Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 11
MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 11 FRÉTTIR Sjópróf vegna Yrkartinds í Hamborg Skipstjóri bar að hluta sök á strandinu SJÓPRÓFI vegna strands flutn- ingaskipsins Víkartinds er lokið í Hamborg og komst dómstóll, sem fjallar um óhöpp í skipa- flutningum, að þeirri niðurstöðu að Michael Barz, skipstjóri Víkartinds, bæri að hluta til sök á atburðunum 5. mars 1997. Talið er að tjón á skipinu nemi 33 milljónum marka (1,3 millj- arðar ki'óna) og kostnaður við björgun og hreinsun eftir slysið nemi 17 milljónum marka (680 milljónum króna), að því er sagði í þýska dagblaðinu Hamburger Abendblatt í gær. í blaðinu var fjallað um sjóprófíð og segir þar að Barz hafl vanmetið líkurnar á að skipið myndi stranda þegar slökkt var á vélum þpss klukkan 17.35 til viðgerðar. I sjóprófínu var það talin ein ástæða strands- ins. Þá hafi Jiirgen Gottschalk vélstjóri ekki staðið faglega að viðgerðinni og metið hitaaukn- ingu í útblástri vélarinnar vit- laust. Taldi veðrið eðlilegt miðað við stað og árstíma Barz bar í sjóprófinu að óveðrið, sem Víkartindur lenti í á leiðinni til Reykjavíkur frá Færeyjum þennan dag, hefði verið fullkomlega eðlilegt miðað við þessar slóðir og þennan ár- stíma. Samkvæmt sldpsbókinni gerði vélstjórinn viðvart um vélavandræði klukkan 7.45. Komið hefði leki í kælileiðslu. Klukkan 8.54 datt aðalvélin út og skipinu var beitt þvert á öld- urnar. Hjálpardíselvélar duttu einnig út og eftir það rak Víkart- ind með 2,5 hnúta hraða að ströndinni, sem var í 10 sjómílna fjarlægð. í sjópróflnu kom fram að varðskipið Ægir hefði boðið hjálp, en Barz hefði hafnað henni. Stöðva hefði þurft aðal- vélina á ný klukkan 11.30 sam- kvæmt fyi-irmælum skip- stjórans, sem sagði að komast yrði hjá tjóni. Var skipið þá fimm sjómílur frá landi og á 70 metra dýpi. Klukkan 12.35 var fyrsta akkerinu kastað og öðru akkeri klukkan 13.16 er skipið var 2,5 sjómílur frá landi. Skipið dró hins vegar akkerin á eftir sér og nálgaðist ströndina. Akk- erin héldu ekki fyir en tvær sjómílur voru í land. I sjóprófinu var ekki hægt að gera grein fyr- ir því, sem gerðist eftir klukkan 14.56, samkvæmt frásögn Hamburger Abendblatt, vegna þess að það var hvorki skráð í vélarrúmi né í brú. Þó kom fram að akkerisvindur hefðu gefið sig og sömuleiðis vindubremsur. Um klukkan 17.35 hefði aðalvél- in verið stöðvuð á ný til þess að skipta um útblásturslok á strokk. Um klukkan 18.50 varð skipstjórinn þess var að skipið rak að ströndinni og kallaði á Ægi og bað um hjálp. í Ham- borgarblaðinu er því lýst að fyrsta tilraun til að koma línu yf- ir í Víkartind hafi mistekist og í annarri hafi varðskipsmaður Iát- ið lífið og annar slasast mikið. Klukkan 20.24 hafi skipið strandað skammt frá Eyrar- bakka. Segja hæpið að varðskip hefði getað hjálpað skipinu Til þess var tekið í sjóprófinu að á íslandi hefðu yfirvöld borið skipstjóranum á brýn að hafa hafnað aðstoð þegar hún var boðin í tæka tíð. Yfirvöld í Ham- borg töldu hæpið að varðskip eða ferja hefðu getað hjálpað flutningaskipinu. „Eftir að aðal- vélin stöðvaðist lét skipstjórinn undir höfuð leggjast að kalla til Ægi,“ segir í niðurstöðu sjóprófsins og bætti Jochen Hinz, yfirdómari dómstólsins í Hamborg, við að þann kost hefði hann átt að taka til alvarlegrar íhugunar. Barz er ekki talinn skaðabótaskyldur, en ósennilegt er að hann fái vinnu sem skip- stjóri eftir þetta. Morgunblaðið/Kristinn EINAR K. Guðfinnsson alþingismaður stýrði ráðstefnunni um græn reikningsskil í gær og Halldór Blöndal samgönguráðherra flutti setningarávarp. Á myndinni eru einnig þær Charlotte Pedersen og Susanne Villad- sen en á milli þeirra situr túlkur þeirra. Halldór Blöndal samgönguráðherra við upphaf ráðstefnu um fyrirtæki og umhverfísvernd Hugað sé að reiknings- skilum við náttúruna FRAM kom í setningarræðu Hall- dórs Blöndal samgönguráðherra á ráðstefnu um svokölluð græn reikn- ingsskil á Hótel Loftleiðum í gær að nú væri í undirbúningi að taka upp græn reikningsskil í samgönguráðu- neytinu og stofnunum þess. Sagði Halldór þetta svar við kröfum tímans og kvaðst þykja vænt um að sú hugs- un væri að ryðja sér til rúms að menn ættu í umsvifum sínum og at- höfnum að hafa reikningsskil sín við náttúruna í huga. Nauðsynlegt væri að vekja menn af því andvaraleysi sem gætt hefði í samskiptum við náttúruna. A ráðstefnunni kynntu þær Charlotte Pedersen og Susanne Villadsen, sem starfa hjá umhverfis- deild alþjóðlega endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækisins Deloitte & Touche í Kaupmannahöfn, hvað í grænum reikningsskilum felst, en hugtakið vísar m.a. til úttektar á því hvernig farið er með aðföng til fram- leiðslu eða framkvæmda í fyrirtækj- um. Standa fyrirtæki skil á því með eins konar skýrslugerð hversu vist- væn starfsemi þeirra er í raun og veru, en slíkt er æ mikilvægara nú á dögum þegar margir viðskiptavinir, einstaklingar sem stofnanir, gera kröfur um að vara sé „umhverfis- væn“ áður en þeir festa kaup á henni. Lýstu íslenskir þátttakendur á ráð- stefnunni þeirri skoðun sinni að Is- lendingar þyrftu ekki síður en aðrar þjóðir að huga að ímynd sinni í þess- um málum, m.a. vegna sívaxandi ferðamannaiðnaðai- á Islandi. Fyrirlesararnir dönsku, þær Ped- ersen og Villadsen, lýstu í kynningu sinni hvernig nýir þættir væru nú farnir að hafa áhrif á viðhorf manna til umhverfísverndar. Sögðu þær að vörunni sjálfri væri æ meiri gaumur gefinn, þ.e. að í stað þess að menn einblíndu á að draga úr mengun við framleiðslu hráefnisins horfðu menn meira á allt ferlið í heild. Þannig velti bílaframleiðandi ekki lengur einungis fyrir sér mengunarmálum er tengd- ust framleiðslu bflsins heldur einnig því sem gerðist eftir að viðskiptavin- urinn tæki við vörunni. Eldsneyt- iseyðsla bfls, og þar með koltvísýr- ingsmengun hans, og endingartími væru meðal þeirra atriða sem fram- leiðandi þyrfti nú að huga að. Þannig mætti segja að vönmni væri fylgt frá vöggu til grafar. Lýstu Pedersen og Villadsen því í fáum orðum hvernig fyrirtæki gæti staðið að úttekt þessara mála hjá sér með það m.a. í huga að kynna vöru sína með nýjum hætti, og þá um leið skapa sér jákvæðari ímynd. Beinir viðskiptahagsmunir væru hér í raun í húfi auk þess sem æ algengara væri að lagalegar kröfur væru gerðar um slík græn reikningsskil. Ekki síður sögðu þær mikilvægt að menn mörkuðu sér allsherjar stefnu í umhverfismálum um leið og gerð væri úttekt á fyrirtækjum. Umhverf- ið og verndun þess væri einfaldlega orðinn hluti af rekstrarumhverfi fyr- irtækja í dag og að því þyrfti að huga. Sögðu þær að til að slík stefn- umörkum reyndist árangursrík yrðu menn að setja skýr markmið og vita jafnframt hvernig þeir ætluðu sér að ná þeim. Samgöngumál svartur blettur hér á landi Á ráðstefnunni, sem skipulögð var af samgönguráðuneytinu, var sérstak- lega litið til þessara mála með tilliti til umhverfisstjómunar í flutningum og samgöngum, en samgöngumál eru nokkuð svartur blettur hér á landi hvað umhverfisvernd vai’ðai- þótt Is- land sé að öðru leyti talið standa sig bærilega í náttúravemd. Kom einmitt fram í máli þeirra Þóris Ibsens hjá auðlinda- og umhverfisskrifstofu ut- anríkisráðuneytisins og Jóns Birgis Jónssonar, ráðuneytisstjóra í sam- gönguráðuneytinu, að _ 31% allrar koltvísýringslosunar á Islandi mætti rekja til samgangna innanlands. Mun þessi tala vera nokkru lægri hlutfalls- lega í Evrópulöndunum. Sagði Jón Birgir að á tímabilinu 1990-1998 hefði orðið 8-10% aukning á útstreymi koltvísýiings á Islandi og hefur ráðuneytið nú markað sér stefnu um hvernig draga á úr þessu í samgöngumálum, en þar þurfa Is- lendingar að reyna að vera í takt við þær kröfur sem t.d. eru gerðar í Kyoto-bókuninni um loftslagsbreyt- ingar. Ný reglugerð um tóbaksvarnir á vinnustöðum væntanleg frá heilbrigðisráðherra Betri varnir gegn skaða af óbeinum reykingum „MEÐ nýju reglugerðinni er verið að tryggja betur en áður að þeir sem ekki reykja verði ekki fyrir óþægindum og skaða sem hlotist get- ur af óbeinum reykingum og að komið verði í veg fyrir það með öllum ráðum að reykur berist til fólks,“ segir Helgi Guðbergsson læknir, sem situr í Tóbaksvai’nanefnd, er hann er spurður um nýja reglugerð um tóbaksvarnir á vinnu- stöðum sem kemur út einhvern næstu daga. Segja má að aðalbreytingin á reglugerðinni felist í því að almennt er nú bannað að reykja á vinnustöðum. Er þar meðal annars átt við al- menn vinnurými, kaffi- og matstofur, fundaher- bergi, forstofur og ganga, búnings- og snyifí- herbergi. Fáeinar undantekningar eru þó veitt- ar en þær eru færri en áður og reglurnar orðn- ar skýrari. Segir Helgi hafa verið orðið nauð- synlegt að skerpa á nokkrum atriðum varðandi vinnustaði. „Ýmis atriði sem valdið hafa ágrein- ingi og erfiðleikum á vinnustöðum, svo sem i mötuneyti, kaffistofum, fundaherbergjum og slíkum vistarverum. Nú eru tekin af öll tvímæli um þessi atriði,“ segir Helgi. í eldri reglugerð var heimilt að reykja í vinn- urými þar sem starfsmenn eru tveir eða fleiri ef samkomulag var um það milli starfsmanna og skyldi þannig frá málum gengið að reykingar yllu ekki óþægindum fyrfl- þá sem ekki reyktu. í nýju reglugerðinni er þetta þrengt og getur atvinnurekandi heimilað stai-fsmanni sínum reykingai' sé hann einn í vinnurými sem tengist öðru vinnurými einungis með lokanlegum dyr- um og sinni ekki afgreiðslu eða þjónustu og aðeins meðan hann er þar einn. Séu tveir eða fleiri í sama vinnurými má heimila þeim reyk- ingar ef allir eru reykingamenn og samþykkja þá tilhögun. Getm- starfsmaðm- ávallt aftur- kallað samþykki sitt og heimildin til reykinga fellm- sjálfkrafa úr gildi hætti starfsmaður að reykja. Þá verðm- ekki leyft að reykja í vinn- m-ými ef ekki er hægt að koma í veg fyrir að reykloft berist þaðan til annaraa svæða á vinnu- stað, þar með talið með loftræstikerfi. Þessi at- riði gilda einnig um bíla fyrirtækja og stofnana og nú eru einnig komin inn ákvæði sem ná til vinnuskúra. Stuðningur og aðhald Helgi Guðbergsson, sem er séríræðingur í at- vinnusjúkdómum, telur að bann við reykingum á vinnustað verndi annars vegar þá sem ekki reykja og veiti hins vegai- reykingamönnum stuðning og hvatningu til að draga úr reyking- um. „Reykingar og óbeinar reykingar valda álagi á heilsu starfsmanna, íþyngja efnahag þeirra, rekstri fyrirtækja og þjóðfélaginu í heild og hefm- mönnum orðið æ betur ljóst að tak- mörkun reykinga á vinnustað bætir heilsu starfsmanna. Bent hefur verið á að reykingar stai'fsmanna geti jafnvel takmarkað hæfni þeirra til að leysa ýmis verkefni." Lög um tóbaksvarnir voru gefin út árið 1984 og breytingar gerðar árið 1996 og segir Helgi nauðsynlegt að gefa nú út nýja reglugerð sem byggi á lögunum eins og þau líta út nú. Telur hann að með nýju lögunum og þessari nýju reglugerð hafi verið stigið stórt skref í tóbaksvörnum og minnir m.a. á ákvæði 10. greinar laganna þai' sem forstöðumönnum allra opinberaa stofnana skuli í samráði við starfsfólk gert að gera áætlun um bann við reykingum innan viðkomandi stofnunai- sem komi til fram- kvæmda fyrir árslok 2000. Er þar átt við aðrar opinberar stofnanir en þær sem reykingabann gildh' um nú þegar, eins og skóla og heilbrigðis- stofnanir. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gef- ur reglugerðina út og fól ráðheraa Tóbaksvarnanefnd að setja fram tillögur sem hafa verið til umi’æðu undanfaraa mánuði. Eru reglugerðai'drögin nú tilbúin og er gert ráð fyr- ir að heilbrigðisráðheraa skrifi undir nýja reglu- gerð næstu daga. Helgi segir að við samningu reglugerðarinnar hafi verið haft samráð við aðila vinnumarkaðaims. Hafi launþegasamtök verið henni mjög fylgjandi og di'ögin verið samþykkt af stjórn Vinnueftirlits ríkisins en þar eiga atvinnui'ekendur einnig fulltrúa. Kallað eftir skýrari reglum „Það hefur verið kallað eftir skýrari reglum á vinnumarkaðnum vegna ágreinings sem komið hefur upp til dæmis vegna reykinga í matsal og kaffistofu. Nú eru reglumar orðnar skýrari og í lokin má nefna að á hverjum og einum vinnu- stað er hægt að setja strangari reglur en reglu- gerðin gerir ef mönnum sýnist svo.“ Reglurnar eiga að ganga í gildi í vor. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir að heimildir séu til undanþágna frá reykingabanni víkja þær fyrir öðrum reglum og lögum sem banna reykingar vegna hreinlætis, t.d. við matvælaframleiðslu, og öryggis í flugi. Þá gilda og sérstakar reglur um reykingar í skipum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.