Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 18 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Gluggaþvottur í vetrarstillu Ný frumvörp frá landbúnaðarráðherra Skógráð geri tillögu um áætl- un í skógrækt Samtökin SÓL í Hvalfírði Ummæli Hollustu- verndar katt- arþvottur SAMTÖKIN SÓL í Hvalfirði lýsa furðu sinni á þeim ummælum for- svarsmanna Hollustuverndai- ríkis- ins í fjölmiðlum um að of há flúor- mengun álversins Norðuráls við Grundartanga sé eðlileg fyrsta starfsárið og í samræmi við undan- þáguákvæði í starfsleyfi fyrirtækis- ins. Segja samtökin í fréttatilkynn- ingu að þessi ummæli séu kattar- þvottur sem sæmi ekki stofnun eins og ílollustuvernd. Ólafur M. Magnússon, formaður samtakanna SÓL, segir þessi um- mæli undrunarefni ekki síst í ljósi þess að samtökin hafi undir höndum ýmsar athugasemdir sem Hollustu- vernd hafi gert við starfsemi álvers- ins á síðasta ári. Vísar Ólafur þar m.a. tO bréfs Hollustuverndar til Norðuráls hinn 20. október sl. þar sem Hollustuvernd gerir athuga- semdir um frágang úrgangsefna. Jafnframt vísar hann til eftirlits- skýrslu um mengunarvarnir, sem unnin er af fulltrúa Hollustuverndar frá 29. september sl., þar sem kemur m.a. fram að umgengni við uppfyll- ingu við höfnina sé ábótavant. Þar mætti m.a. sjá timburdrasl, kola- salla, malbik, málmleifai’ og for- skiljuryk. „Samtökin h'ta það mjög alvarleg- um augum að lífríki Hvalfjai’ðar skuli ógnað með óviðunandi írágangi úrgangsefna sem eiga greiða leið í fjörðinn ef ekkert verður aðhafst," segir m.a. í fréttatilkynningu sam- takanna. GLUGGAÞVOTTUR er snar þáttur í starfseminni á Lauga- vegi og víðar. Um vetur sest á gluggana salt, tjara og sót, sem nauðsynlegt er að hreinsa reglulega til að gera andlit verslana aðlaðandi fyrir vegfar- endur. Kaffíhúsin eru þar engin undantekning og Oddnýju Arna- dóttur á Tíu dropum á Lauga- veginum er vel kunnugt um þá staðreynd. RÁÐGEFANDI nefnd um skógar- mál, svokallað skógráð, sem skipað verður af landbúnaðarráðherra, er meðal helstu nýmæla í frumvarpi til laga um skógrækt og skógvemd, sem Guðmundur Bjarnason land- búnaðarráðherra kynnti á ríkis- stjórnarfundi á þriðjudag Frum- varpið er afrakstur þeirrar heildar- endurskoðunar sem átt hefur sér stað á núgildandi lögum um skóg- rækt og viðauka þeirra. Hlutverk skógráðs verður m.a. að koma með tillögu um svokallaða landsáætlun í skógrækt, sem Al- þingi þarf að samþykkja, til ákveð- ins árafjölda í senn. Ætlunin er að í skógráðinu eigi sæti fulltrúar aðila eins og Skógræktarfélags íslands, Landssambands skógareigenda, Náttúrufræðistofnunar, Land- græðslu ríkisins, Sambands ís- lenski-a sveitarfélaga og Rannsókn- arstöðvarinnar á Mógilsá. Að öðru leyti tekur frumvarpið m.a. mið af áralangri þróun Skógræktar ríkis- ins úr því að sjá nær eingöngu um gróðursetningu og framleiðslu á skógarplöntum í það að vera eins konar ráðgjafar- og rannsóknar- stofnun í skógræktarmálum. Ráðherra kynnti sömuleiðis nýtt frumvarp til laga um landshluta- bundin skógræktarverkefni og er með því verið að koma á einum lag- aramma fyrir skógræktarverkefni á landinu á borð við Suðurlandsskóga. í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að ráðherra hafi heimild til að koma á fót átaksverkefnum í skógrækt án þess að setja um það sérstök lög. Ríkisstjómin heimilaði ráðherra að leggja frumvöi-pin fyrir stjórnar- þingflokkana á Alþingi og er stefnt að því að hann mæli fyrir þeim nú á vorþingi. Fréttir á Netinu mbl.is __ALLTAf= &/TTH\SA£J /MÝTT +U|en<|i Í$|aii<1s - fjársjóður þjóðarinnar skipulag til framtíðar Athygli er vakin á því að út er kominn bæklingur með upplýsingum um stjórnskipan á miðhálendi íslands. Er almenningur hvattur til að kynna sér efni þessa bæklings enda varðar skynsamleg skipan á nýtingu auðlinda hálendisins hag þjóðarinnar allrar um ókomin ár. Bæklinginn má nálgast með því að hafa samband við forsætis-, umhverfis- iðnaðar- eða félagsmálaráðuneyti í síma 560-9000. Efni hans er einnig að finna á vefsíðunni www.stjr.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.