Morgunblaðið - 28.01.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 28.01.1999, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR AÐ minnsta kosti flestir fundarmanna töldu að allir foreldrar, jafnt gagnkynhneigð pör, gift sem ógift, samkynhneigð pör og einstak- lingar, ættu að vera dæmdir á sömu forsend- um þegar kæmi að ættleiðingu, mikilvægast væri hvort þeir gætu búið barni gott heimili. „Stjúpættleiðingar eru ekki aðeins rétt- indamál samkynhneigðra para, heldur eru réttindi barnsins einnig í húfí,“ sagði Olafur Öm Haraldsson, þingmaður Framsóknar- flokksins. „Það hlýtur að liggja í augum uppi að bam, sem elst upp í löglegri samvist, eins og staðfest samvist er, og hefur öll réttindi vegna forræðis aðstandendanna, á ekki að svipta þeim rétti að verða ættleitt. Ættleið- ingarlögin era mjög ströng og ekki ástæða til að það komi til neinnar misbeitingar eða óvandaðri meðferðar mála varðandi staðfesta samvist heldur en aðra lögbundna sambúð.“ Töluverð umræða varð um stjórnarfrum- varp til laga um ættleiðingar, sem nú er að fara til meðferðar í allsherjamefnd þingsins, og um framvarp til breytinga á lögum um staðfesta samvist samkynhneigðra sem fjall- ar um rétt samkynhneigðra til að ættleiða barn hins einstaklingsins í samvistinni. Flutningsmenn þess era þingmenn úr öllum flokkum. Ákvörðun þingflokks framsóknarmanna vonbrigði Fram kom í máli Ólafs Amar, fyrsta flutningsmanns framvarps- ins, að þingflokkur Framsóknar- manna hefði komist að þeirri niður- stöðu að ekki ætti að breyta nýju heildarframvarpi um ættleiðingar í samræmi við breytingartillöguna. Ólafur sagði að ákvörðun flokks- systkina hans hafí orðið sér mikil vonbrigði og hann sagðist ekki mundu styðja heildarframvarpið nema þessari afstöðu verði breytt. Hann sagði að fleiri framsóknar- menn væra sömu skoðunar og hann. Sólveig Pétursdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður alls- herjarnefndar Alþingis, sagði að nefndin ætti eftir að vega og meta hvort ástæða væri til að gera breyt- ingar á framvarpinu um ættleiðing- ar, meðal annars á þeim forsendum, sem ýmsir fundarmanna bentu á, hvort það væri stjórnarskrárbrot að mismuna samkynhneigðum og gagnkynhneigðum að þessu leyti. „Eg var sjálf í mörg ár formaður Bamaverndar Reykjavíkur. Þar sá ég margt og ég tel að það fari ekki eftir því hvort fólk er samkynhneigt eða ekki, hvort það er hæft til að ala upp böm,“ sagði Sólveig. Hagsmunir barnsins verði látnir ráða Frummælendur á fundi um samkynhneigða og ættleið- ingar, sem haldinn var á vegum Stúdentaráðs Háskóla --r 1 ---- --- ■ -- Islands nýlega, voru sammála um að hagsmunir barnsins ættu ailtaf að ráða þegar ákvörðun væri tekin um ættleiðingu, og um að samkynhneigðir væru ekki verri uppalendur en aðrir. Helgi Þorsteinsson fylgdist með líflegum fundi. Markmið að ættleiðingarréttur verði jafn Morgunblaðið/Ásdís FJOLDI fólks var á umræðufundinum, enda virðist mikill áhugi á málefnum samkynhneigðra í Háskólanum um þessar mundir. Yfir fimmti'u manns hafa gerst stofnfélagar í Félagi samkynhneigðra stúdenta. Félagið hefur komið sér upp heimasíðu, http://wwww.hi.is/pub/gay. Þingmenn stjórnarandstöðunnar á fundin- um og Ólafur Örn lýstu því yfír að markmiðið ætti að vera að réttur samkynhneigðra og gagnkynhneigðra til ættleiðinga yrði jafn. „Eg tel að varðandi bæði stjúpættleiðingar og framættleiðingar eigi jafnt yfir alla að ganga,“ sagði Össur Skarphéðinsson, þing- maður Alþýðuflokks. „Það era ákveðin rétt- indi sem við gagnkynhneigðir höfum og sam- kynhneigðir eiga að hafa líka. Það kann vel að vera að það sé taktískt mat og rétt mat hjá forystu Samtakanna ‘78 sem berjast fyrir þessu að það eigi að byrja á því að ná í gegn heimild til stjúpættleiðingar. Það tel ég að sé svo sjálfsagt mál að það þurfi tæpast að ræða það.“ Össur benti á að hann hefði sjálfur ættleitt barn og þekkti hvernig staðið væri að þeim málum. „Ef niðurstaðan er sú að baminu sé búið kærleiksríkt athvarf, gott heimili, þá er leyfið veitt. Nákvæmlega sömu meðferð á auðvitað að beita samkynhneigða, þeir eiga að fara í gegnum sömu síu.“ Viðhorf til samkynhneigðra kynslóðabundin Össur sagði að aðeins væri tímaspursmál hvenær réttindi samkynhneigðra yrðu þau sömu og gagnkynhneigðra í þessum efnum. „Þetta eru kynslóðabundin viðhorf á sama hátt og þegar verið var að breiða út umhverf- isvemdarsjónarmið, afstaða manna fór ekki eftir pólitískum skoðunum heldur kynslóð- um.“ Össur benti á að erfiðleikar gætu komið upp við framættleiðingu fyrir samkyn- hneigða þó hindranum væri ratt úr vegi hér á landi. „Gleymum því ekki að framættleið- ingar í dag eiga sér fyrst og fremst stað utan Islands, frá rammkaþólskum eða íslömskum löndum, og það verður erfitt að brjóta þann múr niður.“ Foreldri má vera geðveikt en ekki samkynhneigt Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Al- þýðubandalags, sagði að lögin um ættleiðingu frá árinu 1978, sem nú era í gildi, miðuðu að- eins við eina gerð fjölskyldu þar sem foreldr- amir væru karl og kona. „I annarri grein lag- anna segir reyndar að öðra hjónanna megi veita leyfi til ættleiðingar ef hitt er „hoifið, geðveikt eða fáviti eða geðrænum högum þess að öðra leyti svo háttað að það beri ekki skyn á gildi ættleiðingar". Það má samt ekki vera hommi eða lesbía. Mér finnst þetta merkilegur samanburður." Bryndís sagði að þó það væri ekki heimilt samkvæmt lögunum væri einhleypingum þó í raun einnig leyft að ættleiða. „Það á að leggja sama félagslega mat á alla foreldra. Sú úttekt á félagslegum högum sem gerð er þegar fólk er að ættleiða bam, er mjög ítar- leg og hún ætti í sjálfu sér að nægja.“ Börn samkynhneigðra spjara sig vel Guðný Guðbjörnsdóttir sagði frá því að hún hefði séð sjónvarpsþátt í Bandaríkjunum um börn sem alin væra upp af samkyn- hneigðum og komið hefði í ljós að þau spjör- uðu sig mjög vel. „Þetta kom flestum rann- sóknarmönnum á óvart. Skýringamar vora þær að það væri svo mikið álag að koma út úr skápnum að foreldrarnir væra orðnir vel þjálfaðir í samskiptum. Þeir undirbyggju því bömin vel við einelti og öðra því sem búist var við að þau lentu í, og því vora börnin ein- staklega þroskuð félagslega." Guðný mælti með því að réttur samkyn- hneigðra til ættleiðinga væri færður út í tveimur skrefum, þannig að fyrst væra leyfð- ar ættleiðingar stjúpbarna. „Hægt er að rannsaka hvemig þeim bömum gengur og nota þær niðurstöður sem rök fyrir því að það sé í lagi fyrir börn að alast upp í fjöl- skyldum með samkynhneigða for- eldra.“ Tæknifrjóvgun í heimahúsum samkynhneigðra „Felst ekki ákveðin hræsni í því,“ spurði Heimir Már Pétursson, „að banna samkynhneigðum að ættleiða böm þegar vitað er að það er fullt af samkynhneigðu fólki úti í þjóðfélag- inu að ala upp börn? Líka það að banna samkynhneigðum að fara í tæknifrjóvgun, þegar líka er vitað, að minnsta kosti þekki ég tvö dæmi, um konur sem gera þetta bara sjálf- ar heima hjá sér og fá sæði lánað hjá vinum sínum?“ Síðar í umræðunni kom í Ijós að tvær lesbíur sem farið höfðu þessa leið voru einmitt staddar í salnum þar sem umræðan fór fram. Sólveig Pétursdóttir sagði að ekki mætti gleyma því að stórt mál væri að ættleiða barn. „Það rofna öll laga- leg tengsl við kynforeldrið, þetta verður fólk að hafa i huga.“ Aðspurð sagði hún að auðvitað gilti það jafnt um samkynhneigða sem gagnkyn- hneigða. Elísabet Þorgeirsdóttir, sem sagðist sjálf vera samkynhneigð móðir, tók undir þau orð Sólveigar að hugleiða þyrfti vel hvort slíta ætti tengslin við kynforeldrið með þess- um hætti, og sagði að sjálf hefði hún ekki viljað fara þá leið. Eru samkynhneigðir taldir verri uppalendur? „Hefur allsheijamefnd athugað eða skoð- að það, hvernig okkar börnum líður?“, spurði Felix Bergsson, sem kynnti sig sem samkyn- hneigðan foður. „Teljið þið í alvöra að sam- kynhneigðir séu verri uppalendur en þeir sem era gagnkynhneigðir?" Sólveig benti á að allsherjarnefnd bæri enga ábyrgð á ættleiðingarlögunum frá 1978. Ekki tíðkaðist að hún stæði fyrir rannsóknum af því tagi sem Felix nefndi, en tók undir að slíka rannsókn ætti að gera. Hún ítrekaði að hún teldi samkyn- hneigða ekki verri uppalendur en gagnkyn- hneigða. Stefnir í breytingar á dönskum ættleiðingarlögum Samkynhneigðum heimilt að ættleiða börn sambýlisfólks Kaupmannahöfn. Morgunblaðiö. SAMKYNHNEIGÐIR Danir í skráðri sambúð munu að öllum líkindum þegar á árinu geta ætt- leitt börn sambýlings síns. Þessi nýi möguleiki gæti komið upp í kjölfar frumvarps til nýrra laga um ættleiðingar, sem nú liggur fyrir danska þinginu. Bent Han- sen, formaður landssamtaka samkynhneigðra, segir í samtali við Morgunblaðið að ekki stefni þó í að samkynhneigð pör geti í sameiningu ættleitt börn, þar sem slíkt rekist á við alþjóða- samþykktir um ættleiðingar. I vetur var lagt fyrir danska Þjóðþingið frumvarp um ættleið- ingar, sem verið hefur í undir- búningi um hríð. I frumvarpinu var ekki gert ráð fyrir neinni breytingu á möguleikum samkyn- hneigðra til ættleiðinga, en í með- ferð þingsins var bætt, inn grein um að samkynhneigður aðili í sambúð geti fengið að ættleiða bam sambýlings síns. Frumvarp- ið hefur farið í gegnum fyrstu umræðu og reiknað með að það verði afgreitt undir vor, svo lögin gætu hugsanlega tekið gildi í sumar. Þótt viðbótin um mögu- leika samkynhneigðra á að ætt- leiða bam hafi komið inn nokkuð óvænt bendir allt til að hún eigi sér stuðning meirihluta þing- manna og verði því samþykkt. Samkvæmt dönskum lögum geta einstæðingar fengið leyfi til að ættleiða barn. Það er þó mun erfíðara fyrir einstæðing en pör að fá slíkt leyfí. Fræðilega séð gæti samkynhneigður aðili feng- ið leyfí til að ættleiða barn. Fengist slíkt leyfí og ættleiðing- in gengi í gegn gæti viðkomandi svo síðar tekið upp sambúð og sambýlingurinn þá ættleitt barnið, ef lagafrumvarpið um ættleiðingar verður afgreitt eins og það liggur nú fyrir. Þessi fræðilegi möguleiki gæti einnig komið til greina fyrir pör, þar sem annar aðilinn er of gamall til að geta fengið leyfí til ættleiðinga. Yngri aðilinn gæti þá sótt um leyfí til að ættleiða barn sem einstæðingur og síðan tekið upp sambúð eða gifst að- ila, sem ekki hefði getað fengið samþykki sem ættleiðandi. Með lögum um að hægt sé að ætt- leiða stjúpbarn gæti slíkt sam- band gengið í gegn. Þetta eru þó aðeins fræðilegir möguleikar, því ættleiðingaferlið er mjög langt og vandlega farið í saumana á þeim sem sækja um leyfi til ættleiðingar. Það er ekki auðhlaupið að því fyrir pör að fá leyfi til að ættleiða og enn erfið- ara fyrir einstæðinga. Bent Hansen segir að verði lögin samþykkt sé það skref í rétta átt fyrir samkynhneigða. Þótt samtökin hafí það sem yfír- lýst markmið að samkynhneigð pör geti sótt um að ættleiða barn saman til jafns við önnur pör þá sé slíkur möguleiki ekki í sjón- máli. Danmörk sé aðili að alþjóð- leguin sáttmálum varðandi börn og ættleiðingar, þar sem þessi möguleiki sé ekki fyrir hendi og það sé því langt ferli að sækja þetta mál.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.