Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Með þrumandi hljómi KAMMERSVEIT Reykjavíkur. Hátíðartón- leikar Kammer- sveitarinnar TOIVLIST Seltjarnarncskirkja LÚÐRAÞYTUR Blásarasveit Reykjavíkur flutti verk eftir Tryggva M. Baidvinsson, Þor- kel Sigurbjörnsson, Jón Leifs og Pál P. Pálsson. Einleikari: Magnea Árnadóttir. Stjórnandi: Kjartan Óskarsson. Laugardagurinn 23. jan- úar, 1999. FLOKKASKIPAN hljóðfæra var fyrrum mjög skýr og markað- ist af notagildum samfélagsins hverju sinni, þannig að leikur á lúðra var fyrrum aðallega tengdur hernaði, þ.e. útivist, en á tréblást- urshljóðfæri var leikið innan húss og þá fyrir dansi og á strengi og orgel við trúarathafnir. I óperunni var lúðraþytur notaður við túlkun stórra atburða, og leikið á tré- blásturshljóðfæri í öllum undir- heimasenum en strengirnir fengu ástaratriðin og orgelið hélt sínu trúarhlutverki. Þrátt fyrir að hlut- verkaskipan hljóðfæraleikara sé ekki lengur bundin við áðurnefnd atriði, eimir samt eftir með fólki einhver minning um þessa flokkun og tónskáldin eru heldur ekki laus við hana. Aður fyrr réð munur á leiktækni miklu en nú hafa orðið svo miklar framfarir í gerð blást- urshljóðfæra og leiktæknin er orð- in slík, að allar gerðir hljóðfæra eru orðnar samstiga, sem í raun hefur blómstrað bæði í sinfónísk- um verkum og kammertónlist. Blásarasveit Reykjavíkur er í raun það sem kallað er lúðrasveit, þó þar sé að finna einnig allar gerðir tréblásturshljóðfæra og jan- fvel strengi. Eitt af því sem gerir slíkar sveitir oft þunglamalegar, er yfirmönnun í einstaka hljóðfæra- flokkum, sérstaklega tréblásturs- hljóðfærunum. Það gæti ráðið miklu um framtíð Blásarasveitar Reykjavíkur ef vel til tækist, bæði með vali tónverka og vönduðum leik. Þrátt fyrir að hljómsveitin sé nýstofnuð var leikur hennar í heild nokkuð góður, merkilega hreinn og hefur stjómandinn, Kjartan Óskarsson, þama unnið gott starf. Tónleikar Blásarasveitar Reykjavíkur sl. laugardag í Sel- tjarnameskirkju hófust á fmm- flutningi verks eftir Tryggva M. Baldvinsson, sem hann nefnir „Köld sturta“. Þetta er ágætlega samið verk, hefst með glæsilegum hætti og inniheldur víða skemmti- leg blæbrigði, en endar eins og „allt í ganni“, með smá poppkafla. Bæði nafngiftin og niðurlag verks- ins gefa til kynna, að höfundurinn hafi ekki „í fullri alvöra" trú á list- rænu gildi tónlistar fyrir blásara- sveit. Þetta mátti og heyra í verki Þor- kels Sigurbjörnssonar, Oretheyja íyrir flautueinleik og blásarasveit, því það sem helst einkenndi notkun hljóðfæranna í verki Þorkels, var tillitssemin við einleikshljóðfærið, en á það lék ágætur flautuleikari, Magnea Amadóttir, sem skilaði sínu mjög vel og er þetta í fyrsta skipti sem undirritaður heyrir til hennar. Þetta er fallega samið verk og merkilegt nokk, að flautan fær að fullu notið sín, er sýnir að blás- arasveit þarf ekki alltaf að þeyta lúðra sína með heimsenda-krafti, eins og heyra mátti oft í verki Jóns Leifs, „Víldngasvar", þar sem Jón útmálar reiði sína yfir því að vera hafnað sem þjóðgarðsverði á Þing- völlum. Þetta er hressilegt verk, ekta Jón Leifs, heiðið svar gegn „valdatöku kirkjunnar á staðnum“, eins og stendur skrifað í raddskrá verksins, er var í heild mjög vel flutt og af sannkölluðum heiðnum krafti. Konsert fyrir blásara og slag- verk eftir Pál P. Pálsson er faglega vel unnið verk og var sérlega vel flutt undir stjóm Kjartans Óskars- sonar, sem hefur tamið sér einstak- lega skýran taktslátt og nær því oft fram góðum og samstilltum sam- leik. Tónleikunum lauk með því að Köld sturta var endurflutt. Þessir tónleikar era góð byrjun á starfi Blásarasveitar Reykjavíkur en trú- in á slíkt fyrirtæki hlýtur að grand- vallast á þeirri tónlist sem skal flytja og með einhverjum hætti, að mögulegt sé að yfirvinna þann þramandi leik, sem oftar en ekki er einum of hljómsterkur, þegar allt „batteríð fer í gang“. Það liggur í hlutarins eðli, eins og allt sem er ofhlaðið, að það verður oftai- bros- legt en hrífandi. Þrátt fyrir þetta vora tónleikarnir í heild góðir og sérlega fróðlegt að heyra Víkinga- svar Jóns Leifs, sem er í raun ágætt tónverk og var ótrúlega vel flutt af hinni nýstofnuðu Blásara- sveit Reykjavíkur. Jón Asgeirsson Vegna mistaka í vinnslu blaðs- ins, birtust þessir tónlistardóm- ar ekki í gær. TONLIST S a 1 n r i n n KAMMERSVEIT REYKJAVÍKUR flutti verk eftir Jón Leifs, John Speight, Þorkel Sigurbjörnsson og Atla Heimi Sveinsson. Einleikarar: Rut Ingólfsdóttir og Erling Blöndal Bengtsson. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Sunnudagurinn 24. janúar, 1999. Á VEGUM Myrkra músikdaga vora haldnir í Salnum s.l. sunnu- dag, hátíðar-tónleikar í tilefni af 25 ára starfsafmæli Kammersveitar Reykjavíkur, sem á drjúgan þátt í glæsilegum viðgangi íslenskrar tónmenntar. Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari heíúr frá upphafi stýrt þessum félagsskap og verðm- fram- lag hennar seint fullþakkað. Tón- leikarnir hófust á sérkennilegu verki eftir Jón Leifs, sem hann nefnir Scherzo concreto op. 58, mjög líklega háð um tiltekinn fyrir- lestur, enda má túlka seinni hluta nafnsins á verkinu, sem storknun eða steinsteypu, og eins og stendur í efnisskrá, að „Hlustandinn má ímynda sér sjálfur hvaða hugsun liggur að baki verkinu, - og hvort það sé alvara eða háð“. Þetta verk er frekar smátt í sniðum en var vel flutt og helst var af hálfu Jóns lagt í hlutverk klarinettsins (Einar Jó- hannesson) og cellósins (Inga Rós Ingólfsdóttir). Annað viðfangsefni tónleikanna var frumflutningur á Djáknanum á Myrká eftir John Speight, sem er samið á s.l. ári, fyrir sögumann og kammerhóp. Sögumaður var Arnar Jónsson, er átti sinn þátt í ágætum flutningi verksins. John Speight velur sögusviðinu þjóðlagið Senn er komið sólarlag, sem var fallega flutt á selló (Inga Rós Ingólfsdótt- ir) og síðan sungið, eða réttara sagt raulað af öllum flytjendum. Síðan hófst sagan, fléttuð saman við tón- list á mjög skemmtilegan máta og er næsta víst að þetta verk á eftir að heyrast oftar. Það má vera tilviljun en ein- kennilegt nokk, þá eru þjóðlegheit farin að gægjast fram hjá íslensk- um tónskáldum, eins og heyra mátti víða í fiðlukonsert eftir Þor- kel Sigurbjörnsson, sem hann nefnir Umleikur og er tileikaður Rut Ingólfsdóttur og Kammersveit Reykjavíkur á 25 ára starfsafmæli sveitarinnar. Þorkell leikur með smástef og spinnur úr þeim lagferl- ishugmyndir, sem undir það síð- asta minntu á brot úr íslenskum þjóðlögum og stefjum, sem jafnvel minntu á austurlensk stef. Verkið er næstum gegnumunnið sem sam- leikur fiðlu og kammersveitar, þar sem fiðluröddin var oft ekki sjálf- stæð, heldur þátttakandi í stefja- leik kammersveitarinnar. Það glampaði oft á sérlega fallegan leik Rutar, sérstaklega þar sem fiðlu- röddin var leyst úr viðjum sam- leiksins og fallegur tónn Rutar fékk að njóta sín og syngja. í heild var „konsertinn“ mjög vel fluttur undir stjóm Guðmundar Ola Gunn- arssonar. Lokaverk tónleikanna var fram- flutningur á sellókonsert eftir Atla Heimi Sveinsson og þar var ein- leikari sellósnillingurinn Erling Blöndal Bengtsson. Kaflar verks- ins heita Erjur, Orar og Ryskingar og er tónrænt innhald þess mjög í samræmi við þau hegðunarmynst- ur, sem hér era tilgreind. Miðþátt- urinn, Orar, er þýðasti hluti verks- ins og töluvert um mystísk blæ- brigði, sem þar gat að heyra. Alls konar effektar prýða hina kaflana og þrátt fyrir að Atli sé mjög kröfuharður gangvart sellóinu, í grófri útfærslu tónmálsins, mátti vel heyra hversu góður sellisti Erl- ing Blöndal Bengtsson er. Flutn- ingur var allur hinn skarpasti og vel mótaður undir stjórn Guð- mundar Óla Gunnarssonar. Nú líður að lokum Myrkra músikdaga, sem haldnir era af Tónskáldafélagi fslands og þegar um er litast til heildar tónleik- anna, þá verður þessi tónlistarhát- ið munuð fyrir góðan flutning og forvitnilega efnisskrá. Frumflutt voru yfir 20 verk, stór og smá en af öllum ólöstuðum, þá var hlutur Jóns Leifs sá merkasti og með þessum Myrku músikdögum, er næsta víst, að dag fer að lengja í afstöðu tónleikagesta til tónlistar Jóns Leifs. Jón Ásgeirsson Vestur-íslenskar skáldkonur í Lögbergi Á VEGUM Vináttufélags íslands og Kanada verður opinn fundur í Lögbergi, Háskóla íslands, stofu 102, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Helga Kress, prófessor í al- mennri bókmenntafræði, fjallar um vestur-íslenskar skáldkonur úr bók sinni Stúlka: ljóð eftir ís- lenskar konur. Síðan mun dr. Jónas Kristjánsson handritafræð- ingur, fjalla um ævi og örlög Guð- rúnar Þorbjamardóttur, víðförl- ustu konu miðalda, úr skáldsögu sinni Veröld víð. Aðgangur er ókeypis. UTSALA 10-70% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum k V .|Ééé’ & í <d p- Hi Úlpur 20-70% staðgreiðsluafsl. Barnaúlpur frá kr. 1.950. Skíðagallar fullorðins frá kr. 4.900. Skíðahanskar, lúffur og húfur. íþróttafatnaður og íþróttaskór. Eldri gerðir af skíðum, stöfum og skíðaskóm, 20-60% staðgreiðsluafsl. Rccboh adidas pumn hT.point CZ3N Ármúla 40, símar: 553 5320 568 8860 ferslunin I %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.