Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 28. JANIJAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Sigurganga Kaspar-
ovs stöðvuð
SKAK
Wijk aan Zee,
H o 11 a n d i
HOOGOVENS
STÓRMÓTIÐ
Gary Kasparov vann sjö skákir í röð,
en tapaði siðan fyrir Ivan Sokolov frá
Bosníu. Helgi Áss deilir efsta sætinu
á alþjóðamóti á Bermúda.
ÞRÁTT fyrir tapið heldur Ka-
sparov vinnings forskoti á helsta
keppinaut sinn, Indverjann
Viswanathan Anand. Það getur þó
sitthvað gerst í fjórum síðustu um-
ferðunum. Þeir Kasparov og An-
and mætast innbyrðis í dag og
stýrir sá fyrmefndi hvítu mönnun-
um.
Staðan er þessi:
1. Kasparov 7'h v. af 9
mögulegum, 2. Anand 6Vz
v., 3. Kramnik 5'Æ v., 4-5.
Ivantsjúk og Svidler 5 v.,
6.-9. Piket, Shirov, Topa-
lov og Timman 4'A v.,
10. —11. Ivan Sokolov og
Van Wely 4 v., 12.-13.
Yermolinsky og
Kasimdsjanov 3 v., 14.
Reindermann VA v.
^ Ivan Sokolov er ís-
lenskum skákáhuga-
mönnum að góðu
kunnur. Hann sigraði
t.d. á alþjóðamótinu á
Akureyri 1994, en hér
sunnan heiða hefur
honum ekki vegnað
eins vel. Hann gabbaði Kasparov
einkar skemmtilega. Kasparov
veikti peðastöðu hans á kóngs-
væng, en vanmat sóknarfærin eftir
opinni g-línunni:
Hvftt: Ivan Sokolov
^Svart: Gary Kasparov
Nimzoindversk vöm
1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. e3 -
0-0 5. Bd3 - d5 6. Rf3 - c5 7. 0-0 - Rc6 8.
a3 - Bxc3 9. bxc3 - Dc7 10. Dc2 - dxc4
11. Bxc4 - e5 12. Bd3 - He8 13. e4 -
exd4 14. cxd4 - Bg4 15. e5 - Bxf3 16.
exf6 - Rxd4 17. Bxh7+ - Kh8 18. fxg7+
- Kxg7 19. Bb2 - Had8 20. gxf3 - Hh8
21. Khl - Hxh7 22. Hgl+ - Kh8 23. Hg3!
- De5 24. Hagl - Hh4 25. Dcl! - Kh7 26.
Dbl+ - Kh8 27. Dfl!
aði. Það gekk hins vegar ekki eins
vel hjá Þresti Þórhallssyni sem
tapaði með svörtu gegn bandaríska
alþjóðlega meistaranum Joshua
Waitzkin (2.480). Waitzkin er í
þriðja sæti á mótinu með 3V4 vinn-
ing eftir sex umferðir. Staðan á
mótinu er þessi:
1-2 Etienne Bacrot 4W5 v.
1-2 Helgi Áss Grétarsson 4'Æ v.
3 Joshua Waitzkin 3V4 v.
4 Þröstur Þórhalisson 3 v.
5- 7 Alik Gershon 2W5 v.
6- 7 Igor-Alexandre Nataf 2!4 v.
5-7 Murray Chandler 2'A v.
8-12 Jacques Elbilia 2/4 v.
8-12 Richard Forster 2/5 v.
8-12 Julen L. A. Martinez 2/5 v.
8-12 Yan Teplitsky 2J5 v.
8-12 Maurice Ashley 2 v.
13 Yannick Pelletier 1W4 v.
Þátttakendur hafa ýmist teflt
fimm eða sex skákir þar sem
stendur á stöku í mót-
inu. Auk þess var skák
þeirra Elbilia og
Martinez frestað í
sjöttu umferð, þannig
að Elbilia hefur ein-
ungis teflt fjórar skák-
ir.
J.
Kasparov á nú ekki viðunandi
vöm við þrefóldun hvíts á g- lín-
unni.
Helgi Áss efstur
ásamt Bacrot
Helgi Áss Grétarsson er efstur
ásamt franska stórmeistaranum
Etienne Bacrot (2.555) á lokaða
Bermúda-skákmótinu sem nú
stendur yfir. Þeir era báðir með
m vinning eftir 6 umferðir. Helgi
Áss er taplaus, en Bacrot stendur
þó betur að vígi þar sem hann hef-
ur þegar setið hjá, en keppendur á
mótinu era 13. Þeir Helgi Áss og
Bacrot tefldu saman í fimmtu um-
ferð og gerðu jafntefli. í sjöttu um-
ferð hafði Helgi Áss hvítt gegn
svissneska alþjóðlega meistaranum
Yannick Pelletier (2.525) og sigr-
Fullorðinsmót
á mánudag
Taflfélagið Hellir
hefur nú hleypt af
stokkunum nýjum
þætti í starfsemi fé-
lagsins þar sem boðið
Ivan Sokolov er upp skákmót fyrir
skákmenn 25 ára og
eldri. Þessi mót verða einu sinni í
mánuði til að byija með.
Fyrsta mótið var haldið í þess-
um mánuði, en annað fullorðins-
mót Hellis verður haldið mánudag-
inn 1. febrúar kl. 20. Teflt verður í
Hellisheimilinu, Þönglabakka 1 í
Mjódd.
Tefldar verða sjö tíu mínútna
skákir eftir Monrad-kerfi. Þátt-
taka er ókeypis að þessu sinni.
Eins og áður sagði era mótin að-
eins hugsuð fyrir 25 ára og eldri.
Sigurvegari á fyrsta Fullorð-
insmóti Hellis var Bragi Hall-
dórsson
Skákþing Reykjavíkur
Skákþing Reykjavíkur stendur
nú yfir eins og fram kom í síðasta
skákþætti Morgunblaðsins.
Fimmta umferð var tefld í gær-
kvöldi, en íyrir hana voru þeir Jón
Viktor Gunnarsson og Tómas
Bjömsson efstir með fjóra vinn-
inga. Þeir tefldu saman í fimmtu
umferð. Þeir sem hafa aðgang að
alnetinu geta fylgst með mótinu á
heimasíðu Taflfélagsins Hellis þar
sem úrslit og staðan á mótinu eru
birt eftir hverja umferð: www.sim-
net.is/hellir.
Kvennaskákmót hjá
Taflfélaginu Helli
Taflfélagið Hellir hefur ákveðið
að efna til sérstakra skákmóta
sem eingöngu eru opin konum.
Fyrsta mótið verður haldið laug-
ardaginn 6. febrúar og hefst
klukkan 13. Ekkert aldurstak-
mark er á mótinu og aðgangur eru
ókeypis. Kvennameistaramót
Hellis verður síðan haldið sunnu-
daginn 21. febrúar og hefst klukk-
an 13. Svo skemmtilega vill til að
mótið ber einmitt upp á konudag-
inn og vonandi verður það til þess
að hvetja sem flestar konur til
þátttöku í mótinu.
Margeir Pétursson
Daði Örn Jónsson
,á23\ Veður og færð á Netinu
:/w}
VSbS*' mbl.is ^mbl.is
/\LLTAf= &/TTHW\T> /VÝT7 A.LLTAf= 6/777/1^10 NSTTl
f DAG
VELVAKAJVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Aldamóta-
árið 2000
í DAG er 12. janúar 1999,
þann 31. desember það
sama ár er síðasti dagur
aldarinnar. Við miðum
tímatal okkar við fæðingu
Krists.
Talað er um að atburðir
hafi gerst fyiir Krist og eftír
Krist Ul var áiið 1 f.Kr. og 1.
ár eftir Kristsburð. Kristur
hlýtur því að hafa fæðst árið
0. Það ár er því fyrsta árið í
tímataii okkar. Fyrstí áratug-
urinn var því frá árinu 0 til
ársins 9. Aratugurinn þar á
eftir hófet því á árinu 10.
Fyrsta árþúsundinu lauk árið
999, og því næsta mun þúka
árið 1999.
Að vísu halda sumir því
fram að árið 0 hafi verið
lokaár árátugarins 9 f.Kr.
- 0. En tímatalið hefst á
fæðingu Jesú. Á fyrsta af-
mælisdegi hans var haldið
upp á að hann hafði lifað í
heilt ár, því mun 2000.
æviár hans hefjast á að-
fangadag árið 1999, og
þar sem ekki eru nema
100 ár í einni öld er öld-
inni þar með lokið.
Höfundar greinarinnar
bera enga ábyrgð á mis-
tökum fræðimanna í
tímatalsútreikningum.
Tinna Finnbogadóttir,
Vallargerði 16.
Guðrún Stefánsdóttir,
Sólvallagötu 15.
Stéttarfélög
NÚ skil ég deyfð fólks í
stéttarfélagsmálum eftir
reynslu mína af mínu fé-
lagi. Ef það mætir sömu
lélegu fyrirgreiðslunni og
ég þegar ég þurfi að fá lið-
sinni míns félags vegna
réttar sem ég á vegna
samninga, en ég þurfti
smá aðstoð (eitt símtal) til
að fá réttinn til að virka.
I tvær vikur hafa starfs-
menn félagsins þvælt mér
fram og til baka, ýmist eru
þeir því miður ekki við,
eða taka ekki fram fyrir
hendumar á hver öðrum.
Ekki vantar að almenn-
ir félagsmenn láti þessu
fólki í té góða vinnuað-
stöðu með háum félags-
gjöldum, en þegar við
þurfum á því að halda,
virðist það ekki vera til
staðar fyrir okkur.
H.G.
Tapað/fundið
Gluggafjöld í óskil-
um á Víðimel
GLUGGATJÖLD fundust
í bakgarði á Víðimel í síð-
ustu viku. Upplýsingar
gefur Ása i vs: 569 4176 til
kl. 16 og eftir kl. 18 í síma
551 4710.
Skór týndist
á Laugavegi
SKÓR nr. 36 á vinstri fót
týndist 14. janúar efst á
Laugavegi við sjónvarps-
húsið. Viðkomandi lenti í
bílslysi og missti af sér
skóinn. Þeir sem kannast
við skóinn hafi samband í
síma 554 0090.
Myndavél týndist
PENTAX myndavél týnd-
ist mánudaginn 18. janúar
við Rauðarárstíg. I vélinni
er filma af jarðarfór móður
eiganda. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
5673996.
Hringur tapaðist
GULLHRINGUR með
ópalsteini tapaðist mánu-
daginn 25. janúar. Hring-
urinn var í lítilli
taubuddu, blárri að lit.
Líkur er á að hringurinn
hafi týnst við Smiðjuveg í
Kópavogi, Grensásveg,
Vesturgötu eða Suður-
landsbraut í Reykjavík.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 478-1898.
Fundarlaun.
Herrafrakki og
plastpoki með dömu-
fatnaði í óskilum
FÖSTUDAGINN 20. nóv-
ember varð eftir herra-
frakki í Gerðubergi á út-
gáfuhátíð Eyjólfs R. Eyj-
ólfssonar. Nýlega fannst
plastpoki með dömufatn-
aði á bflastæði við húsið.
Upplýsingar hjá félags-
starfinu 1 Gerðubergi í
síma 557 9020.
Peningaveski týndist
við Austurver
PENINGAVESKI týnd-
ist lfldega í Austurveri eða
nágrenni fyrir rámum
tveimur vikum. Skilvís
finnandi hringi í síma
553 4720.
í 28 leikjum. Kasparov
heldur þrátt fyrir þetta ör-
uggiú forystu á mótinu.
Staðan er þessi: 1. Ka-
sparov l'k v. af 9 möguleg-
um, 2. Anand 6V2 v., 3.
Kramnik 5!/z v., 4._5. ívant-
sjúk og Svidler 5 v., 6._9.
Piket, Shirov, Topalov og
Timman 4'A v., 10._11. Ivan
Sokolov og Van Wely 4 v.,
12._13. Yermolinsky og
Kasimdsjanov 3 v., 14.
Reindermann IV2 v.
1U.
44. Hxf6! og
svartur gaf
því 44. - Hxf6
er svarað
með 45. Hd8.
Eftir að
hafa unnið
sjö skákir í
röð tapaði
Gary Ka-
sparov,
stigahæsti
skákmaður
heims, fyrir
Ivan Sokolov
frá Bosníu í
níundu um-
ferð mótsins HVÍTUR leikur og vinnur.
SKÁK
IJnisjón Margcir
Pétursson
STAÐAN kom upp á
Hoogovens-stórmótinu í Wi-
jk aan Zee í Hollandi sem
nú sténdur yfir. Jeroen Pi-
ket (2.609), Hollandi, hafði
hvítt og átti leik gegn Vesel-
in Topalov (2.700), Búlgar-
HOGNI HREKKVISI
©1996 Tribune Media Services, Inc.
All Rigms Reserved,
„Ég get mér það til að fegurðin sé í augu sjáandans"
Víkverji skrifar...
I* FRAMKVÆMDAFRÉ TTUM
Vegagerðarinnar var nýlega
fjallað um Grástein við Vestur-
landsveg í grennd við Grafarholt.
Steinn þessi hefur oft og iðulega
verið tengdur álfum, en hvort það
er síðari tíma uppspuni eða hefur
við rök að styðjast getur Víkverji
ekki dæmt um.
Skrifari dagsins hefur hins veg-
ar haft ómælt gaman af bollalegg-
ingunum um stein þennan og get-
ur ekki látið hjá líða að grípa niður
í niðurlag fyrmefndrar greinar.
Þar er fjallað um fyrirhugaðan
flutning steinsins vegna breikkun-
ar Vesturlandsvegar og þá um-
fjöllun sem flutningnum mun
væntanlega fylgja.
„Það er líklegt að fjölmiðlar
muni hafa áhuga á þessum flutn-
ingi og fjalla um hann í máli og
myndum. Það er hins vegar von
okkar hjá Vegagerðinni að gætt
verði þeirrar hófsemi sem skyn-
semin býður í þeirri umfjöllun. Líf-
ið gengur misjafnlega hjá okkur
öllum og allir verða fyrir áföllum,
stóram og smáum, á einhverjum
tímum. Það kemur upp flensa á
heimilinu, lyklarnir týnast eða læs-
ast inni í bíl. Þvottavélin bilar,
yngsta barnið pissar í buxurnar í
verslunarferð. Það er viðbúið að
slíkir hlutir hendi þá sem munu
flytja steininn, vikurnar á undan
og eftir. Menn mega þá ekki falla í
þá gryfju að tengja það við verkn-
aðinn heldur hugsa til þess hvenær
eitthvað álíka slæmt gerðist síðast
og syrja sig: Hverju reiddust goð-
in þá?“
xxx
IBLAÐINU Austurlandi, sem
gefið er út af Kjördæmisráði AI-
þýðubandalagsins á Austuriandi,
var nýlega fjallað um menningar-
hús á landsbyggðinni. í frétt blaðs-
ins er talað við tvo sveitarstjórnar-
menn eystra, m.a. bæjarstjórann á
Egilsstöðum, og segjast þeir báðir
hafa frétt af þessari ákvörðun
stjórnvalda í fjölmiðlum, en eitt
húsanna á að rísa á Egilsstöðum.
Haft er eftir Guðmundi Gísla-
syni, formanni menningarnefndar
Fjarðarbyggðar, að það sé auðvit-
að jákvætt að ríkið ætli að setja
þetta fjármagn í menningarmál á
landsbyggðinni, en það breyti þó
engu um framboð á menningu á
Austurlandi að byggja eitt húsið
enn.
„Það sem okkur vantar er aukið
fjármagn í menningarstarfsemi.
Það væri nær að borga undir t.d.
Sinfóníuhljómsveit Islands eða
hópa frá Þjóðleikhúsinu hingað
austur, skaffa leikfélögum leik-
stjóra o.s.fi-v.,“ segir Guðmundur.
Hann bætir því við að hann sé
hræddur um að ef menningarghús
verði byggt muni allri menningu
verða stefnt þangað, en nú sé
menningarviðburðum dreift um
fjórðunginn og það sé af hinu
góða.