Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU AUGLYSINGA
A
i&á
Heilsugæslan í Kópavogi
óskar eftir að ráða starfsfólk
til eftirtalinna starfa:
Heilsugæslulæknar
Lækna vantar til afleysinga í júní, júlí og ágúst
nk. Starfskjör eru samkvæmt gildandi úrskurði
kjaranefndar um launakjör heilsugæsluiækna.
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa í heilar
eða hlutastöður til afleysinga. Um er að ræða
almenn hjúkrunarstörf við heilsugæslu, svo
sem við heimahjúkrun, skólaheilsugæslu og
ungbarnavernd. Launakjöreru samkvæmt
samningum stofnunar og Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga.
Læknaritarar
Læknaritarar óskast til starfa í hlutastöður til
framtíðarstarfa og afleysinga í sumar.
Sjúkraskráning ertölvuunnin á Medicus-for-
ritið og væntanlega nú í vor á Sögu-forritið.
Krafist er löggildingar sem læknaritari og
reynsla er æskileg. Launakjör eru samkvæmt
samningum stofnunarvið starfsmannafélög
ríkisstofnana og Kópavogsbæjar.
Móttökuritarar og
gjaldkerar
Móttökuritarar óskast til starfa í heilar og hluta-
stöðurtil framtíðarstarfa og afleysinga. Störfin
felast einkum í símasvörun og tímaskráningu
.sem ertölvuunnin, vinnu við spjaldskrá, al-
mennri afgreiðslu og móttöku þjónustugjalda
og uppgjöri í lok vinnudags. Viðskiptamenntun
eða reynsla af afgreiðslu- og þjónustustörfum
er æskileg. Launakjör eru samkvæmt
samningum stofnunar við starfsmannafélög
ríkisstofnana og Kópavogsbæjar.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar nk. Um störf starfsmanna heilsu-
gæslustöðva gilda lög nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu og lög
nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Heilsugæslan
í Kópavogi er reyklaus vinnustaður.
Frekari upplýsingar um störf lækna veitir yfirlæknir Björn Guðmunds-
son og hjúkrunarforstjóri Una O. Guðmundsdóttir um störf hjúkrunar-
fræðinga. Ennfremur veitir framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar í
Kópavogi, Birna Bjarnadóttir, upplýsingar í símum 554 0400 og gsm
895 6500.
Umsóknum ber að skila til framkvæmdastjóra Heilsugæslunnar í
Kópavogi. Umsóknareyðublöð eru fáanleg i afgreiðslu i Fannborg
" 7—9. Öllum umsóknum verður svarað skriflega eftir að um þær hefur
verið fjallað og ráðning staðfest. Eldri umsóknir eða fyrirspurnir
um störf óskast endurnýjaðar.
Heilsugæslan í Kópavogi er staðsett í húsnæði í Fannborg 7—9 og
I marsmánuði verður tekið í notkun annað húsnæði til viðbótar við
Smárann í Kópavogsdal. Starfsmenn stöðvarinnar eru nú um 50
talsins í 35 stöðum og eru ráðnir við Heilsugæsluna í Kópavogi.
Heilsugæslan í Kópavogi,
Fannborg 7—9,
pósthólf 140,
200 Kópavogur.
66°N - MAX
Fataframleiðsla
Óskum að ráða starfskraft í framleiðslusal.
Starfið felst aðallega í að undirbúa framleiðslu-
pantanirfrá sníðastofu inná framleiðslulínur,
hafa umsjón með vöruflæði í vinriusal, þ.e.
niðurröðun og mötun verkefna á vinnustöðvar,
. í samvinnu við verkstjóra.
Leitum að starfsmanni, sem hefur í sér þjón-
ustulund, er skipulagður, áhugasamur, athu-
gull og getur tekið frumkvæði þegar við á.
Þekking á saumaskap væri æskileg, en er ekki
nauðsynleg.
Upplýsingar gefur verkstjóri í símum
.588 9485/86 eða á vinnustað í Faxafeni 12.
Slökkvilið Reykjavíkur
Slökkviliðsmaður
Hjá Slökkviliði Reykjavíkur eru nokkrar stöður
lausar til umsóknar.
Starfid
í starfinu felst m.a. eftirfarandi:
★ Sjúkraflutningar úr heimahúsum, milli
spítala o.s.frv.
★ Almennt slökkvistarf og reykköfun.
★ Björgun fólks og neyðarflutningar.
★ Reglulegar þrek- og starfsæfingar, starfs-
menntun og -þjálfun.
★ Þrekpróf og læknisskoðun einu sinni á ári.
★ Vaktavinna.
★ Möguleiki á starfsmenntun og starfsþjálfun
erlendis.
★ Umhirða tækjabúnaðar slökkviliðsins.
★ Hægt er að sækja um í björgunarköfunarhóp
og landflokk.
Grunnkröfur
Umsækjendur þurfa að:
1. Vera á aldrinum 20 — 28 ára, reglusamir og
háttvísir.
2. Hafa góða líkamsburði, gott andlegt og
líkamlegt heilbrigði, hafa góða sjón og
heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldnir
lofthræðslu eða innilokunarkennd.
3. Hafa aukin réttindi til að stjórna
a) vörubifreið og b) leigubifreið.
4. Hafa iðnmenntun, sem nýtist í starfi slökkvi-
liðsmanna eða sambærilega menntun og
reynslu.
Með iðnmenntun er átt við sveinspróf eða vél-
stjórapróf en stúdentspróf telst sambærileg
menntun. Umsækjandi þarf aðskila læknisvott-
orði með umsókn.
Umsækjendur mega búast við að vera kallaðir
í próf, viðtöl og læknisskoðun trúnaðarlæknis.
Ráðning er hugsuð frá 1. mars og verður þá
um reynsluráðningu að ræða fyrst um sinn.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavík-
urborgar og Landssambands slökkviliðs-
manna.
Einungis karlar starfa í Slökkviliði Reykjavíkur og
hvetjum við því konur sérstaklega að sækja um.
Upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma
570 2040 en umsóknareyðublöð er að finna
á skrifstofu Slökkviliðs Reykjavíkur, Skógar-
hlíð 14, 101 Reykjavík.
Umsóknum, ásamt afritum prófskírteina, skal
skila þangað í seinasta lagi 15. febrúar.
Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík.
Alþjóðlegt
stórfyrirtæki
óskar eftir fólki í stjórnunar- og markaðsstörf.
Tungumála- og tölvukunnátta æskileg. Góðar
tekjur í boði fyrir rétta aðila. Nánari upplýsing-
arveitir Alma Hafsteinsdóttir í síma 552 1000.
Einnig er hægt að senda umsóknir á afgreiðslu
Mbl. merktar: „Stjórn — 2000". Farið verður
með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Ljósmæður —
Sjúkrahús Akraness
Tvær stöður Ijósmæðra við Sjúkrahús Akraness
eru lausar til umsóknar. Æskilegt að viðkom-
andi geti hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar um vinnuaðstöðu og launakjör
gefa Elín Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri, og
Steinunn Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri,
í síma 431 2311.
FL UGFÉLAGtÐ =
ATLAHTA
Flugfélagið Atlanta ehf. var
stofnað árið 1986. Félagið
sérhæfir sig í leiguverkefnum
og er með starfsemi víða um
heim
Flugfélagið Atlanta ehf. auglýsir eftirfarandi
stöðu lausa tii umsóknar.
Yfirmaöur þjónustuliöa (flugfreyjur/þjónar):
Þjónustuliðadeild er hluti af Flugrekstrarsviði.
Starfssvið yfirmanns er meðal annars að hafa
umsjón með:
Greiningu á áhafnaþörf, ráðningu og þjálfun á
þjónustuliðum, þjónustu og sölu um borð,
samvinnu við Tæknideild um undirbúning við
komu nýrra flugvéla, útgáfu og dreifingu
öryggistilmæla, samskiptum við innlend og
erlend flugfélög, ferðaskrifstofur og erlendar
stöðvar félagsins.
Leitað er að umsækjanda með umtalsverða
reynslu af stjórnunarstörfum, sem á auðvelt
með mannleg samskipti. Góð ensku- og
tölvukunnátta áskilin. Reynsla og þekking af
störfum tengdum flugrekstri æskileg.
Umsóknir sendist til Flugrekstrardeildar á
aðalskrifstofu í Mosfellsbæ fyrir 10. febrúar n.k.
merktar:
Flugfélagiö Atlanta - Flugrekstrardeild
Hafþór Hafsteinsson flugrekstrarstjóri
P.O. Box 80
270 Mosfellsbæ
Verslunarstörf
— Egilsstaðir
Hraðkaup óskar að ráða starfskrafta í eftirtalin
störf í nýrri verslun sinni á Egilsstöðum:
1) Svæðisstjóri matvöru: Um erað ræða 100%
almennt starf á „gólfi" verslunarinnar; við
áfyllingar, pantanir og annað er lýtur að
rekstrinum. Svæðisstjóri ereinnig staðgeng-
ill verslunarstjóra.
2) Kvöldáfylling: Starfið er fólgið í frágangi
nýrrar vöru í versluninni utan opnunartíma.
Vinnutími erfrá kl. 20.00—23.00, alla daga
vikunnar.
3) Kvöldræstingar: Starfið er fólgið í hrein-
gerningu verslunarinnar, með aðstoð ræsti-
véla. Vinnutími erfrá kl. 20.00—22.00, alla
daga vikunnar.
Upplýsingar um þessi störf gefur verslunar-
stjóri Hraðkaups á Egilsstöðum, Þorkell Hróar
Björnsson, í síma 897 5605.
Prentari óskast
Prentara vantar strax á nýlega GTO.
Góð laun í boði.
Upplýsingar í síma 897 8821.
Förðunarfræðingar
Vantar förðunarfræðinga strax.
Erum að fá frábæra snyrtivörulínu.
Svör óskast send til afgreiðslu Mbl., merkt:
„F - 7376".