Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 48
M8 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Prófkjör
Útdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999.
Greinarnar eru birtar í heild á Netinu www.mbl.is
Eldri borgarar
styðja
Jóhönnu
Ásta Þórðardóttir, fyrrverandi
félagsráðgjafi, skrifar:
Ég fullyrði að
enginn alþingis-
maður hefur lagt
meira af mörkum
varðandi hagsmuni
aldraðra en Jó-
hanna Sigurðar-
dóttir. Nú eigum
við von á að hún
leggi fram fram-
varp á Alþingi sem
felur í sér lækkun skatta á lífeyris-
sjóðsgreiðslur. Pað yrði þá mesta
kjarabót fyrir þennan aldurshóp um
áratugaskeið. Enginn vafi leikur á
að hún mun berjast fyrir því máli af
þeim dugnaði sem hún er þekkt fyr-
ir. Reyndar geta fleiri hópar en elli-
lífeyrisþegar þakkað Jóhönnu Sig-
urðardóttur óbilandi dugnað og ár-
vekni í málaflokkum sem snerta líf-
—*tyrismál, jafnréttismál og velferð
yfirleitt. Hún hefur ævinlega látið
sig málefni fatlaðra miklu varða,
fjölskyldufólks, unga fólksins í hús-
næðisöflun og lífsbaráttu hins al-
menna launþega. Þess vegna förum
við á kjörstað næstkomandi laugar-
dag og kjósum Jóhönnu Sigurðar-
dóttur í 1. sæti á framboðslista
Samfylkingarinnar í Reykjavík.
►Meira á Netinu
.Kjósum Huldu
til forustu
innan Sam-
fylkingarinnar!
Guðrún Sigurjónsdóttir,
fisverkunarkona, skrifar:
Hulda Ólafsdótt-
ir gefur kost á sér í
prófkjöri Samfylk-
ingarinnar í
Reykjavík í hólfi
Kvennalistans. í
starfi sínu hjá
Vinnueftirliti ríkis-
ins hefur hún
kynnst vinnuað-
stöðu fjölmargra
starfshópa í landinu. Hún hefur lagt
sig fram við að benda á hve slæm
vinnuaðstaða margra starfshópa er.
Má þar sérstaklega benda á vinnu-
aðstöðu fiskverkunarkvenna sem
vinna við flæðilínu. Ég hef unnið við
fiskvinnslu stóran hluta starfsævi
minnar. Hulda hefur margoft talað
máli okkar við mörg tækifæri bæði
innanlands sem utan. Hún lætur sig
varða hvernig vinnuaðstaða okkar
er. Fiskverkunarfólk og annað
verkafólk, ég hvet ykkur til að kjósa
Huldu í 1-2 sæti í komandi prófkjöri
Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Dyggari og betri talsmann á Alþingi
fáum við ekki. Kjósum Huldu til
forustu!
Formann
Sjálfsbjargar
á þing
Sigurður Pdlsson, Hátúni 10, skrifar:
Nú liggur fyrir
að Amór Péturs-
son, formaður
Sjálfsbjargar,
landsambands fatl-
aðra, hefur gefið
kost á sér í 1.-3.
sæti hjá Alþýðu-
bandalaginu inn á
lista Samfylkingar-
innar.
Það væri ómetanlegt fyrir alla
^réttinda- og kjarabaráttu öryrkja
að maður með hans reynslu og
þekkingu á málefnum öryrkja ætti
sæti á Alþingi. Arnþór slasaðist í
bílslysi 13.1. 1971 og hef síðan verið
bundinn við hjólastól, hann hefur
starfað sem fulltrúi hjá Trygginga-
stofnun ríkisins frá því í júlí 1974.
Amór hefur unnið að félagsmál-
um fatlaðra í mörg ár og verið þar í
trúnaðarstörfum.
Þeir sem þekkja málin af eigin
raun og þau hafa brunnið á þeirra
eigin skinni ættu að vera mun fær-
ari um að gæta slíkra hagsmuna en
aðrir. Ég skora því á alla sem láta
sig þessi málefni varða að stuðla að
því á allan hátt að Amór komist á
þing og er fyrsta skrefið að kjósa
hann í komandi prófkjöri Samfylk-
ingarinnar.
Kjósum
Vilhjálm H.
Unnur Brá Konráðsdóttir
háskóianemi skrifar:
Hinn 30. janúar
gefst öllum
Reykvíkingum
átján ára og eldri
kostur á að velja
fulltrúa á fram-
boðslista Samfylk-
ingarinnar í
Reykjavík. Próf-
kjörið er öllum opið
og því lag að velja
fulltrúa okkar kynslóðar á Alþingi
Islendinga.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, laga-
nemi, hefur gefið kost á sér í próf-
kjörinu en hann hefur verið virkur í
hagsmunabaráttu námsmanna um
árabil. Sem formaður Stúdentaráðs
og fulltrúi námsmanna í stjórn
Lánasjóðsins. Því þekkir Vilhjálmur
vel kjör og aðstæður ungs fólks og
barnafólks, sem á stundum virðist
þurfa að velja á milli náms og hús-
næðis. Því ástandi þarf að breyta en
það gerist ekki nema rödd okkar
heyrist í sölum Alþingis og vil ég
hvetja alla til að kjósa Vilhjálm í
próíkjörinu í lok janúar. Okkar
mann á Alþingi.
Stuðmann
á þing
Ingi Hans Jónsson, handverksmaður
á Grundarfirði, skrifar:
Nú við samruna
íslenskra jafnaðar-
mannaflokka gef-
ast sérstæð tæki-
færi. Sum þessara
tækifæra eru fólgin
í uppgjöri á brest-
um fortíðarinnar.
Önnur í tækifærum
framtíðarinnar. Því
miður var of miklu
púðri eitt í það í fyrra og of margir
héldu að allt þetta snerist um þá
sjálfa, aðrir sáu sóknarfærin. Þótt
okkur virðist sem hin nýja hreyfing
leggi upp af minni krafti en vonir
stóðu til má sjá bjarma við sjón-
deildarhring. Von um ný færi með
nýjum mönnum. Jakob Frímann
Magnússon stuðmaður burstar nú
skóna albúinn til að takast á hendur
að verja gildi nýrrar jafnaðar-
mennsku. Þetta er óvenjulega vel
boðið. Þarna er nefnilega á ferð
maður sem í senn er bráðgreindur,
heiðarlegur og duglegur. Um Jakob
hafa löngum leikið vindar nýrra
strauma og hárra markmiða. Sá
sem einhvem tímann hefur verið
honum samvista veit að með honum
munu íslensk stjórnmál fá nýtt yfir-
bragð. Yfirbragð sem mun verða til
þess að auka virðingu alþingis og ís-
lenskra stjómmála.
Þið kjósendur sem eigið þess
kost, hikið ekki við það veita nýrri
hreyfingu það glæsilega veganesti
að velja Jakob Frímann til þing-
framboðs.
Guðrún
Siguriónsdóttir
Sigurður
Pálsson
Ingi Hans
Jónsson
Jafnrétti kynja
á Alþingi
Elísabet Þorgeirsdóttir,
lega reynsla af Ástu Ragnheiði er
sú að hún er sanngjörn og hrein-
skiptin og hennar hjartans mál er
að standa vörð um og bæta hag
þeirra sem einhverra hluta vegna
hafa farið halloka í lífsbaráttunni.
Ollum er nú að Það yrði alvarlegt mál fyrir þjóðina
verða ljóst mikil- ef einn helsti talsmaður lífeyrisþega
vægi þess að hlut- dytti út af þingi.
fall kynjanna á Al- Ég hvet því alla þá Reykvíkinga,
þingi sé sem jafn- sem vettlingi geta valdið að fara í
ast en tilvera prófkjör, greiða Ástu atkvæði sitt
Kvennalistans hef- og trvggja bar með áframhaldandi
ur frá upphafi mið- þingsetu hennar, lífeyrisþegum til
að að því. Guðný hagsældar.
Svandís
Sigurðardóttir
Eiísabet Guðbjörnsdóttir er
Þorgeirsdóttir sköruleg þingkona
sem hefur látið til sín taka á Al-
þingi. Hún hefur beitt sér sérstak-
lega fyrir málum sem brenna á kon-
um og vakti með eftirminnilegum
hætti athygli á því ójafnvægi sem
ríkir á milli kynjanna í nefndum og
stöðuveitingum á vegum ráðuneyta
og í nefndum um málefni kirkjunn-
ar. í sama dúr var þingsályktunar-
tillaga hennar um jafnréttisfræðslu
fyrir æðstu ráðamenn þjóðarinnar.
Ér vonandi að slíkum námskeiðum
verði komið á sem fyrst en mikill ár-
angur var af þeim í Svíþjóð. Undan-
farin tvö ár hefur Guðný Guð-
björnsdóttir beitt sér af alefli fyrir
sameiningu félagshyggjufólks og
kvenfrelsissinna og er árangur
þeirrar vinnu að skila sér nú. Með
Guðnýju í forystuliði Samfylkingar-
innar er hægt að vænta glæsilegs
kosningasigurs í vor. Setjum Guð-
nýju í 1. sæti Kvennalistans í próf-
kjörinu.
Þjóðin þarf
Ástu
Ragnheiði
Svandís Sigurðardóttir lektor,
Langholtsvegi 156, skrifar:
Það þarf í raun-
inni lítið að skrifa
um Astu Ragn-
heiði, alþingis-
mann, því hún hef-
ur nú þegar kynnt
sig svo vel sjálf
með verkum sínum
á Alþingi. Allir,
hvar í flokki sem
þeir standa, hafa
tekið eftir skeleggri framgöngu
hennar á þinginu og einlægum
áhuga hennar á að bæta hag hinna
lægra settu. Asta Ragnheiður skipt-
ir sér af ótrúlega fjölbreytilegum
málum, hvort sem það eru land-
verndarmál, samgöngumál, kirkju-
mál, bankamál, öryggismál eða ann-
að, rétt eins og henni sé ekkert
mannlegt óviðkomandi. Vasklegast
hefur hún þó gengið fram í heil-
brigðis- og tryggingamálunum,
enda helst hægt að bæta og jafna
kjörin með þrotlausri vinnu í þeim
málum. Ásta er orðin sérlega fróð
um stöðu heilbrigðis- og trygginga-
mála og hefur m.a. kennt háskóla-
nemum um þau efni undanfarin ár.
Það er brýnt fyrir þjóðina að hafa
Ástu Ragnheiði áfram á þingi. Hún
hefur beðið um stuðning í 2. sæti
hjá Alþýðuflokknum og við eigum
endilega að hlýða því kalli í próf-
kjöri Samfylkingarinnar, laugar-
daginn 30. janúar.
Astu
Ragnheiði i
annað sæti
Auður Guðjónsdóttir, Nesbala 56,
Seltjarnarnesi, skrifar:
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
sem gefrn- kost á
sér í annað sæti í
prófkjöri félags-
hyggjufólks í
Reykjavík er ötull
baráttumaður
þeirra sem treysta
þurfa á almanna-
tryggingar sér til
framfærslu. Með störfum sínum á
Alþingi hefur hún sýnt og sannað að
hún stendur öllum þingmönnum
framar hvað snýr að þekkingu og
skilningi á reglugerðarfrumskógi
almannatrygginga. Mín persónu-
Auður
Guðjónsdóttir
Hennar tími
er kominn
Gunnar Þórðarson, Oldugötu 11,
skrifar:
í prófkjöri Sam-
fylkingarinnar í
Reykjavík er boðið
upp á marga góða
kosti. En mér er
ljúft og skylt að
undirstrika sér-
staklega nauðsyn
þess að 1. sæti list-
ans skipi Jóhanna
Sigurðardóttir.
Hún hefm’ lengst allra staðið vörð
um þá grandvallarþætti réttláts
þjóðfélags sem gera það að siðuðu
samfélagi. Jóhanna hefur barist fyr-
ir málstað öryrkja og gamalla, fjöl-
skyldufólks og barna. Hún hefur
oftsinnis þurft að heyja baráttuna í
andstöðu við nánasta umhverfi sitt
og með storminn í fangið. En hún
hefur aldrei látið bilbug á sér finna.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur
einnig sýnt það og sannað að hún er
trausts kjósenda verð, þegar hún
hefur sinnt því aðhaldi að fram-
kvæmdavaldinu á Alþingi sem flest-
ir telja að sé alger forsenda lýðræð-
isþjóðfélags. Menn virða hana fyrir
þessi stjórnmálastörf hvar í flokki
sem þeir standa. Jóhanna Sigurðar-
dóttir stendur auk þess djúpum rót-
um í hreyfingu félagshyggju og
jafnaðar og hefur verið leiðandi í
þein-i þróun sem leiða mun til stórr-
ar breiðrar samfylkingar allra
vinstri manna á íslandi. Enginn er
betur til þess fallinn að leiða lista
Samfylkingarinnar í höfuðborginni.
Jóhönnu í 1. sæti - hennar tími er
kominn!
Guðný og
Kvennalistinn
Hulda Björg Sigurðardóttir,
Hálsaseli 10, Reykjavík, skrifar:
Árið 1994 gekk
ég til liðs við
Kvennalistann.
Ekki endilega af
því að ég ætlaði að
hasla mér völl í
stjórnmálum held-
ur fannst mér
Kvennalistinn vera
Huida Björg sá vettvangur þar
Sigurðardóttir gem unnið værj
markvisst að réttindamálum
kvenna. Á það bæði við vinnumark-
að og launamál, stöðu innan stjórn-
sýslunnar og ekki síst hinar hefð-
bundnu undirstöðustofnanir, hjóna-
band og fjölskyldu. Á þessum tíma
var ég komin með yfir tuttugu ára
reynslu af þessum hlutum og þeim
vandamálum sem fylgja því fyrir
konur að reyna að flétta saman
heimilisrekstri og barnauppeldi
annars vegar og atvinnu og stöðu
sinni á vinnumarkaði hins vegar. Ég
var svo heppin að fá strax í upphafi
tækifæri til að starfa með Guðnýju
Guðbjömsdóttur sem nú er alþing-
ismaður fyrir Kvennalistann. 1994
var orðin knýjandi þörf fyrir
Kvennalistann að endurskoða
starfsaðferðir sínar í stjórnmálum
og ennfremur taka tillit til breyttra
viðhorfa í kvennabaráttu. Sýndi
fylgi Kvennalistans í kosningunum
1995 þetta glögglega. Guðný Guð-
björnsdóttir hefur verið eindreginn
talsmaður þess að leita leiða til þess
að femínistar mættu sem sameinað
afl halda áfram þátttöku í stjórn-
málum. Hafa hún og þær konur sem
unnið hafa að því máli þessa síðustu
lotu sýnt ómælda þrautseigju og
langlundargeð.
Gisli
Sigurðsson
Mörður er
maðurinn
Gfsli Sigurðsson, íslenskufræðingur,
skrifar:
Því miður gátu
flokksbroddar
Samfylkingarinnar
í Reykjavík ekki
náð saman um opið
prófkjör. Þess
vegna þarf ég að
velja á milli hólfa í
stað þess að geta
kosið Bryndísi
Hlöðversdóttur,
Guðrúnu Ögmundsdóttur og Mörð
Árnason, eins og ég vildi helst. Ég
hef því ákveðið að styðja Mörð.
Hann hefur um árabil verið mál-
snjallasti maður í íslenskri stjóm-
málaumræðu. Hann er geysilega
rökfastur og fylginn sér, margfróð-
ur og stendur á traustum hug-
myndafræðilegum grunni í íslenskri
vinstrihreyfingu. Á þessu kjörtíma-
bili sat hann nokkram sinnum sem
varamaður á Alþingi og var þá óð-
ara kominn fram með þjóðþrifatil-
lögur og lét til sín taka í umræðum
með þeim hætti að eftir var tekið,
ávallt með ferska sýn sem horfði til
jöfnuðar, framfara og sátta manns
og náttúru. Slíkan mann verðum við
að hafa á Alþingi.
Jóhönnu
Sigurðardótt-
ur í 1. sætið
Jónas Ástráðsson, fv. formaður FUJ,
skrifar:
Jóhanna Sigurð-
ardóttir hefur boð-
ið sig fram í 1. sæt-
ið í prófkjöri sam-
fylkingarinnar,
sem fram fer 30.
janúar n.k. Jó-
hanna hefur allan
þann tíma sem hún
hefur verið á þingi
staðið vörð um þá
Jónas
Ástráðssoi1
sem minna mega sín í samfélaginu.
Hún hefur sýnt það og sannað með
starfi sínu fyrir þjóðina að hún er
hvergi bangin, hún hefur upp
raustina og berst gegn hvers konar
spillingu og mismunun hver sem í
hlut á og hún stendur vörð um al-
mannahagsmuni. Hún er heiðarleg-
ur og einlægur stjórnmálamaður
sem við megum ekki missa út af
þingi. Með því að kjósa Jóhönnu í 1.
sætið tryggjum við að hin gömlu og
góðu gildi jafnaðarmanna ráði ferð-
inni hjá samfylkingarmönnum.
Kjósum Huldu
á þing
Auður Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari,
skrifar:
Hulda Ólafsdótt-
ir hefur mikla
reynslu af stjórn-
málum. Hún hefur
starfað með
Kvennalistanum í
mörg ár og sækist
nú eftir 1.-2. sæti
þeirra á lista Sam-
fylkingarinnar.
Á síðasta kjör-
Hulda
Ólafsdóttir
tímabili fluttust skólamálin yfir til
sveitarfélaganna og reyndi þá mikið
á yfirstjórn fræðslumála. Hulda
hefur m.a. reynslu af setu í fræðslu-
ráði Reykjavíkur, sem er yfirstjórn
grunnskóla hér í borg. Þar hefur
Hulda látið að sér kveða og hefur
flutt tillögur er varða aðbúnaðarmál
skólabarna bæði almennt og varð-
andi skólahúsgögn. Einnig flutti
hún tillögu um hæfileikarík börn, en
skv. grunnskólalögum eiga öll börn
að fá kennslu við sitt hæfi, hvort
sem um bóklega eða verklega hæfi-
leika er að ræða.
Ég þekki Huldu af störfum henn-
ar á hinum ýmsu sviðum og veit að
hún er verðugur fulltrúi á Alþingi
íslendinga. Hún er réttsýn og mál-
efnaleg, rökföst og hripdir hug-
myndum í framkvæmd. Ég hvet til
kröftugra viðbragða - kjósum
Huldu.