Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
RtSM
RYMINCAR
Qm ÆX
VERSLUNIN
HÆTTIR
á Fosshálsi og því seljum við
allan lagerinn með allt að
80%
afslætfti
Fleece-peysur, jogginggallar, peysur, regngallar,
húfur, fleece-húfur, lúffur, vettlingar, bolir,
stuttbuxur, bakpokar o.fl. á krakkana.
ALLT Á VERULEGA LÆKKUÐU VERÐI.
Opid I dag
11-18
• RUSSELL
ATHLETIC
►Columbia
Sportswear Company*
ogföstud. kl. 11-18
HREYSTI
—sportvöRunus
Fosshálsi 1 - Sími 577-5858
Byggt hjá
Farsæli ehf.
ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Far-
sæll ehf. hefur reist nú veiðarfæra-
skemmu í Grundarfirði. Byggingar-
meistari er Pálmar Einarsson og er
skemman um 300 fermetrar að flat-
armáli og rúmir 6 metrar á hæð.
Bygginarefni er steypa, límtré og
yleiningar (einangruð stálklæðn-
ing). Farsæll ehf. var stofnað árið
1946 fyrir tilstuðlan Sigurjóns Hall-
dórssonar eldri. Alla tíð hefur fyrir-
tækið gert út bátinn Farsæl SH 30
en um skeið var útgerðin einnig
með Sæbjörgu SH 23 í útgerð.
Nýjasti Farsæll SH 30 er 178 rúm-
lestir og skipstjóri Sigurjón Hall-
dórsson yngri en útgerðarstjóri er
Hermann Sigurjónsson.
Morgunblaðið/KVM
Góð loðnuveiði fyrir austan land
Eykur á bjartsýni
um góða vertíð
GÓÐ loðnuveiði var á miðunum rétt
utan Reyðarfjarðardjúps í fyrrinótt
og eykur það enn á vonir sjómanna
um góða loðnuvertíð. Mörg skipin
fengu góð köst, yfirleitt á bilinu 200
til 400 tonn í kasti. Flest skipin
fengu fullfermi og voru á landleið í
gær. Sveinn Isaksson, skipstjóri á
Víkingi AK, segir veiði á þessu
svæði hafa komið mönnum nokkuð
á óvart, þar sem flestir héldu að nú
færi loðnan að veiðast upp á land-
grunninu. „Við teljum reyndar
fyrstu gönguna komna upp á grunn-
ið. Þar virðist hún hafa dreift sér og
er ekki í veiðanlegu ástandi. Veiðin í
nótt [fyrrinótt] gefur okkur síðan
von um að nú sé að ganga meira
upp að landinu. Þetta var ágæt
loðna og okkur virðist sem hún sé á
hægri hreyfmgu suðvestur. Vonandi
getum við síðan byrjað „fjörufiskirí-
ið“ innan viku ef allt gengur eftir,“
sagði Sveinn.
Síldveiði að tregast
Nokkur skip eru enn á síldveiðum
og hafa Jóna Eðvalds SF og Húna-
röst SF síðustu daga reynt við síld-
ina með nót í Litladýpi, skammt
austan Hvalbaks. Ingólfur Asgríms-
son, skipstjóri á Jónu Eðvalds SF,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að talsvert hafi orðið vart við
síld á svæðinu en hún gæfi lítið færi
á sér. „Hún er ekki mjög þétt og
heldur sig djúpt. Við náðum um 120
tonnum á aðfaranótt þriðjudags en
höfum ekkert kastað síðan. Við
ákváðum síðan að skoða okkur um í
Berufjarðarál og Lónsdýpinu áður
en við löndum aflanum," sagði
Ingólfur.
Þá hafa tvö skip reynt við síldina
með flottrolli fyrir austan, Beitir
NK og Hoffell SU. Beitir NK var í
gær kominn með um 300 tonn eftir
þrjá daga að veiðum og var búist við
að skipið landaði aflanum á Nes-
kaupstað í morgun. Þá hefur Óli í
Sandgerði AK verið við leit á veiði-
svæðinu í Faxaflóanum síðustu
daga, en eftir því sem Morgunblaðið
kemst næst sést þar nú mun minna
til síldarinnar en áður.
Síldarkvótinn óbreyttur
í tillögum Hafrannsóknastofn-
unnar síðasta vor um leyfilegan
heildarafla í síld fyrir yfirstandandi
fiskveiðiár kom fram að um bráða-
birgðatillögu væri að ræða, sem
endurskoðuð yrði næsta haust. í
sfldarrannsóknaleiðangri sem far-
inn var sl. haust mældist sumar-
gotssíldarstofninn um 360 þúsund
tonn, þar af mældust 70 þúsund
tonn á venjulegri síldarslóð út af
Austurlandi. Á fornum síldarmiðum
út af Snæfellsnesi og Eldey mæld-
ust hinsvegar tæp 300 þúsund tonn
af kynþroska sfld, auk ókynþroska
smásíldar. Sjávarútvegsráðuneyt-
inu hefur nú borist endanleg tillaga
frá Hafrannsóknastofnuninni og er
lagt til að leyfilegur heildarafli verði
óbreyttur, eða 90 þúsund tonn á
vertíðinni.
Loðna sem fór í bræðslu 1984-98
Ár Vetur (jan.- apríl) Sumar-haust (júlí-des.) SAMTALS
1998
1997
1996
1995
1994
1993
1992
1991
1990
1989
1988
1987
1986
1985
1984
634.567
475.280
521.056
485.065
564.957
197.485
579.431
552.127
553.441
457.037
275.113
307.908
54.522
j 173.338
| 83.655
I 50.493
291.780
306.328
830.736
11.325.998
1.166.059
648.618
764.759
937.851
780.491
252.007
663.086
602.620
845.221
763.365
842.424
924.949
817.649
Heildar hráefnismóttaka íslensku
fiskimjölsverksmiðjanna 1998
Loðna, síld og kolmunni
998
VERKSMIÐJA Tonn, hlutfall
Samherji hf., F&L, Grind. lyiMlftj 4,54%
Snæfell hf., Sandgerði jjj 11.916 0,99%
SR-mjöi hf., Helguvik BH-líi'H 3,51%
Faxamjöl hf., Reykjavík §§§ 17.205 1,43%
Har. Böðvarsson hf., Ak. M 7,56%
Gná hf., Bolungarvík H 17.872 1,48%
Samt.: 1.203.512 tonn
VESTURLAND:
234.735
tonn,
19,50%
SR-mjöl hf., Siglufirði B-ikii.-HIÉM 4,82%
Krossanes, Óiafsfirði 12.900 0,24%
Krossanes, Akureyri te¥Uil 3,51%
SR-mjöl hf., Raufarhöfn 4,13%
Hr.fr.st. Þórshafnar hf. Itiokhiiimfefi 5,85%
NORÐURLAND:
I | 219.258
tonn,
18,22%
Tangi hf., Vopnafirði
SR-mjöl hf., Seyðisfirði
Síldarvinnslan hf., Nesk.
Hr.fr.h. Eskifjarðar hf.
SR-mjöl hf., Reyðarfirði
Loðnuvinnslan hf., Fáskr.
Búlandstindur hf., Djúpav.
Ósland hf., Höfn Hornaf.
127.257 2,26%
j 5,49%
119.526 1,62%
g 27.967 2,32%
SUÐURLAND:
isf. Vestmannaeyja hf.
Vinnslustöðin hf., Vestm.
Hafnarmjöl ehf., Þorl.höfn
30.136 2,50%
6,81%
10.267 0,85%
122.417
tonn,
10,17%