Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Möl og sandur - vanmetin auðlind? Barge Johannes Þorbjörg Wigum Hólmgeirsdóttir LAUS jarðlög og berg eru ein verðmætasta auðlind okkar Islend- inga. Ur þessum jarðlögum er unn- ið steinefni, sem er helsta bygging- arefnið hérlendis. Til að fram- kvæmdir gangi vel fyrir sig þarf að vera greiður aðgangur að efnis- námum. Sjá þarf til þess að nýting efnis sé eins og best verður á kosið miðað við þekkingu á hverjum tíma og gæta þess að sjónarmið um- hverfisverndar séu virt. „Sérhverri kynslóð ber skylda til að skila land- inu í jafngóðu eða betra ástandi til þeirrar næstu,“ segir landbúnaðar- ráðherra í ávarpi sínu í skýrslu um jarðvegsrof árið 1997. Þetta er jafnframt megininntak hugtaksins sjálfbær nýting. Því miður hefur allt of oft orðið sjónmengun að jarðefnaiðnaði, þótt ástandið fari ört batnandi, og er Vegagerðin þar í fararbroddi. Einnig er of algengt að bruðlað sé með jarðefni. Dæmi eru um að hágæðaefni, sem betur nýttist í steypu, sé notað í uppfyll- ingu. Stefna þarf að því að nýta fá- ar en stórar námur í senn í stað margra smárra eins og nú er of al- gengt. Þá verður jafnframt hægt að h'ta á efnisvinnsluna sem iðnað. Markviss skipulagning efnis- vinnslu er undirstaða þess að vel takist til. Samhliða þessu þarf að huga að framtíðinni; hvernig haga beri efnisvinnslu, hvar hentugustu námusvæðin séu, hvenær taka eigi svæðin í vinnslu og hvernig frá- gangi skuli háttað þegar vinnslu er hætt. Aðgengilegar og greinargóð- ar upplýsingar um námur, t.d. í formi dreifðra en jafnframt sam- ræmdra og samtengdra gagna- grunna, eru forsenda þess að þetta sé mögulegt. Þessar vangaveltur eru ekki nýj- ar af nálinni. Strax og mannvirkja- gerð hófst að einhverju marki hér- lendis varð mönnum ljóst að mikil- vægt er að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um efnisnámur. Um 1950 var reynt að skrá þær skipu- lega en tilraunin rann út í sandinn enda var skráningin ekki nægilega vel undirbúin. Má þar helst nefna að markmiðin voru ekki skýrt skil- greind, kostnaður var vanmetinn og vegaverkstjórum gert að vinna verkið með öðrum störfum auk þess sem enginn einn var gerður ábyrgur fyrir skráningunni. Flestir þeir sem málið varðai- sjá hvaða hagur er af skráningu upp- lýsinga um námur og námuvinnslu. Sem dæmi má nefna að bæði Vega- gerðin og Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins skrá ýmsar upp- lýsingar sem hjá þeim liggja. Auk þessa hefur Náttúruvemd ríkisins skráð námur á Islandi en sú skrán- ing er byggð á skrá Vegagerðar- innar. I stuttu máli má segja að upplýs- ingarnar sem þessar stofnanir skrá miðist við þein-a eigin þarfír. Skrárnar eru yfirleitt opnar al- menningi en eru ekki endilega á mjög aðgengilegu formi. I ái'sbyrjun 1997 kom fyrst sam- an verkefnishópur sem m.a. vann að tillögum um hvemig haga bæri skráningu upplýsinga um efnis- námm'. í samvinnu við hagsmuna- aðila gerði hópurinn tillögu að skráningu á námum í febrúar 1998. Samkvæmt henni ætti m.a. að skrá upplýsingar um jarð- og bergfræði náma, aðstæður og vinnsluhætti, umhverflsmál og niðurstöður efnis- prófana. Margt þessara upplýsinga er nú þegar fyrir hendi en sam- ræma og samtvinna þarf skráningu allra aðila og taka þarf mið af þörf- um þeirra, s.s. Vegagerðarinnar, Jarðefni Hingað til, segja þau Berge Johannes Wigum og Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, hefur vantað heildarstefnu um skráningu efnis- tökusvæða og skipulag efnisvinnslu. Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðarins og Náttúruverndar rík- isins. Slíkt skráningarkerfi gæti m.a. þjónað sveitarfélögum og opinber- um stofnunum, námueigendum og fylliefnaframleiðendum, efnisnot- endum og eftii-litsaðilum ekki síð- ur en verkfræðistofum og fræði- mönnum. Upplýsingarnar nýtast við áætlanagerð, svæðisskipulagn- ingu, efnisleit, mat á vinnsluað- stæðum, náttúruvernd, mat á hæfi efnis og við rannsóknir. Kerfið mun stuðla að samnýtingu gagna svo að vel getur farið saman verkaskipting og aukin samvinna stofnana. Æskilegt er að óháður aðili hafi eftirlit með kerfinu og sjái um að skrá grunnupplýsingar í sameigin- legan gagnagrunn. Lagt hefur ver- ið til að Náttúrufræðistofnun taki þetta að sér og er það í samræmi við nýlegar breytingar á lögum um stofnunina. Kostnaður við skráningarkerfið er fyrst og fremst fyrir vinnu við hönnun og rekstur því að tæki og hugbúnaður eru þegar fyrir hendi. Umhvei-fisráðuneytið hefur skýrt frá því að til greina komi að leggja gjald á efni úr öllum efnisnámum. Fordæmi eru fyrir slíkri gjaldtöku bæði innanlands og erlendis. Sem dæmi um væntanlegan ár- angur af skipulagðri efnistöku og samtengdum gagnagrunni má nefna: * Betri nýtingu hágæðaefnis * Bætt skipulag efnistöku * Að gæðaeftirlit verður auðveld- ara * Að skipulag og mat á umhverfisá- hrifum verður auð- veldara * Að þjóðarbókhald yf- ir efnistöku verður mögulegt og þar með verður hægt að segja fyrir um nýtingu auð- lindarinnar * Bætta ímynd jarð- efnaiðnaðarins * Að stuðlað er að sjálfbærri þróun Bætt nýting efnisins minnkar líkur á sóun verðmæta og getur leitt til lækkunar á byggingarkostnaði. I skýrslu vinnuhóps- ins hafa verið sett fram skýr markmið og gerðar til- lögur um verklagsreglur fyi'ir sam- ræmt skráningarkerfi um efnis- vinnslu. Lagt hefur verið til að Náttúrufræðistofnun beri ábyrgð á kerfinu og rætt hvemig hægt væri að standa straum af kostnaði við hönnun þess og rekstur. Þessar til- lögur og hugmyndir hafa verið kynntar stjórnvöldum og hefur þeim verið vel tekið. Fram hefur komið að ráðuneytin telja skipu- lega skráningu alh-a efnisnáma á landinu undirstöðu þess að unnt verði að ná fram góðri nýtingu jarðefna. Nú veltur á stjórnvöldum að fylgja þessu eftir. Fimmtudaginn 28. janúar verður haldinn kynningarfundur um sam- ræmt skráningarkerfi efnisvinnslu. Af þessu tilefni hefur deildarstjóra hjá Norsku jarðfræðistofnuninni, Peer Richard Neeb, verið boðið hingað til lands. A fundinum kynn- ir hann sambærilegt skráningar- kerfi sem Norðmenn hafa notað sl. 15 ár. Fundurinn verður haldinn á Hallveigarstíg 1 og hefst hann kl. 13. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Höfumhw cru junh’crkfræðingnr. Hágæða heitavatnsofnar frá Danmörku. PBRUGMAN HANDKLÆÐAOFNAR Steypusögun.kjarnaborun, múrbrot, smágröfur. Lgt) Leitið tilboða. V -------------- THOR S:577-5177 Fax:577-5178 HTTPy/WWW.SIMNET.IS/THOR ori/lame Náttúrulegar sænskar snyrtivörur Viljum baeta við okkur leiábeinendum. Góðir tekjumöguleikar. jSími 567 7838 ~ fax 557 3499 e-mail raha@islandia.is www.xnet.is/oriflame Atkvæði í prófkjöri PRÓFKJÖR er hentug aðferð til að velja einn mann. Jón Ormur Halldórsson stjórnmálafræðingur hefur bent á að próf- kjör til að raða mönn- um á framboðslista þekkist hvergi í heim- inum nema á íslandi. Prófkjör eru að vísu vel þekkt í Bandaríkj- unum, en aldrei kosinn nema einn maður í einu. Prófkjör eru ekki sérlega lýðræðisleg, t.d. get ég ekki kynnt mér frambjóðendur nægilega. Þau eiga um þrjátíu ára sögu á Islandi. Verðugt væri að rannsaka þetta séríslenska fyrirbæri fræðilega, gæti t.d. hent- að sem prófverkefni í hagnýtri stærðfræði. Fyrr á öldinni voru allmörg tví- menningskjördæmi og frambjóð- endur kosnir sem einstaklingar þótt tveir væru í framboði fyrir sama flokk. Oftast fékk sami flokk- urinn bæði þingsætin þótt fáum at- kvæðum munaði stundum. Þetta þótti ekki lýðræðislegt og í haust- kosningum 1942 var tekin upp hlut- fallskosning. I prófkjöri er einstak- lingskosning og meirihlutahópar geta því fengið fleiri fulltrúa en sanngjarnt eða lýðræðislegt má telja. Minnihlutahópar eiga erfitt uppdráttar, sem og jaðarsvæði í stórum kjördæmum. Ög nú á, illu heilli, að stækka kjördæmin. Ef þingmönnum væri fækkað í smæstu kjördæmunum mætti hafa sameiginleg uppbótarsæti, t.d. tvö, sem flökkuðu milli þeirra eftir úr- slitum. Flakkarakerfi var fyrst not- að í haustkosningum 1942 og í hverjum kosningum þar tii 1995. Ríkjandi aðferð í prófkjöri er raðval, kjósendur gefa frambjóð- endum sætistölur og fær sá sætis- töluna eitt sem menn vilja hafa efstan og svo framvegis. Sá sem fær flest atkvæði í fyrsta sætið hreppir það. Engin skilyrði eru um lágmarksfylgi í það sæti og ekkert tillit tekið til röðunar neðar á atkvæðaseðlum. Stundum er þó skilyrði að merkt hafi verið við frambjóðanda á a.m.k. helmingi atkvæða- seðla. Þegar kemur að öðru sætinu eru talin saman atkvæði í fyrsta og annað sætið og sá hreppir sem flest fær samanlagt. Hér blasir einn helsti veikleiki aðferðarinnar við. Ef ég kýs mann í fyrsta sætið, sem ekki fær, vil ég samt að hann hreppi annað sætið. Hafi ég í öðru sæti þann sem reynist helsti keppinaut- urinn verður atkvæði mitt óvirkt rétt eins og ég hefði skilað auðu. Freistingin verður því mikil að flytja keppinautinn langt niður þeg- ar ég greiði atkvæði, jafnvel kjósa hann alls ekki, þótt ég vilji hafa hann á listanum. Til eru betri að- ferðii' og segi ég frá tveimur þótt hvoi-ug sé ætluð til að raða á lista. Aðferð kennd við Borda er kunn hér á landi og hefur Bjöm S. Stef- ánsson kynnt hana. Gi-undvallarat- riðið er að allir frambjóðendur fá sætistölur. Það era engin núll. Þó þarf kjósandi ekki að merkja við alla frambjóðendur á atkvæðaseðli. Þeir sem hann merkir ekki við fá meðal- tal þeirra sætistalna sem hann notar ekki. Stundum kjósa menn að snúa röðinni við, fyrsta sætið fær hæstu töluna og sigurvegarinn hæstu sam- töluna líkt og þegar atkvæði era tal- in. Þó er einfaldara að halda sig við sætistölumar. Urslitunum má líkja við sigur í kapphlaupi, sá sem er fyrstur í mark fær besta tímann. í kosningum verða úrslitin einkar skýr ef deilt er í summu sætistalna með fjölda gildra atkvæða. Sá sigrar sem fær lægstu sætistöluna að með- altali. Aðferðin er ætluð til að velja einn kost meðal þeirra sem í boði era. Eg hef einnig tekið þátt í því að velja fulltráa og varafuOtráa með þessari aðferð þegar fjórir vora í framboði og gafst það vel. í þróf- kjöri R-listans sl. vor var beitt að- ferð sem ber nokkurn svip af þess- ari. Gallinn var að ekki fengu aðrir sætistölur en þeir sem merkt var við. Það vora núll! Niðurstaðan varð að Guðrán Ágústsdóttir lenti í öðra sæti í Alþýðubandalagshólfinu þótt hún hefði nokkra yfirburði í fyrsta sætið. Prófkjörsaðferðir Prófkjör til að raða mönnum á framboðs- lista þekkist hvergi í heiminum, segir Hólmgeir Björnsson, nema á Islandi. Hin aðferðin, sem ég ætla að nefna, byggist á þeirri hugmynd að ekki sé nóg að fá flest atkvæði, það þurfi að nást hreinn meirihluti. I sumum löndum era tvær umferðir í forsetakosningum. í seinni umferð- inni er kosið milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu í fyrri um- ferðinni. Auk kostnaðar er helsti gallinn að sá frambjóðandi, sem kjósendur eiga auðveldast með að sameinast um, gæti sem best hafa verið í þriðja sæti. Lausnin er að beita raðvali í einni umferð, gefa kjósendum kost á að raða öllum frambjóðendunum þótt atkvæða- seðiO þar sem aðeins er merkt við einn yrði að sjálfsögðu einnig gild- Hólmgeir Björnsson ur. í talningu má nota aðferð Borda. Henni er fundið það til for- áttu að hugsanlegt er að frambjóð- andi, sem fær hreinan meirihluta í fyrsta sæti, sé það oft í þriðja sæti eða neðar að hann raðist ekki efst að meðaltali. Þótt þetta sé fyrst og fremst fræðilegur möguleiki, og ekki endilega ókostur þegar raðað er á lista sem margir eiga að geta sameinast um, mætti nota þá að- ferð sem nú skal lýst. Ef enginn frambjóðandi fékk hreinan meiri- hluta í fyrsta sætið er leitað í annað sætið. Tekinn er frá sá frambjóð- andi sem fékk fæst atkvæði í fyrsta sætið og sá í öðru sætinu fluttur upp í það fyrsta og þannig koll af kolli uns hreinn meirihluti er feng- inn. Aðferðin mætti útvíkka til að raða. Þá er sá sem var kosinn í fyrsta sætið tekinn frá, þeir sem eru neðar á atkvæðaseðlum færast upp um eitt sæti og ferlið endurtek- ið. Þessi talning er nokkuð flókin og rétt að skrá atkvæðin og telja í tölvu. Ef ég veit að atkvæði verða talin með þessari aðferð get ég rað- að frambjóðendum á atkvæðaseðli eftir bestu samvisku og án allra bakþanka. Ég get raðað helsta keppinautnum í annað sætið, næst á eftir mínum manni, án þess að ég sé með því móti að veikja atkvæði mitt í fyrsta sæti. Ég get líka kosið í efsta sætið mann sem er vonlaus samkvæmt skoðanakönnunum og samt notað atkvæðisréttinn til að velja milli þeirra sem í rauninni eru að berjast um sigurinn. Kosningar eru ekki einfalt fyrir- brigði. Nóg er að þrír keppi um eitt sæti til þess að fleiri en ein aðferð komi til greina. Varðandi prófkör er spurningin hvort eða við hvaða skilyrði er hægt að raða á fram- boðslista með því að kjósa á milli einstaklinga. Til þess að svara þess- ari spurningu þarf fræðilega rann- sókn og svarið ekki einfalt. Lesend- ur era beðnir velvirðingar á að greinin ber merki niðurskurðar vegna rýmis. Höfundur er tölfræðingur og vinnur hjá Rannsóktmstofnun Inndbúnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.