir sem afgreitt hafa tónÚst Hilmars og félaga sem ping- pongdjass hefðu átt að vera þama. Rytmísk spenna, sveifla nútímans, var í hámarki og það sauð og bullaði á söxunum. Þetta minnti mig helst á senuna í Kansas City, kvikmynd Alt- mans, þegar Joshua Redman og James Carter þöndu sig sem mest. Næst á dagskrá voru tvö verk eftir Hilmar, Dofinn og Von, af Jazzís- diski hans. Það fyrra er ljóðræn ball- aða, en túlkun Andrews, er blés í bassaklarinett, og Óskars á sópran- inn leiddi hugann að Coltrane og Dolphy, ólíkt því þegai’ Tim Beme og Chris Speed blésu það á diskinum. Von var enn ólíkari útgáfunni á disk- inum. Hér var blásið í klassískum frjálsdjassstíl af miklum krafti með höggnum rytma. Sífelld sköpun. Síð- asta lag fyrir hlé var búlgörsk al- þýðuvísa sem þeir Andrew og Hilmar túlkuðu af næmi. Eftir hlé fjölgaði á sviðinu, því í hóp frjálsdjassai’anna fjögurra bætt- ust klassíski djasspíanistinn Eyþór Gunnarsson og klassíski sellistinn Bryndís Halla Gylfadóttir. Á efnis- skránni var verk Hilmars, Kerfill, fjörutíu mínútna langt. Þetta er magnþrungið verk; ókleifur hljóðmúr á stundum en svo allt í einu líður fram konan einmana úr söngbók Or- nette. Hér fóru sexmenningarnir á kostum, enda nýbúnir að hljóðrita verkið, og er réttast að bíða með frekari umsögn þar til diskurinn birt- ist. Eitt er þó víst að séu spunakafl- arnir jafn vel heppnaðir og samspuni Andrews og Óskars og Eyþórs og Hilmars og hrynkrafturinn, sem Bryndís Halla og Matthías mögnuðu með Eyþóri og Hilmai’i, jafn grípandi og í Kaífileikhúsinu eigum við von á einhverjum besta frjálsdjassdiski norrænum í langan tima. I lokin léku þeir félagar Bryndís- arlausir dittíið hans Andrews og mik- ið var gaman að sóló Eyþórs Gunn- arssonai-. Hann minnti mig að sumu leyti á Art Tatum í Tatum pole boogie. Þegar löngu línumar komu og allir héldu að búgginn væri úr sögunni skall hann hárrétt á. Þannig lék Eyþór - þar skeikar aldrei hi’yn- urinn. Vernharður Linnet Nýjar bækur • AUÐUR úr iðrumjarðar - Saga hitaveitna ogjarðhitanýtingar er eft- ir Sveinn Þórðarson og er XII bindi í Safni til iðnsögu íslendinga. í kynningu seg- ir að þetta sé fyrsta alþýðlega yfirlitsritið um sögu jarðhitanýt- ingar á Islandi. Fjallað er um sambúð lands- manna og jarðhit- ans í tímans rás allt frá laugarferð- um fommanna til beislunar háhita- svæða. Greint er frá rannsóknum, jarðborunum og gerð hitaveitna um land allt. Einnig er ijallað um hagnýt- ingu jarðhita til þvotta, sundiðkunar, ylræktar, iðnaðar og raforkufram- leiðslu. „Island er eldfjaUaeyja og oft hafa jarðeldar valdið þjóðinni búsifjum. Eldvirkni á sér þó bjartari hhðar. Lengi var jarðhiti þó lítt nýttur og þótti fremur til skaða en hlunnindi. Eitt merkasta nýmæli nútímans er hagnýting jarðhita sem orkugjafa. í bókinni ber hæst sögu beislunar jarð- hita til húsahitunar, en hún umbreytti lífsháttum hjá stónnn hluta þjóðar í eldsneytisvana landi, en fæstir leiða hugann að þessum sjálfsagða hlut, heita vatnið rennm’ hvort eð er úr krananum. Hitaveitur og fram- kvæmdir þeim tengdar munu er ft’am líða stundir verða taldar með merkari verklegum framkvæmdum á íslandi á þessari öld. Jarðhitinn hefur sannar- lega reynst „auður úr iðrum jarðar“.“ Mikill fjöldi mynda eykm’ og skýr- ir efni bókarinnar, þær hafa fæstar komið fyrir á prenti áður. Utgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Bókin er 658 bls. Verð: 6.990 kr. Nokkrar nýjar Hraðkaupsverslanir á árinu Hraðkaup á Egilsstöðum opnað um mánaðamótin Á NÆSTU vikum verður Hraðkaups- verslun opnuð á Egilsstöðum. Það er þriðja verslunin með þvi nafni á lands- byggðinni en Hraðkaup er í eigu Baugs. Fyrir eru Hraðkaupsverslanh’ á Akureyri og í Borgamesi. Að sögn Jóns Scheving, framkvæmdastjóra þróunarsviðs hjá Baugi, er verið að semja við eigendur verslunarhúsnæð- isins á Akureyii um endurbætm- á húsnæði verslunarinnar þar og hefj- ast þær um mánaðamótin febrúar- mai-s. Fyrirhugað er að opna nokkrar nýj- ar Hraðkaupsverslanir á þessu ári. „Hraðkaup á Egilsstöðum verðm í um 340 fermetra húsnæði að Mið- vangi 1-3 á Egilsstöðum. Verslunar- stjóri búðarinnar er Þorkell Hróar Bjömsson, fyrrverandi starfsmaðm matvömdeildar Hagkaups í Skeif- unni.“ Jón segir að Hraðkaupskeðjunni sé eingöngu ætlað að vera utan höfuð- borgai’svæðisins. „Við leggjum allt kapp á gott úrval ferskrar vöra og veitum hraða og vinalega þjónustu. Afgreiðslutími verslana er langm til að tryggja góða þjónustu og búðimar era einfaldar, bjai’tar og hreinar.“ Þrýstikönnur geta verið vara- samar ef notkun- in er ekki rétt NAUÐSYNLEGT er að fara eftir leiðbeiningum þegar hellt er upp á kaffi í þrýstikönnu eða pressukönnu eins og þær eru kallaðar. Sé ekki hellt upp á kaffið eftir kúnstarinnar reglum geta óhöpp átt sér stað. Með slíkum könnum fylgja yfírleitt nákvæmar leið- beiningar en því miður eru þær sjaldan þýddar á íslensku. Samkvæmt upplýsingum frá markaðsgæsludeild Löggilding- arstofu hafa nokkrar ábendingar borist um óhöpp sem orðið hafa vegna rangrar notkunar slíkra kanna. Slík óhöpp hafa orðið með þeim hætti að sjóðandi heitt vatn skvettist uppúr könnunum þegar pressunni er þrýst niður. Óruggasta aðferðin við að hella upp á kaffi í þrýstikönnu er eftir- farandi: Seljið kaffiduft í botn þrýsti- könnu. Hellið sjóðandi vatni í könnuna svo rétt fljóti yfir kaff- ið. Bíðið meðan kaffið tekur í sig vatnið. Hellið síðan heitu vatni í könn- una, allt eftir því hversu mikið kaffi á að laga. Látið vatnið og kaffið samlagast með því að hræra aðeins í því. Látið lokið með pressunni á könnuna og bíðið í nokkrar mín- útur. Pressið varlega niður og kaffið er þá tilbúið til drykkjar. RISA á Fosshálsi og því seljum við allan lagerinn með aílt að sunnudag kl. 12 -22 ♦Columbia Sportxwcar (imipanv* —SþOltVÖRUáÚS Fosshálsi 1 - Sími 577-5858
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.