Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 5 7 ^
FRÉTTIR
VINNINGSHAFINN ásamt fulltrúum tryggingafélaganna,
lögreglunnar og Umferðarráðs.
S
Atak gegn
ölvunarakstri
Lyfja-
kostnaður
mun lægri
en 1997
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytinu:
„Fréttastofa sjónvarpsins hefur
síðustu daga flutt fréttir um lyfja-
kostnað þar sem því hefur rang-
lega verið haldið fram, beint og
óbeint, að hið opinbera hafi ekkert
sparað síðan breytingar voru gerð-
ar á lyfjalögum og að kostnaður
Ti-yggingastofnunar ríkisins vegna
lyfja hafi aukist um 120 milljónir
króna á mánuði frá 1993.
Tekið skal fram að væru fullyrð-
ingarnar réttar næmi kostnaðar-
auki Tryggingastofnunar ríkisins
einn og sér um 8,6 milljörðum
króna frá 1. janúar 1993.
Heildarkostnaður Trygginga-
stofnunar ríkisins vegna lyfja er nú
um íjórir milljarðar á ári og því
fráleitt að halda fram að kostnað-
araukningin ein sé rúmlega tvö-
faldur heildarkostnaður Trygg-
ingastofnunar vegna lyfja.
Sá samfélagslegi spamaður sem
náðst hefur með breytingum í lyf-
sölumálum og aðgerðum sem heil-
brigðisráðherra hefur gripið til,
skilar sér í að lyfjaþátturinn í
neysluverði, eins og Hagstofa ís-
lands mælir hann, er aðeins um
áttatíu af hundraði þess sem hann
var í mars 1997. Með öðrum orð-
um: Það er ekki aðeins að hið opn-
bera hafi sparað á annan milljarð
króna. Lyfjakostnaður þeirra sem
þurfa lyf er nú mun lægri en hann
var í ársbyrjun 1997.
I tilefni fréttanna skal ítrekað
það sem fram kom hjá forstjóra
Tryggingastofnunar ríkisins fyi’ir
skemmstu þegar hann upplýsti að
fyrirsjáanlegur heildarkostnaður
stofnunarinnar hafi minnkað um
1200 milljónir króna á þremur ár-
um.“
Norðurland eystra
Fimm í próf-
kjöri Samfylk-
ingarinnar
FIMM taka þátt í prófkjöri Sam-
fylkingarinnar á Norðurlandi
eystra. Frestur til að tilkynna
um framboð rann út á miðnætti
25. janúar.
Þeir sem gefa kost á sér eru
Svanfríður Jónasdóttir alþingis-
maður, Dalvíkurbyggð, Örlygur
Hnefill Jónsson lögfræðingur,
Húsavík, Sigbjöm Gunnarsson
sveitarstjóri, Skútustaðahreppi,
Pétur Bjarnason framkvæmda-
stjóri, Akureyri og Finnur Birg-
isson arkitekt, Akureyri.
Að Samfylkingunni í Norður-
landi eystra standa Alþýðu-
bandalag og Alþýðuflokkur. Ör-
lygur Hnefill er eini frambjóð-
andi Alþýðubandalags; aðrir
bjóða sig fram fyrir Alþýðuflokk.
Að sögn Hreins Pálssonar, for-
manns kjörstjórnar, mun Örlyg-
ur Hnefill því annaðhvort hljóta
1. eða 2. sætið á listanum. Hreinn
sagði ekkert útiloka að fleiri
gætu tekið þátt í prófkjörinu,
fengist til þess heimild frá kjör-
dæmisráðum flokkanna.
Prófkjörið fer fram laugardag-
inn 13. febrúar og er öllum náð
hafa 18 ára aldri 8. maí, og hafa
lögheimili í kjördæminu á laugar-
dag heimil þátttaka enda séu
þeir ekki félagar í andstæðum
stjórnmálasamtökum. Þátttaka í
prófkjörinu jafngildir stuðnings-
yfirlýsingu við framboðið.
FJÖGUR tryggingafélög, Sjóvá-
Almennar tryggingar hf., Trygg-
ing hf., Tryggingamiðstöðin hf.
og Vátryggingafélag íslands hf.,
stóðu að sérstöku átaki í nóvem-
ber og desember sl. í samstarfi
við Læknafélag Islands, lögregl-
una og Umferðarráð. Kostnað
átaksins, sem var venilegur,
báru vátryggingafélögin fjögur
að fullu, segir í fréttatilkynningu
frá Sambandi íslenskra trygg-
ingafélaga.
Þar kemur fram að megin-
þungi áróðurs og kynningar hafi
verið í formi sjónvarpsauglýs-
Samstöðuverk-
efni í stríðs-
hrjáðu landi
SAMTÖK verslunannanna á Norð-
urlöndum hafa haft frumkvæði að
margvíslegu uppbyggingarstarfi
Hádegisfundur
í Múlakaffí
MÖRÐUR Árnason, frambjóð-
andi í prófkjöri Samfylkingarinn-
ar í Reykjavík, heldur almennan
umræðufund í hádeginu í Múla-
kaffi við Hallarmúla fimmtudag-
inn 28. janúar.
Meðal umræðuefna: Þjóðar-
eign á miðunum, gætum hálend-
isins, gegn fátækt og eymd og
reykvísk viðhorf.
Allir áhugamenn um stjórnmál
eru velkomnir til hádegisumræð-
unnar í Múlakaffi.
Heimasíða
og kosninga-
skrifstofa
Rannveigar
RANNVEIG Guðmundsdóttir al-
þingismaður hefur opnað heima-
síðu á vefnum þar sem hún mun
birta greinar og pistla um stjórn-
mál og þjóðmál svo og hugleið-
ingai- um málefni sem efst eru á
baugi.
Þar er boðið upp á skoðana-
skipti og opinn aðgangur fyrir þá
sem heimsækja síðuna til að
koma sínum sjónarmiðum að.
Slóðin er www.jafnadar-
menn.is/rannveig
Þá hefur Rannveig opnað
kosningaskrifstofu í Hamraborg
14a, 2. hæð, Kópavogi, sem er op-
in frá kl. 14-22, alla daga. Það er
alltaf heitt á könnunni og allir
velkomnir.
inga sem fylgl var eftir með
stuttum útvarpsauglýsingum.
Jólakort með viðeigandi boðskap
voru send 4.000 fyrirtækjum í
landinu og prentuðum vegg-
spjöldum víða dreift. Þá voru
settir upp kynningarbásar í Kr-
inglunni og Smáranum, þar sem
upplýsingum var komið á fram-
færi. Ur hópi þeirra sem tóku
þátt í skoðanakönnun um ölvun-
arakstur var dreginn út vinn-
ingshafi á gamlársdag, Birgir
Þórðarson frá Selfossi. Hann
hlaut ferð fyrir tvo til London
með Samvinnuferðum-Landsýn.
með systursamtökum sínum í Bosníu
og Hersegóvínu.
Með samstöðuverkefnunum er
lögð áhersla á að koma á samvinnu
og samskiptum milli hinna fyrrum
stríðandi þjóðarbrota, byggja upp
starf sameinaðra verkalýðshreyfing-
ar og styðja launafólk til vh-ki-ar
þátttöku í þeirri efnhagslegu upp-
byggingu sem stendur fyrir dyrum.
Það er trú þeirra sem að þessu
standa að aðeins þannig sé tryggt að
félagsleg sjónannið og réttindi
launafólks verði höfð til hliðsjónar og
að allir taki virkan þátt.
A vef Landssambands íslenzkra
verzlunai'manna hefur verið settur
sérstakur vefur helgaður þessum
samstöðuverkefnum verkalýðshreyf-
ingarinnar. Þar er að finna upplýs-
ingar um verkefnin, frásögn og
inyndir frá Sarajevó auk fjölda teng-
inga í aðra vefi.
http://www.livis.is/frettir/bosnia
http://www.livis.is
http://www.asi.is
Vinstrihreyfingin
- grænt framboð
Félag stofnað
á Norðurlandi
vestra
KJÖRDÆMISFÉLAG Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs á
Norðurlandi vestra var stofnað sl.
þriðjudagskvöld í félagsheimilinu
Miðgarði í Skagafirði.
Steingrímur J. Sigfússon alþingis-
maður flutti framsöguerindi á fund-
inum og kynnti hreyfinguna. Sam-
þykkt voru lög fyrir félagið og kosin
fimm manna stjórn.
Formaður var kjörinn Þórarinn
Magnússon, Frostastöðum, en aðrir
stjórnarmenn eru Sigurður Sigfús-
son, Vík, Kolbeinn Friðbjarnarson,
Siglufirði, Skúli Jóhannsson, Sauðár-
króki og Örn Guðjónsson, Hvamms-
tanga. Til vara voru kjörin Heiðbjört
Kiistmundsdótth-, Sjávarborg og
Hannes Baldvinsson, Siglufirði.
Þing um menn-
ingararf og
ferðaþjónustu
FÉLAG háskólamenntaðra ferða-
málafræðinga (FHF) og Reykjavík-
urakademían (RA) boða til málþings
12. febrúar nk., undir yfirskriftinni:
„Islenskur menningararfur - auð-
lind í ferðaþjónustu".
Á málþinginu munu 14 fyrirlesar-
ar ræða um stöðu menningartengdr-
ar ferðaþjónustu hér á landi og þá
möguleika sem felast í samvinnu
fræðimanna og ferðuþjónustuaðila.
Sérlegur gestur málþingsins verður
Christian Sulheim, framkvæmda-
stjóri sjálfseignarstofnunarinnar
„Norsk Kulturai-v“.
Málþingið verður haldið í nýjum
tónlistar- og ráðstefnusal í Strand-
bergi, safnaðarheimili Hafnarfjarð-
arkirkju, við Strandgötu í Hafnar-
firði og hefst kl. 9 með skráningu
þátttakenda. Áætlað er að dag-
skránni ljúki kl. 17. Aðgangseyrir
með kaffi og hádegisverði er 3.000
kr. Ski'áning í netfangi: rogn-
vÉmmediaás
Yfirlýsing-
frá Miðgarði
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá fram-
kvæmdastjóra fjölskylduþjónust-
unnar Miðgarði í Grafarvogi:
„Vegna auglýsinga frá forsvars-
mönnum Samfylkingarinnar í
Reykjavík um kjörstaði í prófkjör-
inu næstkomandi laugardag er því
hér með komið á framfæri að kosið
verður í kjallara verslunarhúsnæðis
við Langarima 21 en ekki í húsnæði
fjölskylduþjónustunnar Miðgarðs.
í umfjöllun og auglýsingum for-
svarsmanna Samfylkingarinnar hef-
ur komið fram að Miðgarður sé h
kjörstaður Grafarvogsbúa en að-
gengi fyrir fatlaða sé ekki fyrir
hendi og þeim íbúum sem ei-u fatlað-
ir bent á að kjósa í Gerðubergi.
Miðgarður er opinber þjónustu-
stofnun fyrir Grafarvogsbúa og er
sem slík að sjálfsögðu með gott að-
gengi fyrir fatlaða m.a. rúmgóða
lyftu á jarðhæð.
Miðgarður er hins vegar ekki
kjörstaður í kosningunum næstkom-
andi laugardag heldur er kosið í
kjallara verslunanniðstöðvarinnar
að Langarima 21 (áður líkamsrækt-
arstöðin Máttur) og þar er ekki að-
gengi fyrir fatlaða."
Afhenti
trúnaðarbréf
KRISTINN F. Ámason, sendi-
herra, afhenti sl. þriðjudag, 26. janú-
ar, Haraldi V Noregskonungi, trún-
aðarbréf sitt sem sendiherra Is-
lands.
Predikanir í
guðfræðideild
GUÐFRÆÐINEMARNIR Óskar
Hafsteinn Óskarsson og Þórður
Guðmundsson flytja lokapredikanir
í kapellu Háskóla fslands
föstudaginn 29. janúar.
Athöfnin hefst kl. 15.15 og eru
allir velkomnir.
LEIÐRÉTT
Rangt föðumafn
RANGT var farið með föðurnafn
Laufeyjar Guðnadóttur á bls. 32 í
laugardagsblaðinu þegar fjallað var -
um rannsókn hennar á íslensku tón-
listarstarfi. Er beðist velvirðingar á
þessum mistökum.
Tekjur búa í dreifbýli
í FRÉTT um hag kvenna í dreifbýli
í Norðurlandi vestra í blaðinu gær
var ranglega sagt að tekjur 65%
íbúa á Norðurlandi vestra nægðu
ekki til að framfleyta fjölskyldunni.
Hið rétta er að tekjur 65% búa í
dreifbýli á Norðurlandi vestra
nægja ekki til að framfleyta fjöl-
skyldunni. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
Heyrnarlaus stúdent
í GREININNI Handa systur minni r .
sem birtist sl. sunnudag sagði að
fyrsti heyi'narskerti stúdentinn hafi
útskrifast frá MH 1995. Það er ekki
rétt. Kristinn Jón Bjarnason, sem er
heyrnarlaus, lauk stúdentsprófi frá
MH árið 1985.
Áman opnar eina stærstu sérvi
á íslandi með víngerðarefni
B0Ð
% afsláttur af vörum
Frábær tilboð á brúguefnum, rauðum, hvítum og rósa.
Byrjunarsett með fillu sem bart til víngerðar kr. 2.990
Sólarhrings vingerðarefni, hvit og rauð,
(er tilbúið á 24 tímum)
Vikuvin í rauðu, hvítu og ýmsum ávaxtaúttærslum.
Nýr þjónustusími : 533 10 20
Verslanir Amunnar
Nóatúni og Faxafeni
hafa verið fluttar í
SKEIFUNA 11D
(milli Griffils og
Kentucky Fried)
Prófkjör