Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 25 Reuters POLFARARNIR Peter Hillary, Eric Philips og Jon Muir í Scott-rannsóknastöðinni á Suðurskautslandinu. Þeir komust á pólinn í fyrradag eftir 84 daga göngu. IRA-upplj óstrari fínnst látinn Belfast. Reuters. LÖGREGLAN á Norður-írlandi hóf í gær rannsókn á dularfullum dauða fyrrverandi liðsmanns Irska lýðveldishersins (IRA) en lík hans fannst við fáfarinn vegarspotta í gærmorgun í nágrenni bæjarins Newry, sem ekki er fjarri landamærunum við írland. Var lík mannsins, Eamons Collins, með mikla höfuðáverka og var fyrst talið að hann hefði orðið fyrir bíl en seinna vöknuðu grunsemdir um að einhver samtök lýðveldissinna, jafnvel sjálfur IRA sem þó á að heita í vopnahléi, hefðu látið myrða Collins en hann var upp- ljóstrari. Collins, sem var 45 ára, ávann sér nokkra frægð 1987 er bók hans Killing Rage var gefin út en í henni svipti hann hulunni af ferli sínum í IRA. Hafði hann snúið baki við ódæðisverkum og kvaðst síðar styðja friðarferlið á N-írlandi. Á hinn bóginn hafði Collins átt aðild að morðum fimmtán manna á þeim tíma sem hann starfaði með IRA. Collins var handtekinn árið 1985 og brotnaði þá saman við yfir- heyrslur. Ljóstraði hann upp um ýmsa félaga sína og voru tólf þeirra í kjölfarið handteknir. Coll- ins var ákærður fyrir aðild að fimm morðum en dró síðan játningu sína til baka og úrskurðaði dómari að hún hefði verið þvinguð fram með ólögmætum hætti. Sluppu því fyrr- verandi félagar hans með skrekk- inn. Liðsmenn IRA fyrirgáfu Collins hins vegar ekki auðveldlega svikin en þar sem hann hafði dregið játn- ingu sína til baka létu þeir sér nægja að skipa honum í útlegð úr Newry. Sneri Colhns að nokkrum árum liðnum aftur til fjölskyldu sinnar í Newry þvert á skipanir IRA. Heitið að standa við Suðurskautssátt- málann á ráðherrafundi aðildarrikja * Ottast að sjáv- arborð hækki um sex metra McMurdo-stöð. Reuters. RIKIN, sem standa að Suður- skautssáttmálanum, hétu í gær að fylgja honum betur eftir en hingað til og koma í veg fyrir skaða á vist- kerfinu, jafnt á skautinu sjálfu sem í hafinu, sem umlykur það. Vísindamenn segjast óttast, að vegna gróðurhúsaáhrifa muni sjávarborð hækka um allt að sex metra á næstu áratugum en það gæti aftur valdið minniháttar ísöld. Aðildarríkin verst Fulltrúar og ráðheiTar 24 ríkja af þeim 43, sem undirrituðu sátt- málann á sínum tíma, voru í gær á fundi í McMurdo-stöðinni á Suð- urskautslandinu en það voni stjórnvöld í Nýja Sjáiandi og rannsóknastofnanir í Bandaríkj- unum og á Italíu, sem kostuðu ferðina. I yfirlýsingu frá þeim seg- ir, að koma verði í veg fyrir eftir- litslausar og ólöglegar veiðar við Suðurskautslandið og sérstaklega á tannfiski. Það kom hins vegar fram hjá Simon Upton, aðstoðarutanríkis- ráðherra Nýja Sjálands, að því miður væri sannleikurinn sá, að það væru einkum skip frá aðildar- ríkjum sáttmálans, sem stunduðu þessa rányrkju. Fer þar mest fyr- ir norskum og spænskum skipum undir hentifána. Hafa norsk stjórnvöld gert nokkuð í að koma í veg fyrir þetta en Spánverjar ekk- ert. Nýsjálenskir vísindamenn sögðu í gær, að 90% af fersku vatni á jörðinni væri saman komið í suðurskautsísnum og bráðnaði hann allur, myndi sjávarborð hækka um 70 metra. Við því er raunar ekki búist en hins vegar óttast þeir, að hækkandi hitastig muni leiða til þess, að sjávarborðið hækki um sex metra á næstu ára- tugum. Það gífurlega magn af köldu vatni, sem bættist í höfin, myndi raska hafstraumum um all- an heim og trúlega valda síðan minnháttar ísöld. Boris Jeltsín á batavegi Moskvu. Reuters. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, sem hefur verið á sjúkrahúsi vegna magasárs, verður líklega útskrifaður fyrir helgi en þarf þá á nokkurri endurhæfingu að halda. Kom þetta fram hjá tals- manni hans, sem neitaði jafnframt fréttum um, að mikill ágreiningur væri með honum og Jevgení Prímakov forsætisráðherra. Rússneskir fjölmiðlar sögðu í gær, að Jeltsín hefði ekki stutt fyllilega þá áskorun Prímakovs, að komið yrði á pólitísku vopna- hléi milli forsetans, ríkisstjómar- innar og þingsins en Dmítrí Jakúshkín, talsmaður Jeltsíns, vísaði því á bug og sagði fullan skilning vera milli þeirra. Sagði hann, að Jeltsín sjálfur hefði beðið Prímakov að leggja drög að slíku vopnahléi til að tryggja stöðug- leika með tilliti til kosninga síðar á árinu. Jeltsín hefur verið á lyfjum vegna magasársins og læknar telja, að líklega þurfi ekki að skera við því. Jakúshkín kvaðst hins vegar ekki vita hve langan tíma endurhæfingin tæki. Ljóöadjassvaka á Sólon íslandus í kvöld kl. 21:00 Þórarinn Eldjárn, Úlfur Eldjárn, Kristján Eldjárn, Eyþór Gunnarsson og Jakob Frímann Magnússon. Aögangur ókeypis og öllum opinn. Veitingar. MWMtjallobiCOiM Vcl/wm JaUob FrimanM i 2« AœtiÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.