Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Blendingur af langreyði og steypireyði veldur ágreiningi Bandarískir vísindamenn segja veiðina árið 1989 ólöglega - Hafrannsóknastofn- un segir veiðar og sölu kjöts löglega BANDARÍSKIR vísindamenn telja sig hafa sannað_ ólöglegar veiðar á steypireyði við Island árið 1989 og sölu kjöts af hvalnum í Japan. Það hafa þeir gert með því að bera sam- an erfðavísa úr sýni teknu úr hvaln- um við erfðavísa úr öðru sýni, sem tekið var úr hvalkjöti í stórmarkaði í Osaka í Japan. Samkvæmt upplýs- ingum frá Hafrannsóknastofnun var blendingur langreyðar og steypi- reyðar veiddur á meðan hvalveiðar í vísindaskyni stóðu árið 1989. Ekkert ólöglegt hafi verið við þær veiðar og útílutningur á kjötinu fyllilega heim- ill. I frétt frá Reuters-fréttastofunni er haft eftir vísindamönnunum að þrátt fyrir alþjóðlegt veiðibann hafi þessi friðaða hvalategund verið veidd undir yfirskini vísinda og kjöt- ið selt í ágóðaskyni. Segjast þeir Frank Cipriano og Stephen Palumbi hjá „The Center for Conservation and Evolutionary Genetics" við Har- vard-háskóla hafa getað rakið ævi- feril þessa tiltekna hvals, sem þeh' nefna „númer 26“, frá því hann var getinn í Norður-Atlantshafi 1964 og fæddur árið eftir til þess að hann var veiddur 24 ára gamall, 21,5 metra langur og ófrjór. Gísli Víkingsson, dýrafræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir að við vísindaveiðarnar á árunum 1986 til 1989 hafi í fyrsta sinn veiðst svo þá væri vitað blendingar langreyðar og steypireyðar. Einn þessara blend- inga hafi veiðst árið 1989 og fengið númerið 26. Fjölmörg sýni hafi verið tekin úr honum og nokkur óvissa ríkt um það í fyrstu hvort hann væri frjór eða ófrjór, en endanleg niður- staða hafi sýnt að hann var frjór þrátt fyrir kynblöndunina. Þremur árum fyrr hafi til dæmis blendings- kýr með fóstur veiðst. Greint hafi verið frá þessum atvikum í alþjóð- legum vísindatímaritum og líklega hafi bandarísku vísindamennirnfr upplýsingar sínar um æviferil hvals- ins þaðan. Gísli segir þessi dæmi hafa verið þau fyrstu um að hvalir einnar teg- undar ykju kyn sitt með öðrum hvalategundum úti í náttúrunni, en dæmi hafi verið um það í dýragörð- um. Hann segir ennfremur að blendingar af þessu tagi séu afar líkir langreyði að ofan og því hafi þeir verið teknir sem langreyðar, en á kviðinn séu þeir líkari steypfreyði. ,A þessum tima var ísland innan Alþjóðahvalveiðiráðsins og ekkert ólöglegt við veiðar eða útflutning. Þótt steypireyðurin hafi verið alfi’ið- uð við Island fi’á 1960 og reyndar mefra og minna frá 1915, er Norð- menn voru langt komnir með stofn- inn, var þarna ekki um ólöglegt at- hæfi að ræða,“ segir Gísli Víkings- son. Hann sagðist ekki vita til þess að þessir tilteknu bandarísku vísinda- menn hefðu fengið sýni úr umrædd- um hval, en eitthvað væri um það að sýni úr hvölum væru látin í té til sér- stakra verkefna, tæpast þó af þessu tagi. Forsætisráðherra í Guyamas Guyamas. Morgunblaðið. DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra og föruneyti hans komu á þriðju- dag til borgarinnar Guyamas í Sonora-fylki á vesturströnd Mex- íkó, en þar og í Mazatlan eiga ís- lensk fyrirtæki hlut í sjávarútvegs- fyrirtækjum. Á mánudag átti ráð- herrann fund með stjói-narmönnum American Scandinavian Founda- tion á Plaza-hótelinu í New York. Á flugvellinum í Guyamas tóku meðal annars ráðamenn Sonora- fylkis á móti forsætisráðherra og sögðust fagna viðskiptasamvinnu Islendinga og Mexíkóa. Um kvöldið bauð Emesto Zaragoza, samstarfs- aðili íslensku fyriitækjanna í Naut- ico-frystihúsinu í Guyamas, ráð- herra og fylgdarliði hans til kvöld- verðar en á fimmtudag verður meðal annars farið í heimsókn í frystihús Nautico. Með ráðherranum eru eiginkona hans, Ástríður Thorarensen, einnig sendiherra Islands í Bandaríkjun- um og Mexíkó, Jón Baldvin Hanni- balsson, og kona hans, Bryndís Schram, Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri Granda, og kona hans, Þor- björg Jónsdóttir, auk embættis- manna. Forsætisráðherra heldur á föstu- dag til borgarinnar Mazatlan og þaðan til Mexíkóborgar á sunnu- dag. Opinber heimsókn forsætis- ráðherrahjónanna í Mexíkó hefst síðan á mánudag og lýkur á þriðju- dag. Morgunblaðið/Golli DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra fór í gær í veiðiferð með bátnum Magnum í boði Ernesto Zaragoza, sem er í samstarfi við Granda og Þormóð ramma í Guaymas í Mexíkó. Hagfræðingur VR segir raunveruleg kjör æðstu embættismanna falin Raunveruleg laun tvöfalt og þrefalt hærri „ÞAÐ er áleitin spurning hvers vegna launakerfi æðstu embættis- manna þjóðarinnar þarf að vera öðruvísi en almennings í landinu og með þeim hætti að laun þeirra virð- ast lægri en þau í raun eru. Er verið að blekkja almenning?" spyr Gunnar Páll Pálsson, forstöðumaður fjár- málasviðs Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, í gi-ein í nýjasta tölu- blaði VR-blaðsins, sem kemur út í dag. Gunnar bendir á að þær tölur sem Kjaradómur og forsætisráð- herra hafa lagt fram um laun æðstu embættismanna sýni ekki hver raun- veruleg heildarlaun þessa. hóps eru. Ekki sé tekið tillit til launaígildis eft- irlaunaréttinda og ýmissa hlunninda sem þessi hópur nýtur. I grein sinni leggur Gunnar mat á launaígildi eftirlaunaréttinda æðstu embættismanna, þingmanna og ráð- herra, miðað við þær reglur sem gilda á almennum vinnumarkaði og leiðfr í ljós að raunveruleg mánaðar- laun séu tvöfalt eða þrefalt hærri en mánaðarlaunin skv. upplýsingum Kjaradóms. Þannig séu raunveruleg laun forseta Islands að eftfrlauna- réttindum meðtöldum 1.235 þúsund kr. á mánuði, forsætisráðherra 943 þúsund kr., ráðherra 863 þúsund og alþingismanna 424 þúsund kr. Við mat á launaígildi þessa hóps miðar Gunnar við greiðslur úr lífeyrissjóði ráðheira og þingmanna fyrir árið 1997. Hann segir að þar sem þessir lífeyrissjóðir séu algerlega tómir og sjóðfrnir í reynd hreinir gegnum- streymissjóðir, gefi heildargreiðslur lífeyris, að frádregnu framlagi sjóð- félaga og 6% mótframlagi launa- greiðenda, góða mynd af launaígildi lífeyrisréttinda. „Forseti Islands þarf ekki að greiða ríkinu, launagi’eiðanda sínum, skatta af launum sínum. Lífeyris- greiðslur æðstu embættismanna eru einnig duldar. Þannig skuldbindur ríkið sig til að greiða í lífeyrissjóð um og yfu’ 100% af mánaðarlaunum á meðan sambærilegt mótframlag atvinnurekenda á almennum vinnu- markaði er 6%. Fyrir utan þetta kemur reglulega fram í fjölmiðlum að æðstu embættismenn njóta marg- víslegra hlunninda umfram aðra. Dæmi eru um að þeir séu sendir í veikindaleyfi svo mánuðum skiptir án þess að vera veikir. Stundum fá þeir einnig ferðakostnað maka og barna greiddan og jafnvel dagpen- inga þeim til handa,“ segir í grein Gunnars. „En það eru ekki einungis ýmis hlunnindi sem þeir njóta, heldur vh’ðast skattyfirvöld fara öðrum höndum um þá en almenning. Upp- gjör ýmissa hlunninda virðist vera skattfrjálsara hjá þeim en öðrum. Aimenningur þarf að greiða skatta, t.d. vegna útdreginna vinninga á út- vai-psstöðvum, en bankastjórar ríkis- banka komast upp með að fara í lax án þess að taka viðskiptavini bank- anna með, án þess að það teljist hlunnindi hjá skattyfirvöldum," seg- ir Gunnar ennfremur og segir um- hugsunai-efni hvort verkalýðshreyf- ingin eigi að setja það á oddinn í ki’öfum á hendui’ ríkisvaldinu við næstu samninga að lífeyris- og skattalög skuli vera sambærileg og að ein lög gildi hér á landi. Vandi 6. bekkjar í Austurbæjarskóla Málið leysist ekki NÚ ER orðið ljóst að sú lausn, sem foreldrar barna í 6. bekk M.H. í Austurbæjarskóla höfðu vonast til að fyndist á vanda bekkjarins, er ekki innan seil- ingar. Sigi’ún Benediktsdóttir, móðir nemanda í bekknum, sagði í samtali við Morgunblað- ið í gærkvöldi að hún hefði fengið staðfest í gær að um- sjónarkennari bekkjarins, Maggý Hermannsdóttir, ætlaði ekki að endurskoða uppsögn sína. Foreldrar höfðu boðist til að veita sjálfir stuðning inn í bekk- inn fram á vor ef það mætti verða til þess að kennarinn endurskoðaði uppsögn sína en Sigrún sagði að nú væri ljóst að sú leið væri ekki fær til lausnar. Kennarinn sagði upp vegna fjölmennis í bekknum, þar sem eru 28 nemendur, þar á meðal þrír ofvirkir og aðrir sem þarfnast sérkennslu vegna námsörðugleika. Alvarlegt ástand Sigrún Benediktsdóttir sagði að sér fyndist mjög alvarlegt að ástandið hafi komist á það stig að kennarar þui’fi að ganga út vegna þess að aðstæður séu ekki nógu góðar. „Það er yfir- valda að koma inn í málið og leysa það vegna þess að allt er þetta háð fjárveitingum," sagði hún. Sigrún kvaðst fallast á það með kennaranum að aðstæður í bekknum hefðu verið erfiðar að ráða við og nemendur of margir miðað við aðstæður. „Best hefði verið ef kennarinn hefði fengið stuðning allan tímann, ekki bara þessar 16 stundir á viku.“ Ovíst er hvað verður í málum bekkjarins eftir mánaðamót því nýr kennari hefur ekki verið ráðinn. Ófremdarástand í húsnæðismálum Sigrún vildi að fram kæmi að hún og þefr foreldrar sem hún sé í sambandi við vilji ekki gagnrýna skólastjórann og kennara skólans vegna ástands- ins enda vinni þeir gott starf við erfiðar aðstæður; í kennara- hópnum sé góður andi og þetta virðist vera góðui- vinnustaður. Hún sagði hins vegar að sér vfrtist sem fræðsluyfirvöld hefðu getað gert meira. Ljóst væri hins vegar að ófremdarástand ríkti í húsnæð- ismálum skólans og ekki yrði pláss fyrir alla nemendur næsta haust. Hún sagðist binda vonir við að hægt yrði að koma mál- um þannig fyrir að skólinn fengi húsnæði Vörðuskóla til ráðstöfunar fyrir haustið eða þá að komið yrði upp lausum stof- um á skólalóðinni. 12 5jjSftjjfö VIDSIflFn ÆMNNULÍF LÁNASÝSLA Spari- skírteini Engu tilboði tekið/B2 Með blaðinu f dag fylgír 16 síðna bæklingur frá ríkisstjórn íslands, „Hálendi íslands - fjársjóður þjóðarinnar“. Drátturinn í HM í handknattleik í Egyptalandi/C1 HK-menn stöðvuðu sjö leikja sigurgöngu Stjörnunnar/C3 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.