Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Alviðra - umhverfís- fræðslusetur Landverndar SJÁLFBÆR þróun, endurvinnsla, umhverf- isfræðsla. Pessi þrjú orð eru algeng þegar fjallað er um umhverfismál í rituðu og töluðu máli. Umhverfisfræðslan hef- ur þar til nýlega haft lít- ið pláss í íslensku skóla- kerfi og atvinnulífi, en það er von til að úr verði bætt með nýrri skóla- stefnu og virku um: hverfisfræðsluráði. í þessari grein ætla ég ekki að ræða um sjálf- bæra þróun, ekki um endurvinnslu heldur um umhverfisfræðslu og um umhverfisfræðslusetur Landvemd- ar, Alviðru í Grafningi. Mikið hefur verið rætt um um- hverfismál og skort á umhverfis- fræðslu í skólum og fyrir almenning nú síðustu misserin. Landvemd - Landgræðslu- og náttúruvemdar- samtök Islands - hefur til nokkurra ára rekið eina umhverfisfræðslusetr- ið á landinu sem staðsett er að Al- viðm í Grafningi. Umhverfisfræðsl- unni hefur aðallega verið beint til leik- og grunnskólabama, og hafa ár- lega nokkur hundmð böm komið að Alviðru með kennurum sínum í nátt- úmfræði og dvalið þar við leik og störf. Aðstaðan sem boðið er upp á í Alviðru hefur mælst vel fyrir hjá kennurum ekki síður en hjá nemendum. Alviðra býður upp á fjölbreytt og hlýlegt umhverfi sem nýtist vel til kennslu um íslensku flórana, skor- dýr, fugla, lífríki vatns- ins og síðast en ekki síst til jarðfræðikennslu. Skammt frá Alviðra er Þrastarskógur sem flestir á suðvesturhom- inu þeklq'a frá ferðum sínum austur fyrir fjall. í Þrastarskógi er hægt að velja um gönguferðir í landi UMFÍ og í landi Landvemdar sem er óbyggt kjarrlendi á jörð sem heitir Öndverðames 2. í Önd- verðarnesi er gamall ferjustaður yfir Sogið og skemmtilegar áreyrar á mótum Hvítár og Sogsins era matar- búr ýmissa fugla. Benda má á að undir Ingólfsfjalli, þar sem Alviðra er staðsett, era gömul fjöramörk frá lokum ísaldar. Fyrir utan að taka á móti íslensk- um skólabörnum hefur Alviðra í gegnum alþjóðleg samskipti tekið við hópum ungmenna frá Skandin- avíu og Bretlandseyjum. Alviðra hefur einnig boðið almenningi upp á námskeið í fuglaskoðun, plöntuskoð- un og gönguferðir með leiðsögn, auk fjölda annarra námskeiða sem tengjast náttúrafræði. Öll helstu Umhverfismál Öll starfsemi Alviðru verður efld en með breyttu fyrirkomulagi, segir Heiðrún Guð- mundsdóttir, og harm- ar að sá misskilningur hafí komið upp að leggja eigi umhverfís- fræðslusetrið niður. tæki til náttúrafræðikennslu og bækur sem komið hafa út á íslensku um náttúrafræði era til á staðnum. Einnig hefur félagasamtökum verið boðin fundaraðstaða á staðnum, en staðsetning Alviðra miðsvæðis á suðvesturlandi hentar mjög vel til slíks. Aðsókn að fræðslusetrinu hef- ur aukist ár frá ári. Endurskipulagning fræðslustarfsins Alviðra og Öndverðarnes eru í eigu Landverndar og Ámessýslu, en Landvernd hefur séð um rekstur umhverfisfræðslusetursins. Rekstur Alviðrasetursins hefur gengið held- ur brösuglega síðan Landvemd Heiðrún Guðniundsdóttir ISLENSKT MAL UM dróttkvæðan bragarhátt. IV. hluti. Drótt er að vísu fólk í víðustu merkingu, en í hinni þrengstu hirð þjóðhöfðingja, sbr. gotnesku driugan = gegna herþjónustu (ísl. drýgja). Fer vel á því, að tala um dróttkvæðan hátt og drótt- kvæði, því að obbinn af því, sem svo var ort, er konungalof. Stapp- aði nærri að þetta væri atvinnu- grein. I formála Heimskringlu segir Snorri Sturluson: „En er Haraldr inn hárfagri var konungr í Nóregi, þá byggðisk ísland. Með Haraldi konungi vóru skáld, ok kunna menn enn kvæði þeira ok allra konunga kvæði, þeira er síðan hafa verit í Nóregi.“ í Egils sögu Skalla-Grímssonar segir frá skáldum Haralds: ,Af öllum hirðmönnum virði konungr mest skáld sín; þeir skip- uðu annat öndvegi. Þeira sat inn- ast Auðun illskælda; hann var elztr þeira, ok hann hafði verit skáld Hálfdanar svarta, föður Haralds konungs. Þar næst sat Þorbjöm homklofi, en þar næst sat Ölvir hnúfa.“ Af skáldum Haralds eru hér ónefndir a.m.k. Þjóðólfur úr Hvini og Guttormur sindri, en gott var að fá fram nafn Þor- bjarnar hornklofa, því að í með- ferð hans telst dróttkvæður hátt- ur fullmótaður. Fyrstur Islendinga til þess að yrkja lofkvæði um konung, svo kunnugt sé, var Egill Skalla- Grímsson. Var hann að vísu mjög til neyddur, segir í sögu hans, og þá að launum höfuð sitt af Eiríki blóðöxi, syni Haralds hárfagra. Hafði hann stórmikið til saka unnið við konung, en kvæðið fékk nafnið Höfuðlausn og er reyndar ekki með dróttkvæðum hætti. En lofíð er mikið um konunginn, að vísu heldur fábrotið (konungur var örlátur og vígkænn), en þessi hrósefni vora löngum kjarni og síðtæmt meginefni dróttkvæða. Þegar fram í sótti, kom það í Umsjónarmaður Gísli Jónsson 989. þáttur hlut Islendinga, en ekki heima- manna, að yrkja Noregskonung- um lof, og reyndar ýmsum jöfrum öðrum. Fyrsta atvinnuhirðskáld- ið, ef svo má segja, sýnist hafa verið Glúmur Geirason sem kvað við hirð Haralds gráfeldar, sonar Eiríks blóðöxar. En í hópi síðustu íslenskra hirðskálda vora ekki minni menn en bróðursynir Snorra Sturlusonar, Ólafur hvíta- skáld (d. 1259) og Sturla lögmað- ur (d. 1284) Þórðarsynir og höfðu báðir verið lögsögumenn. Varðveist hafa kynstur af kveð- skap með dróttkvæðum hætti, og er sumt, einkum það sem fomt er, býsna torskilið, enda var einfald- leikinn ekki keppikefli drótt- kvæðaskálda. ★ Halldór Laxness segir í Sj ömeistarasögunni: „Satt að segja varð ekki mikið úr lesanda eins og undirrituðum vorið 1919, að brjótst gegnum svona golfrönsku í norrænu máli: dogmatik, naturalisme, determin- isme, dekadens, teoretisk pessim- isme, symbolisme, realisme, komedie, tragedie, fasettér, ver- densdramatikken, analytisk retrospektiv, rytmisk, desperat tarantella, illustrere, symbolisere, realistisk, funktion, dialog, replik, verdens-sensasjon, bameasyl, konvensjonell, dilemma, akutt. (Golfranska tínd uppúr þrem fjór- um blaðsíðum úr norskri bók- mentasögu.) Islenskan er að sínu leyti fom- mentatúnga, une langue classique niðrí rót eins og fransk- an - vitaskuld að breyttu breyt- anda; og hefur svo verið síðan á tólftu öld.“ Umsjónarmaður bætir því við, að nú flæðir yfir okkur alls konar leiðinlegur skandínafísmi í orða- fari, líklega bæði af fávisku og fordild. Örfá dæmi: gef- andi = gjöfull; grípandi = áhrifa- ríkur, hugðnæmur; teater = allt um leikhús og sjónleiki; krísa = kreppa, vandi; vinna með = fást við, vinna að; lífs- hlaup = ævi; nostalgia = þátíðar- þrá, fortíðarþrá, heimsótt; para- noia = ofsóknarkennd, sjúkleg tortryggni; meðvitað = vísvitandi; gígantískur = gífurlegur; plana = áforma, áætla og ómeð- vitað = óvart. Sjá svo um þetta Mbl. 29. des. sl. ★ Vilfríðurvestan kvað: Nú á aldeilis á því að herða, nú vill Elsabet forseti verða; sendir Bob, nokkuð frek, út í apótek til að auðvelda honum að hjálpa til í kosn- ingabaráttunni. ★ Þegar ég var ungur í sveitinni, var stundum sagt að þessi eða hin(n) væri að „kókítéra" við til- tekna persónu. Eg skildi fljótt að þetta merkti að sýna ástleitni, gefa undir fótinn, reyna við, eins og nú er sagt. Þessi sögn er letrað kókettera í Orðsifjabók Á.B.M. Svo sem mörg tökuorð á þetta orð og önnur skyld langan feril, uns hingað er komið. Coq í frönsku merkir hani, og sá sem sperrir sig eins og slíkur fugl er þá coquet. En það verður hjá okkur kók(j)ett = ástleitinn, dað- urgjam. I ýmsum evrópskum tungumálum hefur orðið kok (coq) fengið merkinguna leyndar- limur karlmanns. í frönsku sigr- aði coq latneska orðið gallus sem merkti hani, en til var einnig í lat: ínu coccus í sömu merkingu. I spönsku og ítölsku heitir haninn gallo. I latínu merkir gall- ina = hæna og hefur sumstaðar orðið kvenmannsnafn Galina. En nú erum við komin nokkuð langt frá „kók(j)etteríi“ sem menn kölluðu í sveitinni daður og ástleitni, og sálfsagt í kaupstaðn- um líka. Auk þess legg ég til að „fantasí- ur“ í bókenntum kallist hugarfl- ugur á tungu okkar. Og Karl Eskil Pálsson fær stig fyrir fjórð- ung í stað „kortérs". Og Sigvaldi Júlíusson fyrir „þriðjung gengin í eitt“. missti tekjur af Pokasjóðnum fyrir nokkrum áram. Alviðra er nú rekin fyrir styrki og framlög frá aðildarfé- lögum Landverndar, sem era um 70 talsins. Árnessýsla og ríkissjóður hafa veitt nokkur hundruð þúsunda króna í styrki til rekstursins og eftir að Umhverfissjóður verslunarinnar var stofnaður hefur Landvernd sótt um styrk til hans vegna reksturs og áframhaldandi uppbyggingar um- hverfisfræðslusetursins. Styrkur Umhverfissjóðs er skilyrtur til beinnar fræðslu en ekki ætlaður til að greiða starfsmönnum laun. Vegna áðurnefndrar bágrar fjár- hagsstöðu Alviðrasetursins þurfti að taka þá erfiðu ákvörðun að segja upp fóstum starfsmanni Alviðruset- ursins á meðan verið væri að finna framtíðarlausn á fjárhagsvanda set- ursins. Nú er unnið að endurskipu- lagningu starfseminnar í samvinnu við önnur félagasamtök og bæta jafnframt nýtinguna á húsnæði Al- viðra. Liður í endurskipulagning- unni er setning fræðslunefndar fyrir umhverfisfræðslusetrið. Unnið er með hugmyndir að breyttu fyrir- komulagi umhverfísfræðsluseturs- ins, meðal annars að auka nýtingu og lagfæra útihúsin svo hægt verði að bjóða upp á fjölbreyttari starf- semi og möguleika á að flytja fræðsluna undir þak ef veður er óhagstætt. Með því móti er einnig unnt að auka nýtinguna að vetri tiL Lögð hefur verið áhersla á að auka útbúnað meðal annars með því að festa kaup á fullkomnum fuglaskoð- unarbúnaði, gerð fræðslustíga og bæta aðgengið að Öndverðarnesi 2. Það er metnaður okkar sem vinn- um að endurskipulagningunni að umhverfisfræðslusetrið verði vel bú- ið af tækjum og handbókum til nátt- úra- og umhverfisfræðikennslu og eftirsótt verði að koma að Alviðru til leiks og starfs. Öllum sem koma að skólastarfi er ljóst hve mikilvægt er að börnin komist út í náttúrana þeg- ar þau era að læra um hana. Öll vinna í stjórn Landvemdar og fræðslunefndar Alviðra er sjálfboða- vinna þeirra sem þar sitja og ber vott um óbilandi áhuga á framgangi umhverfisfræðslu fyrir almenning. Umhverfísfræðslusetrið rekið áfram Að segja upp föstum starfsmanni samtakanna var neyðarúrræði, en ekki er hægt að reka fræðslusetur áhugamannasamtaka með tapi ár eft- ir ár. Því miður hefur misskilnings gætt í fréttaflutningi í fjölmiðlum á Suðurlandi vegna uppsagnar starfs- mannsins og verið einhliða á þá leið að leggja eigi umhverfisfræðslusetrið að Alviðra niður. Fræðslunefnd Al- viðra vill hér með leiðrétta þennan misskilning, en þessu er þveröfugt farið. Öll starfsemi Alviðra verður efld en með breyttu fyrirkomulagi. Fenginn hefur verið eftirlitsmaður með Alviðra, og bókunum fyrir vorið er beint til skrifstofu Landverndar að Skólavörðustíg 25, sími 5525242. Við hjá Alviðra vonumst til að að- sóknin að umhverfisfræðslusetrinu haldi áfram að aukast, þrátt fyiir breytt bókunarfyrirkomulag, og harmar að sá misskilningur hafi komið upp að leggja eigi umhverfis- fræðlusetrið niður. Höfundur er líffræðingur, formaður Fræðsluncfndar Alviðru, situr í sljóm Landvcmdnr og er fulltrúi ASÍ í umhverfísfræðsluráði. Samtök úti- vistarfólks í NÓVEMBER síð- astliðnum voru stofnuð Samtök útivistarfólks sem era regnhlífarsam- tök þrettán útivistarfé- laga eða landssam- banda þeirra með um eða yfir 30.000 aðildar- félaga. Meiri frítími og betri efnahagur lands- manna hefur orðið til þess að áhugamannafé- lög um útivist hafa orð- ið til og verða stöðugt fleiri, fjölmennari og öflugri. Þrátt fyrir það hafa þau ekki átt sér sameiginlega málsvara og hagsmunir þeirra því oft fyrir borð bornir við laga- setningar og stjómsýsluákvarðanir. Þau félög sem standa að stofnun Samtaka útivistarfólks eru allt áhugamannafélög, hvert á sínu sviði, og opin öllum sem áhuga hafa á útivist og náttúruskoðun og vilja umgangast landið á heilbrigðan hátt. Á meðal stofnaðila samtak- anna má nefna mjög fjölmenn félög eins og Ferðafélag Islands, Lands- samband hestamannafélaga og Landssamband stangaveiðifélaga. Stofnun þessara samtaka hefur átt sér nokkum aðdraganda en reynsl- an hefur sýnt að það er nauðsyn- legt fyrir útivistarfólk að stilla sam- an kraftana og tala einum rómi í sameiginlegum hagsmunamálum., Mikil umræða fer nú fram um miðhálendi Islands og nýtingu þess. Gjörbreytt staða er uppi frá því sem áður var. Útivistarfólk úr sveitum og bæjum landsins nýtir nú þetta landsvæði á allt annan hátt en bændasamfélagið hefur gert í gegnum aldirnar. Ný sjónar- mið og breytt verðmætamat á land- inu og náttúra þess kalla á sam- ræmingu mismunandi sjónarmiða. Allir sem nýta hálendið og önnur óbyggð svæði eiga að hafa jafnan rétt til að koma að þeirri vinnu, hvort heldur þeir nýta landið til úti- vistar, náttúruskoðunar, ferðalaga, beitar, veiði eða orkunýtingar. Stjórnvöld og landeigendur þurfa að gera sér grein fyrir því að útivi- starfólk er mjög fjöl- mennur hópur sem mun sækja réttinn til nýtingar á landinu tO útivistar fastar en hingað til. Stórmál sem snerta útivistarfólk hafa verið og era mikið í umræð- unni. Má þar nefna skipulagsmál miðhá- lendisins, sem nú sér fyrir endann á hvemig verður háttað í náinni framtíð. Þótt ekki hafi náðst sátt um að mið- hálendið yrði ein skipu- lagsleg heild á öllum skipulagsstigum eins og stór hluti þjóðarinnar vildi, og útivistarfólk lagði mikla áherslu á síðastliðið vor, má segja að lausn sé í sjónmáli. I framvarpi til laga um breytingu á skipulags- og bygging- arlögum sem nú liggur fyrir Al- Utivist Samtök útivlstarfólks munu sækja fast, segir Gunnar H. Hjálmars- son, að við hvers konar framkvæmdir á mið- hálendinu og öðrum óbyggðum svæðum fari fram vandað umhverfísmat sam- kvæmt lögum. þingi er lagt til að komið verði á fót nýrri samvinnunefnd um miðhá- lendið. Þar er gert ráð fyrir að eigi sæti fulltrúar úr öllum kjördæmum landsins auk fulltrúa tveggja ráðu- neyta og einn úr hópi útivistarfólks. Samkvæmt framvarpinu skal mið- hálendið svæðisskipulagt sem ein heild. Samvinnunefndin skal fjalla Gunnar H. Hjálmarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.