Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Stones á tónleikum ► ROLLING Stones hófu v hljómleikaferð sína um ' Bandaríkin 25. janúar sl. Fyrstu tónleikarnir voru á íþróttaleikvang'inum í Oakland. Hér sést Mick Jagger í ham á hljómleikunum, en eins og sagt hefur verið frá stendur hann nú í skilnaðarmáli við eiginkonu sína, Jerry Hall. • • Orninn hefur sig á loft ► NÚ STENDURyfir loftbelgjavika í Sviss, nánar tiltekið í fjöllunum við bæinn Chateaux d’Oex. Þessi myndarlegi örn er eitt loftfarið sem sett var á loft og þótti afar tilkomumikið. Loftbelgjadögum lýkur 31. janúar nk. Geitin slapp ósködduð BÆJARBÚAR í þorpinu Manga- neses de la Polvorosa á Norður- Spáni létu ásakanir dýraverndunar- samtaka sem vind um eyru þjóta þegar þeir héldu upp á árlegan við- burð sem felst í því að kasta geit úr kii-kjuturni til dýrðar þorpsdýrlingn- um. Fjölmenni þyrptist á götur bæj- arins til að fylgjast með „stökki“ geitarinnar, og voru margir vel hreifír af víndrykkju. En svarta geit- in Pepa slapp frá fimmtán metra falli ósködduð ólíkt mörgum fyrirrennur- um sínum. Áfylling á GSM Frelsi er einföld. Þú kaupir skafkort á næsta sölustað, hringir í 1441 og stimplar inn Lykilnúmerið. GSM Frelsis skafkortið kosta r 2000 krónu r rr' S 'HG C® AUTAF FERSHT SIMINN GSM www.gsm.is/frelsi 51. ríki Banda- ríkjanna? SKATTAR í Bandan'kjunum eru lægri en í Bretlandi, hneykslis- málin eru safaríkari og auðveld- ara er að nálgast getuleysislyfið Viagra. Ef þessi atriði eru ekki næg til að sannfæra Breta um að sameinast Bandaríkjunum frekar en að horfa til sameinaðrar Evr- ópu, birti dagblaðið Sun lista með 17 öðrum ástæðum sem ættu að sannfæra breskan almenning. Dagblaðið sagðist hafa birt list- ann eftir nýlegar fregnir um að fyrrverandi forsætisráðherra Breta, Harold Wilson, hefði átt í leynilegum samræðum við forseta Bandaríkjanna, Lyndon Johnson, á sjöunda áratugnum um að Bret- land yrði 51. ríki Bandaríkjanna. Fyrrverandi blaðafulltrúi Wil- son, Sir Trevor Lloyd-Hughes, segir að samræðurnar hafi átt sér stað í Hvíta húsinu á árunum 1967-68. Annar náinn starfsmað- ur Wilson segist aldrei hafa heyrt af þessum samræðum, en sögu- sagnir þess efnis hafa verið áber- andi í breskum blöðum. Kirfílega merktur MAÐURINN sem var talinn hafa rænt verslun í Fort Smith í Arkansas gerði mörg mistök. En lík- lega voru þau verstu þau að vera með hatt á höfðinu þar sem fullt nafn hans stóð skýrum stöfum. Að sögn lögreglu var hinn 37 ára James Newsome handtekinn eftir að hafa rænt verslun með vopnavaldi. Voru fjölmargar vísbendingar sem bentu á Newsome. Oryggismyndavél festi ránið á filmu og starfsmaður verslunarinnar gat bent á Newsome sem þjófinn. Frakkinn sem Newsome klæddist í ráninu fannst í aftursæti bíls hans auk annarra tóla sem notuð voru við ránið. Punkturinn yfir i-ið var síðan hatturinn með nafni hans á, en hann fannst í ruslatunnu við verslunina. Frumlegar fantasíur? EF breskir bfleigendur ættu val um ókeypis bensín yfir árið eða að komast á stefnumót með frægri kvikmyndastjörnu, eða eiga skáp fullan af Viagra myndi valið ekki verða erfitt. Bensinið yrði valið. Nýleg bresk könnun sýnir að meira en helming aðspurðra dreymdi dagdrauma um að eiga frítt bensín yfir árið. Aðeins fimmtungur aðspurðra dreymdi um frí á karabísku eyjunum með uppáhaldskvikmyndastjörnunni sinni. Og enn færri dreymdi um að vera vel birgir af Viagra. Könnunin var framkvæmd af Lex Service Plc-bifreiðasamtök- unum og var liður þeirra í að sýna fram á hversu nátengdir Bretar eru bflum sinum, þrátt fyr- ir áróður stjórnvalda um að nota aðrar samgönguleiðir, eins og strætó og lestir, í þágu umhverf- isverndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.