Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 46
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 UMRÆÐAN/PRÓFKJÖR MORGUNBLAÐIÐ Samfylkingin og kvennalistinn NÚ PEGAR Sam- fylking Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista er orðin staðreynd er nauðsyn- legt að allir sem að- hyllast kvenfrelsi, jöfn- uð og félagshyggju fylki sér um þessa hreyfingu og veiti "henni það brautar- gengi sem þarf til að hún verði valkostur gegn hægri öflunum sem alltof lengi hafa ráðið ferðinni í stjórn landsins. Eg er ein þeirra sem hef trú á sameiningu þeirra flokka sem hafa það á stefnuskrá sinni að samfélagi jafn- aðar, félagshyggju- og kvenfrelsis. Eg gleðst því yfir þeim áfanga sem nú hefur náðst að sameina flokks- menn um eina stefnu. Hér er einnig tækifæri fyrir þá sem áður hafa ekki viljað binda sig einum flokki að j^oma að, alla þá sem aðhyllast stefnu sem tryggir jafnrétti og fé- lagslegan jöfnuð í sem víðustum skilningi. Nýr vettvangur fyrir ungt fólk og valkostur fyrir þá sem ekki aðhyllast hinn harða boðskap frjálshyggju og peningahyggju. Þátttaka Kvennalista Lengi var tvísýnt um þátttöku Kvennalista í sameiginlegu fram- boði. Sú niðurstaða sem náðist með opnu prófkjöri þar sem allir stuðn- ingsmenn hreyfíngarinnar geta Tneð atkvæði sínu haft bein áhrif á það hverjir verða í framboði til kosninga í vor er að mínu mati mjög ákjósanleg. Fulltrúar Kvennalistans hafa tekið fullan þátt í mál- efnavinnu og mótun stefnu Samfylkingar- innar og þátttakan ver- ið samþykkt af Kvennalistakonum. Kvenfrelsi og jafnrétti Ég gef kost á mér í 3.^4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar á Reykjanesi. Markmið mitt, nái ég kjöri er að vinna á vettvangi Al- þingis að kvenfrelsis- og jafnréttismálum. Takmarkið er að jafn- réttissjónarmið verði samþætt í alla málaflokka og jafnréttis- og kven- frelsissjónarmið setji mark sitt á Eg fullyrði að það eru bein tengsl, segir Birna Sigurjónsdóttir, á milli aukinna fjármuna í menntun og betri ár- angurs í skólum. allar ákvarðanir í stjórnmálum og innan stjórnsýslunnar. Alltof hægt hefur miðað í að koma á kynjajafn- rétti og nægir þar að benda á launamismun kynjanna. Menntun efld Mér eru menntamálin hugleikin. Það þarf að veita mun meiri fjár- munum í menntun á öllum skóla- stigum til að við verðum raunveru- Birna Sigurjónsdóttir lega samkeppnisfær á alþjóðavett- vangi. Við erum í dag að mennta unga fólkið inn í samfélag sem verður æ meira alþjóðlegt og þar höfum við ekki efni á að spara. Ég fullyrði að það eru bein tengsl á milli aukinna fjái-muna í menntun og betri árangurs í skólum. Það er auðvitað ekki sama hvernig þeim fjármunum er varið. Þegar litið er á ytri aðbúnað skólastarfs stöndum við vel og betur en margar aðrar þjóðir, námsgagnagerð og kennsla stenst aftur á móti ekki samanburð. Það má líkja okkur við þann sem hefur keypt sér fína tölvu en ekki tímt að fjárfesta í góðum hugbún- aði. Hver og einn sér í hendi sér að það er ekki vænlegt til árangurs. Umhverfismál Vemdun umhverfis og ósnortinn- ar náttúru er mál sem varðar alla Islendinga. Við eigum stórkostlegt land og ekki verður við það unað að farið sé af stað með stórfram- kvæmdir sem breyta landinu til framtíðar án þess að fram fari um- hverfismat. Mat á umhverfisáhrif- um verður að vera meginregla sem stjórnvöld geta ekki hhðrað sér hjá. Ég hvet Kvennalistakonur og alla jafnaðarmenn, félagshyggju- fólk og kvenfrelsissinna, hvar í flokki sem þeir standa að sleppa ekki því tækifæri sem nú gefst til að hafa áhrif á röðun á framboðs- lista í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjanesi sem verður haldið dag- ana 5. og 6. febrúar nk. Höfundur er aðstoðarskólastjóri og býður sig fram í 3. til 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar á Reykjanesi. Fjölskyldan í öndvegi HEILL og ham- ingja fjölskyldunnar er kjami jafnaðarstefn- unnar. Við viljum að þegnum þessa lands séu tryggðar forsend- ur mannsæmandi lífs- skilyrða, frá vöggu til grafar, óháð uppmna og efnahag. Sérstak- lega ber að hlúa að þeim sem standa höll- um fæti. Áköll öryrkja og eldra fólks sem býr langt undir fátæktar- mörkum er dapurleg staðreynd. Það er of algeng sjón á íslandi að sjá gamalt fólk og vanheilt ganga um bæinn og leita að tómum dósum eða flöskum. Vilj- um við svona samfélag? Ég held varla. Við þurfum að stuðla að því að sérhver einstaklingur fái að njóta sín um leið og við myndum þéttrið- ið öryggisnet fyrir þá sem ekki njóta heilsu eða fullra starfskrafta. Til að slíkt sé mögulegt verðum við að leita sem flestra leiða til að draga björg í sameiginlegt bú, en endurmeta jafnframt með hvaða hætti þeirri björg er skipt á milli eigenda búsins. En jafnaðarstefnan snýst um fleira ef hún ber nafn með rentu. Hún snýst ekki síður um jafnan rétt kynja til lífs og launa, jafnan rétt til náms, jafnan rétt þeirra sem hér kjósa að stunda vinnu eða eyða ævikvöldi. Hún snýst um réttinn til viðunandi lífs. Eitt megininntak jafnaðar- stefnunnar er umburð- arlyndi og jákvæð lífs- hugsjón, og við hljótum til dæmis að beita okkur fyrir því að samkyn- hneigðir geti brotist úr fjötrum fordóma og tortryggni og njóti hér sama réttar og aðrir borgarar. A sama hátt þarf að tryggja jafnan bótarétt þeirra sem verða fyrir áföllum eða heilsutapi og tekju- missi af þeim sökum. Réttur þeirra sem t.d. eru haldnir flogaveiki er nánast enginn í þeim efnum. Þeir sem eiga við geðræn eða sálræn Jakob Frímann Magnússon Tölvur og tækni á Netinu & mbl.is mbl.is f- ALLTAH eiTTHVAO HÝTl ALLTAf= GiTTHVAé? tJÝTl vandamál að stríða verða nokk að borga sín lyf sjálfir. Ætla mætti að hvers kyns mein- semdir tengdar mannshöfðinu hljóti síður en aðrir sjúkdómar við- urkenningar sem „alvöru“ sjúk- dómar. Þessu skulum við kippa í lag. Heiðra skaltu föður þinn og móður segir Biblían. Okkur ber að sýna öldruðum sérstaka virðingu og nærgætni. Gerum sem bærileg- ast líf þeirra sem bjuggu í haginn fyrir okkur og tryggjum þeim kjör í ellinni sem ekki ganga gegn sjálfsvirðingu þeirra. Langir Bjóðum öldruðum, óháð efnahag, segir Jakob Frímann Magnússon, ódýrt hús- næði, niðurgreitt raf- magn, hita og síma. biðlistar eftir vistun við hæfi eru lítilsvirðing við aldraða borgara. Og þar til okkur tekst að lækka verð á matvælum og annarri nauð- synjavöru er það réttlætismál að takmarka eftir föngum fasta út- gjaldaliði þeirra sem komnir eru á efri ár. Knýjum á um að fleiri fylgi fordæmi Ríkisútvarpsins sem býð- ur öldruðum lægri afnotagjöld: Bjóðum öldi-uðum, óháð efnahag, ódýrt húsnæði, niðurgreitt raf- magn, hita og síma. Beitum okkur þó fyrst og fremst fyrir því að hinir eldri fái notið sín til fulls, að haft sé ofan af fyrir þeim er kraftar fara þverrandi og að þeir gleymist ekki hreinlega inn á öldrunar- og sjúkrastofnunum. Örvum samskipti hinna yngstu og hinna elstu með skipulögðum hætti. Það mun koma báðum vel. Höfundur gefur kost á sér í2. sæti í Alþýðuflokkshólfinu á lista Síimfylkingarinnur. Prófkjör Útdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999. Greinarnar eru birtar í heild á Netinu www.mbl.is • • Ossur til forystu Stefán Jóhann Stefánsson, hagfræðingur og formaður knattspyrnudeildar IR, skrifar: Það er ánægju- legt að sjá hve margir frambæri- legir einstaklingar gefa kost á sér til starfa fyrir Sam- fylkinguna í Reykjavík. Við þurfum á þeim öll- um að halda, en ég tel að einn sé best til þess fallinn að leiða listann sök- um foringjahæfileika sinna; Össur Skarphéðinsson. Össur hefur sýnt það sem þing- maður að hann hefur lag á að stýra málum vel til lykta, hann er glöggur og fljótur að setja sig inn í mál og finna þær lausnir sem best henta. Hann er kraftmikill ræðumaður, geðþekkur og skemmtilegur. Össur þekkir af eigin reynslu kjör fólks til sjávar og sveita, hann er víðsýnn og baráttumál hans spanna allt hið pólitíska svið. Reynsla hans og per- sónulegir eiginleikar gera hann að þeim mikilhæfa stjómmálaforingja sem við verðum að hafa í forystu á nýrri öld. Þess vegna skora ég á Reykvíkinga að mæta á kjörstað 30. janúar og setja Össur í sæti númer eitt. Bryndísi til forystu i sam- fylkingunni Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, skrifar: Bryndís Hlöð- versdóttir hefur sinnt réttindamál- um launafólks á AI- þingi eftir föngum, enda býr hún að þekkingu á málefn- um verkalýðs- hreyfingarinnar Guðmundur Þ. eftir störf á vegUm Jónsson Alþýðusambands Islands. Frá sjónarhóli okkar launa- fólks er mikilvægt að á Alþingi sé fólk sem hefur reynslu af starfsemi samtaka okkar. Laugardaginn 30. janúar n.k. gefst öllum Reykvíkingum sem hafa kosningarétt kostur á að taka þátt í sögulegu prófkjöri þar sem í fyrsta sinn er valið á sameiginlegan fram- boðslista Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Kvennalista til Alþingis. Ég tel að Bryndís sé vel til þess fallin að gegna forystuhlutverki á lista samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún myndi sóma sér vel sem odd- viti listans og tryggja það að sjónar- mið launafólks og verkalýðshreyf- ingar hljómi sterkt í samfylking- unni. Ég vel Bryndísi til forystu í Reykjavík og hvet aðra þátttakend- ur í prófkjörinu að gera slíkt hið sama. Mörd í 2.-3. sæti Duvíð Þór Jónsson, ritstjóri í Reykjavík, skrifar: Mig langar að vekja athygli á frambjóðanda sem berst ekki mikið á en þeim mun meira býr í. Þetta er Mörður Árnason, en hann er í hópi þeirra sem ávallt hafa farið fram á sem nánast sam- starf vinstra fólks, jafnvel áður en það komst í „tísku“ að setja hug- sjónir sínar ofar forpokaðri flokks- hollustu. Mörður er víðsýnn og gáf- aður, greindur og vel máli farinn, eins og allir vita, sem fylgdust með kappræðum hans og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á Stöð 2. Þar talaði Mörður jafnan af skyn- semi og yfirvegun þess sem veit að hann veit betur. Mörður er búinn þeim kostum sem krefjast verður af leiðtogum okkar á þeirri öld sem nú er í eld- ingu. Því er brýnt að hann njóti þess stuðnings sem hann verðskuld- ar. Ég hvet alla sem taka þátt í prófkjörinu til að velja Mörð Árna- son í 2. eða 3. sæti listans. ►Meira á Netinu Jóhanna Sigurðardóttir áfram á þingi Þóra Guðmundsdóttir, fornmður Félags einstæðra foreldra, skrifar: A ráðstefnu sem Félag einstæðra foreldra hélt í Hveragerði í nóv- ember s.l. kom í ljós að einstæðir foreldrar standa ekki eingöngu ver en aðrir þjóðfélags- hópar, heldur hef- ur bilið milli þeirra og sambúðar- og hjónafólks verið að breikka hin síðari misseri. Stjórn- völd hafa ekki sýnt áhuga á að bæta stöðu barnafjölskyldna en fjölskyld- ur einstæðra foreldra eru lakast settar á Islandi. Þannig hafa ein- stæðir foreldrar því aðeins þriðj- unga launa hjónafólks og laun þeirra hækkuðu aðeins um 5,66% milli áranna 1996 og 1997 meðan laun hjóna hækkuðu um 7,05% á sama tíma. Jóhanna Sigurðardóttir er einn fárra alþingismanna sem hafa látið málefni einstæðra for- eldra til sín taka. Hún hefur m.a. flutt tillögu um að einstæðir foreldr- ar fái heimild til að nýta sér ónýttan persónufrádrátt barna á aldrinum 16 til 19 ára sem eru á framfæri þeirra. Þetta er réttlætiskrafa sem miðar að því að jafna kjör bamafjöl- skyldna í landinu. Við megum ekki missa málsvara okkar út af þinginu. Bryndísi til forystu Egill Eyjólfsson, menntaskólancmi, skrifar: í fyrsta sinn í sögu íslenska lýð- veldisins gengur félagshyggjufólk til lýðræðislegra kosninga undir ein- um fána. Samfylk- ing vinstri manna er að verða að veruleika og það er lífsnauðsynlegt að ungt fólk taki afstöðu til allra þeirra hápólitísku álitaefna sem nú eru á dagskrá. Nægir að nefna sjávarút- vegsmál, hálendismál, heilbrigðis- og menntamál. Hér í höfuðborginni munum við á laugardaginn velja okkur forystu- menn í samfylkingu vinstri manna og skiptir miklu hvernig til tekst. Oddviti listans í Reykjavík þarf að sameina reynslu og að hafa skilning á sjónarmiðum yngra fólks. Bryndís Hlöðversdóttir er stjórnmálamaður sem hefur alla burði til að gegna slíku hlutverki. Stefnumál hennar um jöfn tækifæri, samhjálp og heil- brigða samkeppni án forréttinda eru einmitt þau mál sem skipta mestu máli fyrir ungt fólk. Kjósum Bryndísi Hlöðversdóttur í 1. sæti samfylkingarinnar á laug- ardaginn. Hún er traustsins verð. Davíð Þór Jónsson Þóra Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.